Morgunblaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1998 39
AÐSENDAR GREINAR
Nvjar leikreglur
A VORDOGUM
1998 samþykkti Al-
þingi íslendinga nokk-
ur lagafrumvörp til að
leysa kjaradeilu út-
vegsmanna og sjó-
manna. Pessi frum-
vörp breyta í veiga-
miklum atriðum því
stjórnkerfi sem gilt
hefur í greininni. Eg
fór í góðum hópi á
fund sjávarútvegs-
nefndar Alþingis í vor
til að gefa umsögn um
nýju lögin og hélt því
fram að þau myndu
leiða til minni hag-
kvæmni í greininni
vegna takmörkunar á framsali.
Einnig benti ég á meiri samþjöpp-
un með stækkun fyrirtækja sem
líkleg langtímaáhrif laganna.
Margt sem gerst hefur síðan í vor
og ekki síst fyrstu daga nýs kvóta-
árs hefur styrkt skoðun mína.
Þessi frumvörp eru að mörgu leyti
tengd saman til að ná fram
ákveðnum heildaráhrifum sem
beinast að því að skilja í sundur
viðskipti með kvóta og aflauppgjör
sjómanna. Ég fjalla ekki sérstak-
lega um Kvótaþingið eða Verðlags-
stofu enda hefur efni þeirra laga
verið kynnt rækilega. Ég vek at-
hygli á nýjum reglum um framsal
og hámarkseign kvóta sem hafa
fallið í skuggann. I lokin kem ég
með breytingatillögur.
Veiðiskylda og framsal
Nýtt ákvæði var samþykkt um
framsal. „A hverju fískveiðiári er
einungis heimilt að flytja af físki-
skipi aflamark, umfram aflamark
sem flutt er til skips, sem nemur
50% af samanlögðu aflamarki sem
fiskiskipi er úthlutað í upphafi fisk-
veiðiárs á grundvelli aflahlutdeild-
ar þess.“ Þetta er hættuleg regla
fyrir margar einstaklingsútgerðir
því mikil verðmæti geta farið í súg-
inn ef aðstæður eru erfiðar. Það
þarf ekki nema minniháttar sveiflu
Einar
Svansson
í veiði einhveirar fisk-
tegundar til að menn
ráði ekki við vandann.
Stærri útgerðir þurfa
líka að vara sig og
miklar tilfærslur var-
anlegra heimilda í lok
síðasta kvótaárs eru
aðallega varnarvið-
brögð við þessari nýju
reglu. Þetta leiðir ör-
ugglega til minni við-
skipta með kvóta í
gegnum Kvótaþingið.
Bátum er að fækka
fyrstu dagana í septem-
ber eins og margir
höfðu spáð. Því mun
sjómönnum fækka
einnig. Niðurstaðan verður því fá-
mennari sjómannastétt á hærri
meðallaunum en áður hafa þekkst
á íslandi.
Hámarkseign á kvóta
I framhaldi af ofangi'eindum lög-
um voru sett lög hinn 8. apríl 1998
um eignamörk einstakra aðila á
kvóta. Þessi lagasetning hefur nán-
ast ekkert verið rædd opinberlega
þrátt íyiir mikilvægi hennar þegar
fram líða stundir. Reglurnar eru
þessar:
a) Samanlögð aflahlutdeild fiski-
skipa í eigu einstakra aðila, einstak-
linga eða lögaðila, eða í eigu
tengdra aðila (túlkað vítt) má aldrei
nema hærra hlutfalli en:
1.10% - þorskur og ýsa
2. 20% - ufsi, karfi, grálúða, síld,
loðna, úthafsrækja
b) Samanlögð aflahlutdeild má
ekki nema meira en 8% af heildar-
verðmæti allra tegunda.
c) Ef enginn einstakur hluthafi á
meira en 20% í félagi má þessi sam-
anlagða aflahlutdeild félagsins vera
hámark 12% þrátt fyrir ákvæði b.
hér á undan.
d) Ef farið er umfram þessi mörk
í heild eða í einstakri físktegund er
gefmn sex mánaða frestur til að lag-
færa þá stöðu með sölu eða öðrum
leiðum.
LANCOME
fiouge
Haust- og vetrarlitirnir ’98 - ’99
Komið, sjáið og prófið...
....glimmer, mattir, blautir og þurrir. Náðu fram klassísku,
náttúrulegu útliti eða kvöldförðun með einum og sama
litnum. Möguleikarnir eru óendanlegir
Kynning og förðun
í dag, föstudag
og laugardag.
Viðskiptavinir fá
óvæntan glaðning.
www.lancome.com
J
H Y G E A
tnyrtivttruvcrilun
Kringlunni, s. 5334533
e) Til viðmiðunar vil ég nefna að á
síðasta fiskveiðiári var Samherji hf.
skráður með tæp 23 þúsund
þorskígildi sem voru þá rúm 5% af
heild. Þorskígildi voru þá í heild um
448 þúsund. M.v. það er hámark
allra tegunda á bilinu 35 til 55 þús-
und þorskígildi. Ekki er vitað til
þess að neitt fyrirtæki sé yfir mörk-
um í einstökum tegundum en það á
væntanlega eftir að breytast fljót-
lega í nýju kerfi.
Mat á áhrifum fyrir
sjávarútveginn
Vandinn við mat á þessum áhrif-
um er mikill þvi ekki er ennþá farið
Líkurnar eru firekar,
segir Einar Svansson
í þessari fyrri grein af
tveimur, til lækkunar
leiguverðs á kvóta.
að vinna að ráði eftir þessum lögum.
Ég ætla samt að gera tilraun til að
varpa ljósi á stöðu sjávarútvegsins í
þessu samhengi út frá stöðunni á
þessu kvótaári og samtölum við
ýmsa aðila á síðustu vikum. Ég hef
að ofan fjallað aðeins um útgerðina
og nýja framsalsreglu en ætla að
velta upp nokkrum flötum varðandi
k\'ótaleigu.
Kvótaleiga
Ef við horfum á reynslu síðustu
ára þá eru aðallega tvær tegundir
sem skipta máli eða þorskur og
rækja. Þróun á verði þessara
tveggja tegunda er því forsenda
fyrir mati á nýjum leikreglum fyr-
ir sjávarútveginn. Hvaða þættir
ráða kvótaleiguverði? Framboð og
eftirspurn segja flestir, en það
þarf að kafa dýpra til að spá í
næstu framtíð. Þorskur og rækja
hafa verið aðaltegundir í tonni á
móti tonni-viðskiptum og eftir-
spurn því nægileg. Einnig hafa
báðar fisktegundir veiðst vel á síð-
ustu árum, sem hlýtur að skipta
máli. Ef við horfum fyrst á
þorskinn þá er veiðin góð í stækk-
andi stofni og þar að auki er þorsk-
urinn jaðartegund sem stærsti bol-
fiskstofninn við ísland. Ef sú spá
gengur eftir að kvótaleiguverð
lækki tel ég að þorskurinn haldi
sínum hlut betur en flestar aðrar
tegundir vegna þessara jaðará-
hrifa. Það er einnig hugsanlegt
vegna ákvæða um utanþingsvið-
skipti Kvótaþings með jöfnum
skiptum að þorskurinn verði mikið
notaður til að einfalda aðkomuna
að Kvótaþingi. Nægilegt er fyrir
útgerð að leigja til sín þorsk í
gegnum Kvótaþingið og stunda
síðan utanþingsviðskipti með
þorskinn í framhaldinu með mun
minni fyrirhöfn. Þorskurinn yrði
einskonar gullkróna. Þetta gæti
rökstutt sterkari stöðu þorsksins
en annarra tegunda. Þetta er að
sjálfsögðu háð því að reglur Kvóta-
þings verði það einfaldar að veru-
leg skipti aflaheimilda eigi sér
stað.
Rækjan er ekki jaðartegund þvr
hún veiðist aðskilin frá öðrum teg-
undum m.v. tækni í trollum í dag.
Verðgildi rækjukvótans er því
frekar háð eftirspurn sem byggist
á afurðaverði og hagkvæmni veiða
á hverjum tíma. Það atriði sem
skiptir mestu að mínu mati með
tilkomu Kvótaþingsins er hag-
kvæmni veiðanna. Útgerð sem
leigir kvóta á Kvótaþingi til að
selja aflann síðan á markaðsverði
til rækjuvinnslu þarf að skila
hagnaði eins og önnur útgerð. Ef
hagkvæmni veiðanna minnkar #
næstu árum með minnkandi
rækjustofni framkallar það lægra
kvótaverð því kvótinn er það eina
sem hægt er að lækka kostnað
með. ísrækjuskip yrðu síðan í
harðri samkeppni við frystitogar-
ana um þann kvóta sem kæmi inn
á Kvótaþingið. Erfitt er að spá ná-
kvæmlega um það sem gerist en
líkurnar eru frekar til lækkunar
leiguverðs að mínu mati. Lang-
tímaáhrifin eru vandmetnari. Ef
rækjustofninn minnkar verulega
tel ég líklegt að ísrækjuveiði
minnki mjög mikið og stærra hlut-
fall verði veitt af frystitogurum.
I seinni greininni fjalla ég um
stöðu fiskvinnslunnar í nýju kerflp'
og kem með tillögur til úrbóta.
Höfundur er forstjóri
Fiskiðjusam lags Húsavíkur.
Biblían er auðskildari
enþiggrunar
'oðunarkirkjan
mm
Mánudaga og miðvikudaga kl. 20.00.
Námskeiðið byrjar mánudaginn 5. október.
Þar sem fjöldi þátttakenda er takmarkaður, er skynsamlegt að
jnnritast sem fyrst. Með einu símtali tryggir þú þér þátttöku,
vönduð námsgögn, skriffæri og eintak af Biblíunni.
Við höfum ánægju af því að hjálpa N
fólki til að kynnast Biblíunni betur V>
og að sýna bví hvað hún hefur að segja um Leiðbeinandi er dr. Steinþór Þórðarson,
spurningar sem leíta á fólk. semA®fu'staðið fynr sjíkum námskeiðum
áratugum saman á Islandi og erlendis.
Innritun og nánari upplýsingar alla daga í símum 421 5674,421 4474 og 861 5371.
SIEMENS
- þér og þínum til hagsbóta!
is þvottavélar Siemens burrkari
'M210G0BYT
Tvær nýjar þvottavélar á einstöku tilboðsveröi.
Taka 4,5 kg, einfaldar i notkun, hafa öll nauðsynleg kerfi,
valfrjáls vinduhraði, sjálfstæður hitastillir, e-hnappur,
vatnsborðshnappur, mishleðsluskynjun.
i./mín. WM 21050BY: 1000 £ '
WM 20850BY: 800 sn./min. WM 21050BY:
3 sn./mín.
Aldeilis frábær þurrkari á einstöku verði.
Tekur 5 kg, einfaldur i notkun, fyrir útblástur í gegnum
barka sem fylgir með, snýst í báðar áttir, stáltromla,
hlífðarhnappur fyrir viökvæmt tau. Það er ekki spurning
- þú kaupir hann þennan og sparar stóran pening.
Berið saman verð, gæði og þjónustu!
UMBODSMENN
Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs. Borgames: Glitnir. Snæfellsbær: Blómsturvellir. Grundarfjörðun Guðni Hallgrímsson.
Stykkishólmur: Skipavfk. Búðardalur Ásubúð. ísafjöröur: Póllinn. Hvammstangi: Skjanni. Sauðárkrókur: Rafsjá.
Siglufjörður: Torgið. Akureyri: Ljósgjafinn. Húsavfk: Öryggi. Vopnafjörður: Rafmagnsv. Árna M. Neskaupstaður.
Rafalda. Reyðarfjörður: Rafvélaverkst. Áma E. Egilsstaöir: Sveinn Guðmundsson. Breiðdalsvfk: Stefán N. Stefánsson.
Hðfn I Hornafirði: Króm og hvítt. Vík f Mýrdal: Klakkur. Vestmannaeyjar: Tréverk. Hvolsvöllur: Rafmagnsverkst.
KR. Hella: Gilsó. Selfoss: Árvirkinn. Grindavík: Rafborg. Garður: Raftækjav. Sig Ingvarss. Keflavík: Ljósboginn.
Hafnarfjörður: Rafbúð Skúla, Álfask.
SMITH &
NORLAND
Nóatúni 4
9 105 Reykjavík
” Ih-J Sími 520 3000
www.sminor.is