Morgunblaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LANDSSÖFNUN SÍBS „A hverju vori er skrifað um hversu mörgum sjúkra- rúmum og deildum eigi að loka á hin- um ýmsu sjúkra- húsum. Við höfum aldrei nokkurn tímann lokað rúmi og erum með 99,9% rúmanýtingu.“ leiðis viljum við koma upp dagþjón- ustu, þar sem fólk kemur að morgni og fer heim síðdegis, og að síðustu göngudeildarþjónustu. Þar yi-ði annars vegar um svokallaða for- skoðun að ræða, þ.e. að starfsfólk hittir sjúklingana áður en þeir leggjast inn og gerðar eru á þeim nauðsynlegar rannsóknir. Með því móti gætu þeir strax frá fyrsta degi tekið þátt í þjálfuninni, sem yrði mikill tímasparnaður. Hins vegar viljum við fylgjast með fólki eftir á, þegar það á við.“ Við þetta bætir Björn að með for- skoðuninni verði einnig tryggt ákveðið greiningarkerfi, þannig að þeir einir séu lagðir inn sem raun- verulega þurfi á innlögn að halda. Öðrurn standi til boða þjónusta dag- deildar eða þeim verði vísað á aðrar stofnanir sem henti þeim betur, svo sem á æfingastöð Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra eða Heilsu- stofnun NLFÍ. í framhaldi af þessu berst talið að sjúklingum sem sendir eru frá spítulunum og þurfa á endurhæf- ingu að halda, en þeir hafa ekki allir gengið í gegnum tilhlýðilegar rann- sóknir. „Forrannsóknir kosta stór- fé. Þeir hnökrar eru í kerfinu, að séu pantaðar rannsóknir meðan sjúklingur liggur inni í spítala, en þær ekki framkvæmdar íyrr en hann er kominn annað, kemur það í hlut viðkomandi stofnunar að greiða fyrir rannsóknirnar. Þetta hefur jafnvel aukist eftir að sjúkrastofn- anirnar eru farnar að útskrifa fólk nánast á fjórum fótum,“ segja þeir Haukur og Björn. Aldrei sumarlokanir - Með því að stækka húsnæðið en hafa sama rúmafjölda virðist í fljótu bragði séð sem Reykjalundur hafí ekki neinn fjárhagslegan ávinn- ing af þessari framkvæmd heldur sé einungis um útgjaldaaukningu að ræða. Hver er ykkar hagur við það að auka gegnumstreymi sjúkling- anna? „Það má ekki gleyma því, að fimm daga deildir og dagdeildir eru ódýrari en sjö daga deildir. Þetta er okkar skerfur til þess að nýta betur það fjármagn sem okkur er úthlut- að og erum þannig að taka þátt í hagræðingaraðgerðum," svarar Haukur. Við þetta bætir Björn að þeir hafi báðir verið ráðnir til þess að standa fyrir rekstri Reykjalundar og þeir líti svo á, að sé langur biðlisti af sjúku fólki þá sé það grundvallar- skyldan að reyna að sinna eins mörgum og hægt er. „A hverju vori er skrifað um hversu mörgum sjúkrarúmum og deildum eigi að loka á hinum ýmsu sjúkrahúsum. Við höfum aldrei nokkurn tímann lokað rúmi og erum með 99,9% rúmanýtingu," segir hann. Spurðir um hvernig þeir sjái fyrir sér reksturinn eftir stækkunina þegar þeir berjist nú þegar við hallarekstur svarar Bjöm að þeir trúi ekki öðru en ríkið sjái að sér og það sem á hallar fáist bætt. Sömu- leiðis að stjómvöld vilji nýta sér þá aðstöðu og þjónustu á Reykjalundi, sem hægt sé að bjóða upp á, til þess veita endurhæfingu ákveðinn for- gang. „I heilbrigðiskerfmu er rætt um forgangsröðum og endurhæfing er þar mjög framarlega. Hingað til hefur lítið verið gert til að sýna þennan forgang í verki. Nú er tími til kominn,“ segir Björn. FLEIRI KREFJAST ENDURHÆFIN GAR illa að skilja hvers vegna við þurfum að sitja uppi með það ár eftir ár að þessi stofnun sé rekin með halla.“ Hér grípur Haukur fram í og seg- ir að varla sé til verra starf í landinu en að vera sjúkrahússforstjóri, því það sé óttalegur barningur. Meðan Björn kljáist við fjármálin berjist hann við biðlista. Þrátt fyrir að dvalartími hafi styst mikið á liðnum árum séu að jafnaði 400-500 manns á biðlista. Algengur biðtími er 2-3 mánuðir, þ.e. fyrir utan hjartasjúk- lingana sem leggjast yfirleitt inn sex vikum eftir aðgerð. Dvalartími er misjafn, en stefnan er að leyfa fólki að dveljast á Reykjalundi svo lengi sem það tekur framförum. Sami rúmafjökli en betri nýting Haukur tekur fram að ekki sé stefnt að því að fjölga rúmum, sem eru 170, heldur að bæta aðstöðuna til þess að hraða endurhæfingarferl- inu eða auka afköstin og þar með stytta biðlistana. Einn liðurinn í því sé að hafa fullnægjandi aðstöðu og góðan tækjabúnað. „Eftirspurnin eftir endurhæfingu vex sífellt og eru ástæðurnar helstar þær að fólk lifir lengur, fleiri lifa af slys og sjúk- dóma og fólk er orðið sér meira meðvitandi um gagnsemi endurhæf- ingar. Það gerir því orðið kröfu um hana.“ Hann segir að stofnunin hafi liðið fyrir það að hafa einungis litla sund- laug, en að öðru leyti séu leigðir tímar í Varmárlaug. Þar þrengi sí- fellt að, auk þess sem óþægindi og kostnaður fylgir íjarlægðinni. „Markmiðið er að koma upp sund- laug í þjálfunarskyni auk þjálfunar- rýmis. Við höfum þróað hópmeð- ferð, sem reynist mjög vel, en kom- um ekki nægilega mörgum að í einu, sem þýðir verri nýtingu og lengri meðferðartíma." Endurskipulagning á döfínni Legudeildir eru sex á Reykja- lundi og eru tvær þeirra fimm daga deildir, þar sem fólk fer heim um helgar nema þeir sem eru utan af landi og hafa ekki aðstæður til þess. Að sögn Hauks eru nokkrar breyt- ingar í deiglunni. „Við höfum áhuga á að fjölga fimm daga deildum til að draga úr rekstrarkostnaði. Sömu- REYKJALUNDUR, eða Vinnuheimilið að Reykja- lundi eins og það var lengst af kallað, var stofn- að 1945 fyrir tilstilli berklasjúklinga en með dyggum fjárstuðningi lands- manna. Heimilinu var ætlað að vera stig milli berklahælanna og daglegs lífs og var megináherslan í endur- hæfingunni lögð á að láta sjúklinga vinna auðveld störf. Reykjalundur er og hefur alla tíð verið í eigu Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga (SÍBS). Gegnum tíðina hefur starf- semin breyst og orðið fjölbreyttari og nú eru rekin þar átta svið; hjarta-, lungna-, geð-, gigtar-, verkja-, miðtaugakerfis-, hæfingar- og næringarsvið. Innan sviðanna myndar starfsfólk sérstök teymi, sem ákveða meðal annars endur- hæfingarmeðferðina í samráði við sjúklinginn. Markmiðið með fjáröfluninni er að hefjast handa við byggingu 1.550 fm þjálfunarhúss. Á efri hæðinni er gert ráð fyrir 200 fm tækjasal og á neðri hæðinni 690 fm íþróttasal og búningsherbergjum. Einnig er gert ráð fyrir sundlaug sem verður nýtt fyrir vatnsleikfimi og þolþjálfun. Tveir heitir pottar verða við laug- ina. Kostnaður er áætlaður um 220 milljónir króna og byggingartími 1% ár. Happdrættið sem bakhjarl Happdrætti SÍBS hefur jafn- framt staðið undir meirihluta hús- næðisuppbyggingar Reykjalundar. Einnig er rekin plastverksmiðja á Reykjalundi, sem er sjálfbært og sjálfstætt rekið fyrirtæki, en hefur samt skilað ákveðnu fé til uppbygg- ingar sjúkrahússins á hverjum tíma. Auk þess lagði Geðverndarfé- lag íslands fram fé 1967 og aftur 1971 til að kosta viðbótarhúsnæði sem svaraði til 22 rúma aukningar. Reykjalundur er á svokölluðu daggjaldakerfi, en önnur sjúkrahús eru yfirleitt á föstum fjárlögum. Uppsafnaður halli um síðustu ára- mót var 45 milljónir króna og segir Björn Ástmundsson forstjóri að stofnunin líði í vaxandi mæli íyrir niðurskurð sem hún var beitt á ár- unum 1991-92. „Þá var niðurskurð- ur 3,6-4% hjá flestum heilbrigðis- Samband íslenskra berkla- og brjósthols- sjúklinga ásamt 15 öðrum félögum innan Oryrkjabandalagsins leitar eftir fjárstuðn- ingi landsmanna 2.-4. október næstkom- andi í því skyni að bæta endurhæfíngarað- stöðuna á Reykjalundi. Haukur Þórðarson —------------------7------------:----- yfirlæknir og Björn Astmundsson forstjóri sögðu Hildi Friðriksdóttur að markmiðið væri að stytta 400-500 manna biðlista. Morgunblaðið/Árni Sæberg BJÖRN Ástmundsson forstjóri Reykjalundar (t.h.) og Haukur Þórðar- son yfirlæknir hafa sijórnað Reykjalundi um áratuga skeið. Lengst til vinstri er Ingólfur Garðarsson verkefnisstjóri landssöfnunarinnar, sem fram fer á næstu dögum. stofnunum en 8% hjá Reykjalundi. Við fengum þær skýringar, að við hefðum verið með umtalsverðan rekstrarhagnað árið á undan, sem þó var ekki nema 1-1,5%. Við vor- um með halla árið á undan og árið þar á eftir.“ Björn Ástmundsson sagði í viðtali við Dag fyrir skömmu, að vegna rekstrarerfíðleika styttist í að stjóm stofnunarinnar yrði að taka ákvörðun um að gjörbreyta starf- seminni, sem gæti hugsanlega falist í að leggja af hjarta- og lungnaend- urhæfingu, en þær eru dýrustu deildirnar. Spurður hvort það skjóti ekki skökku við á sama tíma og ver- ið sé að safna fjármagni til að byggja upp endurhæfingaraðstöðu viðurkennir hann að þetta kunni að vera ofmælt, því menn trúi ekki öðru en að leiðréttingar á rekstrar- vandamálunum fáist. „Við lítum svo á að stjórnvöld skammti tekjumar ekki með sann- gjörnum hætti. Benda má á, að ýmsar öldrunarstofnanir era með svipaðar rekstrartekjur á legudag og Reykjalundur, sem er með miklu umsvifameiri og fjárfrekari starf- semi. Ekki það að hinir séu alltof sælir af sínu heldur gengur okkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.