Morgunblaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1998
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Kornskurður í fullum gangi í Eyjafjarðarsveit
***** :
> ■*..> o ; •1 **
71; :-éá»
1 I1 1
Morgunblaðið/Kristján
STEFÁN Þórðarson í Teigi er með úthald sitt til að þurrka korn heima við Hrafnagil
og koma bændur víða að með korn, m.a. austan úr Köldukinn.
KORNSKURÐUR stendur nú yfir
af fullum krafti hjá bændum í
Eyjafjarðarsveit. Benedikt Hjalta-
son, bóndi á Hi'afnagili, sem er
nokkuð stórtækur í kornræktinni,
sagði að uppskeran væri nokkuð
misjöfn. „Það komu tvær frost-
nætur í kringum Landsmót hesta-
manna í byrjun júlí í sumar og það
hafði sín áhrif og þá frekast á lág-
lendi.“
Benedikt sáði í um 22 hektara
lands og hann vonast til að fá út
úr því um 80 tonn af korni. Hann
sagði að margir bændur væru að
auka kornræktina og einnig væru
fleiri að fara út í þessa búgrein.
„Þetta getur farið mjög vel saman
með nautgriparæktinni og hefur
Uppskeran
nokkuð
misjöfn
m.a. áhrif á endurræktun túna.“
Heima við Hrafnagil er Stefán
Þórðarson í Teigi með úthald sitt
til að þurrka korn og koma bænd-
ur víða að til að fá korn sitt þurrk-
að, m.a. austan úr Köldukinn í S-
Þingeyjarsýslu. Olía er notuð við
þurrkunina og fara um 80 lítrar af
olíu við þurrkun á liveiju tonni.
Benedikt sagðist vonast til að geta
þurrkað um 60 tonn af sínu korni.
„Það er bæði miklu betra að
geyma kornið þurrkað og eins er
betra að nota það í fóðurblöndur.
Þá kem ég ekki nema ákveðnu
magni af súru korni í kýrnar.
Þetta er hins vegar mjög ódýrt og
gott fóður og kostnaðurinn er
svipaður og í heyinu."
Benedikt sagði alls ekki slæmt
þó að eitthvað yrði um frostnætur
á næstunni, á meðan ekki hvessti
mikið og hann færi ekki að snjóa.
„Kornið er orðið fullþroskað og
það þornar í frostinu. En ég á von
á að kornskurðinum hjá mér verði
lokið eftir um 10 daga.“
Morgunblaðið/Kristján
ÞÓTT Nína María sé ekki há í loftinu aðstoðaði hún móður sína
við innkaupin í Kjörbúðinni Kaupangi í gær, en Baugur tekur
við rekstri verslunarinnar í dag, fimmtudag, og mun væntan-
lega reka þar svonefnda hraðbúð.
Baugur kaupir
Kjörbúðina
Kaupangi
NÚVERANDI eigendur Kjör-
búðarinnar í Kaupangi afhenda í
dag, fimmtudag, nýjum eigend-
um verslunina, en það er Baug-
ur, sem rekur Bónus- og Hag-
kaupsverslanirnar, sem keypt
hefur öll hlutabréf í félaginu.
Sem kunnugt er opnaði Kaup-
félag Eyfirðinga fyrir nokkru
KEA-Nettó-verslun í Reykjavík
og hefur boðað að fleiri verði
opnaðar í framtíðinni en nokkur
titringur skapaðist í kjölfarið á
matvörumarkaðnum syðra. Líta
má á opnun Baugs á nýrri versl-
un á Akureyri sem svar við til-
komu Nettó-verslunarinnar í
Reykjavík.
Um svonefnda hraðkaupsbúð
verður að ræða, líkt og Baugur
rekur í Borgarnesi, en verslunin
verður fyrst í stað rekin með
óbreyttu sniði.
Heildverslun Valgarðs Stef-
ánssonar ehf. og eigendur Baut-
ans, þeir Hallgn'mur og Björn
Arasynir, Stefán Gunnlaugsson
og Sævar Hallgrímsson hafa
rekið Kjörbúðina Kaupangi í
tæp 5 ár, eða frá því Matvöru-
markaðurinn sem þar var áður
varð gjaldþrota.
TölvuMyndir opna skrifstofu á Akureyri
Morgunblaðið/Kristján
TVEIR af starfsmönnum TölvuMynda, þeir Garðar Már Birgisson for-
stöðumaður og Þröstur Guðmundsson kerfisfræðingur.
Dalvíkurbyggð
Sápugerðin
Hreinn seld
úr bænum
REKSTUR sápugerðarinnar
Hreins hf. á Dalvík hefur verið
þungur frá því fyrirtækið var keypt
til bæjarins og nú hefur verið
ákveðið að selja það úr bænum. Dal-
víkurbyggð á um 75% hlut í Hreini
og að sögn Rögnvaldar Skíða Frið-
bjömssonar, bæjarstjóra og for-
manns stjórnar, hafa þrjú tilboð af
höfuðborgarsvæðinu borist í fyrir-
tækið.
„Stjórn Hreins hefur samþykkt
sölu á fyrirtækinu og við erum að
vinna í því að fá niðurstöðu í það
mál. Reksturinn hefur ekki staðið
undir þeim væntingum sem menn
höfðu. Hugmyndir bæjarins í upp-
hafi voni að einhverjir rekstraraðil-
ar kæmu að þessu með okkur og
það gerðu Iðnþróunarfélag Eyja-
fjarðar og einstaklingar. Málin hafa
hins vegar þróast þannig að við höf-
um setið uppi með meirihlutaeign í
fyrirtækinu.“
Rögnvaldur Skíði sagði að fyrir-
tækið hefði verið rekið með tapi frá
því það var keypt til bæjarins
haustið 1995 og reyndar hefði í upp-
hafi verið gert fáð fyrir taprekstri
fyrstu 3-4 árin. Hins vegar væra
framtíðarhorfur fyrirtækisins
þannig að ekki væri talið skynsam-
legt að halda rekstrinum áfram.
Hlutafé bæjarins er 7,5 milljónir
króna og þá hefur bærinn lánað fyr-
irtækinu fé.
Rögnvaldur Skíði sagði ljóst að
hluthafar myndu tapa fjármunum
en ekki væri ljóst fyrr en eftir sölu á
fyrirtækinu hversu mikið fé tapað-
ist.
Morgunblaðið/Kristján
GRÉTAR Steindórsson, fram-
kvæmdastjóri Hreins og annar
tveggja starfsmanna á lager
fyrirtækisins. Grétar sagði það
hafa haft mikil áhrif á rekstur-
inn hvað fyrirtækið væri langt
frá stóra markaðnum á höfuð-
borgarsvæðinu.
------------------
Glerárkirkja
Opið hús fyrir
foreldra
OPIÐ hús fyrir foreldra verður í
Glerárkirkju á morgun, fimmtudag-
inn 1. október frá kl. 10 til 12. Þetta
er fyrsta stundin í vetur, en ætlunin
er að foreldrar ungra barna hittist í
kirkjunni á þessum tíma á fimmtu-
dögum framvegis í vetur. í sam-
verustundinni í dag verður starfið
mótað og eru foreldrar því hvattir
til að fjölmenna, en margt skemmti-
legt og uppbyggilegt er á döfinni í
vetur. Opnu húsin miðast einkum
við við foreldra sem eiga barn eða
börn á forskólaaldri, en allir for-
eldrar eru velkomnir. Heitt verður
á könnunni.
Fimm ný
störf í
hátækni-
iðnaði
TÖLVUMYNDIR hafa opnað skrif-
stofu á Akureyri, en þar starfa
fimm manns, tölvunar- og kerfis-
fræðingar. Skrifstofan er til húsa í
Kaupvangsstræti 4, þar sem Kaup-
þing Norðurlands hafði áður að-
stöðu.
TöIvuMyndir er hugbúnaðar- og
þjónustufyrirtæki sem hefur það að
meginmarkmiði að aðstoða við-
skiptavini sína við að hagnýta sér
upplýsingatækni til ábata í rekstri,
en því markmiði hefur fyrirtækið
fyrst og fremst náð með sérsmíði
upplýsingakerfa.
Garðar Már Birgisson tölvunar-
fræðingur veitir skrifstofunni á
Akureyri forstöðu, en auk hans
starfa á skrifstofunni þeir Hafþór
Heimisson, Þröstur Guðmundsson
og Tryggvi Rúnar Jónsson, allir
kerfisfræðingar og þá kemur Jón
Magnússon tölvunarfræðingur til
starfa um næstu mánaðamót.
Greiðari aðgangur
fyrir viðskiptavini
„Lykilatriðið í að það gangi að
starfrækja hér skrifstofu af þessari
stærð er að einbeita sér að þróun
hugbúnaðar á landsvísu, við getum
ekki eingöngu horft til Akureyrar
og svæðisins í kring,“ sagði Garðar
Már. „Tilgangurinn með því að
opna þessa skrifstofu hér er að
nálgast viðskiptavini fyiártækisins,
veita þeim gi-eiðari aðgang að þeim
sérfræðingum sem hér starfa."
TöIvuMyndir er sem fyrr segir al-
hliða upplýsingaíyrirtæki og er
áherslan lögð á sérsmíði upplýs-
ingakerfa, en megináherslan er að
sögn Garðars lögð á fjármálafyrir-
tæki, sveitarfélög, framleiðslufyrir-
tæki, sjávarútvegsfyrirtæki og
þjónustustofnanir sem og opinberar
stofnanir. Meðal norðlenskra við-
skiptavina má nefna Kaupþing
Norðurlands, sýslumannsembætti á
Norðurlandi, Siglufjarðarbæ, sem
og flest fyrirtæki á sviði sjávarút-
vegs, t.d. Þormóð ramma-Sæberg,
Sæunni Axels og Hraðfrystistöð
Þórshafnar.
í tilefni af opnun skrifstofunnar í
nýju húsnæði efndi fyrirtækið til
ráðstefnu á Akureyri í síðustu viku,
en hún bar yfirskriftina Upplýs-
ingakerfi sveitarfélaga á nýrri öld.
Sveitarfélög eru í auknum mæli far-
in að nýta sér upplýsingatækni til
að leysa þau flóknu og umfangs-
miklu verkefni sem þeim eru falin
og hafa þau aukist mjög eftir flutn-
ing verkefna frá ríki til sveitarfé-
laga. Með því að hagnýta sér upp-
lýsingatæknina geta þau náð fram
hagræðingu í rekstri, aukið á skil-
virkni og upplýsingaflæði til íbú-
anna. Þau hugbúnaðarkerfi sem
fjallað var um voru annars vegar
ýmis grunnkerfi, s.s. fjárhags-, við-
skipta og lánardrottnabókhald og
hins vegar fasteignagjalda-, leik-
skóla- og félagsmálakerfi. Einnig
var á ráðstefnunni vakin athygli á
þeim vanda sem sveitarfélög þurfa
að bregðast við vegna komandi
aldamóta.
Aksjón
Fimmtudagur 24. september
12.00ÞSkjáfréttir
18.15ÞKortér Fréttaþáttur í sam-
vinnu við Dag.
Endursýndur kl.18.45, 19.15, 19.45,
20.15, 20.45.
21 .OOÞDagstofan Umræðuþáttur
í samvinnu við Dag.