Morgunblaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 50
50 FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ SÝNISHORNIS er OPIN SIÓN- varpsrás sem þú færð sjálfkrafa aðgang að þegar þú tengist breiðbandinu. í Sýnishominu eru kynntar þær stöðvar sem í boði eru á Breiðvarpinu. Hver stöð er send út opin í heilan mánuð í senn og þannig gefst góður tími til að kynna sér efni hennar. SÝNISHORNIÐ Synishorn í OKTÓBER l í október verður hin vin- i sæla kvikmyndarás TNT Classic Movies kynnt í Sýnishorninu en hún sendir út bíómyndir allan sólarhringinn á Breiðvarpinu. Hrekkjavökuhelgi! Síðustu helgina í október verður TNT undirlögð af mörgum frægustu hryllingsmyndum kvikmyndasögimnar, allt ffá Dr. Jekyll and Mr. Hyde til Poltergeist. Myndir úr lífi Hollywood Á hverjum miðvikudegi í október verða sérstakir þættir tileinkaðir gömlu Hollywoodstjömunum þar sem þekktir leikarar á borð við Liam Neeson og Jodie Foster fjalla um líf og myndir Clark Gable, Bette Davis, James Cagney o. fl. Gamanmyndir Á mánudögum og miðvikudögum í október em sýndar sígildar gamanmyndir sem engu hafa tapað af róman- tískum sjarma sínum. TNT er fjölbreytileg kvikmyndarás fyrir fólk á öllum aldri. 'T KOSTNAÐARMAT -iggja daga frá fvi að 1?aS’ „Saaarmat á iokafrágang tnband í gjaldfr)álst þjónustunumer. 800 7474- 20.000 HEIMHIEIGA ÞESS NÚ KOST AÐ TENGJAST BREIÐBANDINU OG MUNU ÞÚSUNDER HEIMILA BÆTAST VIÐ Á NÆSTU MÁNUÐUM. Hrxngdv STRAX OG KYNNTU frfill MÁUDI mn 7474 Opið til kL 22 á kvöldin og 17 um helgar FRÉTTIR ‘ Morgunblaðið/Ásdís FRÁ vinstri: Aðalsteinn G. Helgason og Kristján Helgason úr Breiðholtsskóla, Bragi Reynisson og Björgvin Benediktsson úr Engidalsskóla og Guðmundur Þórsson og Adam Fannarsson frá Grunnskólanum á Tálknafirði. Engidalsskóli sigraði í hjólreiðakeppni grunnskóla EN GIDALSSKÓLI í Hafnarfirði sigraði í hjólreiðakeppni grunn- skóla sem lauk við Perluna í Reykjavík laugardaginn 26. sept- ember sl. Átta skóiar höfðu áunnið sér rétt til þátttöku í úr- slitakeppninni en einn mætti ekki vegna veikinda keppenda. I öðru sæti varð lið Grunnskói- ans á Tálknafirði, en Breiðholts- skóli í Reykjavík hafnaði í 3. sæti. Keppendur eru nemendur í 8. bekk en voru enn í 7. bekk þegar forkeppnin fór fram á sl. vori. AIls tóku um 4.000 börn þátt í keppninni víðs vegar um Iandið. Sigurliðið úr Engildalsskóla var skipað þeim Björgvini Benedikts- syni og Braga Reynissyni. Umferðarráð, lögreglan um allt land, sveitarfélög og Bind- indisfélag ökumanna standa að þessari keppni sem er árviss við- burður. Arétting vegna fréttar um GPS-tæki VEGNA fréttar í Morgunblaðinu 23. september síðastliðinn, um að GPS-eigendur geti lent í vanda í ágúst 1999, hefur R. Sigmundsson sent frá sér eftirfarandi athuga- semd. Fyrirtækið er umboðsaðili fyrir GPS-tæki af gerðinni Garm- in: „Tvöþúsund-vandamálið svokall- aða mun ekki hafa nein áhrif á starfsemi GPS-tækja frá Garmin. Garmin hefur gert ráð fyrir þessu vandamáli frá upphafi og því munu þau starfa eðlilega eftir árið 2000. Tæki sem byggja á tvítalnakerfi munu sýna 00 fyrir það ár, 01 fyrir 2001 o.s.frv. Annar mikilvægur atburður verður 22. ágúst á næsta ári eins og fyrrnefnd grein í Morgunblað- inu fjallaði um eða svokallað „GPS week number rollover“. Þá munu vikuteljarar sem GPS tækin nota í kerfínu breytast úr 1023 í 0. Þetta mun ekki hafa áhrif á Garmin-tæk- in þó að þau verði í notkun meðan breytingin verður. GPS-kerfið er starfrækt af bandarískum stjómvöldum. Þau bera ábyrgð á nákvæmni og við- haldi kerfisins, þar með töldum vandamálum vegna ársins 2000 og svokölluðu „GPS week number rollover“.“ Vitni óskast RANNSÓKNARDEILD lögreglunn- ar í Hafnai-firði óskar eftir vitnum að hörðum árekstri sem varð á gatna- mótum Álftanesvegar og Hafnar- fjarðarvegar við Engidal sunnudags- kvöldið 27. september um kl. 20.30. Jeppi og rauð fólksbifreið lentu saman á gatnamótunum og biður lögreglan í Hafnarfirði þá sem sáu áreksturinn að hafa samband vegna málsins. ------------- Handverks- markaður á Eiðistorgi KVENFÉLAGIÐ Seltjöm á Sel- tjarnarnesi stendur fyrir handverks- markaði laugardaginn 3. október frá kl. 10-17. Um 50 aðilar víðsvegar af landinu sýna og selja fjölbreytta nytjalist. Kvenfélagið verður með kaffi- og vöfflusölu. -----♦-♦-♦--- LEIÐRÉTT SMAAUGLYSINGAR FELAGSLIF Landsst. 5998100119 VIII I.O.O.F. 5 * 1791018 = 9.0* Hjálpræðis- herinn Kírkjustræti 2 Kl. 20.30 lofgjörð og bæn. Allir hjartanlega velkomnir. Dagsferðir sunnud. 4. okt. Frá BSÍ kl. 10.30 Búrfell í Grímsnesi. Gengiö á Búrfell frá Kattahrygg og y-fir fjallið. Komið niður hjá Krókhólum. Skælingar við Eldgjá 2.-4. okt. Vígsluferð í Skæl- inga. Skoðunarferð um Skæl- ingasvæðið og Eldgjá. Endurnýj- að gangnamannahús f Skæling- um vígt. Gist í Hólaskjóli. Þátt- taka tilkynnist á skrifstofu Úti- vistar. Hægt er að fara á eigin bílum í Hólaskjól. FERÐAFÉLAG ® ÍSLANDS MORKINNI6 -SlMI 568-2533 Laugard. 3. október kl. 9.00 Árbókarslóðir: Hagavatn o.fl. Einstakt tækifæri til að kynnast haustfegurð óbyggðanna ofan Blskupstungna undir leiðsögn Gfsla Sigurðssonar blaða- manns og höfundar árbókar FÍ 1998, en bókin fjallar um þetta svæði. Farið m.a. að Hagavatni og hluta Línuvegarins niður í Haukadal. Hagavatnssvæðið er komið í fréttirnar vegna fram- hlaups skriðjöklanna þar. Verð 2.800 kr. Brottför frá BSÍ, austan- megin og Mörkinni 6. Sunnudagsferðir 4. október kl. 10.30, Selvogsgatan, gömul þjóðleið og kl. 13.00 Þingvellir ( haustlitum og hellaskoðun í Gjábakka- lirauni, fjölskylduferð. KENNSLA Myndlistaskóli Margrétar Ný og fjölbreytt námskeið fyrir alla aldurshópa. Upplýsingar og innritun í síma 562 2457. Laufey Sæunn TrygKvadóttir Kjartansdóttir Myndavíxl MEÐ grein Sæunnar Kjartansdóttur, Hin tilgátan um átröskun, sem birtist í blaðinu í gær, birtist fyrir mistök mynd af Laufeyju Tryggvadóttur faraldsfræðingi. Sú mynd átti að birí> ast með grein Laufeyjar, Annar val- kostur en einn miðlægur gagna- grunnur, sem birtist sl. þriðjudag. Morgunblaðið biður þær velvirð- ingar á mistökunum. Hagavatn I grein í Morgunblaðinu í gær um framhlaup og mögulegt flóð úr Lang- jökli sunnanverðum misritaðist nafn Hagavatns og var það nefnt Haga- fellsvatn. Leiðréttist það hér með.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.