Morgunblaðið - 01.10.1998, Síða 50

Morgunblaðið - 01.10.1998, Síða 50
50 FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ SÝNISHORNIS er OPIN SIÓN- varpsrás sem þú færð sjálfkrafa aðgang að þegar þú tengist breiðbandinu. í Sýnishominu eru kynntar þær stöðvar sem í boði eru á Breiðvarpinu. Hver stöð er send út opin í heilan mánuð í senn og þannig gefst góður tími til að kynna sér efni hennar. SÝNISHORNIÐ Synishorn í OKTÓBER l í október verður hin vin- i sæla kvikmyndarás TNT Classic Movies kynnt í Sýnishorninu en hún sendir út bíómyndir allan sólarhringinn á Breiðvarpinu. Hrekkjavökuhelgi! Síðustu helgina í október verður TNT undirlögð af mörgum frægustu hryllingsmyndum kvikmyndasögimnar, allt ffá Dr. Jekyll and Mr. Hyde til Poltergeist. Myndir úr lífi Hollywood Á hverjum miðvikudegi í október verða sérstakir þættir tileinkaðir gömlu Hollywoodstjömunum þar sem þekktir leikarar á borð við Liam Neeson og Jodie Foster fjalla um líf og myndir Clark Gable, Bette Davis, James Cagney o. fl. Gamanmyndir Á mánudögum og miðvikudögum í október em sýndar sígildar gamanmyndir sem engu hafa tapað af róman- tískum sjarma sínum. TNT er fjölbreytileg kvikmyndarás fyrir fólk á öllum aldri. 'T KOSTNAÐARMAT -iggja daga frá fvi að 1?aS’ „Saaarmat á iokafrágang tnband í gjaldfr)álst þjónustunumer. 800 7474- 20.000 HEIMHIEIGA ÞESS NÚ KOST AÐ TENGJAST BREIÐBANDINU OG MUNU ÞÚSUNDER HEIMILA BÆTAST VIÐ Á NÆSTU MÁNUÐUM. Hrxngdv STRAX OG KYNNTU frfill MÁUDI mn 7474 Opið til kL 22 á kvöldin og 17 um helgar FRÉTTIR ‘ Morgunblaðið/Ásdís FRÁ vinstri: Aðalsteinn G. Helgason og Kristján Helgason úr Breiðholtsskóla, Bragi Reynisson og Björgvin Benediktsson úr Engidalsskóla og Guðmundur Þórsson og Adam Fannarsson frá Grunnskólanum á Tálknafirði. Engidalsskóli sigraði í hjólreiðakeppni grunnskóla EN GIDALSSKÓLI í Hafnarfirði sigraði í hjólreiðakeppni grunn- skóla sem lauk við Perluna í Reykjavík laugardaginn 26. sept- ember sl. Átta skóiar höfðu áunnið sér rétt til þátttöku í úr- slitakeppninni en einn mætti ekki vegna veikinda keppenda. I öðru sæti varð lið Grunnskói- ans á Tálknafirði, en Breiðholts- skóli í Reykjavík hafnaði í 3. sæti. Keppendur eru nemendur í 8. bekk en voru enn í 7. bekk þegar forkeppnin fór fram á sl. vori. AIls tóku um 4.000 börn þátt í keppninni víðs vegar um Iandið. Sigurliðið úr Engildalsskóla var skipað þeim Björgvini Benedikts- syni og Braga Reynissyni. Umferðarráð, lögreglan um allt land, sveitarfélög og Bind- indisfélag ökumanna standa að þessari keppni sem er árviss við- burður. Arétting vegna fréttar um GPS-tæki VEGNA fréttar í Morgunblaðinu 23. september síðastliðinn, um að GPS-eigendur geti lent í vanda í ágúst 1999, hefur R. Sigmundsson sent frá sér eftirfarandi athuga- semd. Fyrirtækið er umboðsaðili fyrir GPS-tæki af gerðinni Garm- in: „Tvöþúsund-vandamálið svokall- aða mun ekki hafa nein áhrif á starfsemi GPS-tækja frá Garmin. Garmin hefur gert ráð fyrir þessu vandamáli frá upphafi og því munu þau starfa eðlilega eftir árið 2000. Tæki sem byggja á tvítalnakerfi munu sýna 00 fyrir það ár, 01 fyrir 2001 o.s.frv. Annar mikilvægur atburður verður 22. ágúst á næsta ári eins og fyrrnefnd grein í Morgunblað- inu fjallaði um eða svokallað „GPS week number rollover“. Þá munu vikuteljarar sem GPS tækin nota í kerfínu breytast úr 1023 í 0. Þetta mun ekki hafa áhrif á Garmin-tæk- in þó að þau verði í notkun meðan breytingin verður. GPS-kerfið er starfrækt af bandarískum stjómvöldum. Þau bera ábyrgð á nákvæmni og við- haldi kerfisins, þar með töldum vandamálum vegna ársins 2000 og svokölluðu „GPS week number rollover“.“ Vitni óskast RANNSÓKNARDEILD lögreglunn- ar í Hafnai-firði óskar eftir vitnum að hörðum árekstri sem varð á gatna- mótum Álftanesvegar og Hafnar- fjarðarvegar við Engidal sunnudags- kvöldið 27. september um kl. 20.30. Jeppi og rauð fólksbifreið lentu saman á gatnamótunum og biður lögreglan í Hafnarfirði þá sem sáu áreksturinn að hafa samband vegna málsins. ------------- Handverks- markaður á Eiðistorgi KVENFÉLAGIÐ Seltjöm á Sel- tjarnarnesi stendur fyrir handverks- markaði laugardaginn 3. október frá kl. 10-17. Um 50 aðilar víðsvegar af landinu sýna og selja fjölbreytta nytjalist. Kvenfélagið verður með kaffi- og vöfflusölu. -----♦-♦-♦--- LEIÐRÉTT SMAAUGLYSINGAR FELAGSLIF Landsst. 5998100119 VIII I.O.O.F. 5 * 1791018 = 9.0* Hjálpræðis- herinn Kírkjustræti 2 Kl. 20.30 lofgjörð og bæn. Allir hjartanlega velkomnir. Dagsferðir sunnud. 4. okt. Frá BSÍ kl. 10.30 Búrfell í Grímsnesi. Gengiö á Búrfell frá Kattahrygg og y-fir fjallið. Komið niður hjá Krókhólum. Skælingar við Eldgjá 2.-4. okt. Vígsluferð í Skæl- inga. Skoðunarferð um Skæl- ingasvæðið og Eldgjá. Endurnýj- að gangnamannahús f Skæling- um vígt. Gist í Hólaskjóli. Þátt- taka tilkynnist á skrifstofu Úti- vistar. Hægt er að fara á eigin bílum í Hólaskjól. FERÐAFÉLAG ® ÍSLANDS MORKINNI6 -SlMI 568-2533 Laugard. 3. október kl. 9.00 Árbókarslóðir: Hagavatn o.fl. Einstakt tækifæri til að kynnast haustfegurð óbyggðanna ofan Blskupstungna undir leiðsögn Gfsla Sigurðssonar blaða- manns og höfundar árbókar FÍ 1998, en bókin fjallar um þetta svæði. Farið m.a. að Hagavatni og hluta Línuvegarins niður í Haukadal. Hagavatnssvæðið er komið í fréttirnar vegna fram- hlaups skriðjöklanna þar. Verð 2.800 kr. Brottför frá BSÍ, austan- megin og Mörkinni 6. Sunnudagsferðir 4. október kl. 10.30, Selvogsgatan, gömul þjóðleið og kl. 13.00 Þingvellir ( haustlitum og hellaskoðun í Gjábakka- lirauni, fjölskylduferð. KENNSLA Myndlistaskóli Margrétar Ný og fjölbreytt námskeið fyrir alla aldurshópa. Upplýsingar og innritun í síma 562 2457. Laufey Sæunn TrygKvadóttir Kjartansdóttir Myndavíxl MEÐ grein Sæunnar Kjartansdóttur, Hin tilgátan um átröskun, sem birtist í blaðinu í gær, birtist fyrir mistök mynd af Laufeyju Tryggvadóttur faraldsfræðingi. Sú mynd átti að birí> ast með grein Laufeyjar, Annar val- kostur en einn miðlægur gagna- grunnur, sem birtist sl. þriðjudag. Morgunblaðið biður þær velvirð- ingar á mistökunum. Hagavatn I grein í Morgunblaðinu í gær um framhlaup og mögulegt flóð úr Lang- jökli sunnanverðum misritaðist nafn Hagavatns og var það nefnt Haga- fellsvatn. Leiðréttist það hér með.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.