Morgunblaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1998 31
LISTIR
Ommustelpa
kemur aftur
ÁRMANN Kr. Einarsson afhendir Birni Bjarnasyni menntamála-
ráðherra útgáfubækur FÁKE; Ævintýri lífs mín og Ömmustelpu.
FÁKE-forlagið gefur nú út end-
urbætta útgáfu verðlaunabókar-
innar „Ömnmstelpu" eftir Ár-
mann Kr. Einarsson. Nýjar teikn-
ingar eru eftir bróðurson Ár-
manns, tílfar Örn Valdimarsson.
Þessi útgáfa er þannig breytt,
að nú bera persónurnar sín réttu
nöfn og staðarheiti og lýsingar
eru raunverulegar. Armann seg-
ist vilja fylgja bókinni úr hiaði
með tilvitnun í formálann, sem
Sigrún Klara Hannesdóttir, pró-
fessor í bókasafns- og upplýs-
ingafræði við Háskóla Islands,
skrifar: „I fjölda ára var Ármann
ókrýndur konungur ævintýra-
sagna. ... Sá sem getur gefið sam-
ferðafólki sínu, einkum börnum
og unglingum, gleði og trú á
framtíðina, gefur dýrmæta gjöf.
Hann snertir gleðistrengi sálar-
innar, kveikir neista sem getur
lifað innra með þeim sem taka á
móti, löngu eftir að bókinni er
lokað og sagan sögð.“
títgefandinn, FAKE-forlagið,
segir Ármann að sé þannig til-
kominn, að hann hafi í rúm tvö
ár unnið að ritun eins konar
ævisögu, sem Vaka-Helgafell,
forlag hans um árabil, hafnaði.
„En ég var ekki tilbúinn til þess
að leggja ritstörfin á hilluna,"
segir Armann. „Og eins og fyrri
daginn leitaði ég til minnar góðu
íjölskyldu og þá varð Bókaútgáf-
an FÁKE, Fjölskylda Ármanns
Kr. Einarssonar, til.
„Ævintýri lífs míns“ kom svo
út haustið 1997 og hlaut góða
dóma og afbragðs viðtökur les-
enda, þótt hún hefði mátt seljast
betur.
Næstum í hvert skipti er ég
átti erindi niður í bæ, hitti ég
fólk á förnum vegi, sem staldraði
við, heilsaði og þakkaði mér fyrir
bókina. Sumir létu þau orð falla
að hún væri hlýlega skrifuð og
skemmtileg. Ég hef líka fengið
margar upphringingar og bréf.
Innilegar þakkir og hjartahlýja
samferðafólksins eru mér þúsund
sinnum meira virði en peningar."
Ármann segist vilja geta þess,
að hann og Ólafur Ragnarsson
hjá Vöku-Helgafelli hafi lengi átt
og eigi enn ánægjulegt samstarf
um Islensku barnabókaverðlaun-
in, sem nýlega voru afhent í
þrettánda sinn.
Kvikmyndafélagið Pegasus
hefur gert samning við Ármann
um gerð sjónvarpsþátta eftir
bókafiokknum um Árna í Hraun-
koti, en á sjötta áratugnum
komu út átta bækur í þeim
flokki. Ármann segir enn ekki
ljóst, hvenær framleiðsla sjón-
varpsþáttanha getur hafizt, en
hins vegar er Marteinn Sigur-
geirsson hjá Myndmiðlun að
ljúka gerð stuttinyndar um líf
hans og starf.
Þegar spurt er um framtíðina
segir Ármann: „Enn hef ég góða
heilsu og sæmilegt vinnuþrek.
Nú er ég að skrifa nýstárlegt
verk, þar sem örlagavaldurinn er
draumur.
Meira vil ég nú ekki segja um
þetta verk að svo komnu máli,
nema að það er ekki barnabók.“
Ljáðu þeim
eyra á
Súfístanum
FYRSTA Heimsbókmenntakvöld á
vegum Máls og menningar og For-
lagsins verður á Súfistanum, bóka-
kaffi, í kvöld, fimmtudag, kl. 20.30.
Dagski-áin ber yfirskriftina Ljáðu
þeim eyra og verður lesið úr fjór-
um þýðingum sem ýmist eru
komnar út eða era væntanlegar.
Þetta era skáldsögurnar Lesarinn,
eftir Bernhard Schlink í þýðingu
Arthúrs Björgvins Bollasonar; In-
femo, eftir August Strindberg í
þýðingu Þórarins Eldjái-n; Hund-
arnir í Þessalóníku eftir Kjeld
Askildsen, í þýðingu Einars Kára-
sonar og Líffærameistarinn eftir
Federico Andahazi í þýðingu Kol-
brúnar Sveinsdóttur. tím leið verð-
ur heimsbókmenntaklúbbur Máls
og menningai’ kynntur.
Á Heimsbókmenntakvöldum
verður lesið úr nýjum bókum,
höfundar kynntir og fræðirit kynnt
og rædd öll fimmtudagskvöld til
jóla og á þriðjudagskvöldum frá 27.
október til og með 24. nóvember.
Auk þess verður m.a. boðið upp á
skemmtanir fyrir börn og haldnir
tónleikar.
Aðgangur er ókeypis.