Morgunblaðið - 01.10.1998, Síða 42

Morgunblaðið - 01.10.1998, Síða 42
A2 FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Afskiptaleysi foreldra? í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins 13. september 1998 er grein sem Salvör Nor- dal, blaðamaður, skrifar um rannsóknir dr. Sig- rúnar Aðalbjarnardótt- ur á áfengis- og fíkni- efnavanda reykvískra unglinga árin 1994-1996. Upphafsorð greinarinnar eru: „Upp- eldishættir foreldra geta haft áhrif á það >fevort unglingar neyta áfengis og vímuefna." Svo segir síðar í grein- inni: „Við athugun á Sigurður áhrifum uppeldishátta Magnusson foreldra byggir Sigrún á kenningum Díönu Baumrind, sem hefur gert greinarmun á ferns kon- ar uppeldisháttum, leiðandi, eftirlát- um, skipandi og afskiptalausum." Það hefur verið þekkt í aldir að þeir einstaklingar, sem hafa fengið góða fræðslu og kærleika uppalenda sinna hafa, að öllu jöfnu, staðið sig betur í lífinu en þeir sem fóru á mis við fræðslu og kærleika. Þó tel ég að aðrir þættir hafí afgerandi áhrif á ungt fólk sem er að mótast inn í þá neyslu- tilveru sem við búum í. Þar munu auglýsingar og kvikmyndir hafa mikil áhrif og ekki síður hvaða persónu ungling- urinn vill líkjast. Þar á eftir kemur hinn auð- veldi aðgangur ung- menna að vímuefnum og slælegt eftirlit með aldri og ástandi þeirra sem vínveitingahús heim- sækja. Hér í Reykjavík voru 1979 14 staðir með vín- veitingaleyfi og störfuðu þá fjórir menn við eftir- lit með því að áfengis- löggjöfin væri ekki brotin. Nú, 1998, eru ekki færri en 172 vínveitinga- staðir opnir á hverju kvöldi og sami starfsmannafjöldi og þegar íylgst var með 14 stöðum. Ný áfengislög voru samþykkt á Alþingi 5. maí 1998. I þeim kemur ekkert fram um tilsjónarmenn með vínveitingarstöð- um. En í þessum nýju lögum segir í IX. kafla, 32. gr. í II lið m.a.: „Starf áfengisvarnaráðunautar verður lagt Kl^mni^ureni 40 ára starfsafmæli ^E^MNl^URENI - seinni hluti. Ævintýri Austurlanda. Gréta Boða, förbunarmeistari, kynnir nýju haustlitina, í dag og á morgun frá kl. 12 og á laugardag frá kl. 11 Glæsilegir litir og frábærar nýjungar, þar á meital nýr farði Teint Singulier. Verið velkomin Vinsamlega munið að panta tíma í förðun. ci Árið 1974 höfðu 14 staðir vínveitingaleyfí. Sigurður Magnússon segir að nú séu 172 vín- veitingastaðir opnir öll kvöld vikunnar - en eftirlitsmenn jafnmarg- ir og með 14 stöðum árið 1974. niður eigi síðar en 1. janúar 1999.“ Samt hefur aldrei í sögu Islands verið meiri þörf á öflugu og fjöl- mennu opinberu starfsliði til að íylgjast með að áfengislöggjöfin sé ekki brotin. Það vekur spurningar og undrun þeirra sem um bindindis- mál fjalla hvert markmið stjórn- valda er með því að leggja Afengis- varnaráð niður. Það ætti að koma fram í lögunum og hlýtur að vera krafa borgaranna að hvert og eitt vínveitingahús hafi einn opinberan og hlutlausan starfsmann til að fylgjast með að staðurinn uppfylli kröfur VI. kafla 18. gr. hinna nýju laga. Til að hafa eftirlit með þessari grein laganna er vínveitingamaður- inn vanhæfur. Aukið eftirlit! Ég leyfi mér að vitna í erindi dr. Tómasar Helgasonar, sem hann flutti á fulltrúafundi Landssam- bands gegn áfengisbölinu í nóvem- ber 1997. Þar segir hann m.a.: „Virkasta leiðin til að koma í veg fyrir notkun vímuefna er vel þekkt í heilbrigðisfræðinni og byggir á sömu aðferðum og beitt er til að koma í veg fyrir farsóttir. Nokkuð almenn samstaða er um að beita slíkum aðferðum gegn ólöglegum vímuefnum. Öðru máli gegnir um áfengi vegna þess hversu vinsælt það er og meirihluti fólks vill hafa aðgang að því þrátt fyrir þá hættu, sem notkun þess getur haft í för með sér.“ Það sem dr. Tómas Helgason segir í grein sinni skil ég á þann hátt að eftir því sem fleiri út- sölustaðir eru sé neysluhættan meiri (smithætta sbr. farsóttarkenning- una). Hann segir svo: „Því meiri og almennari sem neyslan er, þeim mun meiri skaða veldur hún. Rann- sóknir hafa sýnt, að draga má úr áfengisnotkun og áfengistengdum vandamálum með 1) takmörkun á aðgengi, framboði og fjölda útsölu- staða, opnunartíma og hverjum megi selja eða veita áfengi (ald- urslágmark), og 2) háu verðlagi. Fræðsla er gagnleg með þessum að- gerðum, svo að fólk skilji betur nauðsyn þeirra. Rannsóknir hafa hins vegar ekki sýnt fram á gagn- semi fræðslu sem meginaðferðar til að koma í veg íyrir neyslu áfengis eða tengd vandamál. Þrátt fyrir að þessar staðreyndir hafi lengi verið kunnar hefur sífellt verið dregið úr hömlum á sölu áfengis - en jafn- framt talað mikið um forvarnir og fræðslu, einkum fyrir börn og ung- linga.“ Ræðan! Þar sem áfengisvandamálið hefur hrjáð landsmenn um aldir og fjötdi manna og kvenna barist fyrir bind- indi er ekki úr vegi að rifja upp orð séra Ólafs Magnússonar prests í Arnarbæli en hann flutti ræðu er 34. þing Stórstúku Islands var sett hinn 16. maí 1934. Það er fyrir 64 árum. Þar sagði hann m.a.: Þegar ég í dag hefi tekist þann vanda á hendur að tala nokkur orð til yðar, sem skipið fulltrúasess í Stórstúku íslands inn- an Góðtemplar-reglunnar, þá verður mér fyrst fyrir að líta til baka yfir farinn veg í áfengismálum þjóðar- innar, svo langt til baka, sem ég man vel. Verða þá næstliðin 60 ár innan þess sjóndeildarhrings, er ég sé yfir eða frá árinu 1874. Og þegar ég nú skifti þessu 60 ára tímabili nánar niður, verður sú skifting á þessa leið: Fyrstu 10 árin, eða til 1884, vil ég nefna drykkjuskaparöldina. Þá flóði áfengi hindrunarlaust um land- ið. Engin óvirðing þótti að því að sýna sig drukkinn á almannafæri. Jafnvel embættismenn þjóðarinn- ar þóttu góðir og gildir, þótt þeir væru hneykslanlegir drykkjumenn. Það þótti þá ekki menn með mönn- un, sem ekki gátu eða vildu drekka sig drukkna, ef svo stóð á. Og ég hygg, að bindindi þætti þá óvirðing- arorð. Þess þarf vitanlega ekki að geta, að fjöldi ágætra manna varð á þeim tímum áfengisbölinu að bráð, ýmist fyrir fullt og allt, eða þá svo, að þeir aldrei urðu nema hálfir menn við það, sem þeir áttu hæfi- leika til að verða, og styttu efalaust margir aldur sinn um tugi ára. Sér- staklega verður mér þetta síðasta atriði ljóst, er ég hugsa til hinna mörgu skólabræðra minna, er ég verð að telja, að fallið hafi i valinn fyrir örlög fram, beint og óbeint fyr- ir áhrif áfengisbölsins. Hins vil ég aftur á móti ekki láta ógetið, að drykkjuskapurinn átti á þessu tíma- bili tiltölulega mjög lítil ítök í kven- þjóðinni.“ Þetta brot úr ræðu séra Ólafs Magnússonar gefur okkur nokkra hugmynd um hvernig þetta var fyrir um það bil 100 árum. Það er eftirtektarverður munur á drykkjusiðum þess tíma, sem séra Ólafur Magnússon lýsir í ræðu sinni og þess sem nú er. Núna eru það ungmenni og börn sem telja sér það skylt að drekka og vera eins og aðr- ir, síst minni. Það sem gerir þeim þetta mögulegt er löggjafinn og allt það frjálsræði sem er í flestum mál- um tengdum áfengislöggjöfmni. Tilraun á unglingum! Að lokum þetta sem dæmi: í áfengislögunum, sem samþykkt voru á Alþingi 6. júm' 1998, er í IX. kafla 32. gr. IV. lið svohljóðandi setning: „Metið verði hvort rétt sé að færa áfengiskaupaaldurinn tíma- bundið niður í 18 ár til að kanna reynslu slíkra breytinga eða hvort eingöngu verði miðað við að færa aldurinn úr 20 árum í 18 ár að því er varðar létt vín og bjór. Það er sorglegt til þess að vita að slíka tilraun eigi að gera á íslenskum ungmennum þegar vitað er að sams konar tilraun var gerð í Bandaríkj- unum fyrir nokkrum árum með hörmulegum afleiðingum. Það að ráðamenn þjóðarinnar skuli leggja til slíka tilraun lýsir þekkingar- og ábyrgðarleysi. Til að kóróna allan lagabálkinn kemur það svona í lokin að það á að leggja Afengisvarnaráð ríkisins niður. Það væri mun vitur- legra að halda því og efla margfalt. Höfundur er fyrrv. rafmagnseftirlitsmaður. , Jsland tækifæranna“ - málefnaþing SUS Málefnaþing SUS verð- ur haldið um næstu helgi, segir Jónas Þór Guðmundsson, og OJCOL Kringlunni, sími 568 9033 A MEÐAN arfleifð kommúnismans á Is- landi, vinstri flokkarnir, klofna í flokksbrot (og brotabrot) og sameinast á víxl, stendur Sjálf- stæðisflokkurinn heill og sannfærandi sem leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum. Undir hans forystu hefur Is- land verið leitt inn í eitt mesta uppgangstímabil í sögu þjóðarinnar, þar sem skattar fara lækk- andi, verðbólga mælist vart, kaupmáttur fer ört vaxandi, atvinnulífið stendur styrkum stoð- um og næg atvinna er í boði. Ungt fólk og stjórnmál Miklu skiptir að ungt fólk sýni stjómmálum áhuga, hugleiði þennan árangur og taki afstöðu tii þeirra skíru kosta, sem valið stendur á milli. Á vettvangi stjómmálanna gefst færi á að hafa áhrif á stefnumótun í þeim málaflokkum, sem varða ungt fólk mestu. Meðal þeirra má nefna menntamál, húsnæðismál, skattamál og fjölskyldumál. Samband ungra sjálfstæðismanna hefur barist fyrir minni ríkisumsvifum og írelsi ein- staklingsins til orða og athafna, en þau atriði era í dag óumdeild for- senda hagvaxtar og samkeppnis- hæfni Islendinga við aðrar þjóðir. Metnaðarfullt verkefni sus um 4. og Jónas Þór Guðmundsson Málefnaþing verður haldið næstu helgi, 3. október, í Garðaskóla í Garðabæ. Þingið, sem er opið öllu ungu sjálf- stæðisfólki á aldrinum 16-35 ára, er liður í öfl- ugu málefnastarfi SUS, auk þess að vera undir- búningur fyrir lands- fund Sjálfstæðisflokks- ins í mars og alþingis- kosningar í maí á næsta ári. Yfirskrift þingsins er „ísland tækifæranna". ísland tækifæranna er umfangs- mikið verkefni, sem SUS hefur unn- ið að í rúmlega hálft ár. Markmiðið með því er að kanna hvort ungt fólk álíti ísland land tækifæranna og leggja fram ítarlegar tillögur til .úr- bóta á hinum ólíku sviðum samfé- lagsins. Með því er vísað tit þeirrar nauðsynjar að þjóðfélagið þróist í samræmi við væntingar og vilja ein- staklinganna. Öflugt málefnastarf Málefnahópar á vegum SUS hafa starfað ötullega fyrir þingið, en markvisst hefur verið unnið að því að gefa sem flestum kost á að taka þátt í þeirri vinnu og munu hvetur ungt fólk til að mæta. hóparnir leggja tillögur sínar fram á þrnginu til umræðu og ályktunar. I tengslum við verkefnið hefur SUS boðað til ritgerðasamkeppni um ísland tækifæranna. Markmið keppninnar er að fá ungt fólk til að velta fyrir sér hvernig land það vill byggja og hvaða væntingar það hef- ur til framtíðarinnar. Nánari upp- lýsingar um keppnina má fá á heimasíðu SUS (http:/Avww.xd,- is/sus). Fjölmennum á þingið! Ungir sjálfstæðismenn hafa kappkostað að veita stjórnmála- mönnum nauðsynlegt aðhald með málefnalega og uppbyggilega gagn- rýni að leiðarljósi. Þess vegna er mikilvægt að ungt sjálfstæðisfólk fjölmenni á þingið 1 Garðabæ um næstu helgi. Þar gefst kostur á að hafa áhrif á stefnumótun til framtíð- Höfundur er 1. varaformaður Sam- bands ungra sjálfstæðismanna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.