Morgunblaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 46
-«*46 FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Okkar hjartkæri sonur, bróðir, barnabarn og frændi, ATLI SNÆR JÓNSSON, Borgarvík 15, Borgarnesi, lést á Barnaspítala Hringsins 25. september. Útför hans fer fram frá Borgarneskirkju laugardaginn 3. október kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans, er bent á Barna- spítala Hringsins, s. 560 1300. Sædís Björk Þórðardóttir, Jón Heiðarsson, Ólafur Þór Jónsson, Þórður Á. Þórðarson, Ólafía Gestsdóttir, Heiðar Jóhannsson, Fanney Hannesdóttir og frændfólk. + Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, sonur og bróðir, JÓN HANNIBALSSON, Bergholti 8, Mosfellsbæ, sem lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur miðviku- daginn 23. september, verður jarðsunginn frá Lágafellskirkju laugardaginn 3. október kl. 13.00. Ragnhildur Þorleifsdóttir, Þórunn Stefanía Jónsdóttir, Benedikt Halldór Halldórsson, Þorsteinn Jónsson, Berglind Hanna Jónsdóttir, Þorsteina Kristjana Jónsdóttir og systkini. Elskuleg eiginkona mín, móðir, systir, tengda- móðir, amma og langamma, GUÐMUNDA MARGRÉT JÓNSDÓTTIR frá Laufholti, sem lést miðvikudaginn 23. september, verður jarðsungin frá Landakirkju, Vestmannaeyjum, laugardaginn 3. október kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á minningarkort Landakirkju. Ármann Bjarnason, Halldóra Ármannsdóttir, Snorri Snorrason, María Ármannsdóttir, Grímur Magnússon, Herbert Ármannsson, Jón Þ. ísaksson og fjölskyldur. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, PÉTUR ODDBERGUR NIKULÁSSON, Laugarásvegi 23, Reykjavík, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 23. september sl. Útförin fer fram frá Áskirkju, á morgun, föstu- daginn 2. október kl. 15.00. Sigríður Guðmundsdóttir, Ingibjörg Ásta Pétursdóttir, Þorsteinn Bergsson, Gróa Þóra Pétursdóttir, Heimir Sigurðsson, Pjetur Nikulás Pjetursson, Elsa Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiskulegureiginmaðurminn, faöir, tengdafaðir og afi, SIGGEIR VILHJÁLMSSON stórkaupmaður, Seljahlíð, andaðist þriðjudaginn 29. september. Jarðarförin fer fram frá Áskirkju þriðjudaginn 6. október kl. 13.30. Sigríður Hansdóttir, Hanna María Siggeirsdóttir, Erlendur Jónsson, Vilhjálmur Geir Siggeirsson, Kristín Guðmundsdóttir, Jóna Siggeirsdóttir, Þórólfur Þórlindsson, Siggeir Siggeirsson, Auður Þórhallsdóttir og barnabörn. SIGURÐUR JAKOB MAGNÚSSON + Sigurður Jakob Magnússon fæddist í Ólafsvík 10. ágúst 1927. Hann lést á heimili sínu á Seltjarnar- nesi 19. september síðastliðinn og fór útfiir hans fram frá Seltjarnarneskirkju 28. september. Ég átti erfítt með að átta mig á því að Sig- urður Jakob, vinur minn og traustur sam- ferðarmaður í áratugi, væri fallinn frá. Hann var svo sterkur persónu- leiki, lífsgleðin og krafturinn sem var einkenni hans, hafði bein áhrif um leið og hann birtist svo manni leið strax vel í návist hans, þess vegna er svo erfitt að sætta sig við að hann sé horfinn af sjónarsviði svo skyndilega. Sigurður Jakob var af góðu fólki kominn í Ólafsvík, ættfólk hans var og er sterkir stofnar í þjóðlifinu, hann var bráðþroska, stór og sterk- ur og góðum gáfum gæddur. Það kom fljótt í ljós að hugur hans stóð til smíða, fljótlega eftir fermingu byrjaði hann að vinna við byggingar í Ólafsvík, 18 ára var hann farinn að vinna hjá bygginga- meisturum, lagði þannig grunninn að lífsstai’fi sínu. Okkar samstarf hófst árið 1945. Við stofnuðum nokkrir saman tré- smiðju og hófum starf við íbúða- byggingar. Ég fékk Sigurð Jakob til að byggja með mér íbúðarhús að Engihlíð 2 í Ólafsvík, sem tókst með miklum ágætum. Dugnaður hans og útsjónarsemi var einstök af svo ungum manni. A þessum árum hófst mikil uppbygging í Ólafsvík, var því mikil þörf fyrir dugmikla hæfileikamenn á þessu sviði, þar var Sigurður Jakob í fremstu röð. í samráði við Vigfús Vigfússon, byggingameistara í Ólafsvík stund- aði hann nám í húsasmíði við Iðn- skólann í Reykjavík veturna 1948- 50. Hann hlaut meistararéttindi 1958. Að námi loknu starfaði hann við byggingaframkvæmdir í Ólafsvík, bæði við byggingu íbúðarhúsa og nýrra fískvinnslustöðva. Hugur hans stefndi að mann- virkjagerð, sérstaklega hafnargerð. Árið 1953 urðu þáttaskil, hann réði sig til starfa hjá Vita- og hafnamála- stofnun ríkisins sem fullgildur verk- stjóri við hafnaframkvæmdir víðs- vegar um landið, þar með var í raun ævistarf hans mótað, þetta var aðal- starfsvettvangur hans í 45 ár. Árið 1962 hófst nýbygging Ólafs- víkurhafnar. Eftir miklar rannsókn- ir, meðal annars hjá dönsku hafna- rannsóknarstofnuninni, varð niður- staðan sú að stjórnvöld samþykktu byggingu nýrrar stórhafnar í Ólafs- vík og fjármagn tryggt. Ákveðið var að setja út mikla brimbrjóta úr grjóti, dýpka svæðið með dæling- um, setja niður stálþii og 120 metra langa harðviðarbryggju með við- legu beggja vegna. Hafnamálastofnun samþykkti að fela verkið allt hæfasta yfirverk- stjóra sínum, Sigurði Jakob. Þessi verká- fangi stóð yfir nær stanslaust í 4 ár. Þegar harðviðarbryggjan var vígð til notkunar 1966 urðu þáttastól í hafna- sögu Ólafsvíkur. Stærri fiskiskip og flutningastóp gátu nú legið við bryggju án áfalla í öruggu skjóli. Þar með var mitólvæg- asta framkvæmd í sögu Ólafsvíkur orðin að veruleika. Við vígsluathöfnina kom fram í máli hafnamálastjóra og annarra ráðamanna, að Sigurður Jakob, yfirverkstjóri og yfirsmiður, hefði unnið lofsvert afrek við bygg- ingu þessara nýju hafnarmann- virkja. Verkið allt, sérstaklega þessi mikla harðviðarbryggja, væri sann- kallað meistaraverk. Eftir verklok þessa stóra áfanga í Ólafsvík, var Sigurður Jakob yfir- verkstjóri Hafnamálastofnunar við hafnaframkvæmdir víðsvegar um land við mikinn orðstír og eftirsótt- ur til að stjórna stórum verkum. Ég naut þess á þessum árum að eiga mikil samskipti við Sigurð Jak- ob, sem oddviti og formaður hafnar- nefndar. Þar var ánægjulegt og um leið lærdómsríkt að fylgjast með hvemig hann vann þessi stórverk, hvernig hann undirbjó hvert atriði framkvæmda í öllum atriðum áður en framkvæmdin sjálf hófst. Þetta gerði hann að sterkum fram- kvæmdaaðila. Ég minnist margra gönguferða sem við Sigurður fórum saman til að leita að hentugu grjótnámi, verk- fræðingar sem komu að þessari hafnargerð sáu strax að Sigurður Jakob hafði fullt vald á verkinu í smáu og stóru, traustleiki og út- sjórnarsemi ruddu öilum erfiðieik- umúr vegi. Ég þakka af alhug að hafa átt vin- áttu Sigurðar Jakobs og hafa fengið að kynnast mannkostum hans. Ég fylgdist með starfsferli hans eftir að hann flutti frá Ólafsvík, bæði við verkstjórn hans hjá ístaki hf., m.a. við byggingu Járnblendi- verksmiðjunnar við Grundartanga, og síðar er hann gerðist yfirverk- stjóri við Reykjavíkurhöfn 1983. Þar naut hann sín vel við fjölbreytt störf, þar til hann lét af störfum á síðastliðnu ári við lögleg aldurs- mörk. Fyrrverandi hafnarstjórinn í Reykjavík sagði mér að betri mann hefði hann ekki getað fengið til að stjórna þessum margvíslegu störf- um, búinn öllum bestu kostum sem slíkur maður þyrfti að hafa. Sigurður Jakob átti því láni að fagna að njóta trausts og vináttu jafnt vinnufélaga sem og yfirmanna í öllum sínum störfum. Sigurður Jakob var hamingju- maður í fjölskyldulífi. Þau Brynhild- ur eiginkona hans áttu vel saman og eignuðust mannvænleg börn. Það var ávallt ánægjulegt að mæta þeim hjónum á förnum vegi, Sigurður Jakob var afar stoltur af börnum sínum og heimili og brosti sínu breiða og hlýja brosi þegar fjölskylduna bar á góma. Við Björg áttum því láni að fagna að eiga traustan vin í Sigurði Jakobi í tugi ára. Við þökkum honum sam- fylgdina og vottum Brynhildi og börnum þeirra og öðrum ástvinum, okkar dýpstu samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að blessa þeim minninguna. Minning hans lifir. Alexander Stefánsson. RAGNAR GUÐMUNDSSON + Ragnar Guð- mundsson fædd- ist í Ásbúð í Hafnar- firði 29. júní 1903. Hann lést 3. sept- ember síðastliðinn og fór útfór hans fram frá Hvíta- sunnukirkjunni Ffladelfíu 11. sept- ember. Elsku afí Ragnar. Við viljum minnast þín í fáum orðum. Við kynntumst þér betur þegar við fluttum saman til ísiands fyrir 10 árum. Kynni okkar urðu nánari síðsutu árin eftir að amma Regína dó. Þú hafðir sérstakan per- sónuleika og skemmtilega djúpa kímnigáfu. Þú varst vel lesinn og bjóst yfir mikilli þekkingu og við nutum góðs af því með skemmtilega sögðum frásögnum þínum. Þú gerð- ist trúaður um miðjan aldur og trú- in skipti þig miklu máli í lífinu. Missir þinn þegar Regían dó var mikill og þú þakkaðir Guði fyrir þá góðu konu. Fljótlega gast þú ekki LEGSTEINAR í rúmgóðum sýningarsölum okkar eigum við ávallt fyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða úr íslenskum og erlendum steintegundum. Verið velkomin til okkar eða hafið samband og fáið myndalista. ÍS S.HELGASON HF ISTEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP.,SÍMI:557-6677/FAX:557-8410 búið lengur í húsinu á Laugarnesveginum og fluttir í htla notalega íbúð á Dalbraut þar sem þú gast haft þína kærustu muni hjá þér. Þú vitnaðir fyrir sam- búendum þínum um Guð. Omega stytti þér stundimar og jók trú- artraustið þar sem þú gast ekki lengur farið á samkomur. Síðustu árin má segja áð þú hafir bara verið að bíða eftir að komast heim til Regínu. Þú varðst smám saman lún- ari og þreyttari þó að þú hafir verið skýr og haldið þínum persónuleika fram á það síðasta. Missir okkar er mikill og við söknum þin sárt. Við hefðum viljað vera hjá þér síðustu dagana og vikurnar. Þó gleðjumst við yfir því að þú ert loksins búinn að hitta Regínu eftir sjö ára aðskiln- að og Drottin þinn sem hélt þér uppi. Við vitum að þú hefur það miklu betra þar sem þú ert núna og hefur fengið fullkominn frið og ert laus við þjáningu. Við erum Drottni innilega þakklát fyrir að hafa getað átt þessi síðustu ár með þér. Þín Ólafía og Ragnar. ^iiiiiriny H H H H H H H H H H Erfidrykkjur Sími 562 0200 H H H H H H H H H H j\j/l rriiiiixiiiil
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.