Morgunblaðið - 01.10.1998, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 01.10.1998, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1998 13 FRÉTTIR Jafntefli gegn Bosníu Skiík ÍSLENSKA sveitin á ólympíuskák- mótinu í Elista í Kalmykíu gerði jafntefli við geysisterka sveit Bosn- iumanna í annarri umferð í gær. Hannes Hlífar tefldi hvasst gegn Franskri vörn Nikolic en teygði sig of langt og tapaði. A öðru borði beitti Þröstur Slavneskri vörn gegn Sokolov og var í erfiðri vöm allan tímann, en hélt jafntefli. Helgi Áss Grétarsson tefldi á þriðja borði við Kurajica á óvenjulegan og rólegan hátt gegn Drottningai’indverskri vörn Kurajica. A fjórða borði beitti Dizdarevic Réti-byrjun og þrengdi að Jóni Garðari allan tímann, en komst ekki í gegn um nákvæma vörn hans. Hvítt: Helgi Ass Grétarsson Svart: Bojan Kurajica Drottningarindversk vörn 1. d4 - Rf6 2. c4 - e6 3. Rf3 - b6 4. Bf4 - Bb7 5. e3 - Bb4+ 6. Rfd2 - 0-0 7. a3 - Be7 8. Rc3 - d6 9. e4 - e5!? Bosníumaðurinn hyggst strax not- færa sér hægfara stöðuppbyggingu Helga. Hann fórnar peði til að opna sér línur til sóknar. 10. dxe5 - dxe5 11. Bxe5 - Bc5 12. Bg3 - He8 13. Be2 - Bd4 Svartur getur ekki drepið á e4, vegna mátsins í borðinu: 13.-Rxe4? 14. Rdxe4 - Bxe4 15. Rxe4 - Dxdl+ 16. Hxdl - Hxe4 17. Hd8+ mát. 14. 0-0 - Ra6 Eftir 14.-Bxc3 15. bxc3 - Rxe4 16. Rxe4 - Dxdl 17. Rf6+ - gxf6 18. Bxdl nær svai+ur peðinu til baka, en hvítui- heldur betri stöðu, vegna hins veika tvípeðs svai+s á f-línunni. 15. Dc2 - Rc5 16. Rb5 - Rfxe4 Eða 16. — - He7 17. Bf3 - Rfxe4 18. Rxe4 - Bxe4 19. Bxe4 - Rxe4 20. Bxc7 - Hxc7 21. Rxc7 - Rxfö 22. Rxa8 - Dh4 23. g3 og hvítur vinnui'. 17. Bxc7 - Dd7 18. Rxd4 - Rxd2 19. Dxd2 - Dxc7 20. Hadl - Had8 21. Hfel - He4 22. Bf3 - Rb3 23. Dc3 - Rxd4 Svartur græðir ekkert á 23.— - Hexd4 24. Dxb3 o.s.frv. 24. Bxe4 - Re2+ 25. Hxe2 - Hxdl+ 26. Hel - Hd8 27. Bxb7 - Dxb7 Það hefur greiðst úr flækjunum og Helgi á nú gott peð yfír, eftir örugga varnai'taflmennsku. 28. b4 - h6 29. c5 - bxc5 30. Dxc5 - De4 31. Dcl - Dd3 32. h3 - Hd6 33. He7 - a6 34. Df4 - Hf6 35. He8+ - Kh7 36. De4+ - Dxe4 37. Hxe4 - Hc6 38. He5 - Hcl+ 39. Kh2 - Kg6 40. Ha5 - Hc6 41. Kg3 - Kf6 42. Kf4 - He6 43. Hf5+ - Kg6 Svai'ti kóngurinn kemst ekki yfir á drottningarvænginn: 43. - Ke7 44. He5 og hvítui' vinnur peðsendataflið, því að hann á peði meira. 44. He5 - Hf6+ 45. Ke3 - Hd6 46. Ke4 - IId2 47. Ke3 - Hd6 48. g4 - Kf6 49. Ke4 - Hd2 50. Ha5 - He2+ Svartur reynir að ná einhverju mót- spili, því hann getur ekki lengur hindrað hvita kónginn í að komast yf- ir á drottningarvænginn: 50.------- Hd6 51. Hd5 - He6+ 52. Kd4 o.s.frv. 51. Kd4 - Hxf2 52. Hxa6+ - Kg5 53. Ha5+ og svartur gafst upp, því að hann ræður ekkert við tvö frípeð Helga á drottningai-væng, t.d. 53. - Kh4 54. Hh5+ - Kg3 55. b5 - Hb2 56. Kc5 - Hb3 57. b6 - Hxa3 58. b7 - Hb3 59. Kc6 - og svai'tur verður að fórna hróknum fyrir peðið á b7, því að hvítur hótar 60. Hb5 0.8.6+. Bragi-Kristjánsson Ánægja með fyrirhugaða hverfalöggæslu Kæra fréttamanns geg'n fréttastjóra RUV Greiður aðgangur að lögreglubfl hverfísins Morgunblaðið/Golli FULLTRÚAR lögreglunnar ræða við fundarmnenn í gær. LÖGREGLAN í Reykjavík hitti í gær fulltrúa hagsmunaaðila í nýju löggæsluhverfi á kynningarfundi í félagsmiðstöðinni Bústöðum. Lög- gæsluhverfið nær yfir Bústaða-, Háaleitis- og Fossvogshverfí, þar sem tíu sérvaldir hverfislögreglu- þjónar verða á sólarhringsvöktum í hverfinu, tveir í senn á lögreglu- bíl. Verður þá hægt að hafa beint samband við lögregluþjónana í stað þess að hringja fyrst í stöð- ina. Karl Steinar Valsson, hjá for- varna- og fræðsludeild, sagði að þetta fyrirkomulag væri liður í því að stytta boðleiðirnar frá íbúum til lögreglu. Ennfremur verður lögreglubfllinn nettengdur, sem auðvelda á samskipti frekar. Hinsvegai- verður engin fóst hverfalögi'eglustöð starfrækt. Vel var mætt á fundinn og var almenn ánægja með fyi’irhugaða hverfalöggæslu, sem er tilrauna- verkefni í eitt ár. Þá verður met- inn árangur og tekin ákvörðun um framhaldið og ef vel gengur þá reynt víðar. Meðal þess sem fund- argestum lék hugur á að vita var hvort lögregluþjónamir hygðust framfylgja útivistarreglum barna, hvort þeir myndu sinna fræðslu- hlutverki í skólunum á svæðinu og hvort lögreglukona yrði á hverri vakt. Mikið kappsmál að framfylgja útivistarreglum barna Karl Steinar sagði það væri lög- reglunni mikið kappsmál að fram- fylgja útivistarreglum og sagði virðingu fyrir þeim vera gi'unda- vallaratriði í lögreglustai-fi. Þá verður hverfalögreglan í nánu samstarfi við aðrar deildir innan lögreglunnar með sérstök verk- efni, t.d. fræðslu, vímuefnavanda og fleira, en hverfalögreglan mun gegna hlutverki stýrihóps í því til- liti. Um þátt lögreglukvenna sagði Karl Steinar að hlutfall þeirra væri óvenjuhátt í liðinu sem gæta mun hins nýja hverfis. Georg Lárusson, settur lög- reglustjóri í Reykjavík, ávarpaði fundinn og sagði að hér væri um að ræða nánari útfærslu á hverfalögreglustöðvum annars staðar í þorginni. Meginbreyting- in nú væri meira og nánara sam- starf við Reykjavíkurborg. Væri það hluti af stefnumörkun lög- reglunnar að færa íbúana nær lögi’eglunni. Um miðjan október verður haldinn fundur með íbúum löggæsluhvei’fisins og þá miðar lögreglan við að vera búin að öðl- ast reynslu af verkefninu. Sér- stakt lögreglulið hefur verið valið til starfans, skipað fjórum lög- reglukonum og sex lögreglu- mönnum og hefst fyrsta vaktin á þriðjudaginn. Unir niður- stöðu tít- varpsstjóra SIGURÐUR Þ. Ragnarsson, fyrr- verandi fréttamaður á Sjónvarpinu, segist una þeirri niðurstöðu Markús- ar Arnar Antonssonar útvarpsstjóra að ekkert verði frekar aðhafst vegna kæru Sigurðar á hendur Helga H. Jónssyni, fréttastjóra Ríkisútvarps sjónvarps. „Eg hlýt að fagna því að niðurstaða er komin í málið,“ sagði Sigurður. „Það var Markús, sem óskaði eftir greinargerðinni og hann metur stöð- una svona í samráði við lögfræðing stofnunarinnar. Því uni ég að sjálf- sögðu en auðvitað hefði ég kosið að niðurstaðan yrði með öðnim hætti.“ Sigurðui’ sagði að þessi niðurstaða hlyti að vera umhugsunarefni fyrh undirmenn í opinberu starfi, sem búi við ofríki yfirmanna, að ekkert skuli vera aðhafst. „Ég stend við hvert orð, sem kemur fram í greinargerð- inni,“ sagði hann. Umsókn dregin til baka Sigurður sagði að hann hefði frétt fyrir nokkru að niðurstaðan yrði með þessum hætti og dró hann þá sam- stundis umsókn sína til baka um starf fréttamanns á Sjónvarpinu. ---------------- Grafningsvegur Völur átti lægsta boðið VÖLUR hf. átti lægsta boð í Grafn- ingsveg efri, Nesjavellir-Þingvalla- vegur, rúmar 68,5 milljónir kr., en Héraðsverk á Egilsstöðum átti næst- lægsta boð 68,8 milljónir kr. Alls bárust 14 tilboð í verkið, en kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar var upp á 102,2 milljónir. Hæsta til- boð í verkið var 119,5 milljónir kr. Eins árs ábyrgð og ryóvörn innifalin í verði Orfáir bílar til afgreióslu strax Staðalbúnaður 602 ELX: Turbo m/millikæli ♦ Sjálfskipting ABS-hemlakerfi ♦ Loftpúði fyrir ökumann ♦ Rafstýrður millikassi Dana Spicer hásingar ♦ Gasdemparar ♦ Diskabremsur á öllum hjólum Álfelgur og 30“ dekk ♦ Rafmagnsrúður og rafstýrðir hliðarspeglar Útvarp, geislaspilari og þjófavarnarkerfi ♦ Viðarklætt mælaborð Leðuráklæði á sætum ♦ Stig bretti ♦ - og margt fleira Finndu muninn á buddunni Bttastúdíó hf. Faxafeni 14, 108 Reykjavík. sími 5B8 5555, fax 5B8 5554. Opið kl. 10-19 mán.-föst., kl. 11-14 laugard
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.