Morgunblaðið - 01.10.1998, Side 16

Morgunblaðið - 01.10.1998, Side 16
16 FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1998 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Vilhjálmur Eyjólfsson GAMLI Víponinn bar eigandann látinn að heiman síðustu ferðina til Grafarkirkju. „Víponinn bar eigand- ann síðasta spölinn Hnausum í Meðallandi - Útför Ei- ríks Björnssonar, rafvirkjameist- ara í Svínadal í Skaftártungn, fór fram frá Grafarkirkju laugar- daginn 26. september sl. Hann fæddist 5. desember 1900 og dó 18. september 1998. Eiríkur fór að vinna hjá Bjarna Runólfssyni í Hólmi við túrbínusmíði og rafvirkjun 1925 og á eigin vegum eftir 1930. Byggði og gerði upp rafstöðvar víða um land auk allskonar við- gerða fyrir náungann og allt unnið meira af hugsjón en pen- ingahyggju og með sérstakri út- sjón og lagvirkni. Síðasta raf- stöðin sem Eiríkur gerði upp mun hafa verið á Sléttu í Bruna- sandi. Hún var norsk og sett þar niður óbreytt og var aldrei í nógu góðu lagi. Árið 1991 gerði Eiríkur stöðina upp, þá orðinn 90 ára gamall. Hárrétt reiknað Það þurfti að breyta reimskíf- unum og Eíríkur tók upp gömlu vasabókina og blýantinn og var furðu fljótur að fá útkomu sem hann taldi rétta. En þó fannst honum réttara að Elías bóndi á Sléttu léti þá í Fálkanum reikna þetta þegar hann pantaði reim- arnar, sem hann og gerði og tók nokkurn tíma þrátt fyrir nýjustu tækni. „Nú, þetta er eins og hjá Eiríki í Svínadal,“ sagði Elías þegar hann heyrði útkomuna. „Hvurn andskotann varstu að láta mig reikna þetta fyrst hann var búinn að því,“ sagði maður- inn. Eftir að hafa átt fólksbíl frá 1930 til 1947 keypti Eíríkur Dod- ge Weapon árg. 1942, herbíl sem hann lengdi og notaði við flutn- inga út á land og til heimilisþarfa. Þessum bíl ók Eíríkur það sem eftir var ólifað, sem var langur tími, og það kom fyrir að Eiríkur varð að smíða varahlutina í gamla bilinn, sem var til margra hluta nytsamlegur þetta Ianga tímabil. Farið til kirkju og á skemmtanir og mörgum ók Eiríkur þá hinstu för sem öllum er fyrirbúin að lok- um, hvort sem þeir eru merktir elli eða æskufegurð. Og nú hefur gamli Víponinn borið eigandann látinn að heiman síðustu ferðina til Grafarkirkju. jJFófV CÍJ Morgunblaðið/Gunnlaugur Ámason Á ÍSLANDI eru 12 umboðsmenn sem dreifa vörum frá bandaríska fyrirtækinu 3M. Fyrirtækið bauð fulltrú- um þessara aðila f skemmtiferð til Stykkishólms. Myndin er tekin áður en farið var með Brimrúnu í siglingu um Breiðafjarðareyjar. Hvataferð til Stykkishólms BANDARÍSKA fyrirtækið 3M, Minnesota Mining & Manufact- uring Company, framleiðir um 60.000 vörutegundir og kennir þar margra grasa eins og t.d. tölvubún- aður, ritföng, límmiðar, endurskins- merki, tannlæknavörur. Framleiðsl- an er seld til 61 lands og þar af til 22 landa í Evrópu og er Island þar á meðal. Hér á landi eru 12 heildsalar sem dreifa framleiðsluvörum frá 3M. Á dögunum bauð íyrirtækið um- boðsmönnum sínum í skemmtiferð, svokallaða „hvataferð“ til Stykkis- hólms og í siglingu með Eyjaferðum um Breiðafjarðareyjar. Tilgangur- inn með ferðinni var að kynna nýjar framleiðsluvörur frá 3M og eins að hrista saman þá aðila sem eru að selja vörur fyrirtækisins hér á landi. Þegar gestirnir komu til Stykkis- hólms tóku nemendur yngstu bekkja grunnskólans á móti þeim með söng. Síðan var farið um borð í Brimrúnu sem hafði verið skreytt sérstaklega fyrir þessa ferð. Boðið var upp á hádegismat og kvöldverð um borð og faríð í land í Amey og gengið þar um og eyjan skoðuð. Þar var boðið upp á kaffi og með- læti. Ymis óvænt atvik voru sett inn í dagskrána til að gera ferðina eftir- minnilegri og nutu skipuleggjendur aðstoðar björgunai-sveitarinnar Berserkja. Komið var til Stykkis- hólms eftir 6 tíma siglingu og haldið þá til Reykjavíkur. Eyjaferðir í Stykkishólmi aðstoðuðu við að skipuleggja ferðina. Gestir og skipuleggjendur voru mjög ánægðir með hvernig til tókst og höfðu gam- an af. Uppskeruhátíð knatt- spyrnudeildar UMFG Grindavík - Knattspyrnustúlkur í Grindavík hafa gert það gott í sum- ar og eru komnar í efstu deild. Karlaliðið hélt spennunni fram á síðustu mínútur síðasta leiks sum- arsins en náði að koma sér úr fall- sætinu með sætum sigi-i á Fram. Það verða því tvö lið í efstu deild knattspyrnunnar á íslandi frá íþróttabænum Grindavík á næsta ári. Gríðarleg stemmning var á Gr- indavíkurvelli í þessum síðasta leik sumarsins og er óhætt að segja að þessi andi hafí einnig verið í Festi þetta sama laugardagskvöld. Best kvennanna í sumar var Erla Ósk Pétursdóttir, mestum framförum tók Sunna Gunnarsdóttir, háttvís- asti leikmaður sumarsins var Klara Steingrímsdóttir og flest mörk skoraði Rósa Ragnarsdóttir. Hjá körlunum var Hjálmar Hall- grímsson kosinn besti leikmaður sumarsins, Óli Stefán Flóventsson með mestu framfarir og Þórarinn „bjargvættm-“ Ólafsson fékk hátt- vísisverðlaun félagsins. Tveir leik- menn voru markahæstir, skoruðu jafnmörg mörk, en það voru þeir Milan Stefán Jankovic og Grétar Hjartarson. Morgunblaðið/Gai'ðar Páll Vignisson KLARA Steingrímsdóttir, Rósa Ragnarsdóttir, Sunna Gunnarsdóttir, Erla Osk Pétursdóttir, Hjálmar Hallgrímsson, Þórarinn Olafsson, Grétar Hjartarson og Milan Stefán Jankovic. Á myndina vantar Óla Stefán Flóventsson. Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir NYJA íþróttahúsið á Hellu kemur til með að setja mikinn svip á þorpið. Uppsveifla í atvinnulífínu Mikið byggt á Hellu í sumar Hellu - í Rangárvallahreppi verður ársins 1998 eflaust minnst þegar fram líða stundir sem árs hinna miklu byggingarframkvæmda, en á árinu hófst bygging íþróttahúss, skrifstofuhúsnæðis fyrir Skattstofu Suðurlands og skemmu þriggja flutningafyrirtækja á Hellu. Fyrsta skóflustungan að nýju íþróttahúsi á Hellu var tekin 9. janú- ar sl. en það er Trésmiðjan Rangá sem byggir húsið samkvæmt al- verkssamningi við Rangárvalla- hrepp, en byggingu þess á að vera lokið fyrir haustið 1999. Húsið er 1215 fermetrar að flatarmáli, en fyr- ir stuttu var lokið við að reisa burð- arvirkið sem er úr límtré. Samhliða byggingu íþróttahússins er byggð 300 fermetra tengibygging á tveim hæðum við sundlaug staðarins en fyrirhugað er að nýta búningsað- stöðu sundlaugarinnar fyrir íþrótta- húsið. Tengibyggingin mun einnig nýtast sem stoðrými við húsið, þ.e. aðstaða fyrir kennara, geymslur, snyrtingar o.þ.h. Völlur hússins verður löglegur keppnisvöllur, en með tilkomu hússins verður íþrótta- aðstaða á Hellu orðin samkeppnis- fær við önnur byggðarlög, en fyrir er nýbyggður frjálsíþróttavöllur og sundlaug á staðnum. Skattstofan í nýtt hús Trésmiðjan Rangá byggir einnig skrifstofuhús á Hellu fyrir fjármála- ráðuneytið sem hýsa á Skattstofu Suðurlands, en sú bygging er 360 fermetrar auk 200 fermetra kjallara. Núverandi húsnæði skattstofunnar er orðið þröngt og óhentugt, enda upphaflega byggt sem verslun og íbúðarhús. Afhending nýju skattstof- unnar er áætluð um næstu áramót. Þá var hafist handa á árinu við bygg- ingu bifreiðaskemmu sem þrjú flutn- ingafyrirtæki á Hellu sameinast um að reisa undir starfsemi sína. Ymsir aðilar koma að byggingu hússins, en eigendur þess eru Flutningþjónust- an Hellu, sem annast almenna vöru- flutninga, GK-flutningar sem annast gripaflutninga og GKK-flutningar sem annast póstflutninga. Hús þeirra er um 400 fermetrar, þannig að alls eru í byggingu um 2.500 fer- metrar af nýju húsnæði í hreppnum um þessar mundir, auk nokkurra sumarbústaða og eins einbýlishúss.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.