Morgunblaðið - 16.10.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.10.1998, Blaðsíða 1
285. TBL. 86. ÁRG. FÖSTUDAGUR16. OKTÓBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Yfírmaður Englandsbanka um ástandið í efnahagsmálum heimsins Mínni hag- vöxtur - ekki kreppa London. Reuters. Mótmæli í skugga óeirða EDDIE George, yfirmaður Eng- landsbanka, sagði í gær, að hætta á minni hagvexti um allan heim hefði aukist en hann kvaðst ekki telja, að kreppa væri yfirvofandi. George sagði á fundi með fjár- laganefnd bresku neðri deildarinn- ar, að minni hagvöxtur væri stað- reynd nú þegar en spurningin væri hvort erfiðleikarnir í fjármálalífinu breyttust í annað og meira. Sagði hann, að kæmu ekki til ný áfóll á borð við kreppuna í Japan eða þegar lá við gjaldþroti hins risa- vaxna, bandaríska baktryggingar- sjóðs Long Tenn Capital Mana- gement, væri líklegt, að aðeins yrði um að ræða minni hagvöxt. Efnahagslífið í heiminum væri ekki „sloppið fyrir horn“ en mest- ar líkur vær'u á auknum stöðug- leika. Veltur á Evrópu Að mati George er hagvöxtur í Evrópu ein af forsendunum fyrir hagvexti um allan heim. „I Evrópu er hann að aukast og ég tel, að svo muni verða áfram. Það er mikið tal- að um að Evrópuríkin séu treg til að slaka á í peningamálum til að örva efnahagslífið en ástæðan er einfaldlega sú að þau telja sig ekki þurfa þess,“ sagði Eddie George. Eddie George sagði að margt mætti læra af efnahagsstjórninni í Chile en stjórnvöld þar hafa í nokk- ur ár haft eftirlit með og takmark- að fjármagnsflæði til landsins. Hafa þau gert það til að koma í veg fyrir skyndilegt fjármagnsflóð, sem haft getur mjög truflandi áhrif á efna- hagslífið. Eru fjármagnstilfærslur af þessu tagi oft tengdar spákaup- mennsku og hafa þær leikið efna- hagskerfi sumra ríkja grátt. Frammámenn í hinu alþjóðlega efnahagslífi hafa þó hikað við að styðja takmarkanir af þessu tagi af ótta við að þær gætu leitt til vernd- arstefnu. Betri horfur á næsta ári Michel Camdessus, fram- kvæmdastjóri IMF, Alþjóðagjald- eyrissjóðsins, sagði í París í gær, að líklega myndi ganga betur í efna- hagsmálum heimsins á næsta ári en þessu og hann kvaðst viss um, að komist yrði hjá eiginlegum sam- drætti. Meginmálið væri að við- halda hagvexti en ekki að berjast gegn verðbólgu, sem væri víðast hvar mjög lítil. ÓEIRÐIR í París settu svartan blett á annars friðsamlegar mót- mælaaðgerðir franskra náms- manna í helstu borgum Frakk- lands í gær þegar mótmælt var kennaraskorti og óviðunandi námsaðstöðu. Veltu ribbaldar bifreiðum, brutu rúður og rændu og rupluðu í verslunum í miðborg Parísar. Myndin er frá Bordeaux en þar fór allt vel fram. Itölsk sljórnmál D’Alema næstur? Róm. Reuters. ROMANO Prodi, forsætisráðherra Italíu til bráðabirgða, sagði í gær, að honum hefði mistekist að fá nægan stuðning til stjórnarmyndunar. Lík- legt þykir, að Massimo D’Alema, leiðtogi vinstrimanna, fái að spreyta sig næst. Er Prodi gafst upp hóf Luigi Scalfaro, forseti Italíu, viðræður við leiðtoga stjórnmálaflokkanna í því skyni að koma á nýrri stjórn, þeirri 56. á Ítalíu eftir stríð. Lagði flokka- bandalag Prodis til, að D’Alema yrði fengið umboðið en hann er leiðtogi stærsta þingflokksins, Lýðræðislega vinstriflokksins, arftaka gamla kommúnistaflokksins. D’Alema sagði í gær, að hann væri ekki viss um, að nokkur lausn fyndist á stjórnarkreppunni. --------------- Rak sig í - og gengið hrundi París. Reuters. SEINT í júlí sl. varð nokkurt verð- fall á frönskum ríkisskuldabréfum til 10 ára og kom það öllum á óvart. A þessum markaði eru það hins veg- ar framboð og eftirspurn, sem ráða, og því urðu margir að taka þessu eins og hverju öðru hundsbiti. Nú hefur komið í ljós hvemig á gengisfallinu stóð. Einn starfsmanna verðbréfafýrirtækisins Salomon Brothers í London setti í ógáti oln- bogann á hnappaborð tölvunnar sinn- ar, á hnapp, sem merktur var „tafar- laus sala“, og fyrr en varði hafði hann sent frá sér 145 fyrirskipanir um að selja áðumefnd ríldsskuldabréf. Lítið fararsnið á her- og lögreglusveitum Serba í Kosovo Solana krefst tafar- lauss brottflutnings Vaxtalækk- un í Banda- ríkjunum New York. Reuters. BANDARÍSKI seðlabankinn lækkaði í gær vexti í annað sinn á skömmum tíma og olli það strax verulegri hækkun á verðbréfavísitölunni. Um var að ræða tvo mikil- vægustu vaxtaflokkana, ann- ars vegar skammtímavexti, sem fóru úr 5,25% í 5%, og hins vegar vexti á skyndilán- um til viðskiptabanka en þeir fóra úr 5% í 4,75%. Vaxtalækkunin olli því, að um miðjan dag í gær hafði Dow Jones-verðbréfavísitalan hækkað veralega, um 330,58 stig eða 4,1%. Belgrad. Reuters. JAVIER Solana, framkvæmda- stjóri NATO, varaði Slobodan Milosevic, forseta Júgóslavíu, við í gær og krafðist þess, að serbneskar her- og lögreglusveitir yrðu fluttar tafarlaust frá Kosovo. Kom þetta fram á fundi hans með Júgóslavíu- forseta en leyniþjónustur NATO- ríkjanna segja, að lítið fararsnið sé á serbnesku sveitunum. Brottflutningurinn er forsenda fyrir því, að tugþúsundir manna, sem nú era á vergangi í Kosovo, geti snúið heim til sín áður en vetur gengur í garð en leyniþjónustur NATO-ríkjanna segjast geta til- greint nákvæmlega hvaða her- og lögreglusveitir eigi að vera farnar en séu það ekki. Solana, sem kom til Belgrad í gær ásamt æðstu yfirmönnum bandalagsins, sagði á fréttamanna- fundi eftir að undirritað hafði verið samkomulag við júgóslavneska her- inn um eftirlit NATO-flugvéla yfir Kosovo, að margar her- og lög- reglusveitir Serba væru enn í Kosovo þótt búðir þeirra væra utan héraðsins. Frestur til laugardagsmorguns Einn embættismanna NATO í Brassel sagði í gær, að hótunin um loftárásir vofði enn yfir og gætu þær hafist eftir klukkan fimm á laugardagsmorgni verði þá ekki ljóst, að farið hafi verið eftir sam- komulaginu. Hubert Vedrine, utanríkisráð- herra Frakklands, sagði í gær, að Tengslahópurinn, samstarfshópur sex ríkja, myndi fara fram á nýja ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna til stuðnings því sam- komulagi, sem forseti Júgóslavíu hefir gert við Richard Holbrooke, sendimann Bandaríkjastjórnar. Hjálpargögn eru nú farin að berast flóttafólki í Kosovo en fáir treysta sér enn til snúa aftur heim. Reuters CLINTON ásamt Netanyahu og Arafat við Hvíta húsið í gær. Miklar vonir um tímamótafund Washingloii, Jerúsalem. Reuters. BILL Clinton, forseti Bandaríkj- anna, ræddi í gær við þá Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Isra- els, og Yasser Arafat, forseta heima- stjórnar Palestínumanna, en næstu daga munu þeir reyna að koma við- ræðunum um frið í Miðausturlönd- um aftur af stað. Að lokinni móttökuathöfn við Hvíta húsið ætluðu þeir Netanyahu og Arafat að halda til Wye-búgarðs- ins í Maryland þar sem fundurinn fer fram. Meginmálið er tillaga Bandaríkjastjórnar um að ísraelar hverfi frá 13% Vesturbakkans gegn því, að palestínsk yfii’völd beiti sér gegn ýmsum herskáum samtökum. Yitzhak Mordechai, vamarmála- ráðhema Israels, sagði í gær, að fund- inum myndi Ijúka með samkomulagi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.