Morgunblaðið - 16.10.1998, Page 16

Morgunblaðið - 16.10.1998, Page 16
16 FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar b.s. formlega stofnað Atvinnuþróun og atvinnuupp- bygging undir eina stjórn Morgunblaðið/Kristján MÁLIN rædd á stofnfundi Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar b.s. í gær. F.v. Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar, Ár- mann Búason, oddviti Skriðuhrepps, Helgi Steinsson, oddviti Öxna- dalshrepps, Oddur Gunnarsson, oddviti Glæsibæjarhrepps og Jóhann- es Hermannsson, oddviti Arnarneshrepps. ATVINNUPRÓUNARFÉLAG Eyjafjarðar b.s. var formlega stofn- að á Akureyri í gær og stóðu 13 sveitarfélög að stofnun félagsins. A fyrsta fundi nýkjörinnar stjórnar var Sigurður J. Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar Akureyrar, kjörinn formaður félagsins. Atvinnuþróun- arfélaginu er ætlað að vera sam- starfsvettvangur sveitarfélaganna í Eyjafirði í atvinnumálum en mark- miðið með stofnun félagsins er að sameina undir eina stjórn þá mála- flokka er lúta að atvinnuuppbygg- ingu og atvinnuþróun á Eyjafjarð- arsvæðinu. Atvinnuþróunarfélagið mun taka yfir hlutverk Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar og Ferðamálamiðstöðv- ar Eyjafjarðar Akureyri. Auk þess mun félagið leitast við að taka að sér aðra starfsemi er lýtur að at- vinnumálum á grundvelli þjónustu- samninga svo sem þá starfsemi sem sveitarfélögin hafa haft á sinni könnu og starfsemi Byggðastofnun- ar á Akureyri. Einkennst af varnarbaráttu Á stofnfundinum kom fram í máli Sigurðar J. Sigurðssonar, að hlut- verk sveitarfélaga á sviði atvinnu- mála séu ekki skýrt mörkuð. „Bar- átta margra þeirra hefur einkennst af vamarbaráttu til að tryggja þegnum atvinnu og hafa sveitar- stjómir í mörgum tilvikum bmgðið til þeirra ráða að ráðstafa með bein- um hætti eða með ábyrgðum veru- legum fjármunum úr sveitarsjóðum til slíkrar varnarbaráttu. Hugmynd- ir að stofnun atvinnuþróunarfélaga vom hins vegar þær að glíma við verkefnið frá sjónarhóli nýsköpunar og sóknar.“ Sigurður sagði að viðræður hafi farið fram við stjómarformann og forstjóra Byggðastofnunar um að- komu þeirrar stofnunar að málinu. Hann sagði margt óunnið og benti í því á sambandi á að leggja þurfi nið- ur byggðasamlag um ferðamál og skipa málum Iðnþróunarfélagsins í annan farveg. „Taka verður upp við- ræður við Byggðastofnun um þjón- ustusamninga og Akureyrarbæ um það sama. Allt þetta snýr að núver- andi starfsmönnum þessara stofn- ana og fyrirtækja og mikilvægt að geta eytt sem íyrst óvissu þeirra um sína framtíð. Þetta snýr líka að sveitarfélögunum hvað varðar út- gjöld þeirra og því mikilvægt að vinna hratt að úrlausn þeirra mála.“ Þrír frá Akureyri í stjórn Alls eru þrettán sveitarfélög stofnendur Átvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, Akureyrarbær, Eyja- fjarðarsveit, Hriseyjarheppur, Hálshreppur, Öxnadalshreppur, Dalvíkurbyggð, Grýtubakkahrepp- ur, Glæsibæjarhreppur, Grímseyj- arhreppur, Olafsfjarðarbær, Sval- barðsstrandarhreppur, Arnames- hreppur og Skriðuhreppur. Ákureyri er langstærsta sveitar- félagið innan Atvinnuþróunarfé- lagsins og miðað við rekstrarfram- lag til félagsins pr. íbúa, er hlutur Akureyrarbæjar rám 72%, Dalvík- urbyggðar 10%, Ólafsfjarðar rúm 5% og Eyjafjarðarsveitar 4,5%. Auk Sigurðar J. sitja í stjóm At- vinnuþróunarfélagsins fyrir hönd Akureyrarbæjar, þeir Hallgrímur Ingólfsson og Hákon Hákonarson en varamaður þeirra er Valur Knútsson. Fulltráar hinna sveitarfé- laganna era Rögnvaldur Skíði Frið- bjömsson, bæjarstjóri Dalvíkur- byggðar, sem jafnframt var kjörinn varaformaður félagsins og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri Éyja- fjarðarsveitar. Eitt fyrsta verkefni nýrrar stjómar er að ráða fram- kvæmdastjóra og gert ráð fyrir því að staðan verði auglýst á næstunni. Tónlistarskólinn Kennarar krefjast kjarabóta KENNARAR við Tónlistarskól- ann á Akureyri hafa sent bæjar- yfirvöldum erindi þar sem þess er krafist að þeir fái samsvar- andi kjarabætur og kennarar í grunnskólum bæjarins fengu samkvæmt samkomulagi sem gengið var frá í sumar. Kennar- arnir vekja einnig athygli á starfsaðstöðu tónlistarkennara í grunnskólum bæjarins í bréfi sínu til bæjaryfirvalda. Bæjarráð ræddi erindi kenn- ara við tónlistarskólann á fundi sínum í gær og vísaði því til um- fjöllunar í kjarasamninganefnd. Anægja með smíði varðskips innanlands BÆJARRÁÐ Akureyrar sam- þykkti á fundi sínum í gær bók- un þar sem lýst er ánægju rneð þá ákvörðun ríkisstjómai' ís- lands að smíði nýs varðskips fyrir Landhelgisgæsluna skuli eingöngu boðin út hér á landi. „Bæjarráð fagnar því tækifæri sem íslenskum skipasmíðaiðnaði er gefið með þessum hætti til að styrkja sig í sessi á ný,“ segir í bókun bæjarráðs Akureyrar. Framkvæmdastjóri Slippstöðvarinnar fagnar ákvörðun um smíði varðskips hér á landi Skapar um 400 ársverk og hefur áhrif á tækniþróun í greininni Morgunblaðið/Kristján FRAMKVÆMDASTJÓRI Slippstöðvarinnar telur afar mikilvægt að hafa öflugan skipasmíðaiðnað hér á landi. Hér eru starfsmenn hans að vinna við stýri á skipi í dráttarbrautinni. Útibú dönsku menningar- stofnunarinnar BÆJARRÁÐ Akureyrar samþykkti í gær að gefa vilyrði fyrir því að Akureyrarbær styðji í allt að fjögur ár tilraun að starfsemi skrifstofu á vegum dönsku menningarstofnunar- innar, Det Danske Kulturinstitut á Akureyri með þvi að leggja henni til 20 til 30 fermetra húsnæði. Var fræðslumálastjóra bæjarins og deildarstjóra umhverfisdeildar falið að halda áfram viðræðum við full- tráa dönsku menningarstofnunar- innar. Forstöðumaður stofnunarinn- ar var á ferð á Akureyri 1 sumar þar sem þessi mál voru rædd, en megin- markmið stofnunarinnar er að koma danskri menningu á framfæri og hefur hún nokkurt fjármagn til þess verkefnis. Utibú dönsku menningar- stofnunarinnar á Akureyri mun auk íslands sinna Færeyjum og Græn- landi. INGI Bjömsson, framkvæmda- stjóri Slippstöðvarinnar, fagnar þeirri ákvörðun að smíði nýs varð- skips verður boðin út hér á landi, segir þetta góða og merkilega ákvörðun sem tekin hafi verið með hagsmuni skipaiðnaðarins í landinu í huga. Unnið verður að undirbúningi verkefnisins á næsta ári en skipið smíðað árin 2000 og 2001. „Þetta er gríðarstórt verkefni og því er ekki ráðlegt fyrir eina skipasmíðastöð að vinna við það, innlend fyrirtæki í skipaiðnaði verða að koma sér saman um tilhögun við þetta verk- efni og sú vinna er að fara í gang,“ sagði Ingi. Akvörðun um að smíði varðskipsins fari fram hér á landi hefur í för með sér, að sögn fram- kvæmdastjóra Slippstöðvarinnar, að iðnaðurinn sér nú í fyrsta sinn í langan tíma fram á langtímaverk- efni sem þýðir að hægt verður að gera áætlanir 1-2 ár fram í tímann. Síðustu ár hefur öll starfsemi skipasmíðastöðva verið skamm- tímaviðgerðarverkefni. Hefur áhrif á tækniþróun og nýsköpun „Þetta skapar aukinn stöðugleika fyrir fyrirtækin og jafnar út sveifl- urnar. Stór hópur starfsmanna þessara fyrirtækja mun hafa stöðuga atvinnu á þeim tíma sem unnið verður við smíðina. Glíma við verkefni af þessari stærðargráðu hefur líka mikil áhrif á tækniþróun og nýsköpun í greininni sem miklu máli skiptir og þá má líka nefna að íslenskar stöðvar fá tækifæri að nýju til að fást við nýsmíði en all- langt er síðan stór skip voru smíðuð hér á landi síðast.“ Ingi segir að þjóðhagsleg áhrif í kjölfar smíðinnar innanlands séu jákvæð, en niðurstaða útreikninga sýni að smíðin og þau margfeldisá- hrif sem af henni leiði í hagkerfinu skapi um 400 ársverk. Þá megi gera ráð fyrir að skatttekjur ríkis og sveitarfélaga muni nema nálægt 500 milljónum króna. „I raun má því innlent tilboð í smíðina vera um 500 milljónum króna hærra en út- lent án þess að borgi sig að fara með smíðina úr landi,“ segir Ingi. Mikilvægt sé að samningar um smíðina séu þess eðlis að allir sem taki þátt komist klakklaust frá henni, þeir megi ekki vera svo stíf- ir að fyrirtækin verði á horriminni á eftir. Aðrar þjóðir hirtu öll verkefnin Síðustu ár hafa verið skipaiðnaði hagstæð, eða frá árinu 1995 þegar aftur fór að rofa til eftir hnignunar- tímabil áratuginn þar á undan. Erfiðleikar í iðnaðinum fóru að gera vert við sig árið 1986, en fram að þeim tíma höfðu um 1000 manns atvinnu í þessum iðnaði. Ymsir samverkandi þættir, bæði innan- lands og utan urðu til þess að halla fór undan fæti. Mikil verðbólga og þensla hér á landi veikti sam- keppnisstöðu íslensku stöðvanna en á sama tíma vora útlendum skipasmíðastöðvum veittir gríðar- legir ríkisstyrkir, m.a. í Noregi, en slíkir styrkir voru aldrei teknir upp á Islandi. „Þetta varð til þess að nánast öll verkefni fóru úr landi og mikið hnignunartímabil tók við hér, innlend markaðshlutdeild fór úr um 80% árið 1983 niður í að vera innan við 10% árið 1992. Það leiddi svo til þess að flestar skipamíða- stöðvar hér lentu í gjaldþroti eða nauðasamningum," segir Ingi. Hann telur að með þeirri ákörðun sem nú liggur fyrir um að smíða varðskipið hér á landi sé ríkið að legga sitt af mörkum til að efla iðn- aðinn. „Það er afar mikilvægt að hafa öflugan skipasmíðaiðnað hér á landi, við höfum áður horft upp á hvernig ástandið er þegar aðrar þjóðir hirða af okkur öll verkefni.“ Blaðbera vantar í eftirtalin hverfi: Lyngholt/Stórholt, Gerðahverfi, Oddeyrargötu/Brekkugötu, Ása byggð/J örf a byggð. Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur í bæinn. Góður göngutúr sem borgar sig. Morgunblaðið Kaupvangsstræti 1, Akureyri Sími 461-1600 Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar fréttir og upplýs- ingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 53.000 eintök á dag. Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 í Reykjavík þar sem eru hátt í 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1. Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913. Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.