Morgunblaðið - 16.10.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.10.1998, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ LIU leggur nú ofurkapp á að telja þjóðinni trú um að þorskurinn í sjónum sé hinn raunverulegi sægreifi og eigendurnir séu bara sætar gellur. . . Morgunblaðið/Árni Sæberg YFIRMENN norrænna strandgæslna frá vinstri talið: Hafsteinn Hafsteinsson, íslandi, Kristen Winther, Dan- mörku, Marie Hafström, Svíþjóð, Hannu Ahonen, Finnlandi, og Alv H&kon Klepsvik, Noregi. LANDHELGISGÆSLAN bauð yf- irmönnum strandgæslna á Norð- urlöndum á ráðstefnu, sem fram fór dagana 12. og 13. október á Hótel Loftleiðum. Var þetta í fyrsta skipti sem til slíkrar ráð- stefnu er efnt og tókst mjög vel að mati Hafsteins Hafsteinssonar forstjóra Landhelgisgæslunnar. Stefnt er að því að gera ráðstefn- una að árlegum viðburði og verð- ur hún haldin í Noregi að ári. Á ráðstefnunni voru rædd sam- eiginleg hagsmunamál s.s. stað- setningarkerfi, gagnkvæmir Fyrsta ráð- stefna nor- rænna strand- gæslna haldin samningar milli landanna um samvinnu, mengun hafsins og fleira. „Með þessu móti aukum við samskiptin milli stofnananna og munum eiga greiðari aðgang hver að öðrum,“ sagði Hafsteinn. „Kynning sem þessi gefur okkur færi á að hafa beint samband milli landa um tæki og tól auk þess sem hún stuðlar að því að frá Norðurlöndunum hljómi ein sam- hljóma rödd á sviði strandgæslu, sem er mun sterkari en ef hver ynni í sínu honii.“ Á ráðstefnunni flutti Jóhann Sigurjónsson forstjóri Hafrann- sóknastofnunar erindi þar sem hann fræddi gesti um ástand físk- veiðistofna við ísland og veiðar íslendinga á alþjóðlegu hafsvæði. Goethe Zentrum opnað í dag Draumur að opna alþjóðlegt kaffíhús Goethe Zentrum verð- ur formlega opnað á Lindargötu 46 í dag. Frank Albers, nýráðinn forstöðumaður, segir að starfsemi stofnunarinnar verði með svipuðum hætti og Goethe Institute á sínum tíma. Reksturinn sé hins vegar með öðrum hætti. „Þýskukennarar vildu ekki gefa Goethe Institute upp á bátinn og hættu ekki fyrr en feng- ist hafði vilyrði fytir nægilegu fjármagni til að halda starfseminni áfram. Mest munar um fjárframlag frá þýskum stjórnvöldum. Hér á landi tekur Hollvinafélag þýska menningarseturs- ins þátt í rekstrinum og verið er að leita að fleiri aðilum til að hægt sé að styrkja starf- semi stofnunarinnar enn frekar.“ - Hvaða starfsemi fer fram í Goethe Zentrum „Markmið Goethe Zentrum er tvíþætt. Að auka veg þýskrar tungu og menningar hér á landi. Við byrjum á því að bjóða upp á viðburði á tónlistar- og leiklistar- sviðinu við opnunina á föstudag. Ekki líður svo á löngu þar til tveir þýskir rithöfundar koma hingað til að kynna verk sín. Vonandi tekst okkur að fá hing- að þýska söngkonu með Marlene Dietrich dagskrá í vor og áfram væri hægt að telja. I framtíðinni gæti verið gaman að geta boðið upp á einn þýskan menningar- viðburð í hverjum mánuði? -Er ekki bókasafn í stofnun- inni? . „Ju, mikið rétt. Við fengum að láni allan bókakost Goethe Institute og meira til - alla stóla - og meira að segja kaffikönnuna. Að ógleymdum gei-vihnattamót- tökudiski til að taka á móti þýsku sjónvarpsefni. Hvað starf- semina varðar er stærsti munur- inn fólginn í því að við fluttum frá Tryggvagötu yfir á Linda- götu. Ekki má heldur gleyma því að við liðsinnum fólki í tengslum við fyrirhugað nám í Þýskalandi. Hvort heldur sem er tungumála- nám, almennt háskólanám eða annað. Við hjálpum fólki að kom- ast í samband við vinnuveitanda í tengslum við au-pair starf og svona væri lengi hægt að telja áfram.“ - Hafður þú komið til íslands áður en þú tókst við stai-fi for- stöðumanns? ____ „Ég hafði komið hingað sem ferðamað- ur og starfað tíma- bundið hjá Goethe Institute þegar bar- áttan um stofnunina stóð sem hæst síðast- liðið haust. Við stóð- um fyrir mótmælum við sendiráðið og börðumst íyrir því með öllum ráðum að stofnun- in yrði ekki lögð niður. Eins og ég sagði áðan gáfust þýsku kennararnir aldrei upp og hættu ekki fyrr en fyrirséð var að hægt yrði að opna aftur. Ég sótti um starf forstöðumanns og hingað er ég kominn. Mér fannst alveg hreint ágæt hugmynd að koma aftur hingað og búa hérna í nokkur ár. Island er hrífandi land og Reykjavík allt öði-uvísi heldur en Berlín.“ Frank AJbers ► Frank Albers er fæddur 21. mars árið 1968. Frank lauk MA- gráðu í menningarfræðum og þýskum bókmenntum frá evr- ópska háskólanum í Frankfurt Oder árið 1995. Að námi loknu lióf hann störf við frjálsar sjónvarpsstöðvar sem fréttamaður og stjórnandi spjallþátta. Hann starfaði við Berlin Film Festival á árunum 1993 til 1997 og þýska sögusafn- ið í Berlín árið 1997. Gaman að geta boðið upp á einn þýskan menn- ingarviðburð á mánuði - Hvenær verður stofnunin opnuð almenningi? „Hér hefur allt verið á rúi og stúi í vikunni. Vonandi tekst að bjarga því fyrir opnuna. Á meðal gesta verður Hilmar Hoffmann, forseti Goethe Institute, og Björn Bjarnason menntamála- ráðheira. Eftir formlega opnun verður svo opnuð sýning um þýska rithöfundinn Bertolt Brecht. Almenningi gefst kostur á að sjá sýninguna þegar safnið verður opnað eftir helgina. Opið verður þriðjudaga og miðvikudaga á milli kl. 15 og 19, fimmtudaga á milli kl. 17 og 21, fóstudaga og laugardaga á milli kl. 15 og 18. Lokað verður á sunnudögum og mánudögum." - Starfar þú einn við stofnun- ina? „Nei, ég er svo heppinn að hafa með mér góðan bókavörð, Lothar Kraftzik, og sér hann um allt sem viðkemur sjálfu safn- inu.“^ - Eg hef heyrt að þú eigir þér draum tengdan starfsemi stofn- unarinnar? „Já, mig dreymir um að koma upp alþjóðlegu kaffihúsi í tengsl- um við stofnunana. Ég hef tekið eftir því að sumu ungu fólki finnst stórt skref að ganga inn í stofnanir eins og Goethe Zentr- um. Eflaust væri auð- veldara að nálgast __ sama anda inni á kaffihúsi þar sem fólk kæmi til að teyga menningu ólíkra þjóða.“ - Hvað er húsnæðið stórt? „Við eram með ágætt bóka- safn, lessal, tvær skrifstofur og afdrep fyrir þýskukennara. Hús- næðið er svona um 130-140 fm og snyrtilegt. Reykjavíkurborg gekkst nefnilega íýrir því að skipta um gólfefni og mála veggi áður en við fluttum inn.“ - Reykjavíkurborg hefur með því boðið ykkur velkomin afturi „Já, mjög velkomin."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.