Morgunblaðið - 16.10.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.10.1998, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Almenn vaxtalækkun á íslenskum f]ármálamarkaði Avöxtunarkrafa lengstu spariskírteina lækkar í4% Stærð markflokka ríkisskuldabréfa á gjalddaga milljarðar kr. I I I W W W W w w w $ <f <f <f <f <f <f <f <f ÁVÖXTUNARKRAFA 17 ára spariskírteina lækkaði um 14 punkta í gær, úr 4,16% í 4,02% sem gerir það að verkum að lengstu spariskírteinin hækkuðu um 2,4%. Þessi mikla vaxtalækkun hefur haft áhrif til lækkunar á nánast öll- um flokkum skuldabréfa með ríkis- ábyrgð, samkvæmt vikutíðindum Búnaðarbankans Verðbréf. I gær heimilaði fjármálaráðherra Lánasýslu ríkisins að nota allt að tveimur milljörðum króna til þess að kaupa á markaði og innleysa spariskírteini ríkissjóðs til langs tíma. Fyrst og fremst verða keypt spariskírteini til 17 ára en sá flokk- ur verður á lokagjalddaga stærsti flokkur útistandandi spariskírteina. Þetta er liður í þeirri stefnu ríkis- stjómarinnar að greiða upp lán og lækka skuldir en sh'kar aðgerðir leiða yfirleitt til vaxtalækkana eins og kom á daginn á fjármálamarkaði í gær. Vaxtalækkanir um heim allan í Vikutíðindum Búnaðarbankans í síðustu viku var fjallað um vaxta- lækkanir á erlendum mörkuðum síðustu mánuði. Þar kom fram að þróunin á skuldabréfamörkuðum í heiminum hafi verið sú að langtíma- vextir hafi lækkað verulega í Evr- ópusambandslöndunum, Bandaríkj- unum og Japan. í Vikutíðindum nú segir að á fjármálamörkuðum heimsins er ísland ekki eyland og því taldi Búnaðarbankinn að svig- rúm væri til frekari vaxtalækkunar hérlendis. Á þein-i viku sem liðin er hafa langtímavextir lækkað um 14 punkta. Þessi mikla vaxtalækkun hefur haft áhrif til lækkunar á nán- ast öllum flokkum skuldabréfa með ríkisábyrgð. Ábyrg stefna fjármálaráðherra „Mjög stór gjalddagi ríkisskulda- bréfa er áætlaður eftir 17 ár, árið 2015, tæpir 23,5 milljarðar króna. Fjármálaráðherra sýnir með ákvörðun sinni að núverandi ríkis- stjórn telur að langtímavextir kunni að lækka enn frekar og að hún vilji minnka þann vaxtakostnað sem fell- ur á komandi kynslóðir. Þetta er ábyrg stefna og ber að fagna henni,“ segir einnig í vikutíðindum. Höfundar Vikutíðinda spyrja sig einnig hvort hætta eigi útgáfu 42 ára skuldabréfa. „Það skýtur nokk- uð skökku við að á meðan ríkissjóð- ur er nú greiða upp skuldir sínar til 17 ára þá skuli enn vera gefin út skuldabréf með ríkisábyrgð til enn lengri tíma. Húsnæðisstofunun gef- ur nú út óuppgreiðanleg skuldabréf til 42 ára og er með því verið að skuldsetja komandi kynslóðir á há- um vöxtum. Hvergi í heiminum er um að ræða verðtryggð skuldabréf með ábyrgð ríkissjóðs til jafn langs tíma.“ Sérfræðingar Búnaðarbankans spyrja sig einnig hvað gerist ef Is- land verður þátttakandi í EMU eða öðru myntsamstarfi að 10 árum liðnum. ,Á sama hátt og ríkissjóði ber að fara varlega í skuldsetning- um til mjög langs tíma, ættu fjár- festar þá ekki að reyna að tryggja sér skuldabréf til langs tíma á rúm- lega 4,0% verðtryggðum vöxtum. Langtíma nafnvextir eru nú til sam- anburðar rétt um 5% í Evrópu og Bandaríkjunum. Langtímafjárfest- ar munu ef til vill horfa um öxl að tíu árum liðnum, er verðtryggð rík- isskuldabréf bjóðast einungis með 3,0% ávöxtun, og hugsa til þess tækifæris sem gekk þeim úr greip- um þegar skuldabréf til 42 ára buð- ustu seint á síðustu öld með 4,0% ávöxtun," segir að lokum í vikutíð- indum. RealNet- works semur við Lotus Seattle. Reuters. VERÐ hlutabréfa í RealNetworks Inc. hækkaði um 32% þegar fyrh-- tækið skýi’ði frá samningi, sem mun tryggja að hljóð- og myndbands- tækni fyrirtækisins nái til 25 millj- óna notenda viðskiptahugbúnaðarins Lotus Notes. Framleiðandi hugbúnaðarins er Lotus Development Corp., sem er deild í IBM. Samkvæmt samningn- um verðm- RealSystem G2-tækni hluti af Lotus-hugbúnaðinum frá og með byrjun næsta árs. Hlutabréf í RealNetworks hækk- uðu um 7,88 dollara í 34,88 dollara. Samningurinn kemur í kjölfar til- kynningar um að RealNetworks- tækni verði dreift til 13 milljóna not- enda America Online Inc. Sérfræðingai- segja þessa síðustu samninga sýna að RealNetworks sé að ná sér á strik eftir leiðinlega deilu fyrirtækisins og keppinautarins Microsoft Corp. Bréf í RealNetworks féllu úr 48,50 dollurum í júlí í 15,50 dollara í síð- asta mánuði þegar stjórnarformað- urinn, Rob Glaser, bar Microsoft þeim sökum í vitnaleiðslu í öldunga- deildinni að hafa gert hugbúnað RealNetworks ónothæfan. Microsoft hefur vísað ásökuninni á bug, en ársgamalt bandalag fyrir- tækjanna er greinilega hrunið til grunna og leiðir þeirra hefur skilið á vaxandi mai-kaði fyrir hljóð- og myndbandsefni á Netinu og í einka- kerfum fyrirtækja. Notendur RealNetworks eru 31 milljón og fyrirtækið útvegar nú þegar einhvern vinsælasta hugbúnað Netsins. Ráðstefna um nýsköpun í atvinnulífínu, áhættufé og tækniyfirfærslu >• * Erlent fjár- magn mikilvægt nýjum greinum Morgunblaðið/Kristinn FJÖLMENNT var á ráðstefnu um nýsköpun og áhættufé sem fram fór í gær. Hlutafjárútboð Landsbankans Greiddi 128,3 milljónir VILHJÁLMUR Bjarnason við- skiptafræðingur, sem átti hæsta boð í tilboðsflokki hluta- fjarútboðs bankans, hefur nú greitt þær 128,3 milljónir króna sem boð hans hljóðaði upp á en hann og félagar hans keyptu 50 mkr. hlut að nafnvirði á geng- inu 2,566. Frestur til að greiða fyrir hlutabréfin rann út í fyrradag. Vilhjálmur sagðist í samtali við Morgunblaðið enn ekki vilja segja hvaða fjárfestar væru í hópnum sem gert hefði tilboðið en sagði að um heiðvirða hlut- hafa væri að ræða og tilkynnt yrði síðar með formlegum hætti hverjir stæðu á bakvið tilboðið. Með greiðslunni urðu Vil- hjálmur og félagar hans annar stærsti hluthafi í Landsbanka íslands, með um 0,8% hlut. Stærsti hluthafinn er ríkið sem á 85% hlut í bankanum. Hefur keypt meira hlutafé „Þetta eru góð kaup og með þeim betri á markaðnum," sagði Vilhjálmur og bætti við að hlutafjárkaup í Landsbankan- um væru á meðal fimm bestu fjárfestingarkosta á markaðn- um. Hann sagðist búast við að ávöxtun hlutafjárins yrði góð þegar upp yrði staðið. „Það verður jöfn og góð ávöxtun á þessu.“ Vilhjálmur átti einnig kost á að kaupa það hlutafé sem áskrifendur í almennum flokki útboðsins greiða ekki fyrir. Vil- hjálmur segir að ekki sé frá- gengið hve mikið hlutafé þar sé um að ræða. „Það hafa þó verið viðskipti með bréfin og ég hef keypt það sem fallið hefur tU aukalega," sagði Vilhjálmur. ÞRÁTT fyrir að innlent áhættufjár- magn hafi aukist mikið síðustu ár, þá geta íslendingar ekki leyft sér að byggja nýjar greinar í hátækni- iðnaði eingöngu á framlögum fjár- festa hér á landi. Það gæti haft í för með sér rangt verðmætamat á mögulegum afurðum af nýsköpun- arhugmyndum við endanlega mark- aðssetningu erlendis. Þetta var meðal þess sem fram kom á ráð- stefnu um nýsköpun í atvinnulífinu, áhættufé og tækniyfirfærslu sem fram fór í gær. Á ráðstefnunni var m.a. fjallað um fyrstu aðgerðaáætlun Evrópu- sambandsins um nýsköpun í Evr- ópu en sambandið hyggst beita sér fyrir aðgerðum sem stuðla að auk- inni samvinnu aðildarríkjanna um málefni tengd nýsköpun. I setningarræðu sem Sveinn Þor- grímsson flutti fyrir hönd Finns Ingólfssonar, iðnaðar- og við- skiptaráherra, var bent á þá mót- sögn sem felst í því að þrátt fyrir að vísindi og tækni hafi góða stöðu í löndum Evrópu, þá er nýsköpun í atvinnulífinu, sem leitt hefur til nýrra og vel launaðra starfa, langt undir því sem vænta mætti. Þannig skorti línulegt samband á milli þeirrar vísindalegu eða tæknilegu þekkingar sem þjóðirnar búa yfir eða hafa aðgang að, og þeirrar af- urðasköpunar sem þekkingin skap- ar í þjóðfélaginu. Til að lagfæra þessa þversögn hér á landi hefur ráðherra lagt til að annars vegar verði rannsóknar- og þróunarstarfsemi hins opinbera fyrir atvinnulífið efld með því að samræma og sameina skylda rann- sóknarþætti sem unnir eru á mis- munandi stöðum í dag. Hins vegar beri að styrkja þá starfsemi sem tengist umbreytingu vísindalegrar þekkingar í raunveruleg nýsköpun- arverðmæti fyrir atvinnulífið. Fordæmi Nýsköpunarsjóðs Meðal framsögumanna var Páll Kr. Pálsson, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs, sem sagði sjóð- inn hafa miklu hlutverki að gegna við að efla uppbyggingu, vöxt og al- þjóðavæðingu íslensks atvinnulífs. Hann benti á að sjóðnum hafi alls borist á fjórða hundrað umsóknir um fjárfestingar, styrki, lán o.fl., úr flestum geirum atvinnulífsins. Hann sagði fjölda umsókna sýna að sjóðurinn hafi tvímælalaust miklu hlutverki að gegna við þróun áhættufjárfestinga á íslandi. Mark- miðið sé að sýna fram á að fjárfest- ingar í nýsköpunarverkefnum borgi sig. Sjóðurinn sýni þannig ákveðið fordæmi fyrir innlenda og erlenda einkaaðila sem fylgi í fótspor Ný- sköpunarsjóðs. Eftir að hafa örvað einkaaðila til að fjárfesta í nýsköp- unarverkefnum yrði rökrétt fram- hald að hið opinbera drægi sig í hlé og Nýsköpunarsjóður yrði lagður niður. Eiga allt sitt undir erlendum mörkuðum Kári Stefánsson, forstjóri ís- lenskrar erfðagreiningar hf., tók undir orð Páls um að eðlilegast væri að markaðurinn sæi sjálfur um áhættufjárfestingar án af- skipta ríkisins. Hann gekk þó skrefi lengra og sagði að opinber- um fjármunum líkt og Nýsköpun- arsjóður sýslar með væri betur varið við að auðvelda erlendu fjár- magni aðgang að íslenskum mörk- uðum, líkt og írar hafa gert, í stað þess að keppa við erlenda fjárfesta með beinni fjármögnun nýsköpun- arverkefna. Þetta álit sitt rökstuddi Kári með því að nýstofnuð hátæknifyrir- tæki, sem væru upphaflega ein- göngu að selja fjárfestum hug- mynd, ættu allt sitt undir erlend- um mörkuðum þegar upp væri staðið. Því væri eðlilegast að fjár- festar með sérþekkingu á þeim mörkuðum sem endanlega meta verðmæti þeirra, kæmu að málum LÍFEYRISSJÓÐUR Suðumesja hefur gert langtímasamning við Verðbréfamarkað íslandsbanka hf. um eignastýringu og ávöxtun fjár- muna. Markmiðið með samningnum er að stuðla að góðri ávöxtun eigna lífeyrissjóðsins. Með samningnum stækkar sá hluti eigna lífeyrissjóðsins sem gerður er upp á daglegu markaðs- verði segir í fréttatilkynningu. Það getur vegið upp á móti sveiflum í verði innlendra hlutabréfa og er- lendra verðbréfa en hingað til hafa þessir verðbréfaflokkar verið þeir þegar í upphafi: „Sá árangur, sem Islensk erfðagreining hefur náð á þeim stutta tíma sem liðinn er frá stofnun fyrirtækisins, byggist að stórum hluta á þeirri kunnáttu, reynslu og ekki síst þeim sambönd- um sem þeir erlendu fjárfestar sem standa að baki fyrirtækinu, búa að. Því tel ég mikilvægt að ein- hver hluti fjármagns komi erlendis frá, því þar fer endanlegt verð- og vörumat fram,“ sagði Kári. einu sem gerðir hafa verið upp á markaðsverðmæti, skv. reglum um uppgjör lífeyrissjóða. Samningurinn felur jafnframt í sér umtalsvert hagræði fyrir lífeyr- issjóðinn. í stað þess að eiga þús- undir skuldabréfa og hlutabréfa, eignast sjóðurinn hlut í sjóðum VÍB og losnar þannig við mikla vinnu við afstemmingar, skráningar og inn- heimtu arðs og jöfnunarhlutabréfa. Þetta mun skila sér í verulegri lækkun rekstrarkostnaðar hjá líf- eyrissjóðnum segir jafnframt í fréttatilkynningunni. Lífeyrissjóður Suðurnesja semur við VIB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.