Morgunblaðið - 16.10.1998, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 16.10.1998, Blaðsíða 54
54 FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens [Jú/ius, 'ea bara i/eáab i h-fX kQuphxkkun.'l ) pyr/tar voru Lxsiarl En, \ etnhvtm veginn komsh þu innj þ(,tta.er þaisem qerir miqsvp' om/sscrncþ rí sctmafa hindrun c veainum-hr egntf aliéaP, rharkmibi ) \ (öUt/rr? neoxcabfeL n kcurphatkicun, Vt&JL k—A_ s\k_____A---' CKFS/Dlstr. Bulls Ferdinand Smáfólk Ég er vöknuð! Skrifstofa skólastjóra BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Opið bréf til Tómasar Zoéga Frá Guðmundi Inga Krístinssyni: UNDIRRITAÐUR óskar eftir því að fá svör við eftirfarandi spurning- um þar sem ég tel þau afar gagnleg í allri þeirri umræðu er verið hefur um gagnagrunn á heilbrigðissviði, sem þið í siðanefnd lækna og Læknafélagi Islands hafið gagnrýnt harðlega með vísun í að vinna í skjóli myrkurs eða fremja myrkraverk. Þá hefur BSRB miklar áhyggjur af því að ÍE ætli að selja trygginga- félögum upplýsingar úr gagnagrunni á heilbrigðissviði. I dag er þetta allt galopið fyrir vátryggingafélögum nú þegar hjá Sjúkrahúsi Reykjavíkur og það með samþykki lækningafor- stjóri Sjúkrahús Reykjavíkur og það án lagaheimildar og án þess að þurfa að borga krónu fyrir. En hann segir í Morgunblaðinu þann 11. september 1998 að við undirritun tjónatilkynn- ingar tryggingafélags séu sjúkra- skrár sjúklinga hjá SHR opnar fyrir vátryggingafélagslæknum, fi-á vöggu til grafar. Tómas sagði í viðtali á Rás 2 vegna fyrirspurnar minnai- í Þjóð- arsálinni, að læknar á vegum trygg- ingafélaga hafi engan rétt til að skoða eða afrita sjúkraskrár án heimildar viðkomandi sjúklings. Þá kom einnig fram hjá þér, að þér finnist ekkert óeðlilegt að lækn- ar á vegum vátryggingafélaga störf- uðu á sjúkrahúsum. Er þetta siðferð- islega verjandi þar sem þessir lækn- ar starfa án þess að almenningur getur varist þeim vegna þess að það er mjög vei varðveitt leyndarmál hverjir þessir læknar eru og er ekki kominn tími til að nafngreina þá og síðan setja lög er banna læknum að vinna báðum megins borðs? En athugum hvemig þessu er háttað í dag. Þú manst að Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði að viðkvæmar upplýsingar um sjúk- linga lægju á glámbekk og að land- læknir hlaupi eins og honum er gjarnt í ábyrgð fyrir læknana. Þá kom það fram hjá LI að gæsla sjúkragagna væri undantekningalít- ið með viðunandi hætti. Er það siðferðislega veijandi að bæklunaryfirlæknir hjá Sjúkrahúsi Reykjavíkur sem er örorkunefndar- maður og fyrrverandi starfsmaður Vátryggingafélagsins VÍS og yfirmað- ur og vinur trúnaðarlæknis VÍS geti skoðað, Ijósritað og skráð rangar og villandi upplýsingar úr sjúkraskrá sjúklings án þess að fá skriflega heim- ild hjá honum fyrst? Og gera þetta sem örorkunefndarmaður á bæklun- arskurðdeild sjúkrahús Reykjavíkur við hliðina á trúnaðarlækni VÍS. Getur þessi sami yfirbæklunar- læknir og örorkunefndarmaður ásamt öðrum nefndarlækni frá Reykjalundi fullyrt um lömun, án þess að lömun hafi komið fram í nið- urstöðu rannsóknar; fer ef til vill í skurðaðgerð án þess að geta þess að engin skurðaðgerð var gerð og veik- leika án þess að niðurstaða rann- sóknar segði það. Það er vonlaust að fylgjast með læknum á vegum tryggingafélaga er vinna á sjúkrastofnunum og er það ekki laga- og siðferðislega óverjandi að hafa þetta svona í dag? Þetta er ekki læknastéttinni til sóma og gerir málstað ykkar í sambandi við gagna- grunninn á þessu sviði, svo ekki sé meira sagt ótrúverðugan. Þá segir lækningaforstjóri SHR að það séu engar heilsufarsupplýsingar undanskildar örorkunefnd. Þá segir hann að læknum SHR sé heimilt, án skráningar, að ljósrita og senda til Reykjalundar niðurstöðu rannsókn- ar, en búið var að eyðileggja rann- sóknamyndimar vegna aldurs. Þetta er gert fyrir örorkunefnd án beiðni þar um og án samþykkis þess aðila er þessar rannsóknir varða. Ólafur Ólafsson landlæknir segii- að örorkunefnd hafi leyfi til að grandskoða öll sjúkragögn sjúklings án samþykkis hans eða samþykkis Tölvunefndar. Vitnar í engin lög er leyfa það en gleymir lögum um rétt- indi sjúklinga. Dómsmálaráðherra Þorsteinn Pálsson svarar kæru um þetta með því að benda í röng lög og senda óheimilaðar persónuupplýsingar o.fl. úr sjúkraskrám í venjulegum póst- sendingum án allrar ábyrgðar. Örorkunefnd vísar í eyðublað ör- orkunefndar þar sem matsbeiðandi er VÍS vátrygging hf. og þar stendur orðrétt: „matsbeiðni skv. 10. gr. laga nr. 50/1993 sbr. reglur, nr. 335/1993.“ í reglugerð um starfshátt örorkunefndar er ekkert sem heimil- ar þeim að skoða eða afrita sjúkra- skrá án heimildar sjúklings. Þetta hlýtur að vera áskorun til dómsmálaráðherra, landlæknis, lækningaforstjóra Sjúkrahúss Reykjavíkur og örorkunefndar að sýna lög og reglur er heimila skoðun og skráningu úr sjúkraskrám án sam- þykkis sjúklings eða tölvunefndar. Er það ekki skylda þessara manna að vita um lög og reglur og fara eftir þeim? En er þeim ekki vorkunn þessum læknis- og lögfróðu mönnum að fara rangt með lög og reglur þar sem dómsmálaráðherra sjálfur, Þor- steinn Pálsson, og Jón Thors, skrif- stofustjóri hans, geta ekki vitnað í rétt skaðabótalög nr. 50/1993 en vitnar í einhver lög nr. 42/1991? Síðan, til að bíta höfuðið af skömminni, geta þeir ekki farið rétt með persónuupplýsingar og sent þær í ábyrgðarpósti eins og siðaðir menn gera. Lög um skráningu og meðferð persónuupplýsinga, nr. 121/1990, lög um réttindi sjúklinga nr. 74/1997, skaðabótalög nr. 50/1993 og reglu- gerð um starfshátt örorkunefndar nr. 335/1993 leyfa ekki skráningu, skoðun né ljósritun án heimildar sjúklings, hvað þá heldur að fara með rangar og villandi upplýsingar úr sjúkraskrám. Eg á ekki von á öðru en nú verði loksins tekið á þessu máli og hið rétta varðandi lög og reglur komi í Ijós. Og að siðanefnd lækna athugi þetta allt strax og vinni þetta fyrir opnum tjöldum og í góðu ljósi. Eða eins og frægur maður sagði einu sinni: Svona gera menn ekki. Svar óskast sem fyrst frá siða- nefnd lækna. GUÐMUNDUR INGI KRISTINSSON, öryrki. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.