Morgunblaðið - 16.10.1998, Side 68

Morgunblaðið - 16.10.1998, Side 68
-setur brag á sérhvern dag! IVU 3 IMDUh með vaxta þrepum RLS\i)ARBANKÍS\ www.bi.is MORGUNBLAÐW, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 569 1181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Sigurgeir Samkomulag Hitaveitu Suðurnesja, Hafnar- fjarðar, Garðabæjar og Bessastaðahrepps ^-------------------------------- Ahugi á sam- vinnu í orku- og veitumálum HITAVEITA Suðurnesja, Hafnai’- fjarðarbær, Gai-ðabær og Bessastaðahreppur undirrituðu í gærkvöldi samkomulag þar sem lýst er áhuga þessara aðila til að kanna möguleika á samstarfi og samvinnu varðandi nýtingu jarðhita og aðra al- hliða samvinnu á sviði orkumála. I fréttatilkynningu um samkomu- lagið kemur fram að helstu markmið aðila þess séu að nýta jarðhita- auðlindir innan sveitarfélaganna og eftir atvikum víðar á landinu. Stefnt sé að því að samvinnan verði sem víðtækust á sviði orku- og veitumála, þannig að hún nái ekki eingöngu til dreifmgar og sölu á heitu vatni og raforku, heldui' einnig til orku- vinnslu á jarðhitasvæðum og til öfl- unar grunnvatns og annars kæli- vatns sem vinnsla jarðhitans út- heimtir. Alfreð Þorsteinsson, formaður stjórnar veitustofnana Reykjavíkur- borgar, segist telja samkomulagið athyglisvert, en sveitarfélögin sem um ræðir eru með orkukaupasamn- inga við Reykjavíkurborg. „Ef þessir aðilar eru að velta þvi fyrir sér að hætta einhverjum við- skiptum við orkufyrirtækin í Reykjavík þá þurfa að fara fram viðræður um það, en það eru samn- ingar milli þessara aðila. Ég vænti þess hins vegar ekki að þeir óski eft- h’ því að við hættum að selja þeim vatn núna í upphafl vetrar," sagði Alfreð. Útför Guðrúnar Katrínar á miðvikudag* SAMKVÆMT tilkynningu frá skrifstofu forseta Islands mun útför Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur, forsetafrúar, fara fram næstkomandi miðvikudag, 21. október frá Hallgrímskirkju. Minningarbók um Guðrúnu Katrínu mun liggja frammi í hátíðarsal Bessastaða frá laugardegi til þriðjudags. ■ títför/4 Utboð hafa spar- að 550 milljðnir Á ÞEIM fimm vikum sem Keikó hefur verið í kvínni hafa þrír hvalir synt til hans til að forvitn- ast um nýja íbúann. Þessir hvalir eru hver af sinni tegundinni, v % hnísa, langreyður og grindhval- ur. Hljóðin sem hvalirnir gáfu frá sér voru numin í stjórnstöð kvíarinnar og rannsökuð. Öll önnur umhverfishljóð eru einnig numin og könnuð. Hljóð sem Keikó gefur frá sér eru einnig rannsökuð gaumgæfilega, en all- an sólarhringinn er upptökutæki í gangi neðansjávar til að hægt sé að meta breytingar á atferli Keikó kafaði eftir myndavél Keikós frá því hann var fluttur í nýju heimkynnin. Keikó hefur lést smávegis síðan hann kom heim, en aftur á móti hefur mat- arskammturinn hans verið auk- inn um tæp 20 kílógrömm á dag. Þjálfarar hans fagna því og segja að nú sé hann orðinn stæltari og þrekmeiri, enda geti hann hreyft sig meira en áður. Meðal nýjunga í tækjum við atferlisrannsóknir er myndavél, sem fest er á haus- inn á Keikó með sogblöðku. Þannig má fylgjast með því hvernig hann sér umhverfið neðansjávar og hvernig aðrir hvalir bregðast við honum. Eitt sinn er festa átti myndavélina datt hún í sjóinn og sökk, en Keikó kafaði á eftir vélinni eftir skipun þjálfara síns, náði henni í kjaftinn og skilaði henni á bakk- ann. FRAM kom á fundi Halldórs Ás- grímssonar utanríkisráðherra með sveitarstjórnarmönnum á Suður- nesjum í gærkvöldi, að á þeim þrem- ur árum síðan útboð hófust í við- skiptum íslenskra aðila við Varnar- liðið hefðu viðskipti fyrir rúmlega 500 milljónir íslenskra króna verið boðin út. Hið nýja fyrirkomulag hefði hins vegar gert varnarstöðinni kleift að spara samtals um 8 milljón- ir bandaríkjadala, eða rúmlega 550 milljónir króna. Fram kom í máli Halldórs að tekjuaukning Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hafi verið tæplega 202 milljónir króna fyrstu níu mánuði ársins og er áætluð tekjuaukning í ár 245 milljónir króna, sem er 70% aukning milli ára. Sagði ráðherrann að skipulags- breytingar sem gerðar voru á flug- stöðinni 1997 hefðu skapað 108 ný störf. Stöðugildi í þjónustu og versl- un hafí verið 195 árið 1997 en þau væru nú 303. ■ Kostnaðarlækkun/10 5V2 árs fang- elsi fyrir fíkniefna- smygl HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykja- víkur í máli Hollendings sem smyglaði fíkniefnum til landsins og er honum gert að sæta fanga- vist í fimm og hálft ár að frá- dregnum þeim tíma sem hann hefur sætt gæsluvarðhaldi, þ.e. frá 12. desember 1997. Maðurinn, Anthonius Gerar- dus Verborg, sem er 38 ára, var handtekinn á Keflavíkurflug- velli 11. desember síðastliðinn þegar hann kom þangað með flugi frá Amsterdam. Við leit á honum fundust samtals 901 E- tafla, 376,4 grömm af amfeta- míni og 85,1 gramm af kókaíni. Við rannsókn málsins og með- ferð þess viðurkenndi maðurinn að hann hefði flutt fíkniefnin til landsins. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra um gagnagrunn á heilbrigðissviði Samið um að þjóðin njóti hlut- deildar í hugsanlegum hagnaði INGIBJORG Pálmadóttir heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðhen’a segist gera ráð íyrir að áður en rekstrarleyfi verði gefið út vegna gerðar og starf- rækslu miðlægs gagnagrunns á heilbrigðissviði verði samið við rekstrarleyfishafa um að þjóðin njóti viðbótararðs í formi hlutdeildar í hugsanleg- um hagnaði rekstrarleyfishafans. Þá segir hún að við vinnslu upplýsinga í gagna- grunninn á heilbrigðisstofnunum verði beitt út- boðum að því leyti sem starfsfólk stofnananna inni ekki sjálft störfin af hendi. í svörum Ingibjargar Pálmadóttur við nokkrum spurningum sem Morgunblaðið lagði fyrir hana vegna vinnslu gi-eina í greinaflokknum Erfðir og upplýsingar kemur fram að verulegur hluti þeirrar fjárfestingar í tækjum, hugbúnaði og vinnslu, sem rekstrarleyfishafi muni leggja í til að gagnagrunnurinn verði að veruleika, muni koma heilbrigðisþjónustunni að góðum notum. ,Af stofnkostnaði og rekstrarkostnaði nýtur ís- lenska þjóðin að sjálfsögðu arðs í formi skatta, bæði af búnaði, launum og vegna áhrifa aukinnar starfsemi. Eins og fram kemur í greinargerð með frumvarpinu geri ég til viðbótar ráð fyrir að áður en rekstrarleyfi verður gefið út verði samið um að þjóðin njóti viðbótararðs í formi hlutdeildar í hugsanlegum hagnaði rekstrarleyfishafa. Út- færsla samnings sem þessa er mjög flókin og fyr- ir liggur að ef og þegar að þeirri samningsgerð kemur verður leitað ráðgjafar helstu sérfræðinga á þessu sviði,“ sagði Ingibjörg. Útboðum beitt á öllum sviðum Ingibjörg sagði að gert væri ráð fyrir að öll vinnsla upplýsinga sem fara eiga í grunninn fari fram inni á heilbrigðisstofnunum, undir þeirra stjórn og greidd af þeim en fjármögnuð af rekstrarleyfishafa. „Þetta á við um hugbúnað, vélbúnað og vinnuafl og gilda um það almennar reglur. Þannig verðm- beitt útboðum samkvæmt al- mennum útboðsreglum sem gilda hjá ríkinu, að því leyti sem starfsfólk stofnananna innir störfín ekki af hendi. Strangar reglur gilda á Evrópska efnahagssvæðinu um starfsemi aðila sem getm- haft sérstöðu á markaði og tel ég ljóst að útboðum verði beitt á öllum sviðum þessarar uppbyggingar að þeim einum undanskildum sem sérstakar trúnaðarreglur gilda um,“ sagði hún. Heilbrigðisráðherra mælti í gær fyrir frum- varpinu um gagnagrunn á heilbrigðissviði á Alþingi við upphaf fyrstu umræðu um frum- varpið. ■ Erfðir og upplýsingar/26-29 ■ Alþingi/10

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.