Morgunblaðið - 16.10.1998, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 16.10.1998, Blaðsíða 48
4#48 FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, KRISTJÁN HANSSON, Heiðarhorni 17, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju, á morgun, laugardaginn 17. október kl. 14.00. Guðbjört Ólafsdóttir, íris Kristjánsdóttir, Jón I. Kristjánsson, Ruth Kristjánsdóttir, Ólafur Jón Jónsson, Kristján Jay Warrick. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HALLGRÍMUR VALDIMAR HÚNFJÖRÐ KRISTMUNDSSON, Hólabraut 14, Skagaströnd, sem lést á Landspítalanum 9. október, verður jarðsunginn frá Hólaneskirkju, Skagaströnd, laugardaginn 17. október kl. 14.00. Jóhanna Hallgrímsdóttir, Jakob Skúlason, Sævar Hallgrímsson, Ragnheiður Magnúsdóttir, Axel Hallgrímsson, Herborg Þorláksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. PETRA LANDMARK + Petra Land- mark fæddist á Akureyri 24. apríl 1921. Petra var alin upp á Siglufirði. Hún lést á elliheim- ilinu Eir 10. októ- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Valgerður Ólafía Eðvaldsdótt- ir, f. 9.1. 1891, d. 31.5. 1980 og Jó- hann Emil Ingvald Landmark, f. 20.10. 1887, d. 29.11. 1959. Auk Petru áttu þau fósturdótturina Ester Landmark, f. 16.5. 1915 sem búsett er á Siglufirði. Petra kvæntist Guðbjarti Jóni Þórar- inssyni 16. maí 1942. Hann fæddist í Bolungavík 30. júní 1905 og lést á Siglufirði 12. janúar 1989. Þau hjónin eign- uðust saman fjögur börn. 1) Son andvana fæddan. 2) Jó- hann Landmark, f. 6.6. 1941. 3) Valgerði Þórunni, f. 19.3. 1943. 4) Þórarinn Guðna, f. 25.5. 1946. Fyrir átti Guðbjartur dótturina Hjördísi, f. 11.10. 1933. Barnabörnin eru níu og barnabarnabörnin tólf. Á sínum yngri ár- um tók Petra virk- an þátt í sfldaræv- intýrinu svokallaða og starfaði í sfld- inni á Siglufirði. Síðar gerðist hún bóndakona á Rá- eyri við Siglufjörð ojg flugvallarstjóri. Arið 1968 flutust þau hjónin á Kam- banesvita við Stöðvarfjörð og sáu þar um vitavörslu og veðurathuganir, auk þess sem þau voru þar með búskap. Þegar byggðar voru þjónustuíbúðir fyrir aldraða á Siglufírði flutt- ust þau hjónin þangað og bjuggu þar saman þar til Guð- bjartur lést. Petra fluttist síðan á elliheimilið Hrafnistu í Reykjavík. Þar bjó hún með Sveinbirni Guðlaugssyni. Það- an flutti hún á sjúkrahúsið á Norðfírði, síðan á sjúkrahúsið á Seyðisfírði. Að lokum fluttist hún á elliheimilið Eir síðastlið- ið vor þar sem hún lést. Útför Petru fer fram frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við fráfall og útför dóttur minnar, systir okkar, mágkonu og frænku, GUÐRÚNU DÓRU ERLENDSDÓTTUR, Fífuseli 35, Reykjavík, Erlendur Steinar Ólafsson, Baldur Erlendsson, Sólveig Erlendsdóttir, Sveinn H. Skúlason, Gísli J. Erlendsson, Kirsten Erlendsson, Steinar Þór Sveinsson, Hrund Sveinsdóttir og bróðursynir. + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför mannsins míns, föður og tengdaföður, SIGURÐAR RÍKHARÐS ÞORSTEINSSONAR, Grundarbraut 28, Ólafsvík. Elsku amma, þú varst alltaf hrædd við að fá krabbamein og þó æxlið sem þú fékkst hafi verið góð- kynja þá tók það þig frá okkur. Það er sárt að sjá á eftir þér. Við höfum átt margar góðar stundir saman. Eg man þegar ég var lítil og var hjá þér og afa. Ég á óteljandi marg- ar minningar frá þeim tíma. Eins og þegar ég var að skríða upp í til þín á morgnana þegar afí var farinn á fætur til að kveikja á ljósavélinni. Fiðursængin hans var svo stór og þung að ég varð að taka á til að komast undir hana. Stundum svaf ég líka á milli ykkar og þú söngst fyrir mig. Mörg kvöldin sátum þú, JÓNATAN KRISTINSSON Jónatan Kristinsson var fæddur á Dalvík 1. september 1921. Hann lést á Elliheimilinu Grund fimmtudaginn 8. október 1998. Jónatan var sonur hjónanna Kristins Jónssonar, f. 1895, d. 1973 og Elúiar Þorsteinsdóttur, f. 1897, d. 1981. Albræður Jónatans voru: 1) Þorsteinn, f. 1919, d. 1979. 2) Guðjón, f. 1920, d. 1998. 3) Haukur Viðar, f. 1924, d. 1984. 4) Valur, f. 1927, d. 1948. Seinni kona Kristins var Sigurlaug Jónsdóttir, f. 1901, d. 1980. Börn þeirra eru: Hildigunnur, f. 1930, Heimir f. 1940 og Níels, f. 1943. Jónatan vann sem netagerðarmaður hjá föður sínum á Dalvík. Árið 1959 fluttist hann til Reykjavíkur og hóf störf hjá Osta- og smjörsölunni. Þar vann hann þar til hann fór á eftirlaun 1989 að þremur árum undanskildum, þegar hann vann hjá föður sínum á Dalvflí. Síðustu ár ævi sinnar bjó Jónatan á EHiheimiIinu Grund. Útför Jónatans fer fram frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Pálína Halldórsdóttir, Sigrún Málfríður Sigurðardóttir, Hanns Peter Wensauer, Halldór Sigurðsson, Marý Anna Guðmundsdóttir, Steinar Sigurðsson, Hafdís Finnbogadóttir, Ragnar Matthías Sigurðsson, Jóhanna Margrét Hjartardóttir, Már Sigurðsson, Ólöf Sigurðardóttir. Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, RANNVEIGAR KARÓLÍNU SIGFÚSDÓTTUR húsmóður, Eskifirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hulduhlíðar fyrir góða umönnun. Herdís Einarsdóttir, Birgir l'sleifsson, Guðrún Sveinsdóttir, Jónas Helgi Helgason, Benedikt Sveinsson, Sif Haraldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Þegar gamalt, veikt fólk kveður þennan heim togast á hjá þeim sem eftir eru annars vegar sorgin yfir missinum og hins vegar léttirinn yfir að viðkomandi þurfi ekki lengur að Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. þjást. Þannig leið okkur systkinun- um þegar fóðurbróðir okkar, Jónat- an Kristinsson, lést að morgni fimmtudagsins 8. október síðastlið- inn. Hann hafði um nokkurt skeið háð glímu við illkynja sjúkdóm og þótt hann bæri sig vel fór ekki fram- hjá okkur hvert stefndi enda ekki nema hálft ár síðan faðir okkar, Guð- jón, stóð í sama stríði og tapaði. Og þar með eru þeir allir horfnir héðan albræðumir. Fyrstur lést Valur af slysfórum, aðeins 21 árs gamall, Þor- steinn næstur, þá Haukur og á einu og sama árinu Guðjón og Jónatan. Þeir voru um svo margt líkir, ekki bara í útliti, heldur að skapferli og framgöngu allri, rómsterkir og stóðu fastir á sinni meiningu. Þeir áttu gott með að gleðjast á góðri stund og allir nutu þeir þess að veita gestum sínum það besta. Og enn eitt var þeim sammerkt, þeir voru allir einstaklega bamgóðir. Þeir ólust upp á tímum ungmenna- félaganna og mótaði andi þeirra tíma þá bræður. Ættjarðarástin var sterk og þeim fannst allt best sem ég og afi við ljós frá olíulampanum og spjölluðum saman, spiluðum, byggðum spilaborgir, voram að segja gátur og margt fleira skemmtilegt. Þú varst alltaf svo mikið fyrir að ferðast og það voru hæg heimatökin fyi'ir þig þegar þú varst flugvallar- stjóri á Siglufirði. Þú skelltir þér stundum með fluginu til Akureyrar. Einu sinni ákvaðstu einn tveir og þrír að fara og tókst mig með. Þeg- ar við komum til Valgerðar langömmu hafði hún orð á því að þú værir með skítuga eldhússvuntu framan á þér. Þú leist niður eftir þér og þar blasti svuntan við. Ég man að það var oft hlegið að þessu. Þú hefur alltaf verið hörku kerling og yfirleitt haft þitt fram. Einu sinni langaði þig að fá hund en afa ekki. Hann gaf eftir þegar þú nefndir hundinn Birtu eftir honum. Birta varð algjör dekurrófa. Hún stjórnaði því hvenær þið færað í háttinn. Meira að segja lést þú henni eftir framsætið í Trabbanum og sast sjálf aftur í. Mér fannst alltaf að þú hefðir átt að vinna við eitthvað sem tengdist heilbrigðisstörfum. Þú varst svo natin og umhyggjusöm ef einhver var veikur. Oft varst þú fengin sem yfirsetukona og til að sitja við dán- arbeð fólks. Ekki alls fyrir löngu sagðir _þú að ég væri augasteinninn þinn. Ég held að það sé ekki hægt að heyra fallegri orð frá ömmu sinni. Enda hlýjuðu þau mér um hjartarætumar og eiga eftir að gera það um ókomna tíð. Þau era geymd en ekki gleymd alveg eins og minn- ingin um þig, amma mín. Ég og fjöl- skylda mín eigum eftir að sakna mikið þeirra stunda sem við höfum átt með þér. En við munum verma okkur með góðu minningunum. Elsku amma, megi allar góðar vætt- ir vernda þig og blessa. Þín Jóhanna. íslenskt var. Heimasveitin, Svarfað- ardalurinn, var fegurst allra sveita í þeirra augum. Tani frændi, eins og hann var alltaf kallaður í okkar fjölskyldu, tók skilnað foreldra sinna nærri sér og setti skilnaður þeirra í raun mark sitt á allt hans líf. Tani kvænt- ist ekki og hann eignaðist ekki börn. En alltaf sendi hann okkur systkin- unum rausnarlegar gjafir um jól og páska og eftir að börnin okkar komu til sögunnar fengu þau líka sinn glaðning frá Tana frænda. Þegar við vorum að alast upp kom Jónatan oft í heimsókn og hafði gaman af að ræða landsins gagn og nauðsynjar. Hann kom gjaman á laugardögum og fékk sér te - örlítið bragðbætt - og ræddi um pólitík. Hann eyddi ófáum laugardagseftir- miðdögunum í að reyna að sann- færa okkur um ágæti Framsóknar- flokksins. Jónatan stundaði vinnu sína samviskusamlega og var ein- staklega vel liðinn á vinnustað. Þeg- ar Osta- og smjörsalan, sem hann starfaði fyrir í þrjátíu ár, var á Snorrabrautinni hafði Jónatan með- al annars það hlutverk að hugsa um lóðina og sjá um fánann. Þetta gerði hann af stakri snyrtimennsku og vakti lóðin verðskuldaða athygli og var margverðlaunuð. Tani hafði gaman af þjóðlegum kveðskap og ein sterkasta minning- in um hann er þegar hann sat og raulaði lög eins og „Gott áttu hrísla á grænum bala“. Okkur finnst gott að minnast hans þannig og kveðjum hann með sálmi Olafs Indriðasonar: Þreyttur leggst ég nú til náða. Náðarfaðir, gættu mín. Alla mædda, alla þjáða. Endurnæri miskunn þín. Gef þú öllum góða nótt. Gef að morgni nýjan þrótt. Öllum þeim, þú aftur vekur. Eilíft líf þeim, burt þú tekur. Jónatan dvaldi síðustu æviár sín á Grand og þar leið honum vel. Við viljum þakka starfsfólki á Hjúkrun- ardeild Grandar fyrir góða umönn- un og hlýhug í erfiðum veikindum hans. Eygló, Kristinn, Valgarður og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.