Morgunblaðið - 16.10.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.10.1998, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ •X13& 2 N£i m kutt ' 4 mmm Forseti Kólumbíu reynir að greiða fyrir friðarviðræðum Heraflinn fluttur frá stóru landsvæði Reuters Bogola. Reutei-s. ANDRES Pastrana, forseti Kól- umbíu, hefur fyrirskipað hemum að flytja allt lið sitt frá stóru svæði í suðurhluta landsins til að greiða fyi-ir friðarviðræðum við stærstu skæruliðahreyfinguna, Byltingar- her Kólumbíu (FARC). Pastrana tilkynnti þessa ákvörðun í forsetahöllinni í fyrra- dag. Samkvæmt fyrirmælunum verða um 4.000 stjórnarhermenn að fara af landsvæðinu, sem er 40.000 ferkm og á stærð við Sviss, fyrir 7. nóvember. Svæðið á að vera herlaust í þrjá mánuði, eða til 7. febrúar. Pastrana tók við forsetaembætt- inu fyrir tveimur mánuðum og lof- aði þá að leggja megináherslu á að koma á friði í landinu. Skömmu áð- ur en hann sór embættiseiðinn hætti hann jafnvel lífi sínu með því að fara í leynilegar búðir hreyfing- arinnar í kólumbískum frumskógi til að ræða við leiðtoga hennar, Manuel Marulanda. Forsetinn samþykkti á fundi Tilraun Pastranas til að uppfylla kosningaloforð þeirra að kalla heraflann frá suður- héruðunum til að tryggja öryggi samningamanna skæruliðahreyf- ingarinnar í viðræðunum. „Samtöl“ en ekki samningaviðræður Marco Leon Calarca, talsmaður Byltingarhers Kólumbíu, fagnaði ákvörðun forsetans og lýsti henni sem ,jákvæðu skrefi“ í þá átt að binda enda á stríðið, sem hefur staðið í þrjá áratugi og kostað 35.000 manns lífið síðustu tíu árin. Calarca áréttaði þó að hreyfing- in liti ekki á viðræðurnar sem samningaviðræður heldur „sam- töl“. „Þetta eru ekki samninga- viðræður vegna þess að við höfum ekkert að semja um. Við ætlum að tala saman um hvers konar Kól- umbíu við viljum." 240 her- og lögreglumenn eru í haldi skæruliðahreyfingarinnar, sem segist vilja sleppa þeim í skiptum fyrir hundruð fanga úr röðum liðsmanna hennar. Calarca sagði þó að hreyfingin setti ekki fangaskipti sem skilyrði fyrir viðræðunum. Nokkrir herforingjar höfðu ráðið forsetanum frá því að kalla herafl- ann frá suðurhéruðunum þar sem þeir óttast að hreyfingin noti her- lausa svæðið til árása á önnur héruð í Kólumbíu og til að smygla kókaíni í miklum mæli úr landinu. Hreyfingin hefur hins vegar neitað því að hún stundi eiturlyfjasmygl. Byltingarher Kólumbíu hefur eflst mjög á síðustu tveimur árum, bæði hemaðarlega og pólitískt, og árásir hans hafa valdið stjórnar- hemum miklu tjóni. Bandarískir embættismenn hafa varað við því að hreyfingin geti brotist til valda innan fimm ára. Varnaðarorð nýs umburðarbréfs páfa „Hægið á ykkur og hugsið“ Páfagarði. Reuters. JOHANNES Páll páfi varar við því að hætta sé á að mannkynið glati sál sinni vegna dýrkunar á tækninni. Þetta kemur fram í nýju umburðarbréfi páfa, mikil- vægasta skjali sem hann sendir frá sér. Páfi segir að breytingarnar í heiminum séu orðnar svo örar að margir séu hættir að nema stað- ar og gefa sér tíma til að spyrja um tilgang lífsins - en það beri öllum að gera. „Hver er ég? Hvaðan kem ég og hvert er ég að fara? Hvers vegna er hið illa til? Hvað tekur við eftir þetta líf?“ skrifar páfi og segir að þessar spurningar megi finna í ritum allra helstu hugs- uða mannkynsins, frá Konfúsíusi til Platóns og frá Hómer til Tómasar frá Aquino. Þetta er 13. umburðarbréf páfa á 20 árum og hann segir þar að mannkynið verði að viður- kenna ákveðin sannindi fremur en að treysta á siðferðislega af- stæðishyggju, þar sem mönnum sé umbunað með skjótum árangri og litið sé á leitina að endanlegum sannleika sem úrelta. Sogast í „hringiðu gagna og staðreynda" í páfabréfinu segir að nú sé svo komið að mannkynið sogist oft inn í „hringiðu gagna og stað- reynda", sem verði til þess að margir efist um „hvort það þjóni einhveijum tilgangi lengur að spyrja um merkingu". Nú sé leitin að merkingu þó enn mikil- vægari en áður „vegna þess að feikileg útþensla tæknimáttar mannsins kallar á endurnýjaða og skarpari tilfinningu fyrir æðstu gildum". „Ef ekki er brýnt fyrir þessari tækni að gera eitthvað meira en að þjóna eingöngu nytsemdartil- gangi, þá gæti hún brátt reynst miskunnarlaus og jafnvel orðið að hugsanlegu eyðingarafli mannkyns.“ Páfi segir að í biblíunni geti Reuters JÓHANNES Páll páfi undir- ritar nýjasta umburðarbréf sitt, Fides et Ratio (trú og skynsemi). menn fundið „skýringar á öllu því sem þeir gera í heiminum" og hvetur þá til að hætta að hlusta á þögnina, íhuga þess í stað undur sköpunai-verksins og stöðu mannsins í heiminum. „Eg bið alla að rýna dýpra í manninn ... og stöðuga leit mannkynsins að sannleika og merkingu." „Ymis heimspekikerfi hafa fengið menn til að trúa því að maðurinn sé algjörlega sinn eig- in herra, menn geti ráðið eigin örlögum og framtíð í algjöru sjálfræði, treyst á sig sjálfa og eigin mátt. Þetta getur þó aldrei verið göfgi mannsins, sem getur aðeins öðlast fullnægju með því að velja dyr sannleikans, að búa sér heimili í forsælu viskunnar og dvelja þar.“ Nú þegar þriðja árþúsundið nálgast telur páfi einnig mikil- vægt að kristnir menn, trúleys- ingjar og fylgismenn annarra trúarbragða hefji „skýrt og heið- arlegt samstarf*. Það myndi auðvelda mannkyninu að ná árangri í lífsnauðsynlegri um- ræðu um „brýnustu úrlausnar- efni mannkynsins - vistfræði, frið og sambúð ólíkra kynþátta og menningarsamfélaga". Bláeygu fólki sagt hættara við blindu Sydney. Reuters. ASTRALSKIR vísindamenn hafa komist að því með rannsóknum, að bláeygu fólki sé hættara við blindu á gamals aldri en fólki með annan augnlit og alveg sérstaklega ef um reykingafólk er að ræða. Rannsóknin tók til 3.600 manna og stóð í fjögur ár og niðurstaðan var sú, að reykingafólk væri fjór- um sinnum líklegra til að tapa sjón í ellinni en það, sem ekki reykti. Þá kom einnig fram, að nærsýnt fólk fær oftar starblindu en aðrir. Paul Mitchell, prófessor við háskólann í Sydney, segir, að lengi hafi verið vitað, að hvítu og bláeygu fólki sé hættara en öðrum við blindu, sem stafar af hrömun í gula blettinum, og á það sérstak- lega við um fólk, sem er viðkvæmt fyrir sólarljósinu. Samkvæmt rannsóknum í Bandaríkjunum ger- ist þetta einnig í svörtu fólki en þar er tíðnin aðeins þriðjungur á við tíðnina hjá hvítum mönnum og í fólki af asískum uppmna er hún enn minni. Mitchell segir, að einn mesti áhættuþátturinn sé reykingar og þær hafi meiri áhrif á konur en karla. Fyi-stu merkin um hrörnun í gula blettinum eru minni sjón eða blindur blettur á öðra auga og einnig vilja beinar línur sýnast bognar. Verkfall í Noregi ALLT að ein og hálf milljón Norð- manna tók þátt í tveggja klukku- stunda vinnustöðvun í gær til að mótmæla hugmyndum ríkisstjórn- arinnar um að fækka frídögum um einn í því skyni að skera niður íTkisútgjöld. Almenningssam- göngur lágu niðri og seinkun varð á flugumferð á Gardemoen-flug- velli í Ósló vegna verkfallsins. Kom flugvél Flugleiða frá Ósló ekki til Keflavíkur fyrr en um klukkan 18, tveimur og hálfum klukkutima á eftir áætlun. Hér ganga meðlimir ýmissa verkalýðsfélaga fylktu liði í gegn um miðborg Oslóar með kröfu- spjöld á lofti. Mestur stuðningur við aðild Ungverjalands Búdapcst. Reuters. UNGVERJALAND er efst á lista þeirra ríkja, sem íbúar núverandi fimmtán aðildarríkja Evrópusam- bandsins (ESB) vilja bjóða velkom- in í sambandið. Þetta kemur fram í niðurstöðum skoðanakönnunar, sem birt var á miðvikudag. „Þátttakendur í skoðanakönn- uninni vora beðnir að svara því hvort þeir væru fylgjandi eða mót- fallnir aðild hvers hinna ellefu um- sóknarríkja fyrir sig. Stuðningur er mestur við aðild Ungverja- lands,“ segir í tilkynningu sem skrifstofa framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í Búdapest gaf út. í tilkynningunni segir að 53% aðspurðra í Eurobarometer- skoðanakönnuninni, sem gerð er mánaðarlega á vegum fram- kvæmdastjórnarinnar, hefðu lýst sig fylgjandi aðild Ungverjalands. Næstmestur mældist stuðningur við aðild Póllands, 49%, þá Tékk- lands, 48% og Kýpurs, 46%. Fyrir öll ríkin ellefu, sem sækjast eftir aðild að ESB, mældist stuðningur- inn að meðaltali 44%. 74 af hundraði aðpurðra telja að ESB muni öðlast „meira vægi í heiminum" ef aðildarríkin verða fleiri. 66% telja að sambandið muni auðgast í menningarlegu tilliti við stækkun og hún muni hjálpa til við að tryggja frið og öryggi í álfunni. Hagspá ESB lítið breytt Helsinki. Reuters. YVES-Thibault de Silguy, sem fer með peningamál í framkvæmdastjóm Evrópusambandsins (ESB), sagði í gær að hagvöxtur í aðildarlöndum sambandsins myndi dragast aðeins smávægilega saman vegna kreppunn- ar í efnahagskerfi heimsins. De Silguy sagði að útlit væri fýrir að meðalhagvöxtur í ESB-löndunum fimmtán yrði á næsta ári aðeins lítil- lega minni en þau þrjú prósent, sem spáð hafði verið áður en keðjuverk- unaráhrif efnahagshrunsins í Rúss- landi og Suðaustur-Asíu kom af stað þeirri miklu lækkun sem orðið hefur undanfarið í kauphöllum iðnríkj- anna. í næstu viku mun framkvæmda- stjórn ESB birta endurskoðaða hag- spá sína fyrir næsta ár. „Eg veit ekki hvernig spáin verður, en ég geri ráð fyrir að hún verði ögn undir þremur prósentum,“ sagði De Silguy. Hann sagði áð hagvöxtm-inn ýrði studdur af lágu vaxtastigi og lítilli verðbólgu sem og þeim peningalega stöðug- leika sem stofnun myntbandalags Evrópu hefur í för með sér, en af henni verður um næstu áramót. De Silguy sagði að ríkin í Asíu og víðar, þai’ sem hagvöxtur var mikill en nú ríkir stöðnun, þyrftu að berj- ast við að endurvekja traust á efna- hagi sínum, en Evrópa þyrfti einfald- lega að viðhalda trausti á efnahagn- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.