Morgunblaðið - 16.10.1998, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 16.10.1998, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ 42 FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1998 SKOÐUN HIN MALEFNALEGA UMRÆÐA UM FISK- VEIÐISTJÓRNARKERFIÐ ÉG HEF að undanförnu orðið þess var, að ýmsir, mér ýmist kunnugir eða ókunnugir, hafa verið að undrast það, að ég skuli hafa ^tekið að mér að koma fram á fund- um, sem Samtökin um þjóðareign hafa efnt til og Sverrir Hermannsson hefur tekið þátt í. Astæðurn- ar eru einfaldar. Ég styð grunnhugsunina að baki stofnunar Sam- takanna um þjóðar- eign. Þar á ofan hef ég eytt meiri tíma en margur til að reyna að ná tökum á vandanum, sem felst í núgildandi fiskveiðistjómarkerfí. Ég hef á þessum fund- um samtakanna gert grein fyrir mínum hlutlægu úttektum og hvernig þær hafa leitt mig til niðurstöðu um, að fiskveiðistjórnin sé að óbreyttu bæði útgerðinni sjálfri og þar með þjóðinni stórskaðleg bæði í bráð og lengd. Þessa fundi okkar félaga sækja engir stórhópar manna og sárafáar konur. Þeir vega því ekki þungt í skoðanamyndun í þjóðfé- laginu, sem andóf gegn ofurvaldi fjármagnsins, sem LIÚ beitir nú vikulega með áróðursauglýsingum, ssem fagmannlega, með hálfsann- leika og rangfærslum fylla heilar opnur Morgunblaðsins. Talsmenn stjómarflokkanna og ýmsir hags- munamenn og málaliðai- nýta þau tækifæri, sem gefast til að styðja þessa heilaþvottarviðleitni LIÚ og láta eins og í þeim herbúðum sé sannleikann að finna. Þessi staða ásamt með greinum Brynjólfs Bjarnasonar og Krist- jáns Ragnarssonar, sem birtust í Mbl 5. október, hafa orðið til þess, að ég finn mig knúinn til að semja eftirfarandi yfirlitsgrein um þetta mál eins og það horfir við mér núna. Mér er mætavel ljóst, að ég skrifa einungis fýrir þá, sem nenna að lesa og nenna að hugsa og skilja. Ég hef lengi trúað, að þeir séu fleiri en þá gmnar, sem bjóða al- menningi upp á órökstuddar stað- hæfingar og boða fólki skoðanir á þeim gmnni. Þetta er þess vegna tilraun um það, hvers mega sín vei rökstuddar skoðanir gegn vel fjár- magnaðri skoðanamótun í þágu sérhagsmuna. Spumingin er, hvort of fáir em tilbúnir til að lesa og hugsa sjálfstætt. Að nota upplýsandi hugtök Það er höfuðatriði, þegar fisk- veiðistjómarkerfið er rætt, sem í málefnalegri umræðu endranær, igð notuð séu hugtök, sem hjálpa manni að greina og skilja vandann, sem við er að fást. Þegar stuðn- ingsmenn núgildandi fiskveiði- stjómar ræða málið, tala þeir um kvótakerfi og segja, að það sé gott og það hafi skilað árangri. Ég kýs, til að skilja efnið betur, að sundra þessu hugtaki í tvennt, kvótasetn- ingu og kvótaúthlutun. Á því er enginn vafí, að við að- stæður dagsins og framtíðarinnar, verðum við að hafa í lögum aðferð til að setja kvóta, - að ákveða há- marksafla, sem á hvetjum tíma 'kann að teljast hæfilegur og líkleg- ur til hámarksafraksturs af fisk- stofni. Slíkar ákvarðanir þurfa á hverjum tíma að byggjast á bestu þekkingu, sem til er um stærð fisk- stofns, burðargetu hans, stofnvist- fræði og þætti þeirra umhverfisá- hrifa, sem þar geta skipt máli. ■^kvörðun um kvótasetningu er eðli málsins samkvæmt pólitísk og á að vera það. Það að gera leyfilegan þorskafla að fiskifræðilegri og töl- fræðilegri reiknireglu með pró- sentureikningi er því að mínu áliti rangt. Skekkjumörk í reiknidæm- um fiskifræðinga og tölfræðinga, sem með þeim vinna, eru stór og ráðherra á að fara með ákvörðunarvald um hvernig þau skulu með farin eftir ýmsum aðstæðum, þ.á m. efnahagslegum. Þeir eru margir, sem van- treysta stjórnmála- mönnum að fara með slíkt vald og hafa til þess ærin tilefni, en í mínum huga eru þetta störfín, sem þeir eru ráðnir til og treyst fyrir. En hvort sem kvótasetning liðinna ára var hæfi- leg, kvóti of stór eða of lítill, hefur þessi kvótasetning og framkvæmd hennar í megindráttum tekist vel. Alla jafna hefur tekist að halda Fiskveiðistj órnin verður að óbreyttu, segir Jón Sigurðsson, bæði útgerðinni sjálfri og þar með þjóðinni stórskaðleg bæði í bráð og lengd. heildarafla úr hverri fisktegund innan settra marka. Þess eru að vísu ónotalega mörg dæmi, að ekki hefur tekist að veiða þann afla, sem talið var óhætt og þar hafa glatast talsverð verðmæti. En á heildina litið hefur kvótasetningin og fram- kvæmd hennar tekist. Mín tilfinn- ing er sú, að þetta sé það, sem ýmsir erlendir menn hafa verið að hrósa í fiskveiðistjómun á Islandi. Heimurinn er fullur af ákvörðun- um um kvóta, sem enginn hefur tekið mark á og því ekki tekist að framkvæma. Vandi fiskveiðistjóm- arkerfisins liggur þannig ekki í kvótasetningunni. Hann er fyrst og fremst afleiðing af kvótaúthlutun- inni og hinu „frjálsa" framsali kvótans, sem nú verður rætt nán- ar. Kvótaúthlutun og „frjálst" framsal En þá skulum við snúa okkur að kvótaúthlutuninni, hinu „frjálsa" framsali og framleigu, sem margir hagfræðingar telja nauðsynlegt til að ná fram hagræðingu, og afleið- ingum þess alls. Við skulum fyrst skoða aðstöðumun, sem mönnum er búinn eftir því hversu stór kvót- inn er, sem hver fær afhentan án endurgjalds. Bemm saman stöðu útgerðarmanns, sem fær 100 tonn- um af þorski úthlutað, en þarf í rauninni 200 tonn til að geta lifað sæmilega af sinni útgerð, og stór- útgerð, sem fékk 10.000 tonri. Stór- útgerðina munar ekkert um að kaupa þessi 100 tonn af smáútgerð- armanninum, nánast á hvaða verði sem væri. Það hreyfir ekki aukastaf í heildarkvótakostnaði stórútgerðarinnar. A sama tíma er smáútgerðarmanninum á beinum rekstrarlegum forsendum fyrir- munað að kaupa sér þann kvóta, sem hann þarf. Heildarverðið á hans kvóta væri orðið allt of hátt. Þetta geta menn kallað „frjáls" við- skipti með kvóta, ef þeim svo sýn- ist. Sjálfum þykir mér ekkert frjálst við það, þegar kostir smáút- gerðarmannsins eru einungis þeir að lifa við horútgerð með kvóta sinn og eiga þess síðan einan kost að leigja kvóta af stórútgerðunum á afarkjörum eða selja j)eim bát og kvóta og hætta þessu. Astæða er til að ætla, að þess háttar uppkaup stórútgerðanna á jaðarviðbótum við gjafakvóta þeirra, hafi verið ráðandi um verðþróun bæði varan- legs kvóta og leigukvóta. I skjóli gjafakvóta hinna stóru, hafa þeir búið til markaðsverð, sem ekki stenst neinar rekstrarlegar for- sendur eitt sér og þannig skapað sér einokunaraðstöðu til kvóta- kaupa. Þetta verð nefni ég því ruglverð í því, sem eftir er af þess- um skrifum. Undir merkjum þessa frelsis til viðskipta, skilst mér, að búið sé að eyða nánast öllum báta- flotanum, og því haldið fram, að þetta sé hagræðing. An þess að þekkja nægilega vel til, er mér til efs, að stóru útgerðirnar sæki al- mennt afla sinn með lægri tilkostn- aði en þessir bátar gerðu. Þar á of- an er þessi þróun að leggja mörg sjávarpláss í rúst. Kostnaðinn af því ætti svo sannarlega að reikna inn í hagræðingardæmið. Þessi þróun, sem orðin er verður ekki aftur tekin, en undravert verður að telja, að alþingismenn stjómar- flokkanna, sem fylgst hafa með þessari þróun, skuli láta eins og hér hafi ekkert skeð, sem er at- hugavert. I dæmum þeim, sem lýst var, er það ekki samkeppnishæfn- in, heldur aðstöðumunurinn, sem Alþingi býr til, sem ræður þróun- inni. Brottkast afla í hafi En það er fleira, sem kvótaút- hlutunin og það frjálsa markaðs- verð á kvóta, ekki síst til útleigu, hefur leitt af sér, en það er stór- aukið brottkast afla í hafi. Þótt trú- lega hafi lengst af tíðkast að fleygja einhverju af fiski, þegar nóg taldist vera af honum, er hins vegar núna kominn til sögunnar öflugur hvati til að fleygja öllum fiski, sem hefur lágt verð, þegar í land er komið. Þetta verður aug- ljósast, þegar menn eru að veiða fisk upp í kvóta, sem þeir hafa leigt til sín fyrir 80 - 90 kr. hvert þorsk- kíló. A fundi í Samtökunum um þjóðareign hafa komið sjómenn, sem hafa lýst fyrir okkur hvernig þetta gerist. Þeir era kvótalausir og hafa leigt til sín kvóta á ein- hverju verði í námunda við það, sem að ofan var nefnt, oft frá stór- útgerðum. Til að hafa eitthvað upp úr þessu, verða þeir að koma að landi með þorsk, sem gefur þeim 135 -140 kr. á kíló. „Þetta gerum við“, sögðu þeir þá, „en til að það náist fer annar hver þorskur aftur fyrir borð“. Þessi hvati er inn- byggður í kerfið og enginn veit hversu mikil sú sóun er, sem af honum leiðir. Þessi hvati er jafn- virkur hjá áhöfnum, sem era að veiða eigin kvóta báts og er hvar- vetna dæmdur til að vera umluktur samsæri þagnarinnar. Við aðstæð- ur kerfisins eru það einskis hags- munir nema þjóðarbúsins, að þessi afli skili sér í land. Mér er engin leið að áfellast sjómenn og útgerð- armenn, sem búa við svo gallað kerfi, fyrir að þjóna hagsmunum sínum. Sjávarútvegsráðherra er á öðra máli. Hann leysti málið ein- faldlega með því að lýsa yfir, að sjómenn, sem fleygi fiski, séu „svikarar við þjóð sína“. Það var nú allur skilningur hans á vandanum og samsæri þagnarinnar varð þeim mun haldbetra. Enginn veit staðreyndir um hversu mikið þetta brottkast er. Hæstu tölur, sem heyrst hafa frá Fiskistofu era 30.000 tonn af þorski. Margir sjómenn segja, að það sé miklu meira. Sé það 30.000 tonn og meðalverðmæti þess í landi væri 50 kr. á kíló, væra þetta 1,5 milljarðar. 50.000 tonn væra 2,5 milljarðar. Hver sem þessi fjárhæð er, er hún stór og hrein sóun kerf- isins, því að hún er mögulegur nettóávinningur. Það er búið að kosta öllu til að veiða þennan fisk og það er búið að drepa hann út úr stofninum. Ég hef lýst því áður í skrifum mínum, að þessi ágalli á gildandi fiskveiðistjómunarkerfi sé einn og sér nægur til að það sé ónothæft óbreytt. En það kemur fleira til. Komið í veg fyrir nýliðun í útgerð Gildandi úthlutun kvótans kem- ur í veg fyrir eðlilega og æskilega nýliðun í greininni. Um áratugina hefur drjúgur hluti hinna dug- mestu útgerðarmanna komið fram sem úrval úr sjómannastétt. Þeir hafa smám saman getað unnið sig upp til að eignast hlut í bát, bát, báta og loks stærri skip. Þannig hefur útgerðin sjálf með frammi- stöðu hvers og eins, séð sér fyrir hinni nauðsynlegu nýliðun í grein- inni. Nú er brennt fyrir þetta með hinni njörvuðu gjafakvótaúthlutun. Nýir aðilar geta ekki komist inn í greinina nema með því að kaupa kvóta með þeim afarkjöram, sem stóra kaupendurnir hafa búið til og ég kalla raglverð, sbr. skilgrein- ingu hér að framan. Þar á ofan hafa sumar þessara stórútgerða nýtt sér aðstöðuna, sem hluta- bréfamarkaðurinn hefur búið þeim til, selt hlutabréf eða stundað sam- einingar miðað við hlutabréfagengi 6, 8 eða 10 og þannig komist yfir fjármuni, sem kostar þau nánast ekki neitt. Við þessar aðstæður er nýliðun í greininni nánast útilokuð. Ævintýri eins og saga skipstjór- anna fjögurra, sem komu bláfátæk- ir frá Ogurvík við Djúp og allir urðu meiri háttar útgerðarmenn af eigin dugnaði, getur ekki endur- tekið sig við núgildandi aðstæður. Sama máli gegnir að vissu leyti um þá Samherjafrændur. Þeir fengu að vísu drjúga forgjöf frá Halldóri Asgrímssyni við upphaf kvótaút- hlutunar, sem hefur nýst þeim vel. Alyktunin er augljós. Nýliðun í útgerð er nánast útilokuð að óbreyttu kei'fi og því er það ónot- hæft. A dugmikla, unga sjómenn eru sett óþolandi höft. Atvinnu- grein, sem ekki nýtur nýliðunar er dæmd til að verða veikari en hún gæti orðið og skila lakari árangri fyrir þjóðarbúið. Skemmst er að minnast hvað nýliðun í smásölu- verslun í Reykjavík með tilkomu Hagkaups, Bónusverslana o.fl. og síðan á fleiri stöðum hefur gert fyr- ir hag heimilanna, sem hennar hafa notið. Flæði fjármagns út úr útgerðinni Næsta vandann, sem af kvótaút- hlutuninni og hinu „frjálsa" fram- sali hefur leitt, hef ég kosið að kalla útfall úr greininni. Menn hafa verið og era að selja sig út úr greininni með ýmsum hætti. Menn selja skip og kvóta með þeim formerkjum, sem lýst var hér að framan. Menn sameina fyrirtæki sín öðram stærri gegn seljanlegum hlutabréfum og lífeyrissjóðir, hlutabréfasjóðir og aðrir fjárfestar kaupa hlutabréf á verði, sem felur í sér kvótaeignina á fullu raglverði. Sú snöggsoðna og ófullburða hugmynd, sem forsætis- ráðherra viðraði nýverið í stefnu- ræðu á Alþingi, felur í sér að ganga lengra og hraðar á þessari braut. Að langtímaáhrifum hennar verður vikið nánar hér á eftir. Allar þessar leiðir fela í sér sölu á gjafakvótan- um gegn peningum, þegar upp er staðið, og menn ganga frá borði með nokkrar milljónir, nokkra tugi milljóna eða nokkur hundruð millj- óna, jafnvel frá fyrirtækjum, sem orðin vora gjaldþrota og áttu ekk- ert eftir nema gjafakvótann. Sú að- staða, sem fiskveiðistjómarkerfið hefur þama búið til, til að innleiða efnahagslega aðalstign í hið ís- lenska þjóðfélag, stríðir algerlega gegn réttlætiskennd minni. Mér þykir öldungis sjálfsagt, að menn geti hagnast og orðið ríkir af iyrir- tækjarekstri, sem þeir hafa stund- að af dugnaði, framsýni og fyrir- hyggju. Þannig þykir mér við hæfi, að fjölskylda Pálma heitins Jóns- sonar í Hagkaup skuli vera jafnefnuð og ráða má af fréttum. Hann efnaðist af viðskiptum, sem jafnframt vora stórávinningur fyr- ir stóran hluta almennings í land- inu. Ég tel að sama skapi fráleitt að búa til með lögum aðstæður, sem gera mönnum kleift að ganga frá fyrirtækjum, sem þeir hafa jafnvel með fyrirhyggjuleysi stýrt í gjaldþrot, með hundrað milljóna króna í vasanum. Útfallið skilur eftir sig byrðar á útgerðinni Þess þarf að gæta í þessu sam- bandi, að hverjar þúsund milljónir, sem með þessum hætti flæða út úr útgerðinni, skilja útgerðina, sem eftir stendur, með samsvarandi þúsund milljón króna nýjar byrðar, sem safnast, þegar saman kemur. Þessi þróun er því hættuleg fyrir útgerðina eins og nánar verður vik- ið að hér á eftir. Fáránleika þeirrar aðstöðu, sem hér er um fjallað, verður best lýst með dæmi, sem er tilbúið upp úr raunveralegum atburðum. Fyrir- tæki er skráð á verðbréfaþingi, þar sem bréf þess hafa gengið 7. Það yfírtekur og sameinast öðra fyrir- tæki, sem ekkert á nema kvóta, sem á raglverðinu telst 1000 millj- óna króna virði. Eigendur þess fyr- irtækis fá hlutabréf að nafnverði 140 milljónir fyrir kvótann. Þeir geta síðan farið út á markaðinn og fengið sínar 1000 milljónir í pen- ingum, ef þeim sýnist svo. Fyrir- tækið, sem við kvótanum tók, getur við ríkjandi aðstæður leigt þennan kvóta til þrautpíndra leiguliða fyrir u.þ.b. 10 % af kaupverðinu eða 100 milljónir á ári. Eigendum nýju hlutabréfanna þarf fyrirtækið að greiða að hámarki 14 milljónir í arð á ári, svo að jákvætt greiðsluflæði, sem af viðskiptunum getur leitt fyrir stórútgerðina, sem við kvót- anum tók, getur orðið einhvers staðar í námunda við 85 milljónir króna á ári af þessum viðskiptum einum. Oneitanlega heilmikil hag- ræðing fyrir suma aðila að málinu, en lénsþrældómur fyrir aðra. Og eigandi auðlindarinnar, þjóðin, fær ekkert. Við þessar aðstæður er síst að undra, þótt menn sem hafa brasknáttúra nýti þessa tegund af tækifæram, sem þeim bjóðast. I leiðinni er rétt að viðurkenna, að þau fyrirtæki í útgerð era til, sem raunverulega og ærlega hafa nýtt tækifæri, sem kvótaúthlutunin hef- ur veitt þeim til hagræðingar, sem stendur undir því nafni, til að styrkja rekstur sinn. Það breytir hins vegar engu um, að kvótaút- hlutun, sem leiðir til þess útfalls fjármuna úr greininni, sem hér hefur verið lýst, gerir enn gildandi fiskveiðistjómarkerfi óhafandi án grandvallarbreytinga. Óglæsileg framtíðarsýn Þessu yfirliti yfir helstu ágalla gildandi fiskveiðistjómarkerfis verður nú lokið með greinargerð um þá framtíðarsýn, sem við blasir í þessum efnum að kvótaúthlutun- inni óbreyttri til frambúðar. Útfall fjármuna úr greininni mun halda áfram eftir þeim þremur megin- leiðum, sem lýst var hér að framan. Forsætisráðherra vill herða á því útfalli með einhvers konar óskil- greindri, opinberri fyrirgreiðslu. Að því hlýtur að óbreyttu fyrr eða síðar að draga, að nánast allur rétt- urinn til gjafaúthlutunar kvóta, hefur verið keyptur frá þeim, sem upphaflega fengu hann og við því Jón Sigurðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.