Morgunblaðið - 16.10.1998, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.10.1998, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1998 ————f MORGUNBLAÐIÐ Gangur lífsins HAGKAUP KringlunnLSími: 563 5000 Skeifunni. Sími: 563 5000 Smáratorgi.Sími: 563 5000 eterna —EXCELLENT— fienu GARÐURINN -klæðirfyigvel IfÖj Sturtuklefar Ifö sturtuklefamir eru fáanlegir í mörgum stærðum og gerðum, úr plasti eða öryggisgleri. Ifö sturtuklefamir eru trúlega þeir vönduðustu á markaðnum í dag. Ifö sænsk gæðavara. Fæst í bvgginoavöruverslunum m land ailt. iberno Þvottavél LBI 2610 T Tekur 5 kg -18 þvottakerfi Frjálst kerfisval - Frjálst hitaval Vinda 1000-400 sn. Ryðfrí tromla - Ryðfrír belgur HxBxD 85x60x52 Verb abeins kr. 42.000 stgr. /rOniX HATUNI6A REYKJAVIK SIMI 552 4420 í Bandaríkjunum hafa menn töluveróar áhyggjur af hugsanlegri misnotkun vinnuveitenda og tryggingafélaga á erföaupplýsingum. Ragnhildur Sverrisdóttir kynnti sér þessa umræöu og hvaöa upp- lýsingar íslensk líftryggingafélög fara fram á. Þar er sá reginmun- Atvinna, tryggingar og erfðafræðin Heilsufar Rcykir þö, eða hefur þú reykt sfflístliðna 12 niáuuði? En þú nú eða befur þií verið á lyfjum. ert þö undir einhverju Isckniscfiirlin cöa á sír mataræði? Hæð____________cm Hefur þú nri eða hefur þú áður haft efttrfarandí? a) SjtikdátiVvandomái f hjaita, asðakerfi eða heilateðum (td. heilaáfali) eða hdan blóðþrýsíing? b) Sjdkdðmívandamál f tífur, maga, skeífugðm, smáþottnum, ristli, nýrum eða h'- * 1 t? c) Asma, berkjubólgu, mæði eða ðnnur dnkenni frá öndunarfætum'’ • d) Sjókdóm/vandamál f beinum, líðusn eða vððvura? ÞEGAR sótt er um líftryggingu hjá íslenskum tryggingafélögum er far- ið fram á að umsækjendur veiti upplýsingar um heilsufar sitt og nánustu ættingja. Þá veita umsækj- endur tryggingafélögum heimild til að fá upplýsingar frá læknum, stofnunum og sjúkrahúsum um heilsufar og um læknismeðferð sem þeir hafa fengið. Hafa ber í huga að líftryggingar eru ekki skyldutrygg- ingar, svo hverjum er í sjálfsvald sett hvort hann kaupir slíka trygg- ingu og veitir þar með aðgang að upplýsingum um sig. Katrín Fjeldsted, formaður Fé- lags íslenskra heimilislækna, segir að tryggingafélög hafi leitað upplýs- inga hjá læknum um fólk, sem vill kaupa líftryggingu. Slíkt hafi aukist á síðustu árum og greinilegt að fólk kaupi sér oftar slíkar tryggingar. „Sjúklingar geta veitt skriflegt samþykki sitt fyrir þvi að læknar veiti upplýsingar um þá. Ég hef fengið fýrirspurnir um sjúklinga og vottað upplýsingar sem þeir hafa veitt, en því aðeins að fyrir því sé skrifleg beiðni sjúklingsins. Það hefur einnig komið fyrir að ég hef verið beðin að staðfesta upplýsingar um foreldra tryggingaþega, sem hafa einnig verið sjúklingar mínir, en þá hef ég vísað til þess að sjúk- lingur minn getur ekki farið fram á að ég afhendi upplýsingar um aðra í fjölskyldunni. Ég veit ekki til þess að tryggingafélög hafi sóst eftir samþykki foreldra tryggingaþega til að geta nálgast upplýsingar um heilsufar þeirra, a.m.k. hef ég aldrei fengið slíka ítrekun." Katrín telur að allir heimilislækn- ar hafi einhvern tímann verið beðn- ir að votta upplýsingar sem sjúk- lingar þeirra hafa veitt tryggingafé- lagi. „Ég held að læknar séu mjög vakandi fyrir því að vernda upplýs- ingar um sjúklinga sína og koma í veg fyrir að þær séu á glámbekk. Þeir veita ekki neinar upplýsingar nema sjúklingurinn hafi gefið skrif- legt leyíl og gera sér grein fyrir að sjúklingur getur ekki heimilað tryggingafélagi aðgang að upplýs- c) Þjáístu cda hefurðu þjáöst af bijósklosi f) Sjúkdóra/vatKlamá} í tmv*1" vandamála í - ^júkdómum? ,«».aöa/a blóðfitu eða blóðsykur? - .ondamít, frumuixeydngar, vöxí, æxli, blóðsjúkdóms cða eitlas .*> &.8. duí grcind/ur með HIV/A10S, «ttu að bíða ntðurstiiðu þessháuar rannstíJoiar eða ..»iOu ástæðu ti! að atla að þó sért smituð/aður af alnatmisveíra? k) Fnngið sjúkdðm eða orðið fyrir einhvetjum meíðslutm sem liafa kraftsi <vt« rannsókna á sjiíkrahúsi, heilsue**1*' sem bcf fc^gxO og h- lækntsmcðfnró ða ingum um foreldra sína eða aðra i fjölskyldunni." Settu kross við sjúkdóminn Tryggingafélög vilja eðlilega afla sér upplýsinga um tryggingaþega og á þar til gerðum eyðublöðum vegna líftrygginga er farið fram á upplýsingar um t.d. starf, hvort því fylgi sérstök áhætta, hvort trygg- ingaþeginn stundi eitthvað sem sér- stök áhætta fylgi, s.s. fjallaklifur, einkaflug, svifflug, köfun, kappakst- ur, fallhlífarstökk og annað þess háttar. Spurningar um heilsufar eru nokkuð ítarlegar. Félögin spyrja um hæð og þyngd, hvort trygginga- þeginn er á lyíjum og hvort hann reykir. Sum félög spyrja svo al- mennra spurninga um hvort trygg- ingaþegi hafi þjáðst af sjúkdómum, andlegum eða líkamlegum, en önn- ur fara fram á að merkt sé við ítar- legan lista. Þar eru m.a. sjúkdómar eins og hjarta- og æðasjúkdómar, hár blóðþrýstingur, maga- eða þarmasjúkdómar, spurt hvort tryggingaþegi sé með alnæmi eða hafi ástæðu til að ætla að hann sé smitaður af HlV-veirunni, hvort hann hafi greinst með krabbamein, þunglyndi eða geðsjúkdóma, sjúk- dóma í beinum, liðum eða vöðvum, vandamál í taugakerfi, t.d. lömun eða MS, og beðið um yfirlit yfír legu á sjúkrahúsi, ef tryggingaþegi hefur farið í rannsókn eða aðgerð. Þá spyrja líftryggingafélög sér- staklega um arfgenga sjúkdóma, fara sum fram á upplýsingar um heilsufar foreldra og systkina og dánaraldur og dánarorsök ef þau eru látin. Að lokum undirrita umsækjendur um líftryggingu yfirlýsingu um að þeir leysi lækna og sjúkrahús sem kunni að hafa upplýsingar um þá frá þagnarheitinu. Tryggingar á tímum erfðafræði Víða erlendis hefur mikið verið rætt um hættuna á því að trygg- ingafélög mismuni tryggingaþeg- um, hafi þau aðgang að upplýsing- um um erfðagalla sem gætu leitt til sjúkdóma. Þessi umræða hefur ver- ið mest áberandi í Bandaríkjunum, enda eru tryggingar og heilbrigðis- kerfið þar samofin. Þar er ekki kerfi almannatrygginga eins og hér á landi, heldur stendur tryggingafé- lag sjúklings straum af kostnaði við læknismeðferð. Bandaríska heilbrigðisráðuneytið hefur tekið þátt í umræðunni um hættuna á misnotkun erfðaupplýs- inga. í júlí á síðasta ári sendi ráðu- neytið frá sér greinargerð um sjúkratryggingar á tímum erfða- fræði. Þar sagði m.a., að síauknar erfðaupplýsingar vektu menn til umhugsunar um hverjir hafi aðgang að slikum upplýsingum. „Upplýs- ingar um erfðir hafa verið grund- f f Plénitude Ý HREINSILÍNA sem uppfyllir allar þarfir húðarinnar Fyrir allar húðgerðir • Révél Édot hreinsimjólk • Révél Éclot andlitsvatn Fyrir feita húð • Pore tóatité hreinsisópo • Pore tóotité andlitsvatn Fyrir þurra húð • Hydra Confort hreinsimjólk • Hydro Confort andlifsvafrt SHRWIl--SCLAT WIVWAi * íúl*r síft;- völlur mismununar. I byrjun átt- unda áratugarins neituðu sum tryggingafélög að tryggja Banda- ríkjamenn af afrískum uppruna sem báru í sér gen sem veldur sigð- kornablóðleysi, þrátt fyi-ir að þeir væru heilbrigðir og myndu aldrei þróa með sér sjúkdóminn. Sumir at- vinnurekendur neituðu þeim einnig um atvinnu," sagði ráðuneytið. Sigðkornablóðleysi er arfgengur blóðsjúkdómur, sem greinist aðal- lega í fólki af afrískum uppruna. Ráðuneytið benti á að sérstak- lega vekti það áhyggjur manna ef þeir misstu sjúkratryggingar eða væri neitað um þær vegna þess að arfgerð þeirra benti til að þeir væru öðrum líklegri til að fá einhvern sjúkdóm. Ráðuneytið nefndi sem dæmi, að kona sem bæri í sér stökk- breytt gen sem tengdist brjóstakrabbameini og ætti nána ættingja sem haldnir væru sjúk- dómnum væri öðrum líklegri til að fá krabbamein í brjóst og leg. Þekk- ing á arfgerð gæti auðveldað þess- ari konu og lækni hennar eftirlit með heilsufari, en jafnframt væri hætta á misnotkun þeirra upplýs- inga. Ráðuneytið vísaði til könnunar, sem gerð var meðal fólks sem greinst hafði með arfgenga sjúk- dóma, þar sem 22% aðspurðra sögðu að þeim, eða einhverjum í fjölskyldu þeirra, hefði verið neitað um sjúkratryggingu. Mikill meiri- hluti aðspurðra taldi að trygginga- félög ættu ekki að hafa aðgang að erfðaupplýsingum. Sú niðurstaða rímaði við niðurstöðu könnunar frá 1995, þar sem 85% aðspurðra sögð- ust hafa miklar eða verulegar áhyggjur af því að tryggingafélög og vinnuveitendur hefðu aðgang að erfðafræðiupplýsingum. Þessu til enn frekari staðfesting- ar vísaði ráðuneytið til rannsóknar á brjóstakrabbameini í Pennsylvan- íu. Þriðjungur kvenna, sem töldust í áhættuhópi, neitaði að taka þátt í rannsókninni af ótta við mismunun. „Svo mikill ótti ríkir um misnotkun erfðafræðiupplýsinga sem fást með rannsóknunum að margir læknar sem vinna við þær setja slíkar upp- lýsingar ekki í sjúkraskrá eða vara þátttakendur í rannsókninni við að skýra heimilislækni sínum frá nið- urstöðunum," sagði ráðuneytið og vísaði til annarrar rannsóknar á brjóstakrabbameini, á vegum Heil- brigðisstofnunar Bandaríkjanna,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.