Morgunblaðið - 16.10.1998, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.10.1998, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1998 33 Hátíðartón- leikar í Ráðhúsinu ÞESS verður minnst víða um heim að laugardaginn 17. október eru rétt 100 ár liðin frá fæðingu frumherja „móðurmálsaðferðarinnar" í tónlist- arkennslu, dr. Shinichi Suzukis. Hann lést 26. janúar sl. í Ráðhúsi Reykjavíkur standa Lilja Hjaltadóttir, Kristinn Örn Kristinsson og Samtök foreldra og kennara fyrir faglegum Suzukiskóla fyrir hátíðahöldum í tilefni afmælis- ins. Þar verður fagnað útkomu bók- ar um ævi Suzukis og störf eftir Kristin Örn Kristinsson. Kl. 14 hefj- ast hátíðartónleikar. Þar koma fram allt að sex tugir fíðlu- og píanónem- enda á öllum stigum, nýir nemendur og nemendur með allt að 16 ára kynni af Suzuki-aðferðinni. Einnig kemur fram tuttugu manna strengjasveit, skipuð núverandi og fyrrverandi Suzuki- nemendum. Aðgangur er ókeypis. -------------- Fjórar klass- ískar á Hvammstanga SÖNGKONURNAR Björk Jóns- dóttir, Jóhanna V. Þórhallsdóttir og Margrét J. Pálmadóttir, ásamt Aðal- heiði Þorsteinsdóttur píanóleikara, Fjórar klassískar, halda tónleika á Hótel Seli á Hvammstanga laugar- daginn 17. október kl. 21. A efnisskrá eru m.a. lög eftir Kurt Weill, Leonard Bemstein o.fl. Tón- leikarnir eru á vegum Tónlist- arfélags V-Húnvetninga. Þetta eru fyrstu tónleikar vetrarins, en félagið heldur reglulega tónleika einu sinni í mánuði yfir vetrartímann, segir í fréttatilkynningu. ------♦-♦-♦--- Grísk heimspeki GULLÖLDIN í gríski'i heimspeki er yfirskrift námskeiðs sem hefst mánudaginn 19. október og er á veg- um Endurmenntunarstofnunar. Saga grískrar heimspeki og vís- inda hófst í Míletos í Litlu-Asíu um 580 fyrir okkar tímatal, með þeim Þalesi, Anaxímandrosi og Anaxí- menesi. A námskeiðinu verður fyrst fjallað um kenningar þeirra þriggja, og sagan síðan rekin allt til ársins 322 þegar Aristóteles féll frá og gullöldinni lauk. Meðal annarra höfunda sem fjallað verður um eru Herakleitos, Pýþagóras, Parmenídes, Zenón, Empedókles, Anaxagóras, Demókrítos, Sóki-ates, Platón og Aristóteles. Kennai’i verð- ur Þorsteinn Gylfason, prófessor. ------♦-♦-♦--- Fyrirlestur í MHÍ EIRÍKUR Þorláksson, for- stöðumaður Kjarvalsstaða, heldur fyrirlestur í MHI í Laugarnesi mánudaginn 19. október kl. 12.30. Eiríkur fjallar um útilistaverk í Reykjavík. Guðmundur Oddur Magnússon, grafískur hönnuður, heldur fyrir- lestur í Barmahlíð, Skipholti 1, föstudaginn 23. október kl. 12.30. Fyrirlesturinn nefnist „Lomografia - um hreyfingar og form í samtím- anum. ------♦-♦-♦--- Gjörningur fluttur á Kjarvalsstöðum NÚ STENDUR yfir sýningin - 30/60+ á Kjarvalsstöðum. Við opnun sýningarinnar flutti Magnús Pálsson gjörning sem hluta verksins Göngur og verður hann endurfluttur nú á sunnudag kl. 15.30. Að loknum flutningi, kl. 16, verður almenn leiðsögn um sýninguna. Tónleikar í Borgar- nesi og Hafnarborg Steinunn Birna Áshildur Guðrún Ragnarsdóttir Haraldsdóttir Ingimarsdóttir GUÐRÚN Ingimarsdóttir sópran- söngkona, Steinunn Birna Ragnars- dóttir píanóleikari og Ashildur Har- aldsdóttir flautuleikari halda tón- leika í Borgarneskirkju sunnudag- inn 18. október kl. 20.30. Þetta eru fyrstu tónleikarnir sem Guðrún kemur fram hér á landi.Meðal verka á efnisski’ánni eru söngverk eftir Scarlatti, Schubert, Brahms, Strauss, Mozart o.fl. Tónleikamir verða fluttir í Hafn- arborg, Hafnarfirði, miðvikudaginn 21. október kl. 20.30. Guðrún Ingimarsdóttir stundaði söngnám við söngskólann í Reykja- vík og framhaldsnám í London og lauk í mars sl. námi í einsöngvara- deild tónlistarháskólans í Stuttgart. Guðnin hefur tekið þátt í fjölda óperuuppfærslna og tónleika erlend- is. Hún kemur reglulega fram með Johann Strauss-hljómsveitinni í Wiesbaden. Guðrún tekur einnig virkan þátt í flutningi kirkjutónlistar. í september 1996 vann Guðrún til verðlauna í alþjóðlegu Erika Köth- söngkeppninni sem haldin er árlega í Þýskalandi. Guðrún hefur hlotið styrk úr söngvarasjóði Félags ís- lenskra leikara og menningarmála- sjóði Sparisjóðs Mýrasýslu. Steinunn Birna Ragnarsdóttir og Áshildur Haraldsdóttir hafa komið fram á fjölmörgum tónleikum hér- lendis og erlendis. Margmi II//LASER computer O £in með öllu! Laser Expression II AlX Intel Pentlum II 300MHz örgjörvi. 64MB SDRAM vinnsluminni. 6.4GB haröur diskur. 32x geisladrif, 4MB skjákort. Hljóökort, hátalarar og hljóönemi. Lyklaborö, mús og motta. Microsoft Windows 98. TELESISDN mótald og Online Powerpack. ISDN sími, 17" litaskjár. Intenet ISDN áskrift í 3 mánuöi hjá Islandia Internet. Listavetó kt. 190.896 Stofngjald Landsímans v/ grunntengingar (gamla númeriö upp 0- Samnetspakki 1 ISDN sími, TELESISDN mótald og Online Powerpack. Intenet ISDN áskrift í 3 mánuði hjá Islandia Internet. Stofngjald Landsímans v/ grunntengingar (gamla númeriö upp Q. Listaverö kr. 28.682 © Samnetspakki 2 DeTeWe TA 33ISDN ferjald, TELESISDN mótald og Online Powerpack. Listaveró kr. 27.629 Intenet ISDN áskrift í 3 mánuði hjá Islandia Internet. Stofngjald Landsímans v/ grunntengingar (gamla númeriö upp Q. Heimilistæki hf TÆKNI-OG TÖLVUDEILD SÆTÚNI 8 SÍMI 5691500 Smelltu þér á netið cfá islandia internet
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.