Morgunblaðið - 16.10.1998, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 16.10.1998, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1998 4^ ANNA KRISTIN HALLDÓRSDÓTTIR THOMSEN + Anna Kristín Halldórsdóttir Thomsen fæddist á V émundarstöðuni við Ólafsfjörð 14. maí 1908. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 8. októ- ber síðastiiðinn. Foreldrar hennar voru Margrét Frið- riksdóttir frá Mið- koti og Halldór Jónsson frá Syðra- Garðshorni í Svarf- aðardal. Anna Kristín var þriðja yngst af systkinum sínum en þau voru eftirtalin: 1) Anna Guðrún, 2) Jón Friðrik, 3) Magnea, 4) Sólveig, 5) Finn- bogi, 6) Sigurbjörn Sigurður, 7) Björn Kristinn, 8) Júlía Jónína, 9) Jóna Ingibjörg Jónsdóttir (fóstursystir) var yngst af systkinunum. Þau eru látin. Eiginmaður Önnu Kristínar var Tomas Thomsen, f. 9.5. 1901 á Skarfanesi í Sandey í Færeyjum, d. 14.1. 1970. Hann var sonur Elienar og Tomasar Thomsen. Systkini Tomasar voru Susanna, Elseba Malena og Enok. Þau voru búsett í Færeyjum og eru látin. Tomas átti son fyrir hjónaband, Karl Kærbo, en hann lést fyrir nokkrum árum. Anna Kristín og Tomas eign- uðust sex börn og eru fímm á lífí: 1) Hallmar, kona hans var Kristín Sigurð- ardóttur úr Ölafs- vík, hún er látin fyr- ir einu ári. 2) Elna, Iátin. 3) Elna er gift Leifi Sveinbjörns- syni á Hnausum í Þingi. 4) Tomas Enok er kvæntur Sesselju Halldórs- dóttur frá ísafirði. 5) Magnea er gift Guðmundi Jóni Sveinssyni úr Ólafs- vík. 6) Svala Sigríður er gift Hreiðari Þóri Skarphéðinssyni úr Ólafsvík. Auk þess ólu Tom- as og Anna Kristín elsta son Elnu, Tómas Ólafsson, upp til 16 ára aldurs. Niðjar Önnu Kristínar og Tomasar eru nú 65 að tölu. Anna Kristín gerðist ráðs- kona hjá Ingvari Björgvini Jónssyni, f. 19.11. 1908, fáum árum eftir lát Tomasar. Ingvar Björgvin er frá Holtaseli á Mýr- um í Austur-Skaftafellssýslu. Anna Kristín og Ingvar Björg- vin voru í sambúð í aldarfjórð- ung. Bjuggu þau í Reykjavík. Þau hafa dvalið síðustu árin á Hrafnistu. Útför Önnu Kristínar fer fram frá Askirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Kveðja til móður. 0, elsku hjartans móðir mín, svo mild og Ijúf og blíð! Þú bjarti engill blíðu’ og ljóss á bemsku minnar tíð. Sú elska var svo heit og hrein sem himinsóiar-bál, sem ætíð þér úr augum skein og inn í mína sál. Sú hönd var æ svo hlý og mjúk og holl, sem leiddi mig, sem greiddi’ úr vanda’ og breiddi blóm á bemsku minnar stig. Hvert orð þitt var svo yndisríkt sem engils vögguljóð. Af hverri hugmynd heilagt ljós og himnesk gleði stóð. Mitt ljóð er veikt sem kveinstafs-kvak og kveðjustundin sár. En það er hjartans hrygðarljóð og hjartans þakkartár. 0, hjartans móðir, þökk sé þér! Eg þakka ást og trygð, hvert augnarblik af alúð fylt og allri móðurdygð. Eg vildi’ eg gæti geymt og rækt þín góðu móðurráð og sýnt með aldri ávöxt þess, semástþínhefirsáð. Þín bjarta minning bendir á, hvar blámar himinn þinn. Þann himin ljómar heilög von: Við hittumst annað sinn. (Jón Trausti.) Elsku mamma, guð geymi þig. Þín börn og tengdaböm. Elsku amma mín, nú er hvíldin komin sem þú þráðir svo heitt síð- ustu árin. Margar góðar minningar koma upp í huga minn um þig og samverustundirnar okkar. Þær eru mér svo dýrmætar núna þegar þú ert farin. Eg vil þakka þér fyrir all- ar stundirnar okkar saman og allt sem þú hefur kennt mér. Amma mín, þú sem varst svo falleg og ein- stök. Það var svo gott að hafa þig hérna fyrir sunnan og forréttindi fyrir mig og börnin mín að hafa þig í öll þessi ár. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Þín nafna, Anna Kristín. Elsku hjartans fallega lang-amma mín er dáin. Þegar ég nú minnist hennar koma fram í hugann frá æsku minni og uppvaxtarárunum all- ar góðu stundirnar okkar saman. Þegar ég kom til þín og Ingvars langafa á Dalbrautina tókuð þið alltaf svo vel á móti mér að mér fannst ég vera sérstakasta mann- eskjan í heiminum. Þegar ég hélt í höndina á þér og sagði þér frá öllu milli himins og jarðar, alveg sama hve lítilsvert það var, þá hlustaðir þú alltaf á mig. Eg var ekki fyrr komin úr skónum en þú varst byrjuð að dekka borðið með fallegum dúk og byrjuð að hlaða það alls kyns kræs- ingum og Ingvar afi búinn að ná í kókið og svo sátuð þið og horfðuð á mig borða og tala samtímis með bros á vör. Elsku langamma mín, ég mun sakna þín sárt, ég vona að þér líði vel núna og ég veit að Siggi frændi hugsar vel um þig. Með þessum fáu orðum kveð ég þig í hinsta sinn, elsku amma mín. Elna Ósk. í dag kveðjum við elskulega ömmu okkar. Á tímamótum sem þessum hellast minningarnar yfir. Við systk- inin urðum þeirra gæfu aðnjótandi að hafa ömmu innan seilingar á upp- vaxtarárum okkar. Heimili hennar og afa á Ólafsbrautinni var yndislegt heim að sækja og ekki þótti okkur verra að geta hjálpað þeim við eitt og annað, t.d. að sækja egg í hænsnakofann sem var fyrir ofan hús. Minningin um samverustund- irnar með þeim og síðan ömmu eftir fráfall afa er dýrmæt og vel geymd. Gjafmildi þeirra var mikil og var mikil tilhlökkun að opna pakkana frá þeim. Það var svo margt í þeim, oft og iðulega eitthvað heimagert og voru þeir límdir vel og rækilega aft- ur. Þessu hélt amma áfram eftir að afi dó, hún var byrjuð í janúar að kaupa og prjóna jólagjafir til næstu jóla og fannst aldrei nóg komið. Amma vh’tist alltaf hafa nógan tíma fyrir okkur, hún hlustaði á okk- ur, setti sig auðveldlega í spor okkar og hvatti okkur til dáða. Hún hafði gaman af að segja frá æsku sinni, söng með og fyrir okkur, kenndi okkur bænir og annað um tilgang lífsins. Hún hvatti okkur til að hlúa að ástinni og var unun að heyra hana segja okkur frá sér og afa því hún elskaði hann afar heitt og var óspör á að segja okkur frá því. Eftir að amma flutti suður bjó hún m.a. á Lindargötunni og var oft þröng á þingi. Það líkaði henni vel og var hún seinþreytt á að koma með okkur í bæinn og aðstoða við eitt og annað og áttum við oft fullt í fangi með að fylgja henni eftir. Hún var mjög pjöttuð og fór aldrei neitt nema að punta sig, sérstaklega vildi hún vera fín um hárið, ef svo var ekki setti hún upp hatt. Við vor- um ekld gamlar, ömmustelpurnar, þegar við vorum fai’nar að setja í hana rúllur og segir sagan að pabbi hafi meira að segja sett í hana rúllur einu sinni. Hún bað okkur iðulega að greiða sér, henni fannst það svo gott. Sambýlismaður ömmu hin seinni ár var hann Ingvar. Eigum við fjöl- skyldan honum mikið að þakka það trygglyndi og væntumþykju sem hann sýndi í ömmu garð og í veikind- um hennar, undir það síðasta vék hann vart frá henni. Amma dvaldi á deOd 3-A á Hrafn- istu í Reykjavík sl. ár og viljum við þakka starfsfólki deildarinnar góða umönnun hennar og gott viðmót í okkar garð. Amma var mjög trúuð kona og lifa bænimar hennar hjá okkur og böm- unum okkar. Við systkinin biðjum al- góðan Guð að taka á móti henni í himnaríki og vitum að hennar bíður fríður hópur. Með djúpum söknuði kveðjum við þig, elsku amma. Anna Margrét, Sigurður Sveinn og Tómas. Amma Anna hefur kvatt þennan heim. Á 91. aldursári hóf hún ferðina inn í eilífðina, lúin á sál og líkama, fær nú loksins frið. Ýmislegt kemur í hugann. Fyrst er það hlýjan og virðingin, þá þakk- lætið, þakldætið fyrir að hafa kynnst því einfaldlega að eiga ömmu. Hvað þá þakklætið fyrir að hafa átt hana Ónnu ömmu. Frá ömmu stafaði þessi óumræði- lega hlýja. Augu hennar geislandi af lífi, brosandi andlitið, glaðlegt fas, ei- líft söngl, opinn faðmur, mjúkar hendur og traust tak. Svo var hún amma líka svo falleg. Hvíta hárið hennar, fínu fötin, kjólamir, hattam- ir, síðbuxmnar, svo ekki sé minnst á gúmmístígvélin með uppábrotinu! Hún amma hafði líka lag á að leggja inn gullkorn. Hún lagði áherslu á sjálfstæði, að mennta sig, elska, gefa og þiggja en umfram allt að njóta lífsins. Hún amma innrætti ekki, heldur opnaði augu manns og hugsanir. Síðustu árin hennar ömmu sagði hún kannski ekki svo margt. Hlýju stafaði þó alltaf frá henni og faðmur hennar opinn. Hún amma var nefni- lega svolítil kelurófa. Mörgum nýjum fjölskyldumeðlimum fannst stundum nóg um þessi faðmlög, klapp á kinn og kossafans sem tíðkuðust í fjöl- skyldunni, svona rétt í byrjun, en svo hefur fólki farið að finnast þetta nota- legt og seinna sjálfsagt. Amma hafði enn lag á að kenna manni ýmislegt. Hún kenndi manni m.a. hvað trúin getur haldið vemd- andi hendi yfír manninum og það hvað traust manneskjunnar getur birst í mikilli fegurð. Hún amma söng sína sálma og fór með sín vers fram í andlátið. Ingvar okkar blessaður reyndist henni svo tryggur. Daglega sat hann hjá ömmu og hélt í hönd hennar. Þá voru þau ekki fá kvöldin sem hún mamma fór til ömmu, las úr Passíusálmunum, fór með bænir og söng vers. í þess- um stundum tók amma fullan þátt og hafði engu gleymt. Með þessum samverustundum birtist traustið og mannkærleikurinn í sinni fegurstu mynd. Hún amma var ekki ein. Elsku amma. Far þú í friði, ffiður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Elva og Ingibjörg. + Ólafía Braga- dóttir Breið- Ijörð fæddist á Seyðisfírði 9. nóv- ember 1914. Hún lést á Landakots- spítala 9. október siðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Erlín Sigurð- ardóttir frá Seyðis- firði og Bogi Bene- diktsson, bókari og kennari frá Hálsi í Fnjóskadal. Systk- ini Ólafíu voru: Sig- urður, Gunnhildur, Kristín, Indriði, Bryndís og Sig- ríður. Ólafía giftist Agnari Breið- Ijörð blikksmíðameistara 4. nóvember 1933. Agnar Iést 19. júní 1983. Foreldrar hans voru Guðrún Bjarnadóttir frá Hörgs- dal á Síðu og Guðmundur J. Breiðfjörð blikksmfðameistari Hinn 9. október síðastliðinn barst okkur sú sorgarfrétt til Þrándheims að amma okkar elsku- lega væri látin. Lífið hennar ömmu var gott og ríkt. Amma var greind og vel lesin kona. Hún hafði hug- myndaflug sem hún beitti á marg- víslegan hátt, ekki síst gagnvart okkur, nánustu ættingjum sínum. Amma var húsmóðir í gömlum skilningi þess orðs. Enginn gekk úr húsi hennar án þess að hafa borðað nægju sína af kræsingum og notið góðra samvista við hana. Við vitum að móðir okkar hefur misst sinn besta vin við andlát ömmu. Elsku amma okkar, við kveðjum þig og allan þann heim sem var í þér með dýpsta þakklæti. Er eilífðin lengri en lífið? Svo virðist sem svör, fengin og gefin á æviferli, slökkva sem stjömur að morgni við síðustu för. Látin. Og gervilaus ásýnd blikar til manns, sem lítur í átt að liðnum dögum. Eilífðin staldrar í huga og máttleysi hans. (Kristján Breiðfjörð) Kristjáu Agnar og Sólveig. Laugateigur 27 var ævintýra- heimur út af fyrir sig, þegar ég var lítil stelpa. Að koma í heimsókn, ég tala nú ekki um að koma í afmæli til strákanna, var eins og við segj- um í dag, toppurinn á tilverunni. Þetta ævintýralega, fallega og dularfulla hús, fullt af krókum og kimum, háalofti fullu af alls kyns kræsingum; ávöxtum, gráfikju- og döðlukössum og suðusúkkulaði, frábært að fara í feluleik og þá helst á háaloftinu. Stór, fallegur garður kringum þetta stóra hús, sem mér fannst eiginlega vera höll en alls staðar máttum við leika okkur. Drottningin í höllinni var hún Ofí og hún var sko ekki vonda drottn- ingin eins og stundum er í ævintýr- unum, nei, hún var sko bæði falleg og góð. Og hún átti líka góðan kóng og það var uppáhalds frændi minn, hann Agnar. Og svo voru auðvitað prinsar og þeir voru fjórir og allir eru þeir enn í dag góðir prinsar þó þeir hrekktu pínulítið stundum. Það eina sem ég gat aldrei fyrir- gefið drottningunni var að Leifur prins skyldi ekki verða prinsessa og eiginlega fannst mér vanta lítið upp á það. Leifur var nefnilega með óskaplega fallegt hvítt, krullað hár og agalega sætur en það var mjög erfitt að koma honum í kjól. Undirrituð margreyndi það. Þessir frá Hrappsey á Breiðafirði. Börn Ólafíu og Agnars eru: 1) Eiður blikk- smfðameistari, f. 17.8 1933. 2) Guð- mundur Bogi blikk- smíðameistari, f. 22.11. 1938, kvænt- ur Berthu Lange- ^ dal. Þau eiga tvö böm, Agnar _ Knút og Kristjönu Ólafíu. 3) Leifur glerlistar- maður, f. 24.6.1945, kvæntur Sigríði Jó- hannsdóttur. Þau eiga tvo syni, Jóhann Guðmund og Ólaf Agnar. 4) Gunnar bygg- ingatæknifræðingur, f. 8.1. 1947, kvæntur Elinaune. Börn þeirra eru Kristján, Agnar og Sólveig. Útför Ólafíu fer fram frá Hallgrímskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. frændur mínir voru hver öðrum skemmtilegri. Hún Ófí sá vel um höUina, hún var listræn kona og allt var listaverkum skreytt. Seinna þegar strákarnir voru orðn- ir blikksmiðir, verkfræðingur og glerlistamaður var húsið ævintýra- lega skreytt listaverkum eftir þá og Ófí helgaði sig alla tíð heimili og fjölskyldu, auk þess að hjálpa manni sínum með rekstur blikk- smiðjunnar. Mig langar með þessum fátæk**^ legu orðum að þakka henni Ófí fyr- ir allar döðlumar og súkkulaðið og hlýju, góðu faðmlögin sem ég fékk þegar hrekkjusvínin gengu of nærri mér. Þakka henni velvildina til barna minna og bara fyrir að vera eins og hún var, þessi fallega kona með svarta hárið og tindrandi brúnu augun. Eg man alltaf hvað hún reyndist honum afa mínum frábærlega. Á hverjum sunnudegi, í mörg ár, gekk gamli maðurinn inn á Lauga- teig, settist þar að veisluborði og svo var spilað og teflt og sungið langt fram eftir kvöldi og svo var hann keyrður heim á Benzinum. Það fannst mér flott, að svona bíll skyldi renna í hlaðið á Laufásvegi 4, já, hún taldi það ekki eftir sér að dekra við hann tengdapabba sinn, hún Ólafía. Já, margs er að minnast og margt ber að þakka. Nú veit ég, að Agnar frændi minn hefur tekið í höndina á henni Ófí og nú leiðast þau saman eins og þegar hann leiddi hana þegar hún var 18 ára og alla ævina voru þau svo falleg og hamingjusöm. Kæru frændur mínir, við send- um ykkur samúðarkveðjur frá Laufásvegi 4. Helga Þ. Stephensen og Thea frænka. ^ Merk kona hefur gengið sitt ævi- skeið á enda. Okkur systkinin lang- ar að kveðja hana í þökk og virð- ingu. Ófí var glæsikona, skarp- greind, fegurðardýrkandi í bestu merkingu þess orðs. Hún hlúði að manni sínum, móðurbróður okkar, og sonum sínum fjórum af stakri natni og hlýju. Það var alltaf hátíð og stemmning yfir fjölskyldumót- um á því heimili. Ólafía var hrókur alls fagnðar, en undir þessu undur- létta yfírbragði mátti alltaf greina-*- lífsvisku þessarar fallegu og glæstu konu. Við biðjum sonum hennar og fjölskyldum þeirra allra heilla. Megi þau ylja sér við minninguna um góða móður og ömmu. Móðir okkar þakkar mágkonu sinni af al- hug langa og góða samfylgd. Systkinin frá Laufásvegi 4. ÓLAFÍA BRA GADÓTTIR BREIÐFJÖRÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.