Morgunblaðið - 16.10.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.10.1998, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Kristinn SÁLFRÆÐINGARNIR Einar Gylfi Jónsson og Andrés Ragnarsson kynna verkefnið Karlar til ábyrgðar. Barátta gegn heimilisofbeldi karla Tæplega 30 hafa leitað aðstoðar frá því í vor TÆPLEGA 30 manns hafa leitað sér aðstoðar vegna heimilisofbeldis frá því í vor þegar hrundið var af stað verkefninu Karlar til ábyrgðar, sem félags- og heilbrigðisráðuneyt- ið standa að ásamt Rauða krossi ís- lands að tilstuðlan karlanefndar Jafnréttisráðs. Andrés Ragnarsson og Einar Gylfi Jónsson sálfræðingar sjá um meðferðina en þeir hafa fengið þjálfun í Noregi og Svíþjóð, þar sem mesta reynslan er fyrir hendi í úr- ræðum fyrir menn sem beita heimil- isofbeldi. „Þetta er meðferðartilboð, sem byggir á skipulögðum sálfræði- legum grunni til karla, sem beita heimilisofbeldi um að taka ábyrga afstöðu og breyta sínu atferli," sagði Andrés. „Þetta hefur gengið býsna vel. Við erum með einstak- lingsmeðferðir og hópmeðferðir og er hópurinn sem starfað hefur síðan í júlí að verða fullsetinn. Það hafa tæplega 30 manns leitað aðstoðar frá því í vor og einstaka hafa staðið stutt við en flestir lengur. Eins og gefur að skilja fylgir ofbeldi mikil skömm og er því erfitt viðureignar.“ Andrés sagði að mikils trúnaðar væri gætt og að grunnforsendan frá upphafi væri að fullur trúnaður væri gagnvart skjólstæðingunum, annars kæmu þeir ekki. Hann sagði of snemmt að meta árangurinn, rétt væri að bíða næsta vors. Þegar í upphafi var sett á stofn óháð eftirlitsnefnd, fagnefnd, sem mun meta árangurinn. Hana skipa Karl Steinar Valsson aðstoð- aryfirlögregluþjónn, Sæunn Kjart- ansdóttir hjúkrunarfræðingur og sálgreinir og Vilborg Guðnadóttir framkvæmdastjóri Kvennaathvarfs- ins. Þjóðarpúls Gallup Fjórir af hverjum fimm eru hlynntir hvalveiðum TÆPLEGA 81% er fylgjandi hvalveiðum, samkvæmt þjóðar- púlsi Gallup í október, og 10% eru andvíg hvalveiðum. Fleiri eru hlynntir hvalveiðum núna en þegar spurt var í febrúar á síð- asta ári, en þá voru tæplega 75% hlynnt hvalveiðum. Hlutfallið núna er hið hæsta síðan Gallup hóf að spyrja um hvalveiðar í júní 1993. Tæplega helmingur aðspurðra telur að það verði erfiðara að hefja hvalveiðar við íslands- strendur eftir að háhyrningurinn Keikó kom til landsins. Rúmlega 30% eru ánægð með að Keikó skuli vera kominn hingað, rösk- lega helmingur segist hvorki ánægður né óánægður með komu hans, en rösklega 19% eru óánægð. Fólk á aldrinum 18-34 ára er ánægðast með komu Keikós, eða rúmlega 37%, en 25-27% fólks á aldrinum 35-75 ára. Andlát EINAR SIGURJÓNSSON EINAR Sigurjónsson, fyrrverandi _ fram- kvæmdastjóri Isfélags Vestmannaeyja, lést 14. október síðastliðinn á Sjúkrahúsi Vestmanna- eyja, 78 ára að aldri. Einar fæddist 7. jan- úar árið 1920 í Vest- mannaeyjum og voru foreldrar hans hjónin Sigurjón Ólafsson út- gerðarmaður þar og Guðlaug Einarsdóttir. Hann lauk prófi frá Barnaskóla Vest- mannaeyja 1934 og minna mótorvélstjóraprófi í Vest- mannaeyjum 1938. Hann var síðan við nám í Iþróttaskólanum í Hauka- dal 1939, og árið 1943 tók hann minna fiskimannapróf í Stýrimanna- skólanum í Reykjavík. Einar var vélstjóri á þremur bátum frá V estmannaeyj um 1938-45, en 1943-56 var hann vélstjóri á Sigurfara VE sem hann átti í sameign með öðrum. Hann rak eigin fiskverkun 1947-56, en þá tók hann við starfi fram- kvæmdastjóra ísfélags Vestmannaeyja og gegndi hann því til árs- ins 1987. Einar sat í stjórnum ýmissa fyrir- tækja í Vestmannaeyj- um tengdum sjávarátvegi og hann sat til margra ára í stjórn Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna. Eftirlifandi eiginkona Einars er Hrefna Sigurðardóttir. Þau eignuð- ust tvo syni og er annar þein-a á lífi. Kennarar lýsa vanþóknun á sinmileysi borgaryfírvalda í kjaramálum Borg'arstióri sesór áherslu á að sinna grunnskólanum Formaður Læknafé- lags ísiands Ekki ástæða til skýringa GUÐMUNDUR Bjömsson, for- maður Læknafélags Islands, segist ekki sjá ástæðu til þess að skýra neitt frekar neðangreind orð í yfir- lýsingu Læknafélags Islands í Morgunblaðinu í gær vegna yfirlýs- ingar Kára Stefánssonar, en þar segir: „Að saka slíkan mann [Ross Anderson] um óvönduð vinnubrögð ber ekki vott um nauðsynlegt jafn- vægi hugans.“ Guðmundur sagði að Læknafé- lagið væri einfaldlega fast fyrir í þessu gagnagrunnsmáli og hefði ekki efni á því gagnvart alþjóða- samtökum lækna að gefa einhvem afslátt á þeirri stefnu sem fylgt hefði verið í þeim efnum. Að saka dr. Anderson um óheiðarleika kæmi ekki til með að kæta evrópsk læknasamtök, sem hann hefði unn- ið fyrir. „Þetta snýst í grundvallaratrið- um um réttindi sjúklinga og rétt læknisins til þess að gæta þeirra upplýsinga sem sjúklingur lætur honum í té í trúnaði. Með frum- varpinu er það í raun og vem látið í hendur sjúkrahússtjórna og fram- kvæmdastjóra sjúkrahúsa að láta þessar upplýsingar af hendi og mið- að við það hvernig þessi gagna- gmnnur er hannaður er persónu- verndin ekki nægilega tryggð. Það er okkar mat í stöðunni eftir að hafa ráðfært okkur við færustu sér- fræðinga á þessu sviði,“ sagði Guð- mundur ennfremur. TRÚNAÐARMENN gi-unnskóla í Reykjavík lýsa vanþóknun á sinnu- leysi borgaryfirvalda gagnvart kjaramálum kennara í skólum borg- arinnar. „Mjög illa gengur að finna úrræði fyrir nemendur með sérþarf- ir og oftast tefja flöskuhálsar og fjármagnsskortur aðgerðir. Skólinn og foreldramir sitja uppi með vandamál sem oft verða óleysanleg," segir í ályktun fundar trúnaðar- manna gmnnskólakennara. Þá segir að þrátt fyrir loforð yfir- valda um forgang skólamála á þessu kjörtímabili sé mikill skortur orðinn á kennm-um í Reykjavík. „Það hlýt- ur að vera réttmæt krafa foreldra bama og um leið kjósenda að börn þeirra fái einungis það besta sem völ er á,“ segir í ályktuninni. Þá segir að víðast hvar sé starfsaðstaða í skól- um bágborin fyrir nemendur og starfsfólk. Dregið hafi úr þjónustu skólabókasafna þar sem ekki séu nægir tímar til að sinna því verðuga verkefni. Milljónir í nafni menningar „Loforð borgarjfirvalda um lausn á vandamálum unglinga verða oft að engu, á sama tíma er hægt að nota milljónir í nafni menningar og lista og gleyma því að skólinn er hluti af menningunni," segir í ályktuninni. Það segir að það sé áhyggjuefni að borgaryfírvöld ætli að iðka áfram- haldandi og niðurdrepandi láglauna- stefnu í skólum borgarinnar. „Stjómmálamenn verða að gera sér grein fyrir þeirri ábyrgð sem þeir hafa gagnvart launamálum almenn- ings,“ segir í ályktuninni. 500 milljóna aukning í ár Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, segist undrandi á ályktun trúnaðarmanna kennara. „Þegar þeir lýsa lýsa áhyggjum vegna afskiptaleysis sem yfirvöld sýna skólamálum þá er það rangt því að borgaryfirvöld hafa þvert á móti lagt áherslu á að sinna grunn- skólanum og gera vel við gmnnskól- ann í borginni. Fjármagn til skól- anna hefur til dæmis verið aukið umtalsvert á undanfómum tveimur árum,“ sagði borgarstjóri. Hún sagði að bara á árinu í ár hefðu framlög til grunnskólans hækkað um 500 milljónir króna frá árinu á undan. „Þetta fjármagn sem við emm að bæta inn í grannskólann hefur meðal annars farið í fækkun í nemendahópum. Það er búið að ráða námsráðgjafa í alla skóla á unglinga- stigi. Stuðningsfulltrúum hefur ver- ið fjölgað. Það hefur verið gert sér- stakt átak í tölvueign skólanna á þessu ári og það hefur verið bætt inn á þessu hausti og síðasta 70 nýj- um stöðugildum kennara, sem eru beinlínis til ráðstöfunar inni í skól- unum til að auka sveigjanleika í skólastarfi," sagði borgarstjóri. Hún sagði að þess utan væri í gangi stórátak í húsnæðismálum skólanna og einsetningarmálum. „Ætli það sé ekki b yggt fyrir 800-1.000 milljónir króna á ári þannig að mér finnst þetta ektó eiga við rök að styðjast hjá kennuram," sagði Ingibjörg Sólrún. Félagsleg vandamál Hún sagði hins vegar rétt að oft gangi illa að finna úrræði fyrir nem- endur með sérþarfir. „Þá er það vegna þess að í mjög mörgum tilfell- um er um svo mikinn félagslegan vanda að ræða að það er í raun barnaverndarmál og heilbrigðismál en ekki skólamál. Það er verið að leggja í auknum mæli á skólana verkefni, sem era svo alvarleg fé- lagsleg málefni að þau eiga fremur heima á hendi heilbrigðiskerfisins heldur en skólakerfisins. Við vitum það að á geðheilbrigðissviðinu eru flöskuhálsar varðandi úrræði fyrir börn og líka að það era allt of fá úr- ræði sem Bamaverndarstofa hefur til umráða," sagði Ingibjörg Sóliún. Hún sagði einnig rétt að það væri kennaraskortur í landinu öllu. „Það er ekki við borgaryfírvöld eða sveit- arstjómarmenn að sakast. Ástæðan fyrir þessum skorti er sú að það era allt of fáir nemendur sem útskrifast úr kennaranámi. Um þriggja ára- tuga skeið hefur Kennaraháskóli ís- lands tekið sama fjölda nemenda í kennaranám árlega, um 120 manns. A þessum þremur áratugum hafa orðið mjög mitóar breytingar á grunnskólakerfinu, sem hefur haft í fór með sér mikla fjölgun á stöðu- gildum kennara. Bæði hefur nem- endum fjölgað og þar með bekkjum og bekkjarkennurum, kennslu- skylda kennara hefur styst og skóla- dagurinn er að lengjast samkvæmt lögum. Það þarf að bregðast við þessu með því að taka fleira fólk inn í kennaranám en vera ekki með fjöldatakmarkanir þar eins og nú er,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Um launamál kennara sagði hún nýbúið að gera miðlægan kjara- samning við kennara sem sveitarfé- lögin stóðu öll að sameiginlega. „Það var samkvæmt ósk kennara sjálfra að það fyrirkomulag var haft á,“ sagði Ingibjörg Sólrún og sagðist ekki draga dul á að kennarar væru ekki ofsælir af sínum launum frekar en margir aðrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.