Morgunblaðið - 16.10.1998, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.10.1998, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1998 29 ur á, aö hér á landi greiöa almannatrygg- ingar sjúkrakostnaó allra og hverjum og einum er í sjálfsvald sett hvort hann kaup- ir aörar tryggingar. Lyklakort sjúklinga þar sem nær 32% þeirra sem boðin var þátttaka neituðu að vera með. Mikill meirihluti sagði ástæðuna þá, að hann óttaðist mismunun við sjúkratryggingar og skerðingu á friðhelgi einkalífs. Bandarísk yfii'völd hafa brugðist við þessu með því að leggja nokkur gi-undvailaratriði fram, sem hafa ber í huga við lagasetningu, bæði hvers ríkis fyrir sig og á vegum al- ríkisins. Þar er kveðið á um að tryggingafélögum skuli bannað að nota erfðafræðiupplýsingar til að neita um tryggingu eða takmarka hana. Þá megi tryggingafélög ekki hafa mishá iðgjöld á grundvelli erfðaupplýsinga og þeim skal mein- að að biðja um slíkar upplýsingar. Flest ríki Bandaríkjanna hafa sett lög sem banna misnotkun erfðaupp- lýsinga í tiyggingum og á síðasta ári lagði ríkisstjórnin frumvarp þess efnis fyrir Bandaríkjaþing. I byrjun þessa árs tilkynnti A1 Gore, varaforseti Bandaríkjanna, að ríkisstjómin ætlaði jafnframt að beita sér íyrir setningu iaga sem bönnuðu vinnuveitendum að mis- muna starfsmönnum í ráðningum eða stöðuhækkunum á grundvelli erfðaupplýsinga. Frumvarp þess efnis bíður einnig afgreiðslu þings- ins. Forðast starfsmenn með „dýr“ veikindi Á málþingi rektors Háskóla ís- lands sl. helgi fjallaði Gylfi Magnús- son hagfræðingur um áhyggjur manna af því að það geti komið þeim í koll ef upplýsingar um heilsufar þeirra eða erfðaefni kom- ast í hendur atvinnurekenda og tryggingafélaga. Gylfí vísaði til um- ræðunnar í Bandaríkjunum og sagði hana ekki ástæðulausa, því þar væri ekki almannatrygginga- kerfí eins og hér á landi og víða annars staðar. „í stað þess eru flestir Bandarikjamenn með heil- brigðistiyggingar frá einkaaðilum, flestir í gegnum vinnuveitanda sinn. Sumir einstaklingar kaupa heil- brigðistryggingu milliliðalaust en það getur verið mjög dýrt, sérstak- lega ef þeir hafa átt við veikindi að stríða. Hið opinbera tryggir síðan suma hópa og veitir ótiyggðum ein- hverja þjónustu en alla jafna lakari en einkaaðilar þarlendis og verri en t.d. íslendingar eiga að venjast hér- lendis," sagði Gylfí. Gylfí benti á að kaup atvinnurek- enda á tryggingum fyrir starfs- menn sína hafi í fór með sér að þeir hafí sérstakan hvata til að ráða starfsmenn sem tryggingafélög telji ólíklegt að ieiði til mikilla útgjalda fyrir þau og forðist starfsmenn sem eigi við „dýr“ veikindi að stríða eða talsverðar líkur séu á að muni eiga það. „Veikindi starfsmanna hafa bein áhrif á iðgjöld atvinnurekenda þeirra. Trygging starfsmanna nær iðulega einnig til barna þeirra og stundum maka. í þeim tilfellum hafa fyrirtæki einnig hvata til að skoða hvort t.d. börn starfsmanna séu alvarlega veik eða líkleg til að verða það. Smá fyrirtæki geta í verstu tilfellum lent í því að þeim verður ókleift að kaupa tryggingar fyrir starfsmenn ef meðal þeirra er einn eða fleiri sem líklegt er að muni kalla á mikil útgjöld trygg- ingasala." Einkaheilsutryggingar skipta litlu hér Gylfi bendir á að hér á landi og í öðrum löndum í okkar heimshluta að undanskildum Bandaríkjunum skipti einkaheilsutryggingar litlu eða jafnvel engu máli vegna þess að útgjöld vegna heilbrigðismála eru að mestu greidd af sjúklingum sjálf- um eða hinu opinbera með einhvers konar almannatryggingum. „Þetta þýðir að kostnaður vegna veikinda starfsmanna lendir að litlum hluta á atvinnurekendum þeirra og þá um leið að atvinnurekendur hafa minni ástæðu en ella til að velja og hafna starfsmönnum á grundvelli heilsu- fars þeirra. Þó stendur eftir að veik- indi starfsmanna geta verið fyrir- tækjum dýr þótt þau þurfi ekki að greiða fyrir læknismeðferð. Veik- indi starfsmanna geta raskað starf- semi fyrirtækjanna og þýtt að fé sem varið er í þjálfun skilar sér í UMRÆÐUM um hver skuli hafa aðgang að upplýsingum um einstaklinga hefur sú hug- mynd skotið upp kollinum, að hver og einn gæti borið eins konar lyklakort, sem veitti að- gang að sjúkraskrá. Þegar heilbrigðisráðuneytið kynnti stefnumótun í upplýs- ingamálum innan heilbrigðis- kerfisins í byrjun þessa árs var m.a. nefnt að skoða þyrfti hvort auka ætti aðgengi að vissum lífsnauðsynlegum gögn- um um sjúklinga vegna bráða- vanda, til dæmis með því að varðveita slík gögn á korti sem sjúklingur bæri á sér. Ráðuneytið benti á, að kanna þyrfti hvort heppilegt væri að nota kort sem aðgangslykii fyrir heilbrigðisstarfsfólk, til að geyma lífsnauðsynlegar upplýsingar um sjúklinga, s.s. ofnæmi og viðvarandi sjúk- dóma, sem persónuskilríki eða til að staðfesta að sjúklingur sé sjúkratryggður á íslandi og sem Iykil að viðkvæmum upp- lýsingum sjúklings eða ákveðn- um hlutum sjúkraskrárimiar. Læknar hafa velt þeim möguleika fyrir sér að sjúk- Iingar fengju eins konar bankakort heilsufarsupplýs- inga. Sjúklingur gæti afhent lækni þetta kort og væri þá um leið að heimila honum að nálg- ast upplýsingar um heilsufar ekki. Almannatryggingakerfið veit- ir ekki fullkomna tryggingavernd. Það bætir aðeins hluta skaða sem sjúkdómar valda, hluti lendir á at- vinnurekendum og hluti, stærsti hlutinn vitaskuid, á þeim sem veikj- ast,“ sagði Gylfi. Hann sagði jafnframt, að til þess að koma í veg fyrir að atvinnurek- endur hafi nokkra ástæðu til að velta fyrir sér heilsufari starfs- manna sinna þyrfti tryggingavernd- in að vera fullkomin frá sjónarhóli atvinnurekenda, þ.e. almannatrygg- ingakerfið greiddi ekki eingöngu fyi-ir læknismeðferð heldur einnig beinan og óbeinan kostnað vinnu- veitenda af veikindum starfsmanna. Hins vegar kæmi slík fullkomin trygging ekki í veg íyrir að atvinnu- rekendur hefðu ástæðu til að for- vitnast um ýmsa eiginleika starfs- manna, þar á meðal erfðaeiginleika, því ýmsir eiginleikar fólks sem ganga að erfðum og koma veikind- um ekkert við hafi áhrif á hve vel það nýtist til vinnu. „Það er nánast óhugsandi að búa til almannatrygg- ingakerfi sem tekur fullkomlega á þessu og kemur í veg íyrir að fólk gjaldi þess á vinnumarkaði að vera illa af guði gert ef svo má að orði komast. Væntanlega hafa almennar aðgerðir til tekjujöfnunar í þjóðfé- laginu þó áhrif í þá átt.“ Gylfi benti einnig á, að hægt væri að setja boð og bönn og refsingar við brotum á þeim til að koma í veg fyrir að heilsufar manna, t.d. erfðaeigin- leikar, hafi áhrif á möguleika þeirra til að fá vinnu. Til dæmis væri hægt að banna fyriríækjum að biðja vænt- anlega starfsmenn um lífsýni, að spyrja þá um heilsufar sitt og ætt- ingja o.s.frv. Hann sagði aldrei hægt að útiloka slíkt, t.d. væri augljóst að kona á þrítugsaldri er líklegri til að fara í bameignarfrí en karlkyns jafn- aldri hennar eða kona á sextugsaldri. Þetta hái konum á vinnumarkaði, jafnvel þótt skattgreiðendur borgi laun í barneignarfríi. Lífslíkur og iðgjöld Gylfi fjallaði einnig um líftrygg- ingafélög og sagði einstök félög, sitt. Kortið væri lykillinn, sein læknirinn þyrfti til að fá að- gang að upplýsingunum. Þetta kort inyndi einstaklingur einnig afhenda, ef hann þyrfti að innritast á sjúkrahús. Svokölluð „smartkort" með heilsufarsupplýsingum era not- uð sums staðar í Bandaríkjun- um, eru nokkuð algeng í Frakklandi og önnur Evrópu- lönd liafa þreifað sig áfram með notkun þeirra. Þar er ým- ist um að ræða kort sem geyina heilsufarsupplýsingar í tölvukubbi, eða virka sem að- gangslykill að upplýsingum. Kostirnir eru að sumra mati þeir, að gagnagrunnur geti vart orðið dreifðari og þessi leið tryggi upplýst samþykki sjúkiings f hvert skipti sem nálgast þurfi heilsufarsupplýs- ingar um hann. Aðrir benda á að geyma þurfi afrit upplýsing- anna, sem þar með myndi heildargagnagrunn. Þá hefur verið bent á, að einstaklingar myndu ef til vill ekki hafa yfir- sýn yfir þær upplýsingar, sem kort þeirra geymdi eða veitti aðgang að og jafnvel væri hætta á að kortanotkunin þró- aðist yfir í að það yrði per- sónuskilrfki. Ef fólki aflient.i kort með ítarlegum heilsufars- upplýsingum sfnum sem per- sónuskilríki væri persónu- verndinni mikil hætta búin. jafnt hér á landi sem annars staðar, hafa augljósan hag af því að geta áætlað lífslíkur viðskiptavina sinna og í ljósi þess metið eðlilegt iðgjald, á alveg sama hátt og fyriríæki sem selji heilbrigðistryggingar í löndum þar sem þær tíðkist hafi hag af því að meta líkur á því að fólk veikist. „Fólk sem hefur litlar lífslíkur eða miklar líkur á að veikjast borgar hærri iðgjöld en aðrir. Það á við hvort sem fólkið hefur litlar lífslíkur eða miklar líkur á veikindum vegna erfðaeiginleika eða annars, t.d. reykinga. Sé talið óæskilegt að ein- staklingar þurfi að greiða mishá ið- gjöld eftir því hvaða eiginleika þeir hafa fengið að erfðum, það talin óæskileg mismunun sem hafi slæm áhrif á tekjuskiptingu í þjóðfélag- inu, er þetta vandamál," sagði Gylfi, sem taldi eina freistandi lausn þá, að skipa tryggingafélögum með lög- um að bjóða öllum sama iðgjald. Hann sagði þessa lausn þó ekki ganga upp, þar sem hún þýddi að tryggingafélög neyddust til að setja upp iðgjöld sem samsvöruðu áætl- uðum útgjöldum þeirra vegna ein- staklinga í hæsta áhættuhópi og fáir aðrir en þeir sem skipuðu þann hóp sæju sér hag í að kaupa ti-yggingu. Gylfi sagði skilyrði þess að hægt væri að hafa sama iðgjald fyrir aðila úr tveimur hópum þar sem útgjöld tryggingafélags vegna meðalein- staklings úr öðrum hópnum væra umtalsvert hærri en úr hinum væri að annaðhvort vissi fólk ekki hvor- um hópnum það tilheyrði eða að all- ir væru skyldaðir til að kaupa tryggingu. „Hér erum við komin að helsta snertifletinum við rannsóknir í læknisfræði. Slíkar rannsóknir gera stundum kleift að flokka ein- staklinga eftir því hverjar líkur eru á að þeir veikist af tilteknum sjúk- dómum," sagði Gylfi og benti á að hagur tryggingafélaga sem heildar, hvort sem þau seldu líftryggingar eða tryggingar vegna útgjalda við heilbrigðisþjónustu, batni ekki við það að ný þekking verði til sem geri auðveldara að spá um heilsu manna í framtíðinni. Hins vegar geti ein- stök tryggingafélög haft ríkan hag af að öðlast vitneskju um líkur á því að einstaklingur með ákveðna eigin- leika veikist, því þessi fyrirtæki geti þá valið sér viðskiptavini með æski- lega eiginleika. Tryggingamarkaður virki ekki vel nema öll fyrirtæki sem á honum starfa hafi því sem næst sömu upplýsingar. „Áf svip- aðri ástæðu virka tryggingar illa ef þeir sem kaupa þær hafa mun betri upplýsingar en þeir sem selja þær um líkurnar á því að greiða þurfi tryggingabætur,“ sagði Gylfi. Hann benti á að vegna þessa væri vart gerlegt að banna tryggingafé- lögum að afla sér upplýsinga um heilsufar tryggjenda og það hefði ýmar óæskilegar afleiðingar. Þar vísaði Gylfi til þess að erlendis hefði fólk neitað að taka þátt í rannsókn- um sem væru eðlilegur þáttur í eft- irliti með heilsu þess vegna þess að tryggingafélög fengju upplýsingar um niðurstöðuna og iðgjöldin hækk- uðu. Gylfi sagði tryggingavandann til- búinn vanda og það aðailega í nokkrum löndum. „í löndum þar sem heilbrigðistryggingar eru skyldutryggingar og iðgjöld fara ekki eftir líkum á veikindum er vandinn ekki tii staðar. Á Islandi skipta einkatryggingar vegna greiðslu útgjalda við heilbrigðis- þjónustuna nánast engu máli. Líftryggingar skipta meira máli á Islandi og þær eru ekki skyldu- tryggingar. Iðgjöld þeirra fara því eftir ýmsum þáttum, m.a. nokki-um af erfðaeiginleikum kaupenda. Það er því rétt að aukin þekking getur orðið til þess að fólk sem virðist í ljósi þekkingarinnar eiga litlar lífslíkur verður að gjalda þess við kaup á líftryggingum." Litlir hagsmunir skerðast Gylfi Magnússon kvaðst telja fremur litla hagsmuni skerðast við það að leyfa vísindamönnum að bæta við þekkingu á eðli sjúkdóma og mannslíkamans og hægt væri að bæta þeim sem verði fyrir tjóni skaðann að miklu leyti. „Þegar þessir hagsmunir eru svo bornir saman við ríka hagsmuni sjúkra af því að fundin sé bót á meinum þeirra virðist einsýnt að þeir síðari eru meiri. Hér skiptir líka máli að einstaklingur sem verður fyrir tjóni vegna þess að þekking eykst á sjúk- dómi sem líkur eru á að hann veik- ist af hefur einnig hagsmuni af því að lækning sé fundin -við sjúkdómn- um. Það er því í fæstum tilvikum verið að fórna hagsmunum ákveð- inna einstaklinga fyrir hagsmuni annarra. Þetta þýðir líka að vart er ástæða til að setja sig gegn miðlægum gagnagrunni á heilbrigðissviði á þeim forsendum að hann skerði hagsmuni ákveðinna tryggingataka og launþega. Ætlunin er að gagna- grunnurinn verði öflugt tæki til rannsókna, geri kleift að svara ákveðnum spurningum fyrr en ella með minni tilkostnaði. Ef talið er á annað borð æskilegt að svör finnist við þeim spurningum er ekkert unn- ið með því að leita frekar að svörun- um með dýrari eða seinvirkari að- ferðum," sagði Gylfi Magnússon hagfræðingur. ERFÐIR OG UPPLYSINGAR Lok greina- flokks í dag birtast lokagreinar í greina- flokknum Erfðir og upplýsing- ar, sem birst hefur í 11 síð- ustu tölublöðum Morgunblaðs- ins, að þessu meðtöldu. Þar hef- ur verið gerð grein fyrir ýmsum hlið- um þeirra álitamála sem tengj- ast umræðunni um öra þró- un erfðavísinda, skráningu heilsu- farsupplýsinga og gagna- grunn á heilbrigðissviði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.