Morgunblaðið - 16.10.1998, Page 4

Morgunblaðið - 16.10.1998, Page 4
4 FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR * Utför forsetafrúarinnar gerð frá Hallgrímskirkju ÚTFÖR;Guðrúnar Katrínar Þor- bergsdóttur forsetafrúar verður gerð frá Hallgrímskirkju miðviku- daginn 21. október. Herra Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, kemur til landsins á morgun ásamt dætrum sínum og forseta- ritara. Tilkynning þessa efnis kom frá skrifstofu forseta íslands í gær. Þar segir: „Kista Guðrúnar Katrínar Þor- bergsdóttur mun koma til íslands laugardaginn 17. október og mun forseti Islands, Ólafur Ragnar Grímsson, og dæturnar Dalla og Tinna ásamt forsetaritara fylgja kistunni frá Seattle til íslands. Flugfélagið Cargolux bauð for- setanum og fjölskyldu hans að flytja kistuna til Islands en flugfé- lagið flýgur reglulega milli Seattle og Evrópu. Lagt verður af stað frá Seattle síðdegis á fóstudag og komið til Keflavíkur um hádegisbil á laug- ardag. A flugvellinum munu handhafar forsetavalds, ríkisstjórn og biskup Islands ásamt nánustu fjölskyldu Guðrúnar Katrínar taka á móti kistunni. Frá flugvellinum verður ekið að Bessastaðakirkju þar sem kistan mun standa þar til útfór fer fram. í Bessastaðakirkju verður stutt athöfn ætluð nánustu fjölskyldu Guðrúnar Katrínar en síðan verð- ur kirkjan lokuð þar til kistan verður flutt í Hallgrímskirkju. Út- forin mun fara þar fram miðviku- daginn 21. október. Opnuð verður minningarbók Guðrúnar Katrínar Þorbergsdótt- ur og mun hún liggja frammi í há- tíðarsal Bessastaða kl. 15-18 á laugardag og kl. 13-18 á sunnu- dag, mánudag og þriðjudag. Þeir sem vilja skrá nafn sitt í bókina eru velkomnir til Bessastaða á þessum tímum.“ Margir hafa sent samúðarskeyti FORSETA Islands, Olafí Ragnari Grímssyni, og fjölskyldu hefur borist fjöldi samúðarkveðja frá einstaklingum, fjölskyldum, samtökum og byggð- arlögum á Islandi. Auk þess hefur forsetanum borist fjöldi samúðarkveðja frá útlöndum. Meðal þeiira eru kveðjur frá þjóðhöfðingjum allra Norð- urlandanna og forseta Bandai-íkjanna. Margrét Danadrottning segii- í skeyti sínu að hún og Henrik prins sendi forseta íslands innilegar sam- úðarkveðjur í hans miklu sorg vegna fi-áfalls Guð- rúnar Katrínar. Dauði hennar hafi snert þau mikið. Karl Gústaf Svíakonungur og Silvía drottning segjast hafa frétt af hinu sorglega andláti Guðrún- ar Katrínar á ferðalagi í New York. Þau senda for- seta íslands samúðarkveðjur í hans miklu sorg. í skeyti frá Haraldi Noregskonungi og Sonju drottningu er lýst djúpri samúð og hluttekningu vegna sorglegs fráfalls Guðrúnar Katrínar Þor- bergsdóttur. Martti Ahtisaari, forseti Finnlands og kona hans, Eeva Ahtisaari, segja í skeyti til forseta Islands að hugur þeirra sé hjá honum á þessari sorgarstundu. Þau munu varðveita kærar minningar um Guðrúnu Katrínu. í skeyti Anfmns Kallsbergs, lögmanns Færeyja, er lýst djúpri samúð með forseta íslands og ís- lensku þjóðinni vegna fráfalls Guðiúnar Katrínar. Forseti íslands hafí misst félaga sem hafí veitt honum mikilvægan stuðning í starfi og íslenska þjóðin hafí misst forystukonu. Glæsileiki og hlýja í skeyti frá Bill Clinton, forseta Bandaríkjanna, segir að hann og Hillary hafi verið djúpt snortin að heyra af andláti Guðrúnar Katrínar. Hann segist hafa á þeirra síðasta fundi í fyrra tekið eftir glæsi- leik hennar og hlýju. Hennar sé ekki aðeins saknað af íslensku þjóðinni heldur einnig af vinum íslands í Bandaríkjunum. Aðrir þjóðhöfðingjar sem sent hafa skeyti eru Ji- ang Zemin, forseti Kína, Jacques Chirac, forseti Frakklands, Oscar Luigi Scalfaro, forseti Italíu, Flavo Cotti, forseti Sviss, Juan Carlos Spánarkon- ungur, Mary McAIeese, forseti Irlands, og Lennart Meri, forseti Eistlands. Einnig hafa borist samúðarkveðjm- frá Paavo Lipponen, forsætisráðheiTa Finnlands, Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, Finn- boga Isakson, lögþingsformanni Færeyja, Hannela Pokka, landshöfðingja Lapplands, Javier Solana, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, Jacques Santer, forseta Evrópusambandsins, Emma Bonino, framkvæmdastjóra Evrópusam- bandsins, og Susana A. Thompson, borgarstjóra Winnipeg. Forsetafrúarinnar minnst í borgarstjórn Við upphaf borgarstjómarfundar í gær minntist Guðrún Agústsdóttir, forseti borgarstjómar, for- setafrúarinnar, Guðrúnar Katrínar Þorbergsdótt- ur. Forseti borgarstjómar sendi forseta íslands og fjölskyldu hans samúðarkveðjur fyrir hönd borgar- stjómar. Guðrún Agústsdóttir sagði meðal annars: „Þann stutta tíma sem Guðrún Katrín Þorbergsdóttir var forsetafrú sinnti hún því hlutverki sínu af mikilli reisn og myndarskap og var landi sínu og þjóð hvarvetna til sóma. Borgarstjóm Reykjavíkur minnist hennar jafnframt sem virts sveitarstjóm- armanns, en hún átti sæti í bæjarstjóm Seltjarnar- ness frá árinu 1978 til 1994. Þá vann hún að fjöl- mörgum sameiginlegum verkefnum höfuðborgar- svæðisins, m.a. með setu í stjórn Samtaka sveitar- félaga á höfuðborgarsvæðinu ýmist sem aðal- eða varamaður frá 1986 til 1993. Borgarstjóm Reykjavíkur minnist Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur. Hún var forsetafrú, hún var sveitarstjómarmaður og hún var óvenju glæsi- legur einstaklingur sem við sjáum nú á bak.“ Borgarfulltrúar risu síðan úr sætum í virðingar- skyni við minningu Guðrúnar Katrínar. Borgarfulltrúajr Sjálfstæðisflokksins Öfugþróun að færa miðborgarstj órn inn í borgarkerfið BORGARFULLTRÚAR Sjálfstæð- isflokksins gagnrýndu á borgar- stjórnarfundi í gær tillögur um mið- borgarstjórn sem samþykktar voru í borgarráði 6. október síðastliðinn. Inga Jóna Þórðardóttir taldi borg- arstjóra lítilsvirða stjóm Þróunar- félags Reykjavíkur með því að taka tillögur um miðborgarstjórn til um- fjöllunar og afgreiðslu í borgarráði og borgarstjóm áður en félaginu hefði gefíst ráðrúm til að leggja fram umsögn sína um málið. Inga Jóna Þórðardóttir taldi líka ámælisvert að borgarstjóri skyldi boða til fundar um málefni miðborg- arinnar í ráðhúsinu síðastliðinn laugardag á sama tíma og borgar- fulltrúar voru bundnir á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborg- arsvæðinu. Sagði hún það ágætt að það sjónarmið borgarstjóra kæmi fram að borgarfulltrúar ættu ekki að ræða um málið á slíkum fundi. Borgarfulltrúinn taldi það öfugþró- un að færa miðborgarstjóm inní borgarkerfíð eins og tillagan gerir ráð fyrir. Sagði hún mun vænlegra að fá fram nýjar hugmyndir frá þeim sem störfiiðu í miðborginni og hagsmunaaðilum, slíkar hugmyndii- myndu ekki kvikna í borgarkerfínu sjálfu. Guðlaugur Þór Þórðarson tók undir gagnrýnina og sagði nauðsynlegt að efla traust atvinnu- rekenda í miðborginni og sagði ým- islegt hafa verið gert á vettvangi Þróunarfélagsins. Áhugi og bjartsýni ríkir um miðborgina Helgi Hjörvar, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans, kvaðst ekki átta sig á hvar borgarfulltrúar sjálfstæð- ismanna hefðu verið því margt hefði gerst varðandi uppbyggingu og fjárfestingu í miðborginni. Nefndi hann dæmi um nýbyggingar fyrir ýmsan rekstur, m.a. á Laugavegi 53, á homi Klapparstígs og Lauga- vegar, við Vegamótastíg, og áform Armannsfells við Austurstræti. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði mikinn áhuga og bjartsýni ríkja um miðborgina um þessar mundir og grípa ætti þann áhuga henni til eflingar. Vitnaði hún í bókun sína frá borgarráðsfundin- um þar sem málið var til umræðu og sagði að Þróunarfélagið hefði haft málið lengi til umfjöllunar. Ekki væri verið að draga úr áhuga og áhrifum samstarfsaðila borgar- innar í Þróunarfélaginu heldur að gefa þeim hlutdeild í framkvæmda- valdi borgarinnar svo að frumkvæði þeirra fengi betur notið sín. Guðrún Ágústsdóttir sagði Þró- unarfélagið vera áfram samráðs- vettvang en þar á bæ hefði verið rætt nokkuð um breytta starfsemi félagsins og spuming hvort það út- víkkaði verkefni sín þannig að þau tækju til borgarinnar allrar eða jafnvel alls höfuðborgarsvæðisins. Við atkvæðagreiðslu um málið þar sem tillögur um miðborgar- stjóm vom samþykktar lögðu borg- arfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram bókun þar sem segir að tillaga um að framkvæmdastjóri miðborg- arinnar verði embættismaður gangi þvert á þá þróun sem verið hafí í ná- grannalöndum þar sem miðborgar- stjómir væm samstarfsvettvangur borgaryfirvalda og þeirra sem hagsmuna hefðu að gæta í miðborg- inni. Með tillögunni væri dregið úr áhrifum og frumkvæði hagsmuna- aðila í miðborginni en þjappað sam- an valdinu í ráðhúsinu og ráðinn þangað enn einn embættismaður- inn. ----------------- Hálkuslys við Hval- fjarðargöng JEPPI valt af völdum hálku sem myndaðist á veginum við Hvalfjarð- argöngin að norðanverðu um kvöld- matarleytið í gærkvöldi. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi sakaði ökumanninn ekki. Jeppinn var óökufær eftir óhappið. Annað umferðai’óhapp vegna hálku varð ekki langt frá þar sem bíll rann til í hálkunni og valt út af veginum. Ökumaður sendiferðabíls með aftanívagn stansaði til að huga að ökumanninum, en þá lenti flutn- ingabíll aftan á honum. Talsverðar skemmdir urðu á bílunum en engan sakaði. Að sögn lögreglunnar í Borgar- nesi naut hún aðstoðar lögreglunn- ar á Akranesi á vettvangi. Reykjavíkurhöfn skoðar stjórnunarkerfí fyrir skip Flóðljós á Laug- ardalsvelli hafa skemmt mið REYKJAVÍ KURHÖFN hefur til at- hugunar að koma upp stjórnunar- kerfi fyrir skip sem líkja má við stjómkerfi fyrir flugumferð. Jón Ingólfsson, yfirhafnsögumaður, kveðst hafa heyrt nefnt að flóðljósin á Laugardalsvelli hafi skemmt mið olíuskipa sem leggjast við akkeri á ytri höfninni. Jón segir að japanska túnfiskveiði- skipið sem strandaði í Skerjafirði sl. þriðjudag hafi ekki verið komið inn í merkjakerfi Reykjavíkurhafnar og það hafi því vart verið ástæða strandsins. Jón segir komið hafi fyrir að flóð- ljósin á Laugardalsvelli hafi skemmt mið hjá skipstjómendum olíuskipa sem leggjast við baujur á ytri höfhinni. „Við eram að hætta að taka olíu- skipin í legu þarna því nú er verið að byggja Eyjagarð fyrir þau. Þá verð- ur þetta vandamál úr sögunni," segir Jón. „Við höfum verið að skoða stjórn- unarkerfi fyrir skip sem líkist mest flugumferðarturni. Skip tilkynnir sig á ákveðnum stað og fylgst er með því á ratsjá og gefin leiðsögn til að koma því til hafnar,“ segir Jón. Hann skoðaði slíkan búnað í Þýskalandi sl. sumar og einnig hafa erlendir aðilar komið til landsins til að kynna hann. „Þetta er allt í deigl- unni en Ijóst er að kerfi af þessu tagi kostar nokkrar milljónir króna,“ seg- ir Jón.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.