Morgunblaðið - 16.10.1998, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 16.10.1998, Qupperneq 14
14 FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Reykjavíkurborg og lögreglan standa saman að markvissari löggæslu Morgunblaðið/Þorkell ALMENN ánægja ríkti meðal fundarmanna vegna hverfalöggæslunnar í nýja löggæsluhverfinu sem ber vinnuheitið Bústaðir. Hverfalöggæsla í nýju hverfi Bannað að veiða við Noreg NORSK stjórnvöld hafa synjað tog- aranum Norma Mary, sem er í eigu Onward Fishing í Skotlandi um leyfi til að veiða úr kvóta Evrópusam- bandsins innan lögsögu Noregs. Astæðan er sú að skipið hét áður Snæfugl SU og hafði stundað veiðar í Smugunni. Skipið er í eigu hlutafé- lags að hluta til í eigu Samherja og hefur það verið leigt til Onward Fis- hing sem er í eigu Samherja. Evr- ópusambandið hefur gert athuga- semdir við norsk stjórnvöld og kraf- ið þau skýringa. Þorsteinn Már Baldvinsson, fram- kvæmdastjóri Samherja, segir að það sem mestu máli skipti í þessu sé sú mismunun sem Norðmenn við- hafi. „Þeir lýstu því yfir á sínum tíma að ekkert skip, sem stundað hefði veiðar í Smugunni, fengi leyfi til veiða innan norskrar lögsögu. Þessu breyttu þeir svo síðan þannig að undanþága var veitt, væru slík skip keypt til Noregs. Síðan hafa tvö slík skip verið keypt til Noregs og nokkur „Smuguskip" hafa verið seld til Rússlands og þau fá öll að veiða óáreitt innan lögsögu Noregs. Þeir vilja ekki styggja Rússana,“ segir Þorsteinn Már. Nokkur „Smuguskip“ seld til Rússlands Hann vísar þarna til skipanna Geira Péturs og Blika, sem voru seld til Noregs og Örvars, Más, Runólfs og Ólafs Jónssonar, sem öll voru seld til Rússlands og geta stundað veiðar innan lögsögu Nor- egs auk Rússlands. Öll þessi skip hafa stundað veiðar í Smugunni. Norma Mary hefur stundað veið- ar við Svalbarða og þar geta Norð- menn ekki hróflað við skipinu. Þor- steinn Már segir þessa mismunun óþolandi. Hann segir að þarna sé um réttlætismál að ræða, en hins vegar ráði það ekki úrslitum um út- gerð skipsins og afkomu Onward Fishing. ÁHUGASAMIR íbúar nýs lög- gæsluhverfis, sem hefur vinnuheitið Bústaðir, hittu lögregluþjóna, borg- arstjóra og lögreglustjóra á borg- arafundi á miðvikudagskvöld. Þar var til umræðu hverfalöggæsla, sem er tilraunaverkefni til eins árs. Lög- gæsluhverfið spannar Háaleitis-, Bústaða:, Grensás- og Fossvogs- hverfi. íbúum gafst kostur á að leggja fram fyrirspurnir og lék þeim m.a. hugur á að vita hvernig framkvæmd verkefnisins yrði hátt- að, með tilliti til staðsetningar lög- reglubílsins, sem verður miðstöð gæslunnar, forvömum gegn fíkni- efnum, einelti, hópamyndun, um- ferðarmálum og ekki síst hvernig tekið yrði á reglum um útivistar- tíma barna og unglinga. Ljóst var að verkefnið var unnið að hluta til eftir bandarískri fyrir- mynd, sem með breyttum áherslum í löggæslumálum hefur leitt til fækkunar afbrota á síðustu árum í nokkrum borgum. Þar kom til ný hugmyndafræði sem byggist á því að lögreglan einbeiti sér í mun meiri mæli að hinum smáu afbrotum til að koma í veg fyrir stærri afbrot síðar, þar sem höfð er til grundvallar sú forsenda að eitt afbrot leiði til ann- ars stærra og svo koll af kolli uns hættulegur glæpamaður er fæddur sem gleypir tíma og fé lögreglunnar. Geir Jón Þórisson aðstoðaryfirlög- regluþjónn sagði eftir íyrirspurn úr sal að afbrotamenn yrðu ekki hraktir út í sjó en með starfi hverfalögregl- unnar yrði unnt að kæfa afbrotaferil ungmenna í fæðingu. Fundargestur lýsti yfir ákveðnum efasemdum um að hinir ungu og lítt reyndu lög- reglumenn Bústaða þekktu nógu vel til í Bústöðum til að takast á við vandamál varðandi fíkniefna- og vín- sölu á skólaskemmtunum. Reikna má með að það sé prófsteinn á eðli verkefnisins hvort takist að hafa hemil á eða uppræta slíkt athæfi, en samkvæmt eðli verkefnisins eiga íbúar og lögregla náið samstarf um úrbætur og framgang löggæslumála. Lögreglan sem verkfæri íbúanna „Lögreglan stendur á tímamót- um,“ sagði lögreglustjóri. „Laga á starfsemina að kröfum íbúa sem þeir hljóta að gera til stofnunar sem þeir eiga sjálfir. Lögreglan er tæki til að ná fram markmiðum sem íbú- arnir setja.“ Fór lögreglustjóri nokkrum orðum um aukna áherslu á þjónustuhlutverk lögreglunnar og lýsti yfir ánægju með samstarf lög- reglustjóraembættisins og borgar- yfirvalda, en þetta er í fyrsta sinn sem til slíks samstarf er efnt. Borgarstjóri sagði að þáttur borgarinnar í samstarfinu fælist einkum í að stuðla að bættum skil- yrðum fyrir samráði lögreglu og borgar, veita lögreglunni aðstöðu innan stofnana borgarinnar og leggja til ferðatölvu fyrir bætt sam- skipti lögreglunnar í Bústöðum og íbúanna sem eru um 14 þúsund. Karl Steinar Valsson, yfirmaður forvarna- og fræðsludeildar, sagði að fjölbreytileiki hverfisins hefði haft sitt að segja um val þess, en innan Bústaða eru 6 grunnskólar, eitt leikhús, stór verslunarmiðstöð, stórt útivistarsvæði, þungar um- ferðargötur, kirkja, skemmtistaðir og íbúðir aldraðra. Sagði hann að ný vandamál kæmu með breyttri borg og skírskotaði til vaxandi útivistar fólks t.d. í Fossvogsdal, sem leiddi til ýmissa vandamála, sem taka þyrfti á. Ráðstefna haldin í Valhöll um lög og reglu í alþjóðlegum fjölmiðli á borð við alnetið w RÁÐSTEFNA um lög og rétt í al- þjóðlegum fjölmiðli á borð við alnetið verður haldin í dag og á morgun. Að baki liggur hugmynd um að stofna alþjóðlegan alnetsdómstól á Islandi, en hugmyndin er sú að sögn Charles Evans, forstöðumanns nýrrar stofn- unar, sem rannsakar myndun nýrra stofnana í alþjóðlegu umhverfi. Rannsóknarmiðstöð nýrra stofn- ana var sett á fót í maí. Áður stjóm- aði Evans deild, sem fjallaði um op- inbera stefnumótun og upplýsinga- stefnu hjá Atlas-stofnuninni í Virg- iníu. Þar hafði hann með höndum að skýra hvaða áhrif alnetið hefði á al- þjóðlega stefnumótun. Á ferðum sínum um löndin við Norðursjó og Eystrasalt undanfarin fjögur ár hefur hann gert sér far um að koma til Islands bæði til að halda fyrirlestra og ræða viðskipti. „í þessum heimsóknum hef ég komist að því að á íslandi eru ýmis tækifæri fyrir þau fyrirtæki, sem ég vinn með,“ sagði Evans, sem stadd- ur er hér á landi í fimmta skipti á þessu ári. „Þau fyrirtæki eru í raf- rænum viðskiptum og viðskiptum á alnetinu. Um leið og farið er að ræða alnetið erum við komin í stöðu þar sem stjórnvöld geta ekki lengur komið til aðstoðar eins og hægt er heima fyrir.“ Hyggst stofna al- þjóðlegan alnets- dómstól á Islandi Gerbreyttir möguleikar Hann benti á að alnetið hefði ger- breytt öllum möguleikum manna. Nú gætu menn fyrir um 1.500 krón- ur eða áskriftargjaldið að alnetinu haft aðgang að sömu upplýsingum og Rockefeller- og Kennedy-fjöl- skyldumar hefðu haft fyrir einni öld. „Þetta breytir öllu,“ sagði hann. „Landafræði skiptir engu, fólks- fjöldi lands skiptir engu.“ Hann sagði að reynd- ar virtist velmegun vera meiri í litlum ríkj- um, sérstaklega í Evr- ópUj en þeim stærri. „Island hefur miklu meira að bjóða kaup- sýslumanni en Þýska- land eða Pólland," sagði hann. „Sviss er stað- festing þess að það þarf ekki einu sinni náttúru- auðlindir til. Það er ekki kolafótu að finna í Sviss en þar er ekki fá- tækt. Hér á íslandi tala tölurnar sínu máli.“ CSEI heldur nú sína fyrstu ráðstefnu og sagði Evans að hann hefði ákveðið að halda hana á íslandi vegna þess að ef til vill mætti sækja vísbend- ingar um það hvernig væri hægt að tryggja að lög og reglur gildi á al- netinu án yfir- eða ríkisvalds. Charles Evans Saga íslands fyrirmyndin? „Saga íslands er athyglisverð,“ sagði hann. „Fyrir þúsund árum var ekkert ríkisvald á íslandi, en engu að síður ríktu lög og regla og það er skjalfest. Á alnetinu getur ekki ver- ið um að ræða ríkisvald vegna þess að lög og réttur hvers ríkis ná ekki út fyrir landa- mæri þess.“ Alnetið býður nú þegar upp á ýmsar leiðir til að stunda við- skipti. Evans bendir á að hver sá, sem getur komið vinnu sinni til skila í tölvupósti, hvort sem hann er blaðamað- ur að senda greinar eða forritari að senda tölvuforrit, geti komist hjá skattlagningu og eftirliti. I raun viti eng- inn hvað fer fram inn- an veggja nágrannans. „Forritarinn getur skráð sig at- vinnulausan og fengið bætur frá ríkinu um leið og hann þénar millj- ónir á viðskiptum í Bermúda,“ sagði hann. „Þetta er raunveruleikinn og margir vilja að þetta verði stöðvað. Okkar afstaða er hvorki að for- dæma né mæla með. Við viljum ein- faldlega taka saman öll gögn í mál- inu og svara þeim spurningum, sem koma upp aftur og aftur. Hvernig á að framfylgja samningi á alnetinu? Um hvað snýst samningur? Hvað með einkarétt?" Hann bendir á að hægt sé að komast að því hvernig fá eigi einka- leyfi í hverju landi fyrir sig. Aðeins kosti nokkur hundnið dollara að fá einkaleyfi í Túnis, en í Bandaríkjun- um fylgi því sýnu meiri skriffinnska. Engu að síður eru alþjóðasamning- ar, sem kveða á um að leyfi frá hvor- um stað hafi alþjóðlegt gildi. „Það hljóta að vera mótsagnir og fólk mun ekki leggja árar í bát held- ur leita lausna," sagði hann. „Sp- urningin er því hvort þarna sé kom- in staða, sem aldrei hefur þekkst áður. Við bendum á að fyrir þúsund árum tók sig upp hópur manna og kom hingað til að flýja skattlagn- ingu í Noregi og kom á lögum og reglu án ríkisvalds og kerfið dugði í þrjú hundruð ár.“ Hann sagði að þessi mál yrðu rædd á ráðstefnunni, sem stendur í dag og á morgun í Valhöll, Háaleit- isbraut 1, og CSEI heldur í sam- vinnu við Samband ungra sjálfstæð- ismanna. Lög og regla þar sem áður varð að byggja á trausti Stefnan væri síðan að leggja drög að samningum, sem hægt yrði að nálgast á vefsíðu CSEI, fylla út og notast við. Síðan væru nokkurs konar gerðardómarar, sem ættu að sjá til þess að samn- ingum væri fylgt eftir. Ætlunin væri að koma á lögum þar sem áð- ur hefði aðeins verið hægt að byggja á trausti. Hann sagði að íslendingar óttuð- ust ekki verslun og viðskipti og vildu koma hlutunum í verk frekar en eyða tímanum í heimspekilegar vangaveltur. Einnig hefði hann tek- ið eftir því að fyrirlesararnir á ráð- stefnunni hefðu viljað koma til Is- lands og hefðu samþykkt að tala umyrðalaust. Landið hefði því að- dráttarafl og væri hann þegar með fjórar ráðstefnur til viðbótar í huga, sem hann vildi halda hér. Að auki vildi hann stofna alþjóð- legan alnetsdómstól á íslandi og taldi að það yrði auðvelt þar sem landið nyti trausts. Það hefði komið fram í könnun þýskrar stofnunar þar sem ísland hefði verið talið með einna minnsta spillingu allra landa í heiminum, meðal annars framar Bandaríkjunum. Sagði hann að þessi dómstóll yrði stofnaður með vísan til sátt- mála Sameinuðu þjóðanna um að einkaréttur sé lagalega bindandi og það yrði ekki erfítt að ávinna slíkum dómstól traust á íslandi. Hann kvaðst hafa öflugan skjól- stæðing, sem væri að safna fé og vildi ekki að nafn hans kæmi fram, en þegar fjármagnið væri komið færi boltinn að rúlla. Eftir sex mánuði yrði sennilega opnuð skrif- stofa á íslandi og það mætti ekki gerast síðar en í lok næsta ár því þá myndi einhver annar verða á undan. V
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.