Morgunblaðið - 16.10.1998, Side 41

Morgunblaðið - 16.10.1998, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1998 41 vaxa mun hraðar en orkuþörfin í heild. Þrátt fyrir þessa stórauknu orku- þörf var talið að ekki yrði neinn orkuskortur, enda væru þekktar eða líklegar birgðir af jarðefnaeldsneyti nú meiri en nokkru sinni, en það sér nú fyrir þremur fjórðu hlutum af orkuþörfum heimsins. Dómsdags- spádómar sem voru mjög í tísku fyr- ir aldarfjórðungi um að olíulindir væru brátt á þrotum hafa ekki ræst. Þvert á móti sjá menn ekki annað en að nægt framboð verði af eldsneyti þar til önnur og endumýjanleg orka tekur við, sem þó verði ekki í veru- legum mæli fyrr en á ofanverðri næstu öld. Vissulega veldur vaxandi notkun jarðefnaeldsneytis aukinni losun á gróðurhúsalofttegundum, einkum koltvísýringi. En margir treysta því að tæknilegar lausnir finnist á þeim málum, og þessi vandi var því vart ræddur á ráðstefnunni. Sparneytnari raforkuver Eins og fyrr segir mun þörfin á raforku vaxa hraðar en heildarorku- þörfin. Megnið af raforku, eða um 63% (árið 1994), er framleitt með brennslu jarðefnaeldsneytis og er ekki búist við að það hlutfall lækki umtalsvert á næstu árum. Því er einkar mikilvægt að raforkuver knú- in jarðefnaeldsneyti hafa tekið stór- stígum framförum, bæði í minnkandi losun skaðvænlegra efna, en jafn- framt í meiri orkunýtni. Nýjustu kolaorkuver ná 45% nýtni en ekki er langt síðan þriðjungsnýtni þótti þokkaleg. Gasorkuver eru komin yfir 55% nýtni og stefna í 60%. Þessi þró- un heldur áfram enda þótt lögmál varmafræðinnar setji því efri mörk. Orkuverð mun haldast hóflegt Fram kom á ráðstefnunni að vinnslukostnaður jarðefnaeldsneytis hefur farið hríðlækkandi undanfar- inn áratug eða svo og ekki virðist lát á þeirri þróun. Þetta á einkum við leitar- og vinnslukostnað á olíu. Hlið- stæð þróun hefur reyndar átt sér stað hérlendis varðandi kostnað við leit á jarðhita, þar sem tækni hefur fleygt fram. Lækkaður vinnslukostn- aður ásamt því sem áður segir um birgðir jarðefnaeldsneytis bendir ekki til annars en að verð á olíu og öðru jarðefnaeldsneyti tnuni haldast lágt um fyrirsjáanlega framtíð. Eng- inn talaði um kreppu í þeim efnum, enda þótt staðbundin styrjaldarátök geti auðvitað haft tímabundin áhrif í öndverða átt. Endurnýjanleg orka á erfitt uppdráttar Ekki er vænst neinnar verulegrar hlutdeildar nýrra endurnýjanlegra orkulinda á næstu áratugum og vart í verulegum mæli fyrr en upp úr miðri næstu öld. Þar er helst veðjað á lífrænt eldsneyti og sólarorku, en nýting þessara orkugjafa eru þó enn lítilræði í samanburði við hefð- bundna endurnýjanlega orkugjafa og þá einkum vatnsorku og jarðhita. Af einhverjum ástæðum á umræða um þessar tvær síðastnefndu orku- lindir ekki uppá pallborðið, hvorki á þessari ráðstefnu né heldur á mörg- um öðrum alþjóðlegum vettvangi. Að einhverju leyti er hér um að kenna andófi frá ýmsum náttúruverndar- samtökum sem að margra mati sjá ekki skóginn fyrir trjánum; sjá ekki eða vilja ekki sjá að flest vatnsorku- ver valda minni heildarskaða á nátt- úru og lífríki jarðar en þeir orkugjaf- ar sem ella yrðu nýttir. í drögum að lokaályktun ráðstefnunnar var vatnsorku að engu getið. Því var andmælt af íslands hálfu. Það og önnur gagnrýni á lokaskjalið olli þvi að frestað var til betri tíma að draga saman niðurstöðu ráðstefnunnar með almennri ályktun eins og þó hef- ur tíðkast. Það var talsmönnum vatnsorku á hinn bóginn fagnaðar- efni að við ráðstefnuslit flutti nýkjör- inn formaður framkvæmdastjómar samtakanna, Bandaríkjamaðurinn Jim Adam, skelegga vörn fyrii- vatnsorku. Hjá nýtingu kjarnorku verður ekki komist Kjarnorkuknúin raforkuver sjá fyrir um 18% (1994) af raforkuþörf mannkyns. Sums staðar á Vestur- löndum eru hávær andmæli gegn slíkum verum, en þetta er þó mjög staðbundið og mörg þróunarlönd telja kjarnorkuna sína helstu von til að verða bjargálna. Því var það greinilegt á ráðstefnunni að hjá nýt- ingu kjarnorku verður ekki komist og að raunar sé hún með öruggustu (jrkugjöfum, ef vel er að verki staðið. í stað þess að hafna slíkum orku- gjafa sem veldur engri koltvísýr- ingslosun væri nær að beina kröftun- um að aðgerðum til að draga úr áhættu, einkum að takast á við vandamál kjarnorkuúrgangs. Markaðsvæðing orkugeirans Allt fram á þennan áratug hafa orkuveitur, einkum raforkuveitur og raforkuver, verið rekin sem einkaréttarfyrirtæki og oftast í op- inberri eigu. A þessu hefur nú orðið breyting sem hófst einkum í Bret- landi. Markaðs- og einkavæðing orkugeirans fer nú eins og eldur um sinu um víða veröld. A heimskorti þar sem lönd voru lituð eftir stöðu þeirra í þessum efnum voru fá lit- laus og aðeins örfá í Evrópu. Island er enn eitt þeirra. Risaríki eins og Indland, sem treysti mjög á ríkis- rekstur í þessum efnum strax og það varð sjálfstætt ríki, hefur nú kúvent. Hið opinbera er þar alfarið að draga sig út úr orkugeiranum: Allt er einkavætt, dreifiveitur líka. Pallborðshópur sérfræðinga var spurður um það hvaða lærdóm smá- ríki eins og Island ætti að draga af þessari þróun, hvort smæðin og ein- angrunin skapaði okkur einhverja þá sérstöðu að fara hægar í mark- aðsvæðinguna en aðrir. Eins og vænta mátti fengust engin afdrátt- arlaus svör. Þetta verðum við Is- lendingar sjálfir að kljást við, enda er að því unnið. Hvaða lærdóm geta íslendingar dregið? Meginskilaboð 17. alþjóða orku- ráðstefnunnar virðast þessi þrenn í augum Islendings: 1. Ekki er fyrirsjáanleg nein olíu- kreppa, hvorki skortur á olíu né verð- sprenging. Þetta eru góðar fréttir fyrir okkur sem byggjum athafnalíf okkur mjög svo á olíu þrátt fyrir ríkulegar aðrar orkulindir. Nægir að benda á þarfir fiskiskipaflotans og allra samgöngutækja okkar. 2. Raforkuverð í heiminum mun síst hækka í náinni framtíð. Kemur þar til nægt framboð á ódýrum orku- gjöfum, einkum gasi, en ekki síður aukin nýtni raforkuveranna og hag- kvæmari rekstur í kjölar marka- ðsvæðingar. Samkeppnisstaða ís- lenskra vatns- og jarðvarmaorku- vera mun því ekki batna, hvorki þeg- ar stóriðju er boðið rafmagn né held- ur þegar hugað er að beinum út- flutningi um sæstrengi, nema þyí ; aðeins að skattar verði lagðir a jai’ðefnaeldsneyti til að stemma stigu við losun gróðurhúsaloftteg- unda. Fátt bendir til almenns sam- komulags í þeim efnum. 3. Einkavæðing og markaðvæðing orkufyrirtækja fer hraðbyri um | heiminn. Þetta er þróun sem við get- um ekki látið fram hjá okkur fara, heldur verðum við að gaumgæfa . hvort eða öllu heldur hvernig við getum líka notið góðs af. Höfúndur er orkumálastjóri og formaður íslenskrar landsnefndar Alþjóða orkuráðsins. Internetið um BREIÐBAND Leifturhraði Fáðu gögn um BREIÐBANDIÐ Síminn Internet býður íslenskum internet- með áður óþeklctum hraða. notendum að taka þátt í seinni hluta tilraunar á gagnaflutningum um BREIÐBANDIÐ. Síminn Internet gefur nú internetnotendum á breiðbandssvæðum kost á að taka við gögnum af internetinu í gegnum BREIÐBANDIÐ. Gögnin berast á meiri hraða en áður hefur þekkst og er ísland eitt af fyrstu löndum í Evrópu þar sem internetnotendum stendur þessi tækni til boða. Internet um BREIÐBANDIÐ er bylting fyrir internetnotendur! BREIÐBANDSKORT fyrir PC tölvu kostar 29.900 kr. og er eingöngu selt hjá SÍMANUM internet, Grensásvegi 3. Áskrift hjá Símanum Internet um BREIÐBANDIÐ kostar 2.490 kr. á mánuói. _ laugardag kl. 12 -16 Grænt númerLilLi S í M I N N i nt ernet

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.