Morgunblaðið - 16.10.1998, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 16.10.1998, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1998 19 78% lækkun á verði bréfa Verð hlutabréfa í Kvaemer hef- ur lækkað um tæp 78% síðan í ágúst þegar það var 479 norskar krónur og hafði ekki verið hærra. Bréfin seldust á 106 krónur á þriðjudaginn. Kvaemer hefur átt við margvís- legan vanda að stríða, meðal ann- ars vegna fjármálakreppunnar í Asíu og minni hagnaðar skipa- smíði-, olíu- og gasdeilda fyrirtæk- isins. Samkvæmt upplýsingum frá Kvaemer hefur Tore Sörensen verið skipaður forstjóri þar til nýr aðalframkæmdastjóri finnst. ------------------- Samruni BAe/Dasa ógn- ar Airbus að sögn Frakka París. Reuters. HVERS konar samruni British Aerospace Plc og Daimler-Benz Aerospace (Dasa), sem útilokar Frakka, mun stofna Airbus sam- steypunni í hættu að sögn franska landvamaráðuneytisins. Samkvæmt frétt í Financial Times hyggjast BAe og Dasa sam- einast snemma á næsta ári í því skyni að koma á fót risastóru evr- ópsku flugiðnaðar- og hergagna- fyrirtæki, sem geti keppt með meiri árangri við bandarísku ris- ana Boeing og Lockheed Martin. Financial Times sagði í fréttinni að fyrirætlunin um samrana BAe og Dasa væri til komin vegna þess hve hægt Frökkum hefði miðað í því að einkavæða Aerospatiale að öllu leyti. Einnig væra fyrirtækin andvíg því að franska stjómin yrði hluthafi í nýju loftiðnaðar- og vam- arkerfafyrirtæki Evrópu (EADC). BAe, Dasa og Aerospatiale era meðeigendur í Airbus Industrie ásamt Casa á Spáni. Dasa og Aer- ospatiale eiga 38% hvor í Airbus, BAe á 20% og Casa 4%. Stóra loftiðnaðarfyrirtækin þrjú eiga í viðræðum um stofnun nýs EADC, en standa einnig í samn- ingum um að breyta Airbus í í hlutafélag á næsta ári. Samgönguráðherra Frakka, Je- an-Claude Gayssot, hefur sagt að samrani BAe-Dasa muni neyða Frakka til að endurskoða afstöðu sína í Airbus viðræðunum. -------♦-♦-♦------ Betri afkoma Intel Forstjóri Kvaerner lætur af störfum London. Reuters. KVAERNER Plc, hið fræga ensk- norska verkfræði- og byggingar- fýrirtæki, kveðst hafa beðið Erik Tonseth aðalframkvæmdastjóra að láta af störfum. Christian Bjelland mun gegna starfi aðalframkvæmdastjóra unz eftirmaður Tonseths hefur verið valinn. Tonseth hefur stjómað skipa- smíðafyrirtækinu í 10 ár, en hlut- hafar hafa gagnrýnt hann vegna verulegrar lækkunar á verði bréfa í fyrirtækinu, sem nýlega hafði ekki verið lægra í 11 ár. Námarisi við Anglo samruna Jóhannesarborg. Reuters. SUÐUR-afríska stórfyrirtækið Anglo American Corp hefur skýrt frá 10 milljarða dollara sameiningu þess og Minorco í eitt stærsta námu- og náttúraauðlindafýrirtæki heims með bækistöð í London. Samraninn bindur í raun enda á 81 árs nærvera fyrirtækisins í Suð- ur-Afríku og er talinn nauðsynleg- ur til að tryggja hagsmuni hluthafa eftir endalok kynþáttaaðskilnaðar í Suður-Afríku og á tímum aukinnar alþjóðavæðingar. Afríska þjóðarráðið (ANC) hefur lagt blessun sína yfir samninginn og suður-afríski seðlabankinn sam- þykkti hann. Fulltrúar viðskiptalífs- ins hafa fagnað samningnum, en verkalýðsforingjar hafa áhyggjur af táknrænni merkingu þess að Anglo flyzt úr landi aðeins fjórum árum eftir sigur meirihluta blökkumanna. Starfsemi Anglo og Minorco, sem hefúr bækistöð í Lúxemborg, verð- ur sameinuð í 6,1 milljarðs punda fyrirtæki, skráð í London, með ár- lega sölu upp á 16,3 milljarða punda samkvæmt síðustu úttektum á fjár- hagsstöðu. Víðtæk endurskipulagning Anglo-fyrirtækið í Jóhannesar- borg hefur endurskipulegt víðtæka starfsemi sína síðan í nóvember þegar skýrt var frá sameiningu gullumsvifa þess í mesta gullfram- leiðanda heims, Anglogold. Fyrirtækið og víðtækir hags- munir þess í námagreftri, fjármála- þjónustu, iðnaðarframleiðslu, efna- iðnaði og rafeindatækni hafa tekið stakkaskiptum með gerð ýmissa meiriháttar samninga. Eftir endurskipulagninguna verða helztu hluthafar Anglo Plc demantarisinn De Beers og Opp- enheimer-fjölskyldan, sem hafa samþykkt að styðja áætlunina og samþykkja tilboð hluthafa Min- orco. Anglo mun einnig kaupa nógu mörg bréf í Anglo American Plat- inum (Amplats) til að það félag geti talizt dótturfyrirtæki Anglo. Anglo hyggst einnig kaupa af De Beers hlut þess í Anglogold, Amplats, pappírs- og trjákvoðufyr- irtækinu Mondi og járnkrómrisan- um Samancor. Anglo og málmfyrir- tækið Billiton hafa komið á fót sam- eignarfyrirtæki til að bjóða í Samancor. Anglo mun losa sig við hlut sinn í Beverage & Consumer Industries Holdings Ltd (Bevcon) í Suður-Afríku og South African Breweries, fjórðu stærstu ölgerð heims. Minorco mun losa sig við gull- eignir, aðallega í Norður- og Suð- ur-Ameríku. Minorco mun einnig selja hlut sinn í bandaríska efna- vöraframleiðandanum Engelhard Corp og gróðuráburðarframleið- andanum Terra Industries. Palo Alto, Kaliforníu. Reuters. INTEL örgjörvarisinn hefur skýrt frá meiri hagnaði en búizt var við á þriðja ársfjórðungi á öllum starfs- sviðum fyrirtækisins og bendir á mikla eftirspum eftir einkatölvum. Fyrirtækið skilaði hagnaði upp á 1,6 milljarða dollara á tímabilinu, álíka miklum og á sama tíma í fyrra, en hagnaður á hlutabréf jókst í 89 sent úr 88 sentum. I Wall Street hafði verið spáð 80 senta arði á hlutabréf. HAGKAUP Meira úrval - betri kaup IBBmB
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.