Morgunblaðið - 16.10.1998, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 16.10.1998, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1998 43 KIRKJUSTARF I ruglverði, sem hér að framan í þessum skrifum hefur verið lýst. Aðþrengdar aðstæður einstakra manna og hin fjárhagslega freist- ing eru svo yfirþyrmandi. Sæaðall- inn og afkomendur hans hafa þá að fullu eða svo gott sem, gengið frá borði með allt andvirði kvótans á ruglverðinu. Eftir situr útgerðin með samsvarandi byrðar, að hluta til vegna beinna kaupa og útlagðra fjármuna, en að heilmiklu leyti í formi eðlilegrar kröfu þein’a, sem keypt hafa hlutabréf í útgerðarfyr- irtækjum á yfirverði, sem felur í sér fullt kvótaverð, að þeir fái arð af þeim raunverðmætum, sem þeir reiddu fram til að eignast bréfin. Ekkert teiknar til þess, að út- gerðin fái þá risið undir þessum þyrðum og ki’öfum. Sé með rök- réttum hætti reynt að leiða líkur að því, hvað gerist við þær aðstæður í framtíðinni, sem hér er reynt að rýna í, sýnist það í grundvallarat- riðum einungis geta verið tvennt í einhverri ófyrirsjáanlegi'i blöndu. Annars vegar hljóta hlutabréfin í sjávarútvegsfyrirtækjunum að lækka í verði til einhvers samræm- is við þá raunávöxtun, sem útgerð- in getur þá við þær aðstæður borið. Hins vegar mun sá vesalings mað- ur, sem þá verður tekinn við því þrotabúi, sem stefna Kristjáns Ragnarssonar hefur þá leitt yfir LÍU, verða að leita ásjár hjá stjórnvöldum þess tíma og biðja um, að útgerðinni, svo mikilsverð sem hún verður enn fyrir þjóðar- búið, verði búinn viðunandi starfs- grundvöllur miðað við þáverandi aðstæður. Vel líklegt er að óbreyttu, að nánast ekkert verði eftir af útgerð nema stóinitgerðir og landauðn í mörgum sjávarpláss- um, sem nú eru sæmilega sett. Stjómvöld ættu engra kosta völ nema gengisfellingar, til að velta þessum byrðum yfir á allan al- menning. Og þá væri endir sögunn- ar fulikomnaður. Kvótanum var út- hlutað gefins til hinna útvöldu. Þeim var gefið færi á að fénýta sér hann og selja á verði, sem þeir sjálfir ákváðu og loks tekur þjóðin á sig að kaupa þjóðareignina aftur til sín, að hluta með gengisfellingu, en að hluta með verðmætarýrnun hlutabréfa, sem almenningur hefur verið hvattur til að kaupa og sjóðir í almenningseigu hafa sömuleiðis fest fé sitt í. Þessi framtíðarsýn er ekki glæsileg, en hún er alltof lík- leg til að rætast að óbreyttu fisk- veiðistjórnarkerfi, til að henni sé ýtt til hliðar án vandlegrar íhugun- ar. Þetta er hin síðasta og ekki hin veigaminnsta þeirra greininga, sem ég hef gert á fiskveiðistjórnar- kerfinu og leitt hafa mig hver af annam til þeÚTar skoðunar, að nú- verandi fyrirkomulag sé að óbreyttu óhafandi og beinlínis stór- hættulegt, bæði fyrir útgerðina sem atvinnugrein og þar með þjóð- arhag. En hvað á að koma í staðinn? En þá verður fyrir þrautin þyngri, að leiða fram röki’étta greiningu á því, hvað eigi að koma í staðinn og hvernig það megi gerast án of mikilla fórna. Til er gömul arfsögn meðal indíána norðarlega í Kanada um það, að sá guð, sem þeir hafa búið sér til hugmyndir um, hafi skapað úlfinn til þess að halda hreindýrahjörðunum, sem þeir lifa að heilmiklu leyti af, var- anlega heilbrigðum. Þetta helgast af því, að við allar venjulegar að- stæður getur úlfur ekki náð heil- brigðu hreindýri. Hann verkar hins vegar úr hjörðinni veik dýr, van- sköpuð eða gömul og treystir þannig að hraustustu og dugmestu dýrin haldi velli og fjölgi sér. Sam- keppnin er eins og úlfurinn í sög- unni. Sé það tryggt, að allir, sem vilja og geta eigi sambærilegan kost á að taka þátt í samkeppninni, má fullyrða, að þeir vinni, sem best eru til þess hæfir. Samkeppni gerir þannig hvort tveggja, að úthluta eftirsóttum gæðum með óvilhöllum hætti og um leið úthluta þeim til þeirra, sem hæfastir eru til að nýta gæðin. Lokamarkmið við úthlutun veiðiheimilda Hið endanlega markmið við að dreifa aflaheimildum, hlýtur því að vera opið útboð á leigu aflaheim- ilda, þar sem öllum er frjálst að gera tilboð og hæstu gallalausu til- boðunum um magn og verð væri tekið. Með þessum hætti mundi út- gerðin sjálf ákveða í opinni sam- keppni, hversu háa auðlindarleigu hún treystir sér til að greiða. Auðlindarleigan væri þannig ekki skattur, heldur leiga til þjóðarinn- ar, eiganda auðlindarinnar, ákveð- in af bjóðendunum sjálfum eftir venjulegum markaðslögmálum framboðs og eftirspurnar á hverj- um tíma. Samkeppnin mundi með þeim miskunnarlausa hætti, sem henni er eiginlegur, grisja út úr út- gerðinni þá, sem verða undir og bjóða velkomna nýja aðila, sem betur standa sig. Tæknileg fram- kvæmd slíks útboðs og reglur um mat á því hvað eru gallalaus tilboð eru sjálfstæð viðfangsefni, sem ekki verða rædd hér nánar. Hvernig á að komast héðan og þangað? Þótt fallist væri á þessa framtíð- araðferð sem hina einu, sem bæði fullnægir kröfum um réttlæti og virkni í þá átt að þeir geri helst út, sem best eru til þess fallnir, er mikill vandi óleystur í því að kom- ast frá núverandi ófremdarástandi til þessa fyrirheitna lands. Sjálfur hef ég í mínum gi-einingum komist að þeirri niðurstöðu, að þessi um- skipti megi ekki taka öllu lengri tíma en tvö til fimm ár. Rökin eru þau, að út úr braskumhverfi ríkj- andi aðstæðna verði að koma sér fljótt til að lágmarka tjónið, sem af braskinu hlýst. Fyrsta hugmyndin, sem ég íhug- aði var hugmynd, sem Snjólfur Ólafsson prófessor setti fram í grein fyrir mörgum árum, að skerða gjafaúthlutunina um t.d. 20 % ááríog bjóða það vaxandi magn út til leigu ár hvert auk aukningar í aflamagni, sem ti! kynni að falla á tímabilinu. Niðurstaða mín varð sú, að framan af tímabili þessarar breytingar, væri yfirburðaaðstaða þeirra, sem fengju 80 eða 60% kvótans gefins slík, að samkeppnis- aðstaðan væri stórlega ívilnandi fyrir þá, ekki síst þá altra stærstu, rétt eins og hún hefur verið til upp- kaupa á kvóta og að framan er lýst. Að byi-ja þessa niðurtalningu með t.d. 40% skerðingu, hefði í raun sömu ágallana. Ur þessum öngstrætum rak mig yfir í þá hugmynd að gefa allar veiðar frjálsar í tvö ár með ein- hverjum almennum umferðarregl- um um hvar tiltekin veiðarfæri væiu leyfileg. Með þessu væri að sönnu tekin allróttæk áhætta um að einhverjum fiskistofnum yrði of- boðið um sinn eða stöðva yrði veið- ar áður en fiskveiðiárinu væri lok- ið. Hugmyndin hefur hins vegar ótvíræða kosti. Brask með kvóta- leigu væri umsvifalaust stöðvað, enda missti kvótinn allt sitt verð- mæti þessi tvö ár. Mönnum gæfist tveggja ára umþóttunartími til að búa sig undir fyrirsjáanlega óvissu og til að búa sig sem best í stakk til að geta keppt um allan kvótann að þessum tveimur árum liðnum. Það, sem eftir er af bátaflotanum og sjávarplássin um allt land fengju væna blóðgjöf og gætu með sama hætti náð vopnum sínum til að geta tekið með öflugum hætti þátt í samkeppninni um aflaheimildimar. Fiskifræðingar fengju færi á að meta fiskstofna með tilliti til al- vöruveiðiálags í stað þeirrar skekktu myndar, sem fram kemur, þegar stór hluti flotans er allt árið á sífelldum flótta undan því að veiða þorsk og fleygir honum í hafi í óþekktum mæli. Síðast en ekki síst væri ferðin til hins fyi’irheitna lands í úthlutun veiðiheimilda fljót- farin og gæti því verið sársauka- minni. Út úr þessari hugmynd hefur svo sprottið hugmynd um að leyfa einungis bátaflotanum frjálsar veiðar þessi tvö ár og þá t.d. innan 30 mílna, en takmarka veiðar tog- ara þar fyrir utan með kvótum. Að mínu áliti væri sanngjamast, ef þess teldist nokkur kostur, að fara eins með alla útgerð á þessum um- þóttunartíma. Þeirri hugsun hefur skotið upp í umræðunni um þessa hugmynd, að hún mundi leiða til óðagotsfjárfest- inga í skipum. Mín greining á þeirri hugsun leiðir hugann að því, að allir vita, að flotinn er nú þegar talsvert miklu stæmi en þörf er á til að ná þeim afla, sem í næstu framtíð verður talið hæfilegt að taka úr fískstofnunum. Eftirspurn eftir aflaheimildum verður því fyrst eftir að allsherjarappboð verður komið á, allmiklu meiri en framboðið. Veiðiskip munu því all- mörg missa verðmæti sitt eftir hinni alþjóðlegu reglu, að fram- leiðslutæki missa verðmæti sitt, þegar þeim er ofaukið. Það væri því mikil glópska af útgerðarmönn- um og lánastofnunum að ráðast í nýfjárfestingar til þessara tveggja ára. Slík glópska er þeim varla ætl- andi. Lokaorð Þetta er í stórum dráttum mitt málefnalega innlegg í umræðuna um fiskveiðistjóm, eins og það hef- ur þróast til þessa. Ég hef vakið at- hygli á því, hvernig talsmenn gild- andi fyrirkomulags reyna að láta það jákvæða, sem hægt er að halda fram um kvótasetninguna breiða jákvæða dulu yfir hina skaðlegu kvótaúthlutun með því að tala sí- fellt um kvótakerfi, eins og það sé eitt og allt gott og árangursríkt. Ég tel mig hafa leitt fram þau rök, sem hafa mótað þá skoðun mína, að kvótaúthlutun núgildandi fiskveiði- stjórnar sé ekki aðeins hættuleg fyrir þjóðarhag til framtíðar litið, heldur einnig fyrir útgerðina sjálfa. Veiðileyfagjald er hvei’gi nefnt í þessari úttekt, enda á það þar ekk- ert erindi. Veiðileyfagjald er af hálfu málssvara þess einungis frið- þægingargjald til þess ætlað að tryggja þeim, sem nú fá kvótanum úthlutað nánast gefins, verði til frambúðar leyft að halda honum gegn greiðslu einhvers lítilræðis. I grein Rristjáns Ragnarssonar, sem um er rætt í upphafi þessara skrifa, kveðst hann hafa haft gam- an af skrifum mínum um þessi efni á undanförnum áram. Það hefur hann getað gert og látið efni þeiraa sem vind um eyra þjóta, af því að hann taldi sig öragglega hafa allt ráðherra- og þinglið beggja stjórn- ai’flokkanna nægilega í vasa sér til að hér yrði ekki við neinu hreyft. Hér hefur verið lögð fram ítarleg greinargerð, hinum lesandi og hugsandi til íhugunar. Nú er spurningin hvort þetta þinglið er nægilega dáðlaust til að Kristján geti haldið áfram að skemmta sér. Höfundur er fyrrverandi fram- kvæmdastjóri og stuðningsmaður Samtaka um þjóðareign. Safnaðarstarf Hallgrímskirkja. „Orgelandakt" kl. 12.15-12.30. Orgelleikur, ritn- ingalestur og bæn. Langholtskirkja. Opið hús kl. 11-13, slökun og kristin íhugun. Kyn’ðar- og bænastund kl. 12.10, eftir stundina verður boðið upp á súpu, brauð og salat. Neskirkja. Bibliulestrar hefjast á morgun, laugardaginn 17. október, kl. 10.30, þá mun sr. Frank M. Halldórsson leiða lesturinn á Matteusarguðspjalli. Eftir biblíu- lesturinn verður boðið upp á súpu og brauð. Félagsstarf eldri borg- ara: A morgun, laugardag, kl. 15. Þór Magnússon þjóðminjavörður kemur i heimsókn. Boðið er upp á kaffiveitingar á vægu verði. Kirkjubíllinn ekur um hverfið. Laugarneskirkja. Mömmumorg- unn kl. 10-12. Selfosskirkja. Barnastarfið hefst næstkomandi sunnudag kl. 11. Sú breyting verður á frá fyrri áram að nú fer bamastarfið fram samhliða hinni almennu sunnudagsguðþjón- ustu. Ath. breyttan messutíma. Einnig fer fermingarstarfið af stað í þessari viku og mæta væntanleg fermingarböm í kirkjuna á fimmtudögum og föstudögum. Há- degisbænir era í kirkjunni þriðju- daga til föstudaga kl. 12.10, allir velkomnir. Bræðrafélag Fríkirkjunnar í Reykjavík byrjar vetrai’starfið með almennum félagsfundi í Safn- aðarheimilinu á Laufásvegi 13, á morgun, laugardag, kl. 12. Á fund- inum mun Sigurður E. Guðmunds- son, safnaðarformaður greina frá umfangsmiklum endurbótum á Fríkirkjunni sem nú fara fram svo og undirbúningi 100 ára afmælis safnaðarins á næsta ári. Sr. Hjört- ur Magni Jóhannsson safnaðar- prestur mun greina frá kirkju- og félagsstarfi safnaðarins og hug- myndum varðandi eflingu þess. Fyrirspumir og umræður í lok er- inda. Éélagar Bræðrafélagsins era hvattir til að mæta og taka með sér gesti. Léttur málsverður verður “ framreidur. Sjöunda dags aðventistar á ís- landi: Á laugardag: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti 19: Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðsþjón- usta kl. 11.15. Ræðumaður Björg- vin Snorrason. Safnaðarheimili aðventista, Blika- braut 2, Keflavík: Guðsþjónusta kl. 10.15. Biblíufræðsla að lokinni guðsþjónustu. Ræðumaður Einar Valgeir Arason. Safnaðarheimili aðventista, Gagn- heiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. ** 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumað- ur Eiríkur Ingvarsson. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vestmannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðu- maður Eric Guðmundsson. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafn- arfirði: Biblíufræðsla kl. 11. Ræðu- maður Sigríður Kristjánsdóttir. MAMMA Allt sem þig vantar ÞUMALÍNA Pósthússtræti 13, sími 551 2136. HEFUR ÞÚ KYNNT ÞÉR... ARBONNE INTERNATIONAL Jurtasnyrtivörur án ilmefna fyrir húð og hár. Útsölustaðir um land allt BT • Skeifunni 11 • 108 Rvk • Sími 550 4444 BT • Reykjavíkurvegi 64 • 220 Hafnarfirði • Simi 550 4020
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.