Morgunblaðið - 16.10.1998, Side 22

Morgunblaðið - 16.10.1998, Side 22
22 FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Meint eldhætta f farþegaþotuflota heimsins Skipt verði um einangrun Reuters Franskir bændur í úlfakreppu Washington. Reuters. BANDARÍSKA flugmálastjórnin (FAA) hefur ákveðið að mæla með því að skipt verði um einangrun í nærri því öllum fljúgandi farþega- þotum heimsins, en þær eru 12.000. Að sögn bandanska blaðsins Washington Post þykir ýmislegt benda til þess að kviknað geti í ein- angrun í þotuklefum eigi sér stað mikil hitamyndun í nágrenni henn- ar. FAA gaf út tilmæli sín í fram- haldi af rannsókn á orsökum þess að breiðþota svissneska flugfélags- ins Swissair fórst undan Nova Seotia í síðasta mánuði. Þótt orsakir slyssins liggi ekki fyrir benda um- merki á braki úr þotunni til þess að mikil hitamyndun og jafnvel elds- voði hafi orðið um borð. Jane Garvey, flugmálastjóri Bandaríkjanna, sagði í samtali við Washington Post, að FAA teldi ekki nógu mikla hættu á einangrunareldi í flugvélum til þess að krefjast þess að skipt yrði tafarlaust um einangr- un í farþegaþotum. Sagan sýndi að hvorki væri fyrir hendi bráð eða víðtæk hætta er storkaði flugör- yggi- Skipt um við reglulegt viðhaid En Garvey sagði að afstaða stofn- unarinnar kynni að breytast leiddu frekari rannsóknir í Ijós, að hættan væri raunverulega meiri en talið væri. í bili léti FAA nægja að mæla með endumýjun einangrunarinnar þegar „skynsamlegt tækifæri" gæf- ist í tengslum við reglulegt viðhald flugvélanna. Samkvæmt upplýsingum Jims Hall, framkvæmdastjóra Öryggis- nefndar samgöngumála (NTSB), hefur FAA hrundið af stað rann- sóknarverkefni þar sem könnuð verður eldhætta í farþegaflugi. SAUÐFJÁRBÆNDUR í Alpa- héruðum Frakklands fylktu í gær liði til að mótmæla tilraun- um umhverfísverndarsinna til að halda við stofni úlfa, sem hefst við í Alpafjöllunum. Bændurnir fullyrða að úlfar hafí hoggið stór skörð í fjár- hjarðir sínar, og ráku kindur í stórum stíl um götur Lyon til að vekja athygli á málstað sínum. Repúblikanar fallast á Qárframlag Washinglon. Reuters. Reuters Genabreytt súkkulaði SVISSNESKI sælgætisfram- leiðandinn Nestlé hefur sett á markað fyrsta súkkulaðið sem inniheldur genabreytt korn. Hafa „Smjörfingurnir" verið til sölu í Þýskalandi síðan í sept- ember. LEIÐTOGAR repúblikana á Bandaríkjaþingi hafa fallist á tillögu stjórnarinnar um að afhenda Al- þjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF) 18 milljarða dala, andvirði 1.240 millj- arða króna, til að aðstoða ríki sem eru féþurfí vegna fjármálakrepp- unnar í heiminum. Þetta er mikill sigur fyrir stjómina, sem sam- þykkti að vinna með öðrum ríkjum að því að knýja fram breytingar á starfsháttum IMF. Stjórnin hefur lagt mikið kapp á að þingið samþykki fjárframlagið til að auka traust manna á Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum og gera honum kleift að takast á við mestu fjár- málakreppu í heiminum í áratugi. Kreppan hófst í Asíu, barst síðan til Rússlands og hennar er nú farið að gæta í Brasilíu og fleiri ríkjum Ró- mönsku Ameríku. Samkvæmt drögum að samkomu- laginu þarf IMF að krefjast hærri Stjórnin lofar að beita sér fyrir um- bótum á starfs- háttum sjóðsins vaxta af lánum til margra að- krepptra ríkja og lánin þarf að end- urgreiða innan tveggja og hálfs árs. Ríkjunum, sem fá lánin, verði einnig gert að afnema viðskiptahöft, heim- ila innflutning matvæla og binda enda á óeðlileg ríkisafskipti af lán- veitingum banka til fyrirtækja. IMF er einnig hvatt til að gera meira til að vemda launþega og um- hverfið. Endi bundinn á „launungina" Bandaríkjastjóm lofaði ennfrem- ur að leggjast gegn því að Suður- Kórea fengi lán frá IMF eigi að tilIMF nota féð til að styrkja suður-kóresk íyrirtæki sem ramba á barmi gjald- þrots. Þá á stjómin að beita sér fyr- ir því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn veiti almenningi og þinginu meiri upplýsingar um ákvarðanir sínar, birti fundargerðir, viljayfirlýsingar og mikilvægustu skýrslur sínar. Newt Gingrich, forseti fulltrúa- deildarinnar, sagði að umbætumar myndu gera Alþjóðagjaldeyrissjóð- inn „viðráðanlegri" og „ábyrgari“. „IMF mun aldrei aftur starfa með launung," sagði Dick Armey, leiðtogi meirihlutans í fulltrúadeild- inni. „Þetta era ef til vill ekki allar þær umbætur sem við vildum. En ég fullyrði að í hvert sinn sem þeir setjast niður til að taka ákvörðun, þá gera þeir það þess vitandi að þeir geta ekki haldið henni leyndri." Talið er nánast öraggt að báðar deildir þingsins samþykki fjárfram- lagið. Ihaldsmenn vilja að Lipponen svari ásökunum Helsinki. Reuters. ÍHALDSMENN í Finnlandi, sem aðild eiga að ríkisstjóm með jafnað- armönnum í Finnlandi undir forsæti Paavos Lipponens, lögðu í gær fast að Lipponen að hann svaraði fyrir fullt og allt ásökunum þess efnis að hann hefði logið að finnska þinginu. Segja íhaldsmenn að ásakanirnar skaði traust ríkisstjórnarinnar og geti haft slæm áhrif á störf hennar. Arja Ahlo, fyrrverandi skatta- málaráðherra, hefur haldið því fram að Lipponen hafi beitt sér sjálfur fyrir þeirri ákvörðun á sínum tíma, að fjársekt var niður felld gegn Ulf Sundquist, fyrrverandi formanni Jafnaðarmannaflokksins. Sé þetta rétt þykir ljóst að Lipponen laug að þinginu þegar sagði að hann hefði ekkert haft með ákvörðunina að gera. Sagði Ben Zyskowicz, leiðtogi íhaldsmanna, að þeir vonuðust til að skýring fyndist fljótt á því ósam- ræmi sem virtist vera í fullyrðing- um Lipponens og Ahlos. Rannsóknir á hækkun yfírborðs sjávar Vísindamenn telja orsökina ekki bráðn- un suðurskautsíssins Lundúnum. Reutcrs. ÓTTI um að ísinn á Suðurskauts- landinu sé að skreppa saman og bráðnun hans valdi hættulegri hækkun sjávarborðs í heiminum er ástæðulaus. Þetta fullyrtu vísinda- menn í gær, sem á undanfömum ár- um hafa stundað rannsóknir á suð- urskautsísnum. Hópur vísindamanna frá Bret- landi, Hollandi og Bandaríkjunum, sem á vegum University College- háskólans í London hafa undanfar- in fímm ár gert nákvæmar mæl- ingar á ísnum, sögðu að langstærstur hluti jökulíssins á Suðurskautslandinu væri „mjög stöðugur". Á þessari öld hefur yfirborð heimshafanna hækkað að meðaltali um 18 sentimetra. Duncan Wing- ham, prófessor og talsmaður rann- sóknarhópsins, sagði að vísinda- menn hefðu fram að þessu rakið or- sök þessarar hækkunar að miklu leyti til bráðnunar Suðurskautsíss- ins. Niðurstöður rannsóknarinnar bentu aftur á móti til, ad af þessum 18 cm væri ekki hægt að rekja meira en 1,7 til Suðurskautsins. Því væri orsakimar fyrir hækk- andi yfirborði sjávar frekar að rekja til útþenslu rúmmáls hafsins vegna hækkandi lofthita, sem gróðurhúsa- áhrifin valda, og bráðnunar jökla í fjallendi. Sjávarborð hækkar enn Að sögn Winghams breyta niður- stöður rannsóknanna á suðurskaut- sísnum engu um þá spá vísinda- manna, að haldi hækkun sjávar- borðs áfram með sama hraða og undanfama áratugi verði milljónir íbúðarhúsa, sem nú eru niðri við sjávarmál, komin á kaf innan tveggja alda. Reuters Sprengjubyrgi til sölu HÉR SÉST inngangurinn að sprengjubyrgi sem byggt var fyrir ríkisstjórn Vestur-Þýzkalands á dögum kalda stríðsins. Byrgið er við þorpið Marienthal, sem er í grennd við bæinn Altenahr, en það er nú til sölu. Á inn- felldu myndinni má sjá hvaða hægindi kanzlara Þýzka- lands var ætlað að þurfa að gera sér að góðu ef hann hefði neyðzt til að eyða nótt í byrginu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.