Morgunblaðið - 16.10.1998, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.10.1998, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1998 21 ÚR VERINU__________________ Afli í ár hálfri milljón tonna minni en í fyrra Morgunblaðið/Ármann Agnarsson BEITIR NK með gott kolmunnahal á síðunni, en skipið hefur landað um 10 þúsund tonnum af kolmunna á árinu. Góð kolmunnaveiði KOLMUNNAVEIÐAR hafa gengið vel síðustu daga og segja skipstjórn- armenn aflabrögð npkkru betri nú en framan af hausti. Atta skip, þar af þrjú færeysk, hafa verið að kolmunnaveiðum í Rósagarðinum svokallaða, um 100 sjómílur austur af Stokksnesi. Þar hafa skipin fengið um 250 tonn í hali síðustu daga. Bjarni Ólafsson AK landaði 900 tonnum á Akranesi í fyrradag eftir þrjá sólarhringa að veiðum og Beitir NK rúmum 1.000 tonnum á Nes- kaupstað eftir svipaðan tíma. Þá hafa Elliði GK og Huginn VE einnig náð ágætum árangri, en þau eru nokkru aflminni en önnur skip sem stunda veiðarnar. Ágætt verð fæst fyrir kolmunnann eða um 9.500 krónur fyrir tonnið en 10 þúsund krónur fást fyrir kolmunnatonnið í Færeyjum. I samtali við Morgunblaðið sagði Sigurjón Valdimarsson, skipstjóri á Beiti NK, líklegt að loðna fyndist á næstunni svo framarlega sem ein- hver skip færu að leita. Hann sagði gott að hafa kolmunnann upp á að hkupa á meðan engin loðna fyndist. „Á meðan veiðarnar ganga vel er ekkert yfir þessu að kvarta. Það er víða kolmunna að sjá og enn hefur enginn leitað í Sfldarsmugunni. Kolmunninn er hins vegar dreifður og aðeins í veiðanlegu ástandi á fáum svæðum," sagði Sigurjón. FISKAFLINN frá áramótum til loka september er mun minni en á sama tíma í fyrra. Aflinn þetta tímabil í ár var 1.120.000 tonn, en það er um 480.000 tonnum minna en á sama tímabili í fyrra. Munur- inn liggur nær eingöngu í loðnu. Fiskaflinn í septembermánuði reyndist rúmlega 48.000 tonn, sem er tæplega 7.000 tonnum meira en í fyrra. Loðnuafli fyrstu níu mánuði þessa árs varð aðeins 663.000 tonn, en á sama tíma í fyrra var loðnuafl- inn 1.153.000 tonn. Rækjuafli nú er um 41.000 tonn, sem er 6.000 tonn- um minna en í fyrra. Botnfiskafli hefur hins vegar aukizt milli ár- anna og er nú um 386.000 tonn á móti 364.000 tonnum í fyrra. Mest munar um aukningu þorskafla. Nú veiddust 177.500 tonn af þeim gula en 151.500 í fyrra og er aukningin því um 26.000 tonn. Af öðrum teg- undum má nefna að minna veiddist nú af ýsu, ufsa, karfa, grálúðu og skarkola, en úthafskarfaafli hefur aukizt. Afli togara eykst Afli togara hefur aukizt um 74.000 tonn og munar þar mest um 84.000 tonna loðnuafla togskip- anna, sem er rúmlega 50.000 tonn- um meira en í fyrra. Skýringin er reyndar að nokkru leyti sú, að skip hafa verið færð milli skipaflokka. Reyndar hefur sókn togara einnig aukizt í kjölfar minni sóknar út fyr- ir landhelgina. Mikill samdráttur í loðnu en aukning í þorskinum Smábátar auka hlut sinn Bátaflotinn er nú með 736.000 tonn, en var í fyrra með 1.300.000 tonn. Þar er það samdráttur í loðnuveiðum sem ræður úrslitum, en botnfiskafli hefur minnkað lítil- lega líka. Smábátar eru nú með 44.500 tonn, sem er nálægt 10% aukning frá síðasta ári. Aukningin liggur nánast öll í þorskafla, sem er nú um 47.800 tonn, en var á sama tíma í fyrra 41.700 tonn. Þorskafli í september varð alls um 16.800 tonn, sem er um 3.800 tonnum meira en í fyrra. Togarar og smábátar auka sinn skerf, en samdráttur er hjá bátaflotanum. Heildarbotnfiskaflinn í september er 33.300 tonn á móti 27.900 tonn- um í fyrra og er aukningin aðal- lega í þorski og karfa. Afli úthafs- rækju var mjög lítill í september, aðeins 3.300 tonn, sem er ekki helmingur aflans í september í fyrra. Síldveiðar hafa á hinn bóg- inn gengið skár í haust en í fyrra- haust og aukning hefur orðið á hörpudiskafla. Sfldveiði í Norður- sjó líklega aukin LÍKLEGT er talið að veiði Norðursjávarsfldar verði aukin lítillega á næsta ári, að því er kemur fram í Worldfísh Report. I skýrslu ráðgjafanefndar Al- þjóðahafrannsóknaráðsins er lagt til að leyfilegur heildarafli verði 270.000 tonn 1999, en hann var 254.000 tonn á þessu ári. Akvörðun um heildarafla í Norð- ursjónum er í höndum Evrópu- sambandsins og Noregsstjórnar. Ráðgjafanefndin þakkai- bætt ástand sfldarstofna í Norður- sjónum aðgerðum, sem gripið hefur verið til á síðastliðnum tveimur árum, og fólust í þvi að takmarka leyfilegan heildarafla og sókn verksmiðjuskipa á Norðursjávarmiðin. Síldarstofn- inn í Norðursjónum er talinn vera um 800.000 tonn. I/ I l.des. á ótrúlegu verði ananeyja MaÖliLSÍte á mann í tvíbýli í 21 nótt í íbúð m. 1 svherb. á Las Arenas. Innifalið í verði eru m.a. tvær innkaupaferðir til höfuðborgar- innar, Las Palmas. Atlas-ávísun og Frípunktar gilda sem greiðsla upp í ferðina. Selt eingöngu í Kringlunni Þessar kjaraferðir til Kanaríeyja eru seldar eingöngu á söluskrifstofu Flugleiða í Kringlunni (sími: 50 50 700). FLUGLEIDIR Traustur tslenskur ferðafélagi MÐ k aíMfc 4. og 18. janúarítvær eðaþrjárvikur Atlas-ávísun og Frípunktar gilda sem greiðsla upp í ferðir. - sólarveröld fyrir sólskinsbörn á ölium aldri Á Playa del Inglés, „Ensku ströndinni", finnst allt sem hugurinn gimist, hvort sem það á að vera skcmmtilegt, spennandi, rómantískt, þægilegt eða fallegt. Gististað- imir era fyrsta tlokks, veitingahúsin freistandi, búöimar hlaðnar vamingi, verðið er hagstætt - og á skemmtistöðunum er hægt að vera í sólskinsskapi langt íram á nótt. Á þessum langvinsælasta tíma á Kanaríeyjum er verðið aöeins frá 75.910 kr.* með afslætti.á mann í tvíbýli í 14 daga í íbúð m. 1 svherb. á Las Camelias. QATW^ EUROCARP VeJurFlugleiða á Intemetinu: mvw.icelandair.is Netfangfyrirahnennarupplýsingar: info@icelandair.is 'Innifalið:flug,flugvallarskattar,gisting, Islcnsk fararstjóm og rútuferðir til ogfrá flugvclli erlendis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.