Morgunblaðið - 16.10.1998, Page 18

Morgunblaðið - 16.10.1998, Page 18
Í& FÖSÍÚDÁGUR 16l ÖKTÖÉkR Í998 MÖRGÚNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason BENJAMÍN Þórðarson og Bergþóra Kristinsdóttir hafa veitt hvíta- sunnusöfnuðinum í Stykkishólmi forstöðu síðustu 16 ár. Nú hafa ung hjón tekið við starfinu, Gylfi Markússon og Christina Bengtson. Nýr forstöðumaður hvítasunnusafnaðarins Stykkishólmi - Hvítasunnusöfnuður- inn í Stykkishólmi hefur starfað hér í bæ óslitið í fjölda ára. Á samkomu hjá söfnuðinum sunnudaginn 11. október s.l. fóru fram forstöðu- mannaskipti. Benjamín Þórðarson sem hefur gegnt starfi forstöðumanns í tæp 16 ár lét af því stai-fi. Við tók Gylfi Markússon frá Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð. Gylfi og kona hans Christ- ina Bengtson fluttust til Stykkis- hólms nú í haust ásamt 5 börnum sín- um. Þau ákváðu að breyta til og taka að sér umsjón safnaðarins í Stykkis- hólmi. Þau hjón eru áhugasöm og hafa löngun til að efla starfið. Hvíta- sunnusöfnuðurinn í Stykkishólmi er ekki fjölmennur, en hefur starfað hér í bæ óslitið í fjölda ára. Söfnuðurinn á sitt eigið húsnæði sem stendur við Skúlagötu. Breiðabólstaðarprestakall Nýr sóknarprestur Hvammstanga - Sr. Sigurður Grét- ar Sigurðsson, nývígður sóknar- prestur í Breiðbólstaðarpresta- kalli, var settur inn í embætti sitt sunnudaginn 13. október sl. At- höfnin fór fram í Hvammstanga- kirkju að viðstöddu fjölmenni. Prófasturinn sr. Guðni Þór Ólafsson annaðist innsetninguna og las vígsluvottorð og biskupa- bréf. Sr. Sveinbjörn Einarsson, sóknarprestur á Blönduósi, las ritningalestra og sr. Sigurður pré- dikaði. Að messu lokinni var kirkjugest- um boðið til kaffiveislu í Félags- heimilinu í boði sóknamefnda prestakallsins. í prestakallinu eru fjórar sóknir, Hvammstangasókn, Tjarnarsókn, Vesturhópshólasókn og Breiðaból- staðarsókn. Fræðsluátak útvegsmanna Húsavík og Homa- fjörður bjóða heim FISKIÐ JU SAML AG Húsavikur hf. og Utvegsmannafélag Horna- fjarðar bjóða almenning velkominn um borð í skip sín laugardaginn 17. október. Heimboðið er liður í fræðsluátaki Islenskra útvegsmanna en tilgang- ur þess er að glæða áhuga og auka þekkingu landsmanna á undir- stöðuatvinnuvegi íslensku þjóðai-- innar. Laugai’daginn 17. október verða heimboð á Húsavík og Höfn í Hornafirði frá klukkan 14 til 17. í tilefni af komu Húsvíkings ÞH 1 í fyrsta sinn í heimahöfn mun Fiskiðjusamlag Húsavíkur hf. bjóða bæjarbúa og aðra velkomna um borð. Húsvíkingm- ÞH 1, sem er eitt af nýjustu og fullkomnustu skipunum í flotanum, var byggður árið 1994 í Noregi. Skipið er sér- staklega búið til frystingar á rækju. Nánari upplýsingar um Húsvíking ÞH 1 er að finna á heimasíðu Fisk- iðjusamlagsins sem er: HYPERLINK http://www.fh.is www.fh.is. Á Höfn í Homafii’ði munu út- vegsmenn sýna báta sína, vinnslu- stöðvar Skinneyjar og Borgeyjar verða opnar, hafnarvogin verður til sýnis og lóðsbáturinn Björnlóðs. Hafi-annsóknastofnun verðui’ með kynningu á stai’fsemi sinni þar sem Jóhann Sigurjónsson, forstjóri stofnunarinnar, flytur erindi, gest- um er boðið að skoða veggspjalda- sýningu, víðsjá og fleira forvitni- legt. Veitingar verða í Pakkhúsi í boði Hafrannsóknastofnunar og Utvegsmannafélags Hornafjarðar. Léttai’ veitingar verða í boði á báðum stöðum og öllum gestum verða afhend veggspjöld með fróð- leik um íslensku fiskiskipin. Nánari upplýsingai' veita Hall- dóra Jónsdóttir, Utvegsmannafélag Homafjarðai’, sími 478-1322 og Steindór Sigurgeússon, Fiskiðju- samlag Húsavíkur hf., sími 464- 1388. Bréfberaskortur í Stykkishólmi Póstmeistarinn ber út póstinn Stykkishdlmi. Morgunblaðið. ERFITT hefur verið að fá bréfbera til starfa hjá íslandspósti hf. í Stykkishólmi. Nú er svo komið að póstmeistarinn, Eðvarð Sigurjóns- son, hefur orðið að hlaupa í skarðið og bera út póstinn. Stykkishólmi er skipt í þrjú póstútburðarhverfi og hafa þrír bréfberar annast útburðinn. Síð- ustu mánuði hefur gengið illa að fá fólk til starfsins og starfar nú að- eins einn bréfberi hjá Islandspósti. Til að bjarga málunum hefur póst- meistarinn hlupið í skarðið og síð- ustu tvo mánuði hefur hann orðið að bera út póstinn daglega og feng- ið hjálp hjá konu sinni. Að sögn Eðvarðs er þetta ófremdarástand sem gengur ekki lengur. Hann er frá vinnu sinni sem hann er ráðinn til eftir hádegi og ekki hægt að ná til hans þar sem hann er á gangi um bæinn að bera út póstinn. Verkefnin bíða svo þar til seinnipartinn og á kvöldin. Þetta kemur líka niður á íbúum bæjarins, þeir fá póstinn mun seinna en áður var og eru lítt hrifnir. Eðvarð segir að mikið hafi verið auglýst eftir bréfberum, en án árangurs og kannske hafi launakjörin átt þátt í því. Oft er þetta erfið vinna, einkum á vetrum, en hún er þó á margan hátt heilsubætandi. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason EÐVARÐ Sigurjónsson, póst- meistari í Stykkishólmi, að leggja af stað með pósttöskurnar að bera út póstinn, en hann hefur þurft sjálfur að fara í störf bréf- bera sfðustu tvo mánuði þar sem enginn hefur feng- ist til starfsins. Sértilboð Gildirtil 28. október viðskiptatölvur Dell OptiPlex™ GX1 Intel® Pentium® II350/100 MHz örgjörvi 32 MB minni • 4,3 GB diskur 15" Ultrascan skjár (Trinitron) • hljóðkort 3Com 10/100 netkort WakeUpOnLAN Verð kr. 138.205,- stgr. m.VSk* pentium’JJ OptiPlex™ með Intel® Pentium®ll örgjörvum Oell, Oell merkið og OptiPlex™ eru skrásett vörumerki Dell Computer Corporation. InteKB) inside merkið og Intel® Pentium® eru skrásett vörumerki og MMX er vörumerki Intel® Corporation. Dell OptiPlex™ G1 Intel® Pentium® II350/100 MHz örgjörvi 32 MB minni • 4,3 GB diskur 15" Ultrascan skjár (Trinitron) 3Com 10/100 netkort WakeUpOnLAN Verð kr. 128.674,- stgr. m. vsk * *Verð fyrir aðila að rammasamningi Ríkiskaupa RK-302

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.