Morgunblaðið - 16.10.1998, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 16.10.1998, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1998 45 HESTAR á heimasiðu tandssambands hestamannafétaga Lanössamband hestamannaféiaða (LH> aru heildareamtök 48 hestamannaíélaga me>um átta llúsund félagsmenn. Stjórn, kosin á landsflingi fuötrúa hestamannafélaganna, ogtramkvæmdastjón sinna dagiegum rekstr) og fylgja eftlr ótyktunum lendsfilnganne. Skrifstoía LaiKtsambands hestamannafélaga er opin frá M. 8-17. Símatími er írá kl. 10-12. Framl«æmaast)óri LH er Haligiímur Jónaeson, og einnlg vinnur Sigrún Ógmundsdótlir á skrifstotiinni frá kl. 9-13 '10168-0578 10S.fic5S1 1104 F A X I ,v.efuíinn um • fale.nska. hestirm • ■í £. a & j*. Sl ■a a m 1 Biek Fer»4rd R»lo*í Hof»>» 6*aroh 0vld» Print 6«euril, $fop \m jbHp://vw stA.is/k/ * Ný heimasíða LH komin í gagnið LANGÞRÁÐ heimasíða Lands- sambands hestamannafélaga var nýlega tekin í notkun. Tekur hún við af löngu úreltri síðu Hestaí- þróttasambands íslands, en ár er síðan samtökin sameinuðust eins og kunnugt er. Nýja heimasíðan er mjög að- gengileg og þar koma fram helstu upplýsingar um LH og að- ildarfélög þess. Slóðin er www.stak.is/lh. Á forsíðunni er sagt frá LH og þar er hægt að velja ýmsa málaflokka svo sem félög, nefndir, stjórn, lög og reglur og mótaskrá. Ef smellt er á félög koma upp nöfn félaganna og aðsetur þeirra, nöfn, heimilis- föng og símanúmer formannanna auk þess sem merki félaganna birtast til hliðar. Ef smellt er á nefndir koma fram upplýsingar um allar nefndir á vegum LH og nöfn, heimilisföng og símanúmer þeirra sem í þeim sitja. Sama á við um stjórn LH. Sérstaklega er þægilegt að geta flett upp lögum og reglum LH og er óskandi að þar verði nýjustu upplýsingar og breyting- ar færðar inn strax eftir hvert landsþing. Þar sem öllum mótum er lokið á árinu er engin mótaskrá komin inn, en þarna er kominn álqósan- legur vettvangur fyrir mótaskrá LH. Það hefur viljað brenna við að mótaskráin komi seint út og þegar búið er að birta hana er alltaf hætta á að gera þurfi ein- hverjar breytingar. Nú er hægt að birta á heimasíðunni upplýs- ingar um mót um leið og þau hafa verið ákveðin og auðvelt er að færa inn breytingar ef þörf er á. Heimasiða LH ætti að vera andlit íslenskra hestamanna og vonandi verður hún fljótlega þýdd á erlend tungumál. Það sem enn vantar, og verður vonandi bætt úr því við fyrsta tækifæri, eru almennar upplýsingar um ís- lenska hestinn og saga hans rak- in. Slíkar upplýsingar er helst að finna á erlendum heimasíðum ís- landshestasamtaka. Eðlilegt væri að hægft væri að nálgast þær á ís- lenskum vef. Einnig þyrfti að koma upp góðu tenglasafni. Brýnast er þó að þessi heima- síða falli ekki í sömu gryfju og sumar íslenskar hestasíður sem sjaldan eru uppfærðar og flytja þeim sem þær heimsækja gamlar fréttir og úreltar upplýsingar svo vikum eða mánuðum skiptir. Ráðherra skipar nefndir um reiðvegi og áning- arstaði á hálendinu HALLDÓR Blöndal samgönguráð- herra er þessa dagana að skipa nefnd sem fjalla á um stöðu reið- vega á landinu. Fyrir nokkru var einnig skipuð nefnd á vegum ráð- herra sem ætlað er að meta þörf fyrir áningarstaði á hálendinu fyrir hestamenn sem þar ferðast um. Halldór Blöndal samgönguráðherra sendi í gær út bréf þar sem óskað er eftir tilnefningum frá Landssam- bandi hestamanna, Bændasamtök- unum, Náttúruvernd ríkisins, um- hverfisráðuneyti og Sambandi ís- lenskra sveitarfélaga í reiðvega- nefnd. Auk þess skipar ráðherra einn mann í nefndina og er Jón Rögnvaldsson aðstoðarvegamála- stjóri formaður hennar. Nefndinni er ætlað að fara yfir stöðu reiðvega á landinu. Halldór Blöndal sagði í samtali við Morgunblaðið að málið hefði verið lengi í undirbúningi og hefur Vegagerð ríkisins verið með það í athugun. „Eg hef lagt áherslu á að ákveðið verði í skipulaginu hvar og hvernig reiðvegir eigi að vera,“ sagði hann. „Einnig er nauðsynlegt að átta sig á því hverjir eigi að kosta reiðvegi, lagningu þeirra og viðhald og óhjá- kvæmilegt er að taka hliðsjón af umhverfissjónarmiðum í þeim efn- um. Komið hefur upp nokkur ágreiningur milli hestamanna og bænda og sumarbústaðaeigenda og er nauðsynlegt að fá sættir í þau mál. Einnig hefur komið til árekstra þar sem gömlum þjóðvegum og fomum reiðleiðum hefur verið lokað með hengilás. Vegagerðin, sveitar- félög og hestamenn verða að finna einhverjar ásættanlegar leiðir til að leysa þessi mál.“ Ráðherra sagði að sjá þyrfti til þess að nýjar vegaframkvæmdir tækju mið af þörfum hestamanna. Umferð væri orðin svo hröð að mikil hætta stafaði af því þegar menn ríða á vegum eða meðfram þeim. Þá skipti miklu máli að lýsing á vegum í nágrenni hesthúsabyggða væri góð. Önnur nefnd var sldpuð á dögun- um af samgönguráðherra. Henni er ætlað að komast að því hvar þörf er á að setja upp áningarstaði og að- hald á hálendinu fyrir hestamenn sem þar ferðast um í hópum Tveir hestamenn eiga sæti í nefndinni. Baldvin Baldvinsson bóndi í Torfu- nesi, sem er formaður nefndarinn— ar, og Einar Bollason hjá íshestum. Auk þeirra eiga fulltrúar frá Vega- gerðinni, Landgræðslu ríkisins og Náttúruvernd ríkisins fulltrúa í henni. Halldór Blöndal sagði að verksvið nefndarinnar hafi verið skilgreint of vítt í byijun og gætti nokkurs mis- skilnings þar sem haldið var að hún ætti einnig að fjalla um reiðvega- mál. Það hefði verið leiðrétt. Hann sagðist einnig vita til að stjórn Landssambands hestamanna hefði verið óánægð með að hafa ekki full- trúa í nefndinni. „Það er ekkert því til fyrirstöðu að LH eigi fulltrúa í þessari nefnd,“ sagði hann, „því er velkomið að skipa fulltrúa í hana.“ Símar 557 2000 og 557 7100 Skemmuvegi 36 Bleik gata Kópavogi Framhaldsnámskeið í Áfallahjálp 22. og 23. október 1998 Enn eru nokkur sæti laus á áfallahjálparnámskeið Landsbjargar, landssambands björgunarsveita, sem haldið verður á Grand hótel Reykjavík 22. og 23. október næstkomandi. Námskeiðið er ætlað þeim sem þegar búa yfir grunnþekkingu í aðstoð vegna sáirænna áfalla. Skráning og upplýsingar eru á skrifstofu Landsbjargar í síma 587-4040 LANDSBIÖBC Dr. George S. Everlykennir við Loyola College í Maryland og Johns Hopkins Un'rversity og hefur stýrt uppbyggingu váhrifameðfeiúarog éfallahjélpar I Bandarifjunum og skipulagt hjélparstarfvið öll stærri áföll þar i landi é undanfömum árum. k í blaðaukanum verður komið víða við og heimilinu gerð góð skil á líflegan og skemmtilegan hátt. Farið verður m.a. í heimsókn til ungs fólks sem er nýbúið að gera upp íbúð og sýndar myndir fyrir og eftir breytingar. Einnig verður rætt við arkitekt um tískuna í húsbúnaði, litavali og innréttingum. </l 7, LL UJ J < Q úi 7. * Eldhús * Gólfefni * Litir og litaval * Lýsing og Ijós * Húsgögn og annar húsbúnaður * Hirslur •Tískan á heimilinu *Viðtöl o.m.fl. Skilafrestur auglýsingapantana er til kl. 12 mánudaginn 19. október. Allar nánari upplýsingar veita sölu- og þjónustufulitrúar á söludeild auglýsinga í síma 569 1139. AUGLÝSINGADEILD Sími: 569 1111 • Bréfasími: 569 1110 • Neifang; augl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.