Morgunblaðið - 16.10.1998, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 16.10.1998, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ I DAG FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1998 49 + Elsebeth Vil- hjálmsson var fædd 8. nóvember 1910 í Hvalba í Færeyjum. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 6. októ- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jakob og Krist- ina Joensen. El- sebeth var elst sex systkina, sem öll eru látin. Elsebeth gift- ist Jens Vilhjálms- syni 1934, f. 19. mars 1909, d. 24. des. 1974. Þau bjuggu lengst af á Hofsvallagötu 18 í Reykjavík. Þau eignuðust ijóra syni. Tveir þeirra létust í bemsku. Þeir sem eftir lifa era: 1) Jakob, f. 4. júlí Hún Ebba mamma er dáin! Stutt er bilið milli lífs og dauða. Aðeins þremur tímum áður en hún dó litum við mamma og systui-nar inn til hennar á Hrafnistu þar sem- hún sat með sinn tebolla. Þegar ég rifja upp bernskuminn- ingar, er Ebba mamma ávallt þar. Hún var besta vinkona mömmu minnar, Maríu Friðbergsson. Þær fluttu til íslands frá Færeyjum, settust hér að, giftust og eignuðust börn. Mín fyrsta bernskuminning er að ég er í pössun hjá þeim sæmdarhjónum Ebbu og Jens. Eg ligg í kommóðuskúfu sem dregin hafði verið út á gólf og leik mér að höldunum á skúffunni. Næsta minning er, þegar Jens heldur á mér í fanginu og spyr hvort hann megi eiga mig, hann langar svo að eiga stelpu, átti bara tvo stráka. Og ef hann mætti eiga mig mátti ég alltaf sofa með slaufur í hárinu - það var freistandi. Ógleymanleg er sjóferðin á bátn- um hans Jens út í Engey - já, margar eni minningamar um þau heiðurshjón á Hofsvallagötu 18. Ebba mamma var alltaf eins, þótt lífið færi ekki ávallt um hana mjúkum höndum. Hún missti tvo unga syni sína, sá á eftir elsta syn- inum og fjölskyldu hans til Ástral- íu. Jens dó úr krabbameini og heilsa hennar fór hrakandi. Það mætti þó margur læra af hennar lífsspeki - að taka lífinu með æðru- leysi og una glaður við sitt. Nú þegar komið er að leiðarlokum langar mig, Inga og börnin okkar fjögur að þakka alla þína ástúð og umhyggju í okkar garð. Farðu heil á fund Jens, litlu drengjanna þinna og Guðs, elsku Ebba mín. Kristrún Gestsdóttir. Elsku besta amma okkar, nú þegar komið er að kveðjustund langar okkur systkinin til að minnast þín nokkrum orðum. Alltaf var jafn gott að koma til þín, amma, og móttökurnar alltaf hlýjar og innilegar, sama hvernig á stóð, alltaf tókstu jafn vel á móti okkur. Eitt er víst, að aldrei fór neinn svangur frá þér, þú varst búin að fylla borðið af kræsingum á svipstundu ef við komum í heim- sókn. Það var stórviðburður ef þú fékkst sent skerpukjöt, þá geymdir þú alltaf bita handa okk- ur og svo var haldin veisla þegar við komum í heimsókn. Það eru margar góðar minningar úr eld- húsinu hjá þér. Alltaf tókst þú þátt í okkar gleði- og sorgar- stundum og fylgdist alltaf náið með því sem við vorum að gera. Að lokum viljum við systkinin þakka þér fyrir alla þína ást og umhyggjusemi. Minninguna um þig munum við geyma í hjarta okkar um alla framtíð. Margir gráta bliknuð blóm. Beygjasorgir flesta. Án þess nokkur heyri hljóm, hjartans strengir bresta. 1935, giftur Guð- rúnu Þorbergsdótt- ur, búsett í Ástralíu. Þau eiga íjögur börn. 2) Guðjón Jó- hann, f. 7. jan. 1946, giftur Guðrúnu J. Jóhannesdóttur, bú- sett í Reykjavík. Þau eiga þijú börn. Elsebeth og Jens ólu upp frá 15 ára aldri sonardóttur sína, Elísabetu Jak- obsdóttur, f. 28. júní 1956, gift Ólafi Há- konarsyni, búsett í Reykjavík. Barnabarnabörnin eru níu. Útför Elsebethar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Enginn getur meinað mér minning þína’ að geyma. Kring um höll, sem hrunin er, hugann læt ég sveima. Þú sem heyrir hrynja tár, hjartans titra strengi, græddu þetta sorgarsár, svo það blæði’ ei lengi. (Erla.) Hákon og Helena. Ebba mín, það er þá komið að því, að þú, mín kæra vinkona, kvaddir þennan heim. Eg sem ætlaði að kíkja til þín einu sinni enn áður en þú fengir hvíldina. Eg talaði ekki alls fyi-ir löngu við Guðjón og hafði þetta á orði við hann. En ég var ekki búin að koma því í verk og svo fór sem fór. Og nú finn ég til í hjarta mínu. Ebba mín, þú varst með þeim fyrstu af vinkonum hennar mömmu sem ég kynntist eftir að ég kom sem barn frá Englandi, jafnvel íslenskan mín ekki orðin fullmótuð. Þú varst eins og klettur í þínu litla eldhúsi á Hofsvallagötu 18 með þitt bros, alltaf að veita góð- gjörðir. Þau voru ansi mörg skiptin sem ég sat á bekknum hjá þér í eldhúsinu og maginn fékk sitt. Þetta eru ljúfar minningar. Sú minning sem við báðar hlógum að seinna var þegar ég vai’ alveg hjá ykkur hjónunum, já Jens má ekki gleyma. Það var þegar mamma og stjúpi fóru í siglingu. Eg var u.þ.b. tíu ára, ég var úti að labba og það var hálka og komið myrkur. Eg hrasaði og varð á að brjóta gler á brunaboða. Eg kom hágrátandi heim og sá ekkert nema brunaliðs- og lögreglubíla á eftir mér. Þá tókstu á móti mér, faðmaðir og brostir. Seinna í lífínu veiktist elsta barnið mitt alvarlega. A meðan hann var á Landakoti var ég hjá þér, og alltaf sama umhyggjan þín. Nú hef ég búið hér í sveit í yfir þrjátíu ár, það kom af sjálfu sér að við hittumst ekki svo oft. En fjar- lægðin skaðar ekki vináttubönd. Ég var mikið ánægð yflr því Ebba mín, að þú gast séð þér fært að koma til mín þegar börnin mín fjögur fermdust. En nú er komið að skilnaði um stund. Minning þín mun alltaf lifa með mér. Með kærri þökk fyrir allt, og þann heiður að hafa fengið að kynnast þér. Gunnar þakkar góða viðkynn- ingu og hlýhug til fjölskyldunnar. Ég sendi Guðjóni, Jakobi og fjöl- skyldum þeirra innilegustu samúð- arkveðjur. Blessuð sé minning góðrar konu. Kristín C. Chadwick. í dag er til moldar borin El- sebeth Vilhjálmsson, eða Ebba eins og hún var kölluð. Ebba var móðursystir mín og vinur. Þegar hringt var í mig og mér tilkynnt andlát þitt fann- ég fyrst fyrir létti fyrir þína hönd. Eg hafði komið til þín daginn áður. Þú varst þreytt og augun orðin hálflíflaus en samt fékk ég bros frá þér og þú reyndir að tala við mig. Þú varst farin að þrá hvíldina fyrir þó nokkru síðan. Núna þegar þú ert farin kemur söknuðurinn og minningarnar streyma framhjá. Minningar um ti-únaðarvininn sem sýndi mér skilning og gaf mér stuðning á erf- iðum tímamótum er ég missti móð- ur mína, og á öðrum tímamótum er ég stóð einn. Alltaf varst þú tilbúin að hlusta og gefa mér góð ráð. Það var alveg sama hvar eða hvenar ég heimsótti þig, þú tókst alltaf vel á móti mér. Kæra frænka, þakka þér sam- fylgdina. Far þú í Guðs friði. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Kristján Pétursson. í dag kveðjum við elsku Ebbu mömmu eins og ég kallaði hana. Hún var mér og mínum ákaflega kær mannvera og því er söknuð- urinn mikill, þegar hennar jarð- neska lífi er lokið. En hún var löngu búin að sætta sig við að fara, því að síðustu árin voru henni erfið. Ebba og móðir mín áttu það sameiginlegt að koma ungar frá Færeyjum og kynnast sínum lífs- fórunautum hér á Islandi. Ebba, Jens og þeiiTa heimili var mér eins eðlilegt og mitt heimili og líf. Jens var okkur álíka mikilvægur og Ebba og nutum við væntumþykju þessara ágætu hjóna alla tíð. Reynsla Ebbu í lífinu var oft erfið og þung, sem mér fannst hún standast með æðruleysi. En hún fékk líka gleði, mannvænlega afkomendur sem hún var afar stolt af og þó sérstaklega elsta barnabarni sínu, Ebbu Stínu, sem kaus að búa á íslandi og hlúði að ömmu sinni af elsku frá því að hún var kornung. Veit ég að sá kærleikur var svo sannarlega endurgoldinn. Ég þakka Ebbu mömmu fyrir það sem hún var mér og mínum nánustu, og sendum við systumar og móðir okkar öllum ástvinum Ebbu innilegar samúðarkveðjm’. Agnes. + Stefán Þórðar- son fæddist 26. febraar 1914 í Þykkvabæ, Rangár- vallasýslu. Hann lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, 8. októ- ber síðastliðinn. Foreldrar hans vora Þórður Stef- ánsson bóndi að Hrauk í Þykkvabæ og Anna Pálína Er- lendsdóttir, bæði ættuð úr Þykkva- bæ._ Útför Stefáns fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Stebbi frændi, eins og hann var kallaður á heimili okkar Sigrúnar, er látinn og vafalaust hvíldinni feg- inn eftir langvarandi veikindi. Stef- án var eldri bróðir tengdafóður míns, Inga Þórðarsonar. Þeir bræð- ur fæddust báðir og ólust upp að Hrauk í Þykkvabæ og var ætíð náið samband milli þeirra bræðra. Stef- án fór ungur að stunda sjómennsku, fyrst á vertíðarbátum frá Vest- mannaeyjum og síðar frá Þorláks- höfn. Tengsl hans við heimabyggð- ina voru þó ávallt sterk og dvaldi hann þar af og til milli vertíða. Leiðir okkar Stefáns lágu íyrst saman íyrir um 33 árum. Þá var hann hættur sjómennsku og starfaði hjá Meitlinum í Þorlákshöfn og ég vann við sumarstörf hjá sama fyrir- tæki. Ég bjó þá hjá verðandi tengda- foreldrum, sem voru hættir upp- skerustörfum í Þykkvabæ og fluttir til þessa vaxandi sjávarútvegsþorps á Suðurlandi. Þrátt íyrir aldursmun- inn tókust fljótt góð kynni með okk- ur Stefáni og ókum við stundum saman á Moskovitch-bifreið hans milli Reykjavíkur og Þorlákshafnar og ræddum ýmis málefni. Fljótlega eftir að við hjón hófum búskap ætl- aði Stebbi að flytja alfarið til Reykja- víkur og samdist svo um að við fest- um þar kaup saman á íbúð. Ráðgert var að við byggjum undir sama þaki þar til við hjón flyttum utan til fram- haldsnáms. Taugar Stefáns lágu þó ávallt til Þorlákshafnar, þar vom vinnufélagarnir og vinnan sem hann hafði yndi af, og þannig fór að hann var fluttur aftur til Þorlákshafnar að ári liðnu og gerðist húsvörður hjá Meitlinum. Stefán vai’ vinnusamur og ósér- hlífinn og vai’ð stundum fyrir minni- háttar vinnuslysum sem meðal ann- ars mátti sjá á fingurmissi en afleið- ingar hryggbrots og slitinna liða bar hann ekki utan á sér. Hann var ávallt fljótur til vinnu eftir slík smáó- höpp eins og hann orðaði það sjálfur. Á þessum áram kom hann oft í heim- sókn til okkar hjóna og hafði þá stundum með- ferðis einhverjar ger- semar úr sjávarríldnu og það jafnvel eftir að við hjón voram flutt ut- an. Á þessum áram var hann félagsvera og lék við hvem sinn fingur í góðum félagsskap og má minnast margra slíkra góðra stunda. Nálægt eftúlauna- aldiú flutti Stefán til Reykjavíkur og vann sem vaktmaður hjá SVR. Fljótlega fór að bera á verkjum í mjöðmum og hnjám og gömul meiðsl í baki tóku sig upp. Leiddi þetta til aðgerðar og í kjölfar þess hætti Stefán alfarið allri vinnu. Með minnkandi hreyfigetu fylgdi depurð og kjarkleysi. Þessi áður kröftugi maður treysti sér til fárra hluta og leiddi það til þess að hann gat verið hvefsinn og meyr á stund- um. Stefán dvaldi síðustu ár ævi sinn- ar á Hrafnistu í Hafnarfirði, íyrst á almennri deild en síðar á hjúkrunar- deild og naut þar góðrar aðhlynning- ar starfsfólks. Stebbi minn, við Sigrún og Villa þökkum þér góðan félagsskap og hjálpsemi í gegnum áiún og vonum að þú njóth' nú hvíldar að lokinni góðri starfsævi. Fyrir hönd fjölskyldunnar þökkum við starfsfólki Hrafnistu al- úð og hjálpsemi í þinn garð þessi síð- ustu en oft erfiðu ár í lífi þínu. Kristján Sigurðsson. Nú er Stebbi frændi dáinn, eftir löng og erfið veikindi á síðari árum. Margt rifjast upp þegar litið er til baka. Ég man þegar við fórum í ferða- lög saman, hann, pabbi, mamma og ég. Þá sátum við tvö aftur í og lék- um okkur saman. Oft á tíðum pass- aði hann mig þegar mamma var að vinna. Hann var oftast hjá okkur á hátíðisdögum og þegar hann var í fríi. Það sem stendur upp úr minn- ingum mínum úr æsku um Stebba vora ferðirnar austur í Þorlákshöfn. Þar bjó hann og starfaði í þrjátíu ár. Þegar hann flutti svo í bæinn fór ég oft í heimsókn til hans og alltaf tók hann á móti mér með kóki og prins pólói. Þegar ég stofnaði svo mína eigin fjölskyldu og flutti norð- ur minnkaði sambandið, en alltaf reyndum við að heimsækja hann þegar við komum í bæinn. Stebbi minn, þú varst alltaf mjög góður við mig og ég mun sakna þín. Eg þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og mína fjölskyldu. Megi guð geyma þig og blessa. Eva Aðalheiður Ingadóttir og fjölskylcla. Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sótarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ Frágangur a fmælis- og minningargreina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og WordPerfect einnig nokkuð auðveld úrvinnslu. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksenti- metra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú er- indi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. O ÚTFARARÞJÓNUSTAN EHF. Stofnað 1990 Persónuleg þjónusta Sími: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is utfarir@itn.is £5 Q Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson útfararstjóri útfararstjóri ELSEBETH VILHJÁLMSSON STEFAN ÞÓRÐARSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.