Morgunblaðið - 16.10.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.10.1998, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Rætt um kaup á 50-100 rafbflum ÍSTRAKTOR, umboðsaðili Fi- at á íslandi, hefur gert opin- berum aðilum tilboð um kaup á 50-100 rafbílum af gerðinni Fiat Seicento Elettra. Tilboðið er gert á grunni Zeus verkefnisins sem Evr- ópusambandið stendur að og miðar m.a. að framleiðslu og útbreiðslu á vistvænum bif- reiðum. Evrópusambandið styrkir kaup á rafbílum í fimm borgum í Evrópu. Páll Gíslason, framkvæmda- stjóri ístraktors, segir að verð á hverjum bíl sé 1.870.000 krónur með rafgeymum og hraðhleðslutækjum og eru þeir tilbúnir til notkunar. An styrkja ESB kosta þeir tæpar tvær milljónir kr. Páll segir að veitufyrirtækj- um Reykjavíkurborgar og ýmsum ríkisfyrirtækjum hafi verið gert tilboð um kaup á rafbílum. FRÉTTIR Ríkiskaup og ráðgjafí í EES-málum vara stjórnvöld við að hunsa EES-reglur Bjóða verður smíði varðskips út á EES BJÖRN Friðfinnsson, ráðgjafi ríkisstjómar ís- lands í EES-málum, telur að bjóða verði út smíði varðskips fyrir Landhelgisgæsluna á Evr- ópska efnahagssvæðinu. Ríkiskaup komast að sömu niðurstöðu og vara, líkt og Björn gerir, við því að útboð innanlands kunni að leiða til kæru sem geti tafíð málið í 1-2 ár. „Eg tel að athuguðu máli, að hér sé um fram- kvæmd að ræða sem fellur undir útboðsreglur EES-samningsins og að smíðina þurfí að bjóða út á hinu Evrópska efnahagssvæði. Engin skylda hvílir hins vegar á íslenskum stjómvöld- um að taka tilboðum frá ríkjum utan EES, a.m.k. meðan Islendingar em ekki aðilar að reglum Alþjóða viðskiptastofnunarinnar um op- inber innkaup, en það em þeir ekki nú,“ segir Björn í áliti til smíðanefndar nýs varðskips. Gæti tafið verkið „Afleiðingar þess að bjóða smíði varðskipsins ekki út á EES-svæðinu gætu orðið kærur til Eftirlitsstofnunar EFTA í Brussel, sem m.a. getur óskað stöðvunarúrskurðar til bráðabirgða frá EFTA-dómstólnum í Lúxemborg og þar með valdið slæmum töfum á smíðinni,“ segir ennfremur í álitsgerðinni. Sömu sjónarmið koma fram í áliti Ríkis- kaupa, en þar segir að það sé álit stofnunarinn- ar að smíðin falli ekki undir undantekningu frá útboðsskyldu. Verði málið kært til Eftirlits- stofnunar EFTA geti það tafið málið um 1-2 ár. Skipið í þágu öryggis rfkisins Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra sagði að hann hefði gert ríkisstjóminni grein fyi-ir því að þessum sjónarmiðum hefði verið haldið fram. „Þama er hins vegar um að ræða skip sem not- uð era við gæslu landhelginnar og flokkast því undir að vera í þágu öryggis íTkisins. Þess vegna teljum við okkur leyfílegt að gera þetta með þessum hætti.“ Þorsteinn sagðist ekld geta fullyrt um hvort hætta sé á að komi til málaferla vegna ákvörð- unar ríkisstjómarinnar að bjóða verkið út inn- anlands. Hann sagðist vonast eftir að til þess kæmi ekki. Þorsteinn sagði ekki endanlega ákveðið hvemig staðið yrði að samningum um smíði varðskipsins, en kvaðst reikna með að verkefnið yrði boðið út innanlands. Rætt hefur verið um að íslenskar skipasmíðastöðvar hafi samstarf um smíði skipsins, en Þorsteinn sagði að eftir væri að kanna hvort slíkt samstarf og stærð verksins takmörkuðu möguleika á útboði. Smíðanefndin myndi vinna málið frekar og eins væri til skoðunar hvort nauðsynlegt væri að leggja fram fmmvarp á Alþingi vegna málsins. I áliti Bjöms Friðfinnssonar er þeim rökum hafnað að um sé að ræða varðskip sem vinni verkefni í þágu öryggis ríkisins. Dani»hafa látið byggja varðskip í Danmörku með þeim rökum að þau taki þátt í að verja Danmörku. Bjöm segir að íslensku varðskipin séu eingöngu smíð- uð til löggæslu og björgunarstarfa. Þau séu ekki brynvarin eða búin til sjóhemaðar. Verðtryggð bréf sparisjóða tryggja þá fyrir hjöðnun verðbólgn Gólf í verðtryggingu sem aldrei er notað Morgunblaðið/Ásdís Eimskip flytur túnfisk til Japans SAMKVÆMT ákvæði verð- tryggðra skuldabréfa sparisjóð- anna getur höfustóll skuldarinnar aldrei lækkað niður fyrir grunn- vísitölu bréfsins. Að sögn Sigurðar Hafstein, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sparisjóða, hefur þessu ákvæði aldrei verið beitt. Talsmenn viðskiptabank- anna segja sömuleiðis að verð- tryggð skuldabréf sem þeir gefa út fylgi vísitölu og lántakandi njóti þess í lánskjömm þegar vísitalan lækkar. Á tímum verðbólgunnar leiddu fáir hugann að því að sá tími gæti komið að vísitala neysluverðs lækkaði milli mánaða. Verðtryggð lán hækkuðu því jafnt og þétt samhliða hækkun vísitölunnar. Sigurður Hafstein sagði að fyrir 10-15 áram hefði það gerst í fyrsta skipti að neysluverðsvísi- tala lækkaði milli mánaða og það hefði leitt til umræðu um hvort eðlilegt væri að lækka höfuðstól verðtryggðra innlána. Þessi um- ræða hefði leitt til þess að bætt var við ákvæði verðtryggðra skuldabréfa sparisjóðanna setn- ingu þar sem segir: ,Áldrei skal þó miðað við visitölu neysluverðs sem er lægri en grunnvísitala þessa bréfs.“ Sigurður sagði að þrátt fyrir þetta ákvæði hefði aldrei komið til þess að því væri beitt. Lántakend- ur hefðu því alltaf notið þess í láns- kjömm þegar vísitala lækkaði milli mánaða. Sömuleiðis hefðu verð- tryggðir innlánsreikningar hækkað og lækkað í takt við verðlag. Bankarnir segjast ekki hafa tryggt sig fyrir verðhjöðnun Ef þetta ákvæði skuldabréfa sparisjóðanna gilti myndi lántak- andi sem tæki verðtryggt lán þar sem miðað er við grunnvísitölu 180 ekki njóta þess í lánskjömm ef neysluverðsvísitala færi niður í 179. Ekki myndi hins vegar reyna á þetta ákvæði ef lántakandi hefði t.d. tekið lán þegar gmnnvísitalan vai- 175 og vísitalan hækkaði í 180 og lækkaði svo aftur niður í 179. Hann myndi njóta þess í lánskjör- um að verðbólga hefði lækkað milli mánaða. Eins og áður segir hafa spari- sjóðirnir aldrei beitt þessu ákvæði skuldabréfanna. Sigurður sagðist frekar eiga von á að þetta ákvæði yrði tekið út úr ákvæðum nýrra skuldabréfa. I skuldabréfum Landsbanka, Búnaðarbanka og Islandsbanka er ekki að fínna ákvæði sem orðað er með sama hætti og hjá sparisjóð- unum. I skuldabréfi Landsbankans segir að höfuðstóll skuldarinnar breytist í hlutfalli við breytingar „frá gmnnvísitölunni“. í verð- tryggðu skuldabréfi Búnaðarbanka segir að höfuðstóll skuldar breytist í hlutfalli við vísitölu neysluverðs „frá ofanskráðri grannvísitölu". Og í verðtryggðu skuldabréfí íslands- banka segir að höfuðstóll skuldar- innar breytist í hlutfalli við breyt- ingar á vísitölu neysluverðs „frá gmnnvísitölu samkvæmt ofan- skráðu“. Talsmenn allra bankanna þriggja fullyrða að ekki beri að skilja ákvæði skuldabréfanna með þeim hætti að eitthvert gólf sé í verðtryggingunni. Höfuðstóllinn taki mið af vísitölu neysluverðs og geti ef þær aðstæður koma upp lækkað niður fyrir gmnnvisitölu viðkomandi skuldabréfs. Sá texti sem lántakandi skrifar undir þegar hann tekur lán felur i sér samning milli hans og viðkom- andi banka. Lög kveða ekki af- dráttarlaust á um hvemig þessi texti skuli vera. Þess má geta að þegar ríkið hóf að selja spariskír- teini ríkissjóðs var þar að fínna sambærilegt ákvæði um að höfuð- stóll gæti ekki lækkað niður íyrir grannvísitölu. Akvæðið vemdaði eiganda spariskírteinis iyrir því að tapa peningum í verðhjöðnun, þ.e.a.s. spariskírteinið gat aldrei orðið minna virði en það var þegar það var upphaflega keypt. TÚNFISKI var í gær landað úr japanska túnfiskveiðiskipinu Tensho Mam á Miðbakka í Reykjavík og verður fiskurinn fluttur með Eimskipi um Ham- borg til Japans í sérstökum gám- um frá Maersk. Gámarnir em sérstaklega hannaðir fyrir þenn- an flutning og er frostið í þeim h-60 gráður sem er nauðsynlegt fyrir þennan farm. Verðmæti innihaldsins í hveijum gámi er 30-40 milljónir króna. Þetta er . að öllum líkindum í fyrsta skipti sem túnfíski er landað hér á landi. Fiskarnir vom hífðir tveir í einu upp úr 55-60 gráða frosti og siðan var þeim raðað inn í gámana, en túnfiskarnir vega 100-200 kíló hver. öð í dag m LSÍDíist A FOSTUDOGUM ámámtíii Snætt með stórfjölskyldu Stefaníu Skapa fötin nútímakon- una? MEÐ blaðinu í dag fylgir auglýs- ingabæklingur frá ístraktor þar sem kynntir eru bílar frá Ítalíu. Jón Arnar og Vala bæði á topp tíu / C4 Skagamenn á toppnum í körfunni / C2 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.