Morgunblaðið - 16.10.1998, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 16.10.1998, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1998 17 Kuldaleg- ar á leið úr leikfimi KALSALEGT var um að litast á Akureyri í vikunni, snjórinn kom- inn og norðamiepjan næddi ofan í hálsmálið, en við veðurfari af þessu tagi má vitaniega búast á þessum árstíma, fyrsti vetrardag- ur í næstu viku. Stöllurnar Stef- anía og Selma sem eru í fyrsta bekk í Síðuskóla voru á leið úr leikfimi á Bjargi og settu undir sig hausinn mót norðanáttinni. Þótt það væri kalt gleymdu þær ekki að stoppa við gangbrautina eins og lög gera ráð fyrir. Tveir karlakórar syngja á tónleikum Morgunblaðið/Margrét Þóra KARLAKÓR Akureyrar-Geysir heldur tónleika í Dalvíkurkirkju á laugardag, 17. október, kl. 16. A dagskrá eru lög eftir innlenda og erlenda höfunda, m.a. létt karlakórslög, þjóðlög, negrasálm- ar, lög úr óperunni „Kátu ekkj- unni“ og fleii-í. Einsöng með kórn- um syngja Magnús Þorsteinsson tenór og Steinþór Þráinsson baritón en einnig kemur fram tvö- faldur kvartett. Kórinn heldur Vínartónleika í janúarmánuði, í lok þorra og í vor eru áætlaðir tónleikar með Kristjáni Jóhanns- syni stórtenór. Stjórnandi Karla- kórs Akureyrar-Geysis er Roar Kvam en undirleikari Richard Simm. Gestgjafarnir, Karlakór Dalvík- ur, syngja nokkur lög en einsöng með kórnum syngur Óli Þór Jó- hannsson tenór. Stjórnandi kórsins er Jóhann Ólafsson, undirleikari er Richard Simm en sóknarprestur Dalvíkinga, sr. Magnús G. Gunn- arsson, leikur með á harmoníku auk þess að syngja með kórnum. Karlakór Dalvíkur hyggur á söng- ferð að vori, utanferð er í undir- búningi auk þess sem drög hafa verið lögð að útgáfu geisladisks með söng kórsins. I lok tónleik- anna syngja karlakórarnir saman tvö lög, „Þú álfu vorrar yngsta land“ og „Sumar í sveitum". Slysavarnir á nýrri öld MÁLÞING um umferðaröryggis- mál verður haldið á Akureyri á morgun, laugardaginn 17. október, á Fosshóteli KEA kl. 14. Fyrirlesarar verða Ólafur H. Oddsson, héraðslæknir og formað- ur umferðaröryggisnefndar Eyja- fjarðar, Grétar Ingi Viðarsson frá lögreglunni á Akureyri, Guðríður Friðriksdóttir byggingaverkfræð- ingur, Sigurbjörn Gunnarsson, um- ferðaröryggisfulltrúi Slysavarnafé- lags Islands og Umferðarráðs á Norðurlandi, og Sigurður Helga- son frá Umferðarráði, en hann sat umferðaröryggisráðstefnu sem haldin var í Gautaborg í liðinni viku. Á eftir fyrirlestrum verða pall- borðsumræður þar sem gestum gefst tækifæri til að bera fram spurningar og leggja orð í belg. Málþingið er öllum opið sem áhuga hafa á umferðaröryggismálum og úrbótum í þeim efnum. ------» ♦ ♦.-.. Spurninga- keppni Bald- ursbrár ÁRLEG spumingakeppni kvenfé- lagsins Baldursbrár hefst í kvöld, föstudagskvöldið 16. október, kl. 20.30 í safnaðarsal Glerárkirkju. Alls taka 16 lið þátt í keppninni í vetur, en nú í kvöld munu fulltrúar 8 liða mæta til leiks; Kjamafæði keppir við Síðuskóla, Aksjón við Kór Glerárkirkju, Rúvak við trillukarla og FMN við símamenn. Að þessu sinni rennur allur ágóði til kaupa á búnaði við tölvur sem gerir langveikum bömum kleift að fylgjast með í námi í skólanum sín- um og verður hann fluttur milli skóla í bænum eftir þörfum hverju sinni. Aðgöngui-miði kostar 400 krónur og gildir hann jafnframt sem happ- drættismiði. Veitingar verða seldar í hléi. ------♦-*-*---- Perusala Lionsmanna ÁRLEG perusala Lionsklúbbs Aku- reyrar og LEO-klúbbsins Bjarts hefst nú um helgina. Líkt og áður rennur allur ágóði af sölunni til líknarmála. Þess má geta að söfnun til styrktar byggingu sundlaugar á Kristnesi hefur verið eitt aðalverkefni Lionsklúbbs Akur- eyrar undanfarin ár. Lionsmenn vona að bæjarbúar taki vel á móti sölufólkinu. AKSJÓN 16. október, föstudagur 12.00ÞSkjáf réttir 18.15ÞKortér Fréttaþáttur í sam- vinnu við Dag. Endui'sýndur kl. 18.45,19.15 19.45, 20.15 20.45. 21 .OOÞKörfubolti DHL-deildin. UMFN - Þór. NÚ ER HANN YFIR TUTTUGU MILUÓNIR í FYRSTA VINNING! Ekki láta þetta einstaka tækifæri renna þér úr greipum. Ekki standa fastur í biðröð með vinningstölurnar þegar sölustöðum verður lokað. Tryggðu þér miða strax! JökeR OZ&tP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.