Morgunblaðið - 16.10.1998, Síða 23

Morgunblaðið - 16.10.1998, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1998 23 ERLENT Holbrooke segir frá viðræðum við Milosevic „Erfiðustu dagar sem hægt er að hugsa sér“ Reuters HOLBROOKE og Milosevic við lok viðræðulotunnar ura Kosovo-deiluna. Washington. Reuters. RICHARD Holbrooke, sendimað- ur Bandaríkjastjórnar, sagði í sjón- varpsviðtölum í Bandaríkjunum á miðvikudag að samningaviðræð- urnar við Slobodan Milosevie Jú- góslavíuforseta um endalok vald- beitingar Serba í Kosovo-héraði hefðu verið „þeir níu erfiðustu dag- ar sem hægt er að hugsa sér“. „Pað stefndi allt hraðbyri 1 átök, alla- vega örugglega í lofthernað," sagði Holbrooke þegar hann var beðinn um að lýsa viðræðunum við Milos- evic. Holbrooke hefur áður þurft að kljást við Milosevic, við gerð Dayton-samkomulagsins sem batt enda á Bosníustríðið árið 1995. Að sögn Holbrookes hefur Milosevic ekki mildast síðan. „Eg held að vald sé honum ástríða. Hann er mjög vel gefinn og hann er harður í horn að taka,“ sagði Holbrooke. „Ég held að hann sé mjög kald- hæðinn. Mér er kunnugt um að margir hafa lýst honum sem öfga- fullum þjóðernissinna. Ég er á annarri skoðun. Ég held að hann sé frekar tækifærissinnaður en þjóð- ernissinnaður." Atlantshafsbandalagið (NATO) samþykkti á meðan viðræðum Hol- brookes við Milosevic stóð að skip- un herjum bandalagsins í við- bragðsstöðu ef Milosevic héldi áfram að hunsa ályktanir öryggis- ráðs Sameinuðu þjóðanna. Margir líta svo á að Holbrooke hafi með samningnum við Milosevic komið í veg fyrir stríðsátök. „Afar hættulegur" Holbrooke lýsti Milosevic sem „af- ar hættulegum", en kvaðst ekki vilja fella siðferðisdóma yfir manni sem hann ætti í samningaviðræðum við. Hann sagði að fyrir utan tvo síð- ustu dagana áður en Dayton-sam- komulagið náðist, hefðu þetta verið erfiðustu aðstæðurnar sem hann hefði lent í. „Fyrstu þrír dagarnir voru ótrúlega erfiðir ... A fjórða degi bættist herforinginn Mike Short í hópinn, yfirmaður loftherja NATO í Suður-Evrópu. Short, sem er mjög harður í horn að taka, þrautreyndur flughennaður með 240 aðgerðir í Víetnam að baki, kom inn í herbergið og ég kynnti hann fyrir Milosevic. Milosevic hallaði sér fram eins og honum er tamt og sagði: „Jæja, herforingi, þú ert sá sem ætlar að varpa á okkur sprengjum," en Mike svaraði hon- um að bragði og sagðist hafa B-52 sprengjuflugvél í annarri hendinni og U-2 njósnaþotu í hinni. Honum yrði skipað að nota aðra hvora, og sagðist vona að Milosevic veldi rétta kostinn." Brezk viðhorfskönnun á sjónvarpsofbeldi Mikill munur á viðhorfí kynja Lundúnum. The Daily Telegrapli. MIKILL munur er á viðhorfi karla og kvenna til ofbeldis í sjónvarpi, ef marka má niður- stöður rannsóknar þar að lút- andi, sem gerð hefur verið í Bretlandi. I eldri könnun, sem gerð var á viðhorfi kvenna, fóru konur fram á að formlegar hömlur yrðu settar á sýningu atriða í sjónvarpi, þar sem karlar beittu konur ofbeldi. En karlmenn telja ofbeldi í sjónvarpi ekki vera neitt vandamál, samkvæmt skýrslu sem siðanefnd brezkra ljósvakafjölmiðla (Broadeasting Standars Commission) lagði fram í vikunni. í niðurstöðum rannsóknarinn- ar, sem að þessu sinni sneri sér- staklega að viðhorfi karlmanna til ofbeldis í sjónvarpi, segir að karlar kippi sér miklu minna upp við að horfa á ofbeldi og sjái sig miklu síður knúna til að hlífa börnum við að sjá slíkt í sjón- varpinu. Almennt töldu karlarn- ir sem rannsóknin náði til að svo lengi sem dagskrárefnið sem innihéldi slík atriði væri sýnt eftir kl. níu á kvöldin væri engin ástæða til frekari ritskoðunar. Andstætt konum voru þeir miklu síður líklegir til að velta fyrir sér ástæðum hins sýnda of- beldis eða reyndu þeir að setja sig að einhverju leyti í spor þeirra sem fyrir því m'ðu. Ungir karlar „fá kikk“ Allir gerðu karlarnir í rann- sókninni, sem voru 88 talsins og töldust þverskurður af brezkum karlpeningi, greinai-mun á myndum af raunverulegu og leiknu ofbeldi, en það sem olli nokkurri undrun aðstandenda rannsóknarinnar var að þegar sýnt var myndband með hrotta- legri árás eins manns á annan virtust sumir hafa ánægju af að horfa á það. „Ungu karlarnir fengu „kikk“ út úr því, og þetta var alvarlegt ofbeldisatriði," sagði lafði Howe, formaður siða- nefndarinnar. Hún sagðist annars ekki vilja gefa út nein ströng fyrirmæli til dagskrárstjóra sjónvarpsstöðva, einkum og sér í lagi ekki um það hvað þeir mættu sýna og hvað ekki. „Við erum að reyna að miðla upplýsingum til dagskrár- stjóra til þess að þeir geti betur haft stjóm á því sem þeir sýna og hvenær þeir senda það út,“ sagði lafði Howe. En hún benti á að fáar konur væru í stjórnunarstöðum á sjón- varpsstöðvum. „Maður veltir því fyrir sér hvort þetta hafi eitthað að segja.“ Velkomin um borð! Fræðsluátak á ári hafsins í októbermánuði standa útvegsmenn víðs vegar um land að heimboði í íslensk skip og vinnslustöðvar þar sem boðið verður upp á veitingar, skemmtiatriði og fræðslu um stolt okkar íslendinga, fiskiskipin. Heimboðið er liður í fræðsluátaki útvegsmanna sem miðar að því að kynna landsmönnum fjölþætta starfsemi íslenskrar útgerðar. www.liu.is Húsavík laugardaginn 17. okióber frá kl. 14 til 17. • Fiskiðjusamlag Húsavíkur sýnir Húsvíking ÞH 1. www.fh.is Höfn laugardaginn 17. október frá kl. 14 til 17. • Útvegsmannafélag Horna- fjarðar sýnir skip sín. • Vinnslustöðvar Skinneyjar og Borgeyjar verða opnar. • Haf rannsóknastof nunin kynnir starfsemi sína.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.