Morgunblaðið - 16.10.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.10.1998, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Upplýsingafulltrúi Landsvirkjimar um ummæli utanrfkisráðherra Stjórnvalda að móta stefnuna í virkjanamálum ÞORSTEINN Hilmarsson, upplýs- ingafulltrúi Landsvirkjunar, ssgir að það sé stjórnvalda að móta stefnuna í virkjanamálum og Landsvirkjunar að fylgja eftir þeirri stefnu sem mótuð sé, að- spurður um orð Halldórs Asgríms- sonar utanríkisráðherra á fundi með framsóknarmönnum á miðvikudaginn. Halldór sagði á fundinum að ekki kæmi til greina að fóma Þjórsár- verum eða flytja Jökulsá á Fjöllum og eyðileggja Dettifoss vegna virkj- anaframkvæmda. Þá sagði hann að ef Eyjabakkar verði ekki settir undir uppistöðulón vegna fyrir- hugaðrar Fljótsdalsvirkjunar þá verði sú virkjun ekki reist. Þorsteinn sagðist aðspurður um viðhorf Landsvirkjunar til þessara ummæla ekld hafa verið á fundi ut- anríkisráðherra og því ekki vita nákvæmlega í hvaða samhengi þessi ummæli hefðu fallið. „I sjálfu sér er þetta spurning um stefn- umörkun. Það er eðlilegt að stjórn- völd móti stefnuna. Landsvirkjun er jú fyrirtæki sem framfylgir stefnu stjómvalda, þannig að við höfum ósköp lítið um þessi ummæli að segja,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði að ekki hefði verið lögð nein áhersla á rannsóknir á virkjun Jökulsár á Fjöllum, meðal annars í ljósi þess einmitt að þar væri Dettifoss. Virkjunarmöguleik- ar í Jökulsá á Brú hefðu frekar ver- ið skoðaðir, en þar væru fyrirætlan- ir um að að koma upp Kárahnjúka- virkjun, þar sem virkjunarkostir í Jökulsá á Fjöllum væru ekki taldir nærtækir og kannski heldur ekki á dagskrá í náinni framtíð. Hvað Norðlingaöldu varðaði lægi fyrir að þar hefði verið gert ákveðið samkomulag við Náttúmvernd- arráð og yfirvöld á sínum tíma um rannsóknir á Þjórsárvemm og að kannað verði hvort ásættanlegt sé að gert sé þama lón sem vatnaði upp í Þjórsárver. Unnið hefði verið úr þessum rannsóknum og í undir- búningi væri skýrsla um mat á um- hverfisáhrifum þessa valkosts, sem lögð yrði fram ef svo bæri undir. Sammála Halldóri Stefán Guðmundsson, alþingis- maður og formaður iðnaðamefndar Alþingis, sagði að iönaðarnefnd hefði ferðast um öll þessi svæði undir leiðsögn fulltrúa Landsvirkj- unar. Þeir hefðu kynnt sér þessi svæði og virkjunarkosti bæði á Austur- og Suðurlandi og orðið talsvert miklu fróðari eftir. Hann hefði verið á fundinum með utan- ríkisráðheira á miðvikudag og það væri eins í þessu og mörgu öðra að hann væri Halldóri sammála að flestu leyti. „Ef við stæðum frammi fyrir því að taka ákvörðun í þessum efnum er ég honum sammála um að ég held að við yrðum að stíga þetta skref úr því sem komið er,“ sagði Stefán. Hjörleifur Guttdrmsson, alþing- ismaður, sagði að sér fyndist þessi afstaða utanríkisráðherra vera slæm tíðindi, einnig vegna þess að ekki hefði fylgt afstaða hans til þess að framkvæmdaáform um Fljóts- dalsvirkjun fari í mat á umhverf- isáhrifum, en það væri það sem flestir spyrðu um nú. Ef hann skildi ummæli ráðherrans rétt, eins og þau væm höfð eftir í Morgun- blaðinu, væri hann í raun að leggj- ast gegn umhverfismati og færa rök að því að ekki væri hægt að verða við þeim tilmælum, jafnframt því að það væri hans eindregin nið- urstaða að það bæri að fara í virkj- unina með þeim hætti sem áætlanir lægju fyrir um. Málinu drepið á dreif Hann sagði að það að blanda Þjórsárveram og Dettifossi inn í umræðuna væri til þess fallið að drepa málinu á dreif og væri ekki innlegg í það mál sem væri verið að ræða og takast á um. „Eg held að það sé ekkert næri-i að neinn kæmist upp með það að fara í þær framkvæmdir og ég held að það væri skynsamlegt fyrir ráðamenn, Halldór sem aðra, að átta sig betur á hvemig landið liggur í samfélag- inu nú um þessar mundir varðandi framkvæmdahugmyndirnar um Fljótsdalsvirkjun og tengslin við ál- bræðslu á Reyðarfirði sem er hluti af þessu máli,“ sagði Hjörleifur. Hann sagði að það væri grand- vallaratriði af hans hálfu að lögin um mat á umhverfisáhrifum virki í sambandi við þessi framkvæmdaá- form. „Ég er andvígur þessum stóriðjuáformum eins og þau hafa verið kynnt á Austurlandi. Ég tel að menn eigi að leita annarra leiða og fara alveg upp á nýtt yfir þessi mál varðandi nýtingu vatnsaflsins í ljósi breyttra viðhorfa," sagði Hjör- leifur ennfremur. Eyjabakk- ar og lónið HALLDÓR Ásgrímsson utan- ríkisráðherra sagði á fundi með framsóknarmönnum í fyrradag að verði Eyjabakkar ekki settir undir lón vegna fyrirhugaðrar Fljótsdalsvirkjunar þá verði sú virkjun ekki reist. A myndunum er horft til norðurs yfir Eyja- bakkana og væntanlegt lón- stæði. Snæfell er á vinstri hönd. Á neðri myndinni hefur fyrir- hugað lón verið sett inn á myndina af Landsvirkjun, en lónið er um 44 ferkílómetrar, sem jafngildir hálfu Þingvalla- vatni. Krafa Spánar um áframhaldandi greiðslur í þróunarsjóð Afstaða ríkis- stjórnar skýr HALLDÓR Ásgrímsson utan- ríkisráðherra leitaði á ríkisstjórn- arfundi á miðvikudag eftir um- boði ríkisstjórnarinnar til að fara út í samningaviðræður sem tengjast stækkunarferli ESB, og í samtali við Morgunblaðið sagði utanríkisráðherra, að afstaða ríkisstjórnarinnar væri skýr í þessu máli að því er varðar kröfu Spánar um áframhaldandi greiðslur EFTA-ríkjanna í þróunarsjóð ESB. „Við teljum að þessum greiðsl- um sé lokið og við höfum staðið við okkar samninga. Við erum hins vegar tilbúnir til viðræðna við Evrópusambandið um stækk- unarferlið og hugsanlega þátt- töku EFTA-ríkjanna í þeim kostnaði sem af því hlýst. En það verður þá líka að vera ljóst að það verði tekið fullt tillit til okkar aðstæðna og við minnum að sjálfsögðu á þá staðreynd að við höfum aldrei fengið fulla fríversl- un með fisk. Það er bagalegt á ýmsum svið- um og þá ekki síst að því er varð- ar síld, sem býr við mjög þröngan kost á mörkuðum í Évrópu," sagði Halldór.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.