Morgunblaðið - 16.10.1998, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.10.1998, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ — Hversu dýrmæt er auðlindin sem falin er í heilsufarsupplýsingum um þjóðina? Hvað tekur hún mikla áhættu og hver veróur hlutur hennar í ágóðanum? Gunnar Hersveinn veltir fyrir sér hvort stjórnvöld gæti vel hagsmuna almennings í frumvarp- inu og einnig verðmætunum sem í húfi eru og skyldunum við einstaklingana. Hvað ALMANNAHEILL er hugsjón stjórnmálamannsins. Samviska hans vísar á hagsmuni almennings og forsenda veigamikilla ákvarð- ana er heill og hamingja allra í þjóðféiaginu. Stjórnmálamenn berjast fyrir því að hugsjónir þeirra verði að veruleika. Starf þeirra felst í því að hamla gegn ranglæti og greiða götu réttlætis. Það er hugsjónin, þótt það takist e.t.v. aldrei að láta alla sitja við sama borð. Hinsvegar er það við- miðunin og viljinn. En hugsjónir geta tekist á þegar ákvarðanir eru teknar, t.d. mann- réttindahugsjónin og viðskiptahug- sjónin. Framkvæmd hugsjóna get- ur líka vafist fyrir mönnum. „Hvað er rétt að gera og hvemig er best að gera það?“ er spuming sem erfitt getur reynst að svara. Fram- varp um gagnagrann á heilbrigðis- sviði felur í sér svo víðtæka hug- mynd að því tekst líka að vekja spurninguna: „Hvemig samfélagi viljum við búa í?“ Það snertir alla íbúa þess og meðal þeirra margar starfsstéttir: Starfsfólk í heilbrigð- isþjónustunni, stjómsýslunni, tölvutækni og hugbúnaði, og í ým- iskonar hátækniiðnaði ... Framvarp til laga um gagna- grunn tekur eins og önnur fram- vörp mið af skilgreiningunni sem segir að lög séu sett í þágu þegna til að tryggja og auka almannaheill innan ramma skyldna, réttlætis og réttinda. Því ber að spyrja: Gæta stjómvöld hagsmuna almennings í framvarpinu? Verðmætin í frumvarpinu Hagsmunir almennings era margskonar. Sumir eru mælanleg- ir í peningum, tækjum og þjónustu, aðra er erfiðara að mæla. Margir fá vinnu ef gagnagrunnurinn verð- ur að veraleika og meira fellur í ríkiskassann, en hversu dýrmæt er auðlindin í raun? „Heilsufarsupp- lýsingar verða ekki metnar til fjár því gildi þeirra er fyrst og fremst fólgið í möguieikunum til að efla heilbrigði" stendur í athugasemd- um höfunda framvarpsins. Heilsufarsupplýsingamar um þjóðina era sagðar auðlind. En hvað fær þjóðin fyrir að veita að- gang að þeim í gagnagranninum? Svar: Verðmæti sem felast í öflugri og ódýrari heilbrigðisþjónustu en áður hefur þekkst. Ef til vill verður færri deildum lokað á sumrin, ef til vill verður minni niðurskurður í kjölfarið? Þjóðin á að fá einfaldari og skilvirkari heilbrigðisstjómun, víðtækari tölvuvæðingu sjúkra- skráa, öflugri hátækniiðnað í land- ið, ný störf og e.t.v. starfsemi fleiri erlendra fyrirtækja í landinu. Verðmætin sem nefnd era í framvarpinu era því mikilsverð og eftir framvarpinu að dæma þarf þjóðin ekki að greiða fyrir kostnað við gagnagranninn og ekki heldur fyrir t.d. störf vegna nefndar um gerð og starfrækslu hans eða vegna starfa eftirlitsmanna. Hún fær líka greitt gjald vegna veiting- ar rekstrarleyfis til að mæta kostn- aði við undirbúning og útgáfu þess. Allt þetta fær hún á silfurfati ef stjómvöld veita sérleyfi til 12 ára á upplýsingum um heilsufar hennar í miðlægum gagnagranni, og ef tak- mark frumvarpsins næst, það sem flestum er dýrmætast: Betri heilsu. Fær þjóðin hlut í ágóðanum? Áhættan sem fólgin er í því að setja upp grunninn er mikil. Hagn- aðurinn gæti líka orðið mikill og hann fengi fyrirtækið sem starf- rækir granninn. „Þá er gert ráð fyrir þeim möguleika að samið verði um hlutdeild í hagnaði af starfrækslu gagnagrannsins" stendur í athugasemdum. Ágóða- hlutdeild er m.ö.o. óljós. Hún er ekki einn fugl í hendi. Spyrja má hvort stjórnvöld ættu ekki að reyna að tryggja þjóðinni betur hlut í ágóðanum því miklar vonir era bundnar við gagnagranninn og reiknað með að fjárfestingarfé að upphæð 20 milljörðum finnst til að búa hann til. Þótt þjóðin taki ekki beinan þátt í áhættunni við að setja granninn upp þá tekur hún óneitanlega aðra áhættu. „Áh;ettan af gagna- granninum felst aðallega í mögu- leikanum á misnotkun upplýs- inga“ segja höfundar fram- varps og leggja af þeim sökum ríka áherslu á að tryggja öryggi persónu- upplýsinga. Upplýsingar um heilsufar sérhvers ein- staklings (nema þeirra MIKAEL M. Karlsson heim- spekingu benti á það á mál- þingi rektors um gagna- grunninn í Háskóla Islands að skilgreiningin á hugtakinu persónuupplýsingar væri óljós. Lög eiga hinsvegar að vera skýr og öllum skiljanleg. „Persónu- upplýsingar eru allar upplýsingar um per- sónugreindan eða persónugreinanlegan einstak- ling. Einstaklingur telst per- sónugreinanlegur ef unnt er að persónugreina hann, beint eða óbeint einkum með tilvís- un í kennitölu eða einn eða fleiri þætti sem einkenna hann í líkamlegu, líffræði- legu, andlegu, efnalegu, menningarlegu eða félags- legu tilliti." Þetta stendur í frumvarpinu í 2. tölulið 3. greinar, og næsta hugtak er skilgreint svona: „Oper- sónugreinanlegar upplýs- ingar eru upplýsingar um einstakling sem ekki er persónugreinanlegur sam- kv. skilgreiningu í 2. tölu- lið“ og í framhaldinu má spyrja: Hvað með að þekkja einhvern með nafni? Þekkir einhver einhvern einstakling sem ekki er persónu- greinanlegur? Hvaða upplýsingar um per- sónugreindan einstak- ling eru ekki persónu- upplýsingar? Hvaða upplýsingar mega fara í gagnagrunninn ef persónuupplýsing- ar eru allar upplýs- ingar um persónu- greinda einstaklinga? Vonandi verður skil- greiningin löguð til að hún falli betur að hug- myndinni um gagna- grunn með ópersónu- greinanlegum heilsu- farsupplýsingum. er í húfi? Eru allir einstaklingar persónugreinanlegir?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.