Morgunblaðið - 16.10.1998, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 16.10.1998, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1998 53 Dularfulla hliðin á „Dansinum“ krufin BRUGÐIÐ verður út af vananum á sýningu á Dansinum í Háskólabíói föstudaginn 16. október kl. 21. Hópur úr Sálarrannsóknarskólan- um verður viðstaddur sýninguna og að henni lokinni verða umræður þar sem þeir Magnús Skarphéðins- son, skólastjóri Sálarrannsóknar- skólans, og Ágúst Guðmundsson, leikstjóri myndarinnar, munu flytja stutt ávörp og svara spurn- ingum gesta. Sýningin er öllum opin og miða- verð það sama og venjulega. I fréttatilkynningu segir: „Kvik- myndin Dansinn hefur verið sýnd í Háskólabíói undanfarnar vikur. Hún segir frá brúðkaupi á ör- smárri eyju í ógnþrungnu Atlants- hafinu þar sem dansa á í þrjá daga. Dularfullir atburðir gerast hins vegar og setja strik í reikninginn og ýmis öfl vilja koma í veg fyrir dansinn. Þessir dularfullu atburðir sem og aðrir eru einmitt umræðu- efni kvöldsins.“ Sjálfstæðisfélög- in í Reykjavík efna til haust- ferðar REYKVÍSKIR sjálfstæðismenn efna til árlegrar haustferðar sunnudaginn 18. október. Að þessu sinni er ferðinni heitið í Borgar- fjörð um Hvalfjarðargöng og feg- urð haustsins skoðuð í fylgd leið- sögumanna. Meðal annars verður farið í Jafnaskóg. Áð verður í Munaðar- nesi þar sem boðið verður upp á kaffi og meðlæti. Geir H. Haarde fjármálaráðherra ávarpar ferða- langa. Reiknað er með að lagt verði af stað frá Valhöll, Háaleitisbraut 1, kl. 13.30 og komið til baka á sjö- unda tímanum. Verð er 500 kr. og eru allir vel- komnir. Aðalfundur Fé- lags íslenskra sérkennara AÐALFUNDUR Félags íslenskra sérkennara verður haldinn laugar- daginn 17. október kl. 9.30 í Kenn- araháskóla íslands í stofu M 301. Guðrún Ebba Ólafsdóttir, vara- formaður KÍ, mun koma á fundinn og fjalla um aðdraganda lagabreyt- inga frá 4. júní 1998 um lögvernd- un á starfsheiti og starfsréttindum FRÉTTIR 10-11 ára A-riðill í „ballroom" í síðustu keppni. Danskeppni á Seltjarnarnesi DANSSKÓLI Jóns Péturs og Köru stendur fyrir danskeppni sunnudaginn 18. októbér sem styrkt er af Supadance skóumboð- inu á íslandi. Keppnin fer fram í fþróttahúsinu á Seltjarnarnesi. Keppni þessi er opin öllum þeim sem stunda dansnám í dans- skólum landsins og verður keppt í öllum aldursflokkum bæði í döns- um með grunnaðferð og með frjálsri aðferð. Þetta er fyrsta danskeppni vetrarins. Húsið verður opnað kl. 12 og hefst keppnin kl. 13 og lýk- ur kl. 17. Aðgangseyrir: 6 ára og eldri 600 kr. Lepel WARMtKS UNDIRFATAVERSLUN 1. hæð Kringlunni Sími 553 7355 grunnskólakennara, framhalds- skólakennara og skólastjóra og hugsanlegar afleiðingar laganna á störf og stöðu sérkennara í grunn- skólum. Að loknum aðalfundi heldur Guðni Olgeirsson fulltrúi mennta- málaráðherra erindi um betri skóla - skóla án aðgreiningar og hlutverk sérkennarans í nýju umhverfi. Fé- lagsmenn eru hvattir til að fjöl- menna á fundinn. Lýst eftir vitnum RANNSÓKNARDEILD lögregl- unnar í Kópavogi lýsir eftir vitnum að slysi sem varð á gangstíg í Fífu- hvammi við Kópavogslækinn sunnu- daginn 11. október síðastliðinn um kl. 16 þar sem hjólreiðamaður á vesturleið lenti á hundi sem hljóp í veg fyrir hann og slasaðist veru- lega. Þeir sem einhverjar upplýs- ingar geta gefið um málið eru beðn- ir um að hafa samband við lögregl- una í Kópavogi. Erindi um smit- andi hitasótt í hrossum í FÖSTUDAGSFYRIRLESTRI Líffræðistofnunar 16. október mun Eggert Gunnarsson, dýralæknir á Keldum, flytja erindi sem nefnist Smitandi hitasótt í hrossum. Erindið verður haldið á Grensás- vegi 12, stofu G-6, og hefst klukkan 12.20. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Tveir plötusnúð- ar á Vega- mótum TVEIR plötusnúðar leika á Vega- mótum um helgina, föstudags- og laugardagskvöld. Á fóstudagskvöldinu leikur Dj. Margeir og á laugardagskvöldinu tekur Dj. Jó, Jó við. Vegamót er opið til kl. 3 bæði kvöldin. LEIÐRÉTT Málsgrein féll niður í FRÉTT í Mbl. í gær þar sem sagt var frá því að Lettland hefði viðurkennt trúfélag Votta Jehóva féll niður málsgrein sem birtist hér með: „Á valdatíma kommúnista var fjöldi Votta Jehóva fluttur frá Lettlandi til Síberíu. Eftir fall kommúnismans var Vottum Jehóva veitt lagaleg viðurkenning víðast hvar í Austur-Evrópu.“ Beðist er velvirðingar á mistökun- um. Villa í Kristhal í FRÉTT blaðsins um nýjar vörur Kristhal í gær var rangt farið með nafn fyrirtækisins auk þess sem Pantone vörur þess misrituðust á einum stað. Beðist er velvirðingar á mistökunum. rS7ES NYTT HOTEL Á BESTA STAÐ í MIÐBORGINNI Persónuleg þjónusta áfyrsta flokks hóteli. Afar þægileg og vistleg herbergi. Fyrir utan er iðandi mannlífið - veitingastaðir, kaffihús, verslanir og leikhús. Vcrðfrá 2.700 á mann í 2ja manna herbergi. Morgunverðarhlaðborð innifalið. Frír drykkur á veitingahúsinu Vegamótum . Sími 511 6060 Fax 511 6070 guesthouseseyjar.is OKTOBERTILBOÐ uttnu Stundum er betra að láta blómin um pað að talal ÍSLENSK GARÐYRKJA - okkar allra vegna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.