Morgunblaðið - 16.10.1998, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.10.1998, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Ríflega eitt hundrað bækur frá Vöku-Helgafelli í ár Ný og sígild skáldverk, ævisaga og handbækur VAKA-HELGAFELL gefur á þessu ári út ríflega eitt hundrað titla bóka og er að langmestu leyti um nýjar útgáfur að ræða. Þetta er allnokkur aukning frá fyrra ári. Þá gefur íyrirtækið út safnefni um matreiðslu og hannyrðir mánaðar- lega, auk hljómdiska með skýring- arefni sem einnig koma í hverjum mánuði. I bókaútgáfu ársins ber að sögn útgáfunnar hæst stórvirkið Islensk- ir fuglar eftir Ævar Petersen, smá- sagnasöfn eftir Þórarin Eldjárn og Matthías Johannessen, ævisögu Steingríms Hermannssonar, nýja bók eftir Guðrúnu Helgadóttur og alfræðibók um óhefðbundnar lækn- ingar. Um það bil helmingur útgáf- unnar hjá Vöku-Helgafelli fer fram á fym hluta ársins svo sem mörg undangengin ár. Islenskur skáldskapur er áber- andi á útgáfulista Vöku-Helgafells í ár. Þórarinn Eldjárn sendir frá sér nýtt smásagnasafn en síðasta skáldsaga hans, Brotahöfuð, var meðal sex evrópskra bóka sem til- nefndar vora til Aristeion - Evr- ópsku bókmenntaverðlaunanna á dögunum. I safninu, sem nefnist Sérðu það sem ég sé?, er að finna tólf sögur „þar sem sameinast hnit- miðaður stíll og ísmeygilegur húmor“ eins og segir í kynningu. Þetta er fyrsta bók Þórarins hjá Vöku-Helgafelli en hann fiutti sig þangað fyrr á þessu ári. Vaka-Helgafell gefur einnig út smásagnasafn eftir Matthías Jo- hannessen, en forlagið hefur líka tryggt sér útgáfurétt á verkum hans. I safni þessu, er nefnist Flugnasuð í farangrinum, fetar skáldið að sögn útgefanda „mjóan veg milli veruleika og skáldskapar og máir út hefðbundin mörk svo að lífið verður list og listin líf‘. Borgin bak við orðin eftir Bjarna Bjamason hlaut Bókmenntaverð- laun Tómasar Guðmundssonar fyrr á þessu ári en síðasta skáldsaga Bjarna, Endurkoma Maríu, var til- nefnd til Islensku bókmenntaverð- launanna 1996. Borgin bak við orð- in er kynnt sem ævintýraleg frá- sögn þar sem allt getur gerst. Vaka-Helgafell gefur einnig út skáldsögu eftir ungan rithöfund sem hlýtur Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness í ár. Ekki verður gert opinbert hver hlýtur verðlaun- in fyrr en um næstu mánaðamót. Veröld víð er söguleg skáldsaga eftir Jónas Kristjánsson þar sem segir frá ævi og örlögum Guðríðar Þorbjamardóttur, konu Þorfinns karlsefnis. Arnaldur Indriðason sendir í haust frá sér nýja spennusögu sem nefnist Dauðarósh'. Lík ungrar óþekktrar stúlku finnst á leiði Jóns Sigurðssonar en morðið á henni reynist angi af stærra máli. Smásögur Davíðs Oddssonar, Nokkrir góðir dagar án Guðnýjar, vöktu mikla athygli í fyiTa og voru þær gefnar út fyrr á þessu ári á hljóðbók. Þá hefur bókin einnig verið endurprentuð. Fyrr á þessu ári gaf Vaka-Helga- fell út tvær af skáldsögum Halldórs Laxness í kilju. Þetta eru Sjálf- stætt fólk og Kristnihald undir Jökli og eru þá sex af þekktustu skáldsögum Nóbelsskáldsins komn- ar út í kilju. Hvem þeirra fylgir formáli éftir Pétur Má Ólafsson, bókmenntafræðing og útgáfustjóra, þar sem hann kynnir skáldsögurn- ar og setur þær í samhengi við önn- ur verk Halldórs. Þar vitnar hann meðal annars til bréfa skáldsins og minnisbóka. Þá koma tæpir tveir tugir verka Halldórs Laxness út í nýjum útgáfum með hefðbundnu útliti á þessu ári hjá Vöku-Helga- felli. Sígildar ljóðabækur Hjá Vöku-Helgafelli hefur nú göngu sína ný ritröð, Ljóðasafn Helgafells, þar sem gefnar verða út innlendar og erlendar ljóðabækur sem markað hafa spor í bók- menntasöguna en í ár eru 55 ár frá því að bókaforlagið Helgafell var stofnað. Fyi’sta bókin í þessum flokki var Borgin hló, fyrsta ljóða- bók Matthíasar Johannessens, end- urútgefin í tilefni af 40 ára rithöf- undarafmæli hans á þessu ári. Önn- ur bókin í safninu er Tíminn og vatnið eftir Stein Steinam en á þessu ári era liðin 90 ár frá fæðingu skáldsins og hálf öld frá útkomu bókarinnar. A árinu var einnig endurútgefið Ljóðasafn Steins Steinars og Ljóðasafn Davíðs Stefánssonar var gefið út í tilefni af aldarafmæli skáldsins fyrir nokkru. Vaka-Helgafell sendir frá sér nokkrar þýddar skáldsögur á þessu áiá og ber þar hæst Blikktrommuna Morgunblaðið/Ásdís. BÓKIN Islenskir fuglar kom út hjá Vöku Helgafelli í gær, en höfundar eru Ævar Petersen, fuglafræðingur og forstöðumaður Reykjavíkurseturs Náttúrufræðistofnunar Islands og Jón Baldur Hlíðberg myndlistarmað- ur. I bókinni eru lýsingar á 108 tegundum villtra fugla á íslandi og er þetta fyrsta yfirlitsrit sem íslenskur vísindamaður á sviði fuglafræða ritar og þar er að finna allar tegundir fugla sem verpa reglulega eða hafa orpið í landinu. I bókinni eru yfir 400 vatnslitamyndir af fuglum. Forsætisráðherra, Davíð Oddsson, fékk fyrsta eintak fuglabókarinnar og á myndinni er Ævar Petersen að afhenda honum það. Þórarinn Eldjárn Matthías Johannessen Steingrímur Hermannsson Guðrún Helgadóttir eftir Gúnter Grass. Þetta er eitt helsta bókmenntaverk 20. aldar. Fyrsti hluti sögunnar kemur nú á markað í þýðingu Bjarna Jónsson- ar. Paddy Clarke Ha ha ha eftir Roddy Doyle hlaut Booker-verð- launin bresku fyrir fáeinum áram. Bókin skipaði Doyle í fremstu röð evrópskra höfunda og hefur skáldsagan komið út um allan heim. Sverrir Hólmarsson þýðir. Anna, Hanna og Jóhanna eftir Marianne Fredriksson er skáld- saga sem komið hefur út í 33 lönd- um og var meðal tíu mest seldu bóka heims í fyrra. Sagan segir frá þremur kynslóðum kvenna. Sigrún A. Eiríksdóttir þýðir. Nicholas Evans vakti mikla at- hygli fyrir skáldsögu sína Hesta- hvíslarinn. Seiður úlfanna er önnur skáldsaga hans. Helgi Már Barða- son þýðir söguna. Skáldsagan Ramses - Sonur ljóssins gerist í Egyptalandi til forna. Hún hefur náð vinsældum og verið þýdd á mörg mál. Höfundur- inn, Christian Jacq, er einn helsti sérfræðingur Frakka í fornegyp- skri sögu, en sagan er þó einkum ástar- og spennusaga. Þýðandi bók- arinnar er Guðrún Finnbogadóttir. Ævisaga Steingríms Hermanns- sonar er eftir Dag B. Eggertsson. Hér segir Steingrímur frá sam- skiptum sínum við föður sinn, svipt- ingum í einkalífí og forræðisdeilu sem hafði djúpstæð áhrif svo nokk- uð sé nefnt. Höfundurinn studdist meðal annars við safn bréfa og dag- bóka. Guðrún Helgadóttir sendir frá sér nýja sögu á þessu hausti um sömu persónur og í metsölubókun- um Ekkert að þakka! og Ekkert að marka! Nýja sagan nefnist Aldrei að vita! og færist nú sögusviðið út á land „þar sem spennandi ævintýri krydduð sérstakri kímnigáfu Guð- rúnar skemmta lesendum", segir í kynningu. Guðmundur Ólafsson hlaut Is- lensku barnabókaverðlaunin fyrr á þessu hausti fyrir bók sína Heljar- stökk afturábak, en hann var fyrst- ur til að hljóta verðlaunin 1987. Jón Guðmundsson er ósköp venjulegur strákur en þegar hann hefur nám í menntaskóla fer ýmislegt óvenju- legt að gerast í lífi hans. Návígi á hvalaslóðum er ný bók eftir Elías Snæland Jónsson. Hér segir frá unglingum sem kynnast á Netinu og lenda í spennandi ævin- týrum. Fyrr á árinu gaf Vaka-Helgafell út Grimmsævintýri og Ævintýri H.C. Andersen í nýjum þýðingum Sigrúnar Arnadóttur, er hlotið hef- ur viðurkenningar fyrir þýðingar sínar á barnabókum. Hvor bók er 240 síður að lengd í stóru broti og era þær ríkulega skreyttar lit- myndum. Bangsímon - Viltu faðma mig? er sambland af bók og leikfangi. Hér taka börnin þátt í sögunni með því að ýta á brúðu sem gefur frá sér skondið hljóð. Barnabókin Mulan segir frá sam- nefndri kínverskri stúlku sem vinn- ur hetjudáð, dulbúin sem karlmað- ur. Bókin er byggð á nýrri sam- nefndri kvikmynd frá Disney-fyrir- tækinu. Vaka-Helgafell gefur út tólf bæk- ur á þessu ári í flokki sem nefnist Myndasögusyrpur. Hver Syrpa er 254 blaðsíður á lengd, litprentuð og full af myndasögum af frægum per- sónum, gömlum og nýjum, úr smiðju Walts Disneys. Vaka-Helgafell gefur einnig út tólf bækur í bókaflokknum Ævin- týraheimurinn á þessu ári. Þetta eru myndskreyttar innbundnar bækur sem flestar eru byggðar á sígildum ævintýrum sem færð hafa verið í nýjan búning af listamönn- um Disney-fyrirtækisins. Oft tengj- ast sögurnar víðkunnum ævintýra- kvikmyndum. Bækurnar hafa allar verið mán- aðarbækur í Bókaklúbbi barnanna á þessu ári, en klúbburinn á um þessai' mundir tíu ára afmæli og er elsti barnabókaklúbbur landsins. Perlur í skáldskap Laxness I haust kemur út bókin Perlur í skáldskap Laxness og hefur hún að geyma talsvert á annað þúsund til- vitnanir í verk Nóbelsskáldsins og er þeim skipt í um eitt hundrað flokka. Þær eru ótrúlega fjölbreytt- ar og sýna hversu ólík viðhorf rúm- ast í verkum Halldórs Laxness. Kristján Jóhann Jónsson, Símon Jón Jóhannsson og Valgerður Benediktsdóttir velja tilvitnanirn- ar. I ár var endurátgefin Stóra til- vitnanabókin sem Símon Jón Jó- hannsson og Axel Ammendrup tóku saman. Sögur, ljóð og líf eftir Heimi Pálsson kom út nú í haust og fjallar um íslenskar bókmenntir á 20. öld, frá nýrómantík til póstmódernisma. Lykillinn að Njálu eftir Kiástján Jóhann Jónsson er bók þar sem nú- tímalesendum er veitt innsýn í efni og söguhetjur Brennu-Njáls sögu. Þar sem tíminn hverfur - Mann- lífsmyndir úr Hrísey er ný bók eftir Ingólf Margeirsson. Hér lýsir hann með texta og teikningum upplifun sinni af Hrísey, segir frá kynnum sínum af eyjarskeggjum og ferðum um eyjuna. Siglfirskur annáll nefnist þriðja bókin í flokknum Ur Siglufjarðar- byggðum eftir Þ. Ragnar Jónasson. Hann rekur þar atburði sem skipt hafa máli fyrir þróun byggðarinnar og sett mark sitt á mannlífið frá landnámsöld til þessa árs. Ragnar hlaut menningarverðlaun Siglu- fjarðar fyrir fyrstu bók sína í þess- um fiokki. Dagar íslands eftir Jónas Ragn- arsson kom út fyrir nokkrum áram en var endurútgefin í ár. Hér er greint frá á þriðja þúsund atburð- um, stórtíðindum jafnt sem því skrýtna og skondna. Þá er fyrir- hugað að gefa út fyrir jól nýja bók eftir Jónas Ragnarsson sem nefnist Islendingar dagsins en það er af- mælisdagabók með nöfnum þekktra afmælisbarna hvers dags úr samtíð og fortíð ásamt tilvitnun- um í spakleg orð þessa fólks. I bókinni Islandsævintýri Himm- lers opnar Þór Whitehead lesend- um furðuheim þýskra nasista og skýrh' ráðabrugg þeirra um að ná völdum á íslandi. Bókin kom fyrst út árið 1988 en Þór hefur endur- skoðað textann rækilega, aflað ítar- legi'i vitneskju um menn og atburði og aukið við myndefnið. Vaka-Helgafell gaf Islandssögu a-ö eftir Einar Laxness fyrst út fyr- ir þremur árum. Nú kemur þetta þriggja binda verk út í nýrri og endurbættri gerð. Hér er sögunni skipað niður eftir stafrófsröð efnis- orða en ekki í tímaröð, auk þess sem atriðisorðaskrá verksins er ít- arleg. Heilsubók fjölskyldunnar er handbók þar sem greint er frá öll- um helstu tegundum óhefðbund- inna lækninga. Bókin kemur út í flokknum Alfræði Vöku-Helgafells. Ritstjóri hennar er Sigríður Harð- ardóttir. Hvalir við ísland eftir Mark Carwardine er bók um algengustu hvalategundir hér við land, prýdd litmyndum. Cai’wardine er kunnur breskur dýrafræðingur sem skrif- að hefur fjölda bóka. Ai'i Trausti Guðmundsson íslenskar bókina. Af bestu lyst er nýstárlegt heilsu- og matreiðsluefni með ís- lenskum uppskriftum að réttum sem eru í senn ljúffengir, hollir og hitaeiningasnauðir. I hverjum mánuði kemur út litprentaður pakki með uppskriftaspjöldum, auk fréttabréfsins Líf og heilsa. Sam- nefnd matreiðslubók kom út hjá Vöku-Helgafelli fyrir nokkrum ár- um í samvinnu við Krabbameinsfé- lagið, Manneldisráð og Hjarta- vernd. Sú bók kom einnig út í nýrri útgáfu á þessu ári. Vaka-Helgafell gefur út fræðslu- efni um prjón, föndur og hannyrðir af ýmsu tagi í flokknum Nýtt á prjónunum. A þriggja mánaða fresti kemur út litprentaður pakki með uppskriftaspjöldum sem flokkuð eru inn í sérhannaða safn- möppu. Vaka-Helgafell gefur á þessu ári út tólf bækur í bókaflokknum 50 mínútna bækurnar. Þetta eru fræðslubækur um það hvernig fólk getur náð betri árangri í starfi og einkalífi. Meðal titla í bókaflokkn- um eru: Markvissari fundir, Ráðist gegn streitu, Láttu aðra vinna verkin, Notaðu símann betur og Taktu rétta ákvörðun. Uppskriftir á ísskápinn nefnist flokkur sex bóka er út komu á þessu ári hjá Vöku-Helgafelli. Seg- ull er á bakhlið hverrar bókar og því auðvelt að smella þeim á ís- skápinn. Bækurnar sex nefnast: Bananar, Chili, Hvítlaukur, Kjúk- lingur, Lax og Tómatar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.