Morgunblaðið - 30.10.1998, Qupperneq 1
247. TBL. 86. ÁRG.
FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Skýrsla s-afrísku Sannleiks- og sáttanefndarinnar hlífír engum
Fylkingar kyn-
þáttanna snú-
ast til varnar
Höfðaborg. Reuters.
ÓLÍKAR stjómmálafylkingar í
Suður-Afríku snerust til varnar í
gær eftir að Sannleiks- og sátta-
nefndin svokallaða lagði fram sögu-
lega skýrslu sína með niðurstöðum
tveggja ára starfs, sem hlífði eng-
um.
Thabo Mbeki, varaforseti lands-
ins, gagnrýndi nefndina fyrir að
komast að þeirri niðurstöðu um
flokk hans, Afríska þjóðarráðið, að
hann hefði gerzt sekur um mann-
réttindabrot. Þjóðarflokkurinn,
stærsti flokkur hvíta minnihlutans,
sem hélt aðskilnaðarstefnunni við
lýði í yfir 30 ár fram til ársins 1994,
sniðgekk hina hátíðlegu athöfn sem
haldin var í Pretoríu þegar
Desmond Tutu erkibiskup, formað-
ur Sannleiksnefndarinnar, færði
skýrsluna formlega í hendur Nelson
Mandela forseta.
I skýrslunni, sem er 3.500 blað-
síður, eru bæði leiðtogar og stofn-
anir stjórnar hvíta minnihlutans á
árum aðskilnaðarstefnunnar sem og
ýmsir aðilar, sem börðust gegn
stjóminni, sakaðir um að bera
ábyrgð á alvarlegum mannréttinda-
brotum. Aðskilnaðarstefnan sjálf er
brennimerkt sem „glæpur gegn
mannkyni".
Meðal þeirra, sem tilgreindir em
sem sökudólgar í skýrslunni, em
P.W. Botha, fyrrverandi forseti,
Winnie Madildzela-Mandela, fyrr-
verandi eiginkona Nelsons Mand-
ela, Mangosuthu Buthelezi, höfðingi
Zulu-manna, og Afríska þjóðarráðið
(ANC).
Afhendingarathöfnin í Pretóríu
fór fram aðeins tveimur stundum
eftir að dómstóll í Höfðaborg hafði
vísað frá beiðni ANC um að lögbann
yrði sett á birtingu skýrslunnar ef
því, sem þar stendur um fortíð
hreyfingarinnar, yrði ekki breytt.
Hjálp til að komast
að sáttum
Desmond Tutu sagðist í gær mið-
ur sín yfir að ANC skyldi hafa reynt
að hindra birtingu skýrslunnar.
Hann fagnaði niðurstöðu dómstóls-
ins sem „sigri sannleikans og mann-
kærleikans“.
■ Fljótfengnar sættir/25
ATION
Reuters
NELSON Mandela, forseti Suður-Afríku, tekur við skýrslu Sannleiks-
og sáttanefndarinnar úr hendi formanns hennar, Desmonds Tutus
erkibiskups. Þar eru fyrrverandi stjórnvöld og Afríska þjóðarráðið
sökuð um gróf mannréttindabrot.
Handtaka Pinochets
Urskurður-
inn gagn-
rýndur
Genf, París, Stokkhólmi. Reuters.
ALÞJÓÐARÁÐ lögfræðinga (ICJ),
hreyfmg 42 virtra lögfræðinga víða
um heim sem beitir sér fyrir mann-
réttindum, gagnrýndi í gær úrskurð
bresks dómstóls um að handtaka
Augustos Pinochets, fyrrverandi
einræðisherra í Chile, væri ólög-
mæt. Ráðið sagði að úrskurðurinn
gengi í berhögg við alþjóðlega
samninga.
Dómstóllinn komst að þeirri nið-
urstöðu að Pinochet nyti friðhelgi
þar sem hann var í embætti þjóð-
höfðingja þegar meintir glæpir hans
voru framdir.
Talsmaður ICJ í Genf sagði þetta
hvetja til „refsileysis úti um allan
heim“. Elisabeth Guigou, dóms-
málaráðherra Frakklands, tók í
sama streng. „Hugmyndin um frið-
helgi manna eins og Pinochets hers-
höfðingja, sem ber ábyrgð á þús-
undum morða, er óbærileg," sagði
hún.
Göran Persson, forsætisráðherra
Svíþjóðar, kvaðst telja að sækja
bæri Pinochet til saka. „Það væru
mikilvæg og góð skilaboð til einræð-
ishen-a heimsins ef Pinochet yrði
dæmdur,“ sagði hann.
18 útlagar frá Chile hafa óskað
eftir því að farið verði fram á fram-
sal Pinochets til Svíþjóðar.
■ Pinochet fluttur/22
Tillögur um breytingu á bresku kosningalöggjöfínni
Vilja að tekin verði
upp hlutfallskosning
London. Reuters.
NEFND sem skipuð var til að gera tillögur um breytingar á bresku kosn-
ingalöggjöfinni lagði í gær til að tekið yrði upp tvíhliða hlutfallskosninga-
kerfi og sagði Roy Jenkins, lávarður og fyrrverandi fjármálaráðherra, for-
maður nefndarinnar, að hið nýja kerfi myndi gera kosningar lýðræðislegri
og tryggja sanngjarnari niðurstöður. Gagnrýnendur segja hins vegar hættu
á að kerfið leiði til samsteypustjórna og ótryggara stjórnmálaástands.
*
Hryðjuverk í Israel
Yassin í
stofufangelsi
Gaza. Reuters.
PALESTÍNSK yfirvöld settu
Ahmed Yassin, stofnanda Hamas-
hreyfingarinnar, í stofufangelsi í
gær en þá hafði hreyfingin lýst yf-
ir ábyrgð á sprengjutilræði við
ísraelsk börn á Gaza.
Tilkynningin um stofufangelsið
kom aðeins nokkrum klukkustund-
um eftir að bílsprengja sprakk
steinsnar frá ísraelskum börnum á
leið í skóla. Sluppu þau raunar al-
veg en sprengingin varð hennanm,
sem gætti skólabílsins, að bana og
annar særðist alvarlega. Þá lést
einnig ökumaður bílsins, sem
sprengjan var í.
■ Eykur óvissu/24
í Bretlandi er kosið í einmenn-
ingskjördæmum og sá sem flest at-
kvæði fær í hverju kjördæmi hefur
komist á þing. Hefur þetta valdið
því oft og tíðum að hlutfallslegt
fylgi flokka hefur ekki skilað sér í
fjölda þingsæta og sérstaklega hef-
ur fylgi Frjálslynda demókrata-
flokksins ekki alltaf nýst sem
skyldi. Gerði flokkurinn á síðasta
ári samkomulag við Verkamanna-
flokkinn um endurskoðun kerfisins
og jafnframt lofaði Tony Blair, for-
sætisráðherra Bretlands, að efna til
þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem
kosið yrði um tillögur nefndarinnar
og núverandi kerfi.
Ekki til framkvæmda strax
Jack Straw, innanríkisráðherra í
Bretlandi, sagði hins vegar í gær að
engin ákvörðun hefði verið tekin um
hvenær slík atkvæðagreiðsla færi
fram. Vitnaði hann í skýrslu Jenk-
ins-nefndarinnar þar sem segir að
ekki sé raunhæft að ætla að tillög-
urnar komist til framkvæmda fyrr
en í fyrsta lagi við þarnæstu þing-
kosningar, eða eftir u.þ.b. 8 ár.
Tillögur Jenkins-nefndarinnar
fela í sér að á milli 80-85% þing-
manna í neðri deild breska þingsins
yrðu áfram kjörnir í einmennings-
kjördæmum. Fengi hins vegar eng-
inn frambjóðenda meira en 50%
fylgi við fyrstu talningu myndu þau
atkvæði sem féllu í hlut þeirra
frambjóðenda sem síðastir komu
nýtast öðrum, og þannig ákvarða
hver næði 50% markinu.
Til að gefa sanngjarnari mynd af
fylgi flokka á landsvísu yrðu síðan á
milli 98 og 132 þingmenn kjörnir af
sérstökum héraðs- eða borgarlista
til að leiðrétta stöðu flokka sem nýta
atkvæði sín illa í kjördæmunum.
Sagði í umsögn Jenkins-nefndar-
innar að ef kosið hefði verið eftir
þessu kerfi í fyrra í Bretlandi hefði
ríkisstjórn Blairs notið 77 sæta
meirihluta að loknum kosningunum,
í stað 179 sæta meirihluta eins og
nú er raunin. Jafnframt kom fram
að ekki væri hægt að halda því fram
að samsteypustjómir myndu verða
alltof algengar með þessu kerfi, og
þá um leið veikara stjórnvald, því að
í þremur af síðustu fjórum kosning-
um hefði einn flokkur þrátt fyrir allt
tryggt sér hreinan meirihluta hefði
verið notast við þetta kerfi.
Glenn út í geim eftir 36 ár
„Eins og
Woodstock
okkar gaml-
ingjanna“
Kanaveralhöfða. Reuters.
BANDARÍSKI geimfarinn John
Glenn geystist út í geiminn í gær
með geimferjunni Discovery, 36
árum eftir að hann fór í sína
fyrstu og sögulegu ferð. Gekk
geimskotið að óskum en
mikill mannfjöldi fylgdist
með því úr nokkurri fjar-
lægð.
Mikil áhugi hefur verið á
ferð Glenns enda er hann
orðinn 77 ára gamall og
margir telja, að teflt sé á
tæpasta vað með því að láta
jafn aldraðan mann gangast
undir það erfiði, sem geim-
ferðinni fylgir. Ferðafélagar
hans eru sex, fjórir Banda-
ríkjamenn, Spánverji og Japani,
en tilgangurinn með ferðinni,
sem stendur í níu daga, er alls
konar vísindarannsóknir.
Hundruð þúsunda manna fylltu
alla vegi, strandir og önnur
svæði þar sem unnt var að fylgj-
ast með geimskotinu og áberandi
var hvað margir voru á líku reki
og Glenn.
„Þetta er eins og Woodstock
okkar gamlingjanna," sagði einn
áhorfendanna, „og við erum laus-
ir við rokktónlistina."
Viðstödd geimskotið voru for-
Reuters
Geimferjan Discov-
ery leggur upp í
langferðina með
sjö manns innanborðs, þ.á m.
John Glenn, sem varð fyrstur
Bandaríkjamanna til fara á
braut um jörðu. Það var hinn
20. febrúar árið 1962.
setahjónin, Bill Clinton og Hill-
ary, auk þingmanna og annars
fyrirmennis. Sjálfur situr Glenn í
öldungadeildinni. Þá sendu gaml-
ir, rússneskir geimfarar honum
sínar bestu óskir og sögðu, að
með ferðinni sýndi hann, að aldr-
að fólk gæti lagt sitt af mörkum
til geimrannsókna.