Morgunblaðið - 30.10.1998, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1998 23
Fyrrverandi fjármálaráðherra Malasíu
kemur fyrir rétt á mánudag
Mál Anwars ein
helsta ástæða
pólitísks umróts
Kuala Lumpur. Reuters.
ANWAR Ibrahim, fyrrverandi
fjármálaráðherra í Malasíu, mun
koma fyrir rétt á mánudag. Hann
er sakaður um að hafa gerst sekur
um spillingu og brot á lögum er
gilda um kynlíf Malasíubúa þar
sem t.d. samræði tveggja karl-
manna er bannað með lögum. Mál
Anwars er ein helsta ástæða þess
pólitíska umróts sem átt hefur sér
stað í Malasíu undanfarnar vikur
og mánuði en opinber mótmæli
gegn málsókninni á hendur Anwar
og gegn ríkisstjórn Mahathirs Mo-
hamads forsætisráðherra hafa ver-
ið nánast daglegt brauð undanfarn-
ar vikur.
Anwar gegndi auk fjármálaráð-
herraembættisins starfi aðstoðar-
forsætisráðherra og rætt er um að
Mahathir hafi litið á Anwar sem
væntanlegan arftaka sinn. Spenna
tók hins vegar að færast í sam-
skipti þeirra í vor, þegar Anwar fór
fram á pólitískar úrbætur í landinu
og að stjómvöld hættu að hygla
vinum og vandamönnum með ýms-
urn hætti.
Á sama tíma og Suharto, forseti
nágrannaríkisins Indónesíu,
neyddist til að segja af sér embætti
vegna pólitisks umróts sem byggt
er á sömu forsendum tók Mahathir
hins vegar að herða tök sín á stjórn
Malasíu og í september rak hann
Anwar úr embætti, að sögn fyrir að
vera „siðferðilega óhæfan“ til að
gegna svo háum embættum. Var
Anwar í kjölfarið sakaður um ýmsa
glæpi. Hann heldur því hins vegar
fram að ákærurnar á hendur sér
eigi sér rætur í samsæri á efstu
stigum stjórnkerfisins. Segir Anw-
ar að þar ráði öfundarmenn sínir
ríkjum og að þeir vilji koma í veg
fyrir að flett verði ofan af spillingu
í stjórnsýslunni.
Á yfir höfði sér harðan dóm
Ákærurnar á hendur Anwar
skiptast í stórum dráttum í tvo
flokka, spillingu og óviðeigandi
hegðun í kynferðismálum. Hann er
ákærður fyrir að hafa haft óviðeig-
andi afskipti af rannsókn á þáver-
andi einkaritara hans, sem grunaður
var um að hafa tekið við mútum.
Jafnframt er Anwar sakaður um
að hafa skipað tveimur lögreglu-
mönnum í ágúst 1997 að afla skrif-
legra yfirlýsinga frá tveimur aðil-
um, manni og konu, þar sem þau
neituðu að hafa átt í óviðurkvæmi-
legu kynferðissambandi við Anwar.
Er Anwar alls sakaður um að hafa
gerst sekur um ósiðlegt kynlíf með
fimm karlmönnum á sex ára tíma-
bili. Á hann yfir höfði sér dóm upp á
fjársekt og allt að fjórtán ára fang-
elsisvist fyrir spillingarákærurnar
og fyrir hvert kynferðisbrotanna
gæti hann fengið 20 ára fangelsis-
dóm, auk hýðingar.
■ L 9 L JgMT; /ÍO
Herra- undirföt
H ' f ^ yi
R Q</_/
I KRINGLUNNI SÍMI 553 7355 vs^/
www.mbl.is
LISTAKOKKAR
OG DÁSAMLEGUR MATUR !
E
oeUtomui!
Tilboösréttir:
HLAÐBORÐ
SÆLKERANS
Frjálst val:
Súpa, salatbar
os heitur matur,
margar tegundir.
kr.890.-
Grillaöur
KARFI
með möndlurjóma
os ristuðu sraenmeti.
AÐÐNSKR. 1.590.
FISKIÞRENNA
með tveimur tegundum
af sósu, hvítlauksbrauði
og kryddgrjónum.
AÐÐNSKR. 1.590.-
PASTA
að hætti kokksins.
aðbnskr.1590.-
KJUKUNQABRINGA
með gljáðu grænmeti
og paprikusósu.
AÐEINSKR.1.690.-
Grillaður
LAMBAVÖÐVI
með bakaðri kartöflu
og bernaise-sósu.
AÐÐNSKR. 1.620.
GRISAMEDALIUR
með rauðlauksmarmelaði
og gráðostasósu..
AÐBNSKR.1.590.
Tilboð öll kvöld Otíum\fiesstimj/ómscehi
03 um helgar. réttxtm^ (>r<moiKus
sa/at(>ar ou soo tsoui'i/ui úe/lir.
Bamamatseðill ‘ f
fyrir smáfólkið! ’Veroighkur aA tjóau !
Glóöaö
NAUTA-
FRAMFILLET
m/ferskum sveppum,
madeirasósu og djúp-
«tt-í>ikh im tómAfi
I órafjarlægð frá næstu byggð ertu í öruggu sambandi...
• 341 grömm með rafhlöðunni
• Rafhlaða endist í allt að 83 klst. í bið
• Skammvalsminni fyrir
99 númer og nöfn
• Einfalt valmyndakerfi
• Ýmis aukabúnaður fáanlegur
Langdrægni
- öryggi
24.Q8O
stgr.
Armuia 27, simi 550 7800 • Kringlunm, simi 550 6680
Landssímahúsinu v/Austurvöll, sími 800 7000
Afgrelðslustaðir íslandspósts um land allt
SIMINN
NMT
Maxon MX 2450