Morgunblaðið - 30.10.1998, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 30.10.1998, Qupperneq 24
24 FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1998 ERLENT MORGUNB L AÐIÐ Reuters ÍSRAELSKIR hermenn skoða flak bfls, sem var hlaðinn sprengiefni og sprakk nálægt ísraelskum skólabfl á Gaza-svæðinu í gær. Flókið mál verður einfaldara Þú færð hvergi betra yfirlit yfir dagskrá sjónvarps og útvarps en í sérblaði Morgunblaðsins, Dagskrá. Þar getur þú á einfaldan hátt greitt úr þeirrí flækju sem dagskrá allra stöðva er ( dag. í blaðinu eru einnig fréttir, myndir og umfjöllun um þættina, kvikmyndirnar og fólkið sem kemur við sögu. Dagskránni er dreift með Morgunblaðinu annan hvern miðvikudag og ókeypis á helstu bensín- stöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Hafðu Dagskrána alltaf við hendina. /'allri sinni mynd! Stjórn ísraels og Arafat fordæma sprengjutilræði á Gaza-svæðinu Eykur óvissuna um framkvæmd samningsins Kfar Darom. Reuters. TVEIR menn biðu bana þegar bíl- sprengja sprakk nálægt ísraelskum skólabíl og herjeppa á Gaza-svæðinu í gær og ísraelska ríkisútvarpið sagði að íslamska hreyfingin Hamas hefði lýst tilræðinu á hendur sér. Stjóm ísraels sagði að sprengjutil- ræðið sýndi að Israelar gætu ekki staðið við samkomulagið um frekari brottflutning hermanna frá Vestur- bakkanum nema palestínsk yfirvöld efndu loforð sín um að skera upp herör gegn palestínskum hermdar- verkamönnum. Benjamin Netanya- hu, forsætisráðherra ísraels, ræddi við Yasser Arafat, leiðtoga Palest- ínumanna, og krafðist þess að hann gripi strax til aðgerða gegn palest- ínskum hermdarverkamönnum. Sjónarvottar sögðu að reynt hefði verið að aka bíl hlöðnum sprengiefni á rútu, sem flutti skólabörn frá byggð gyðinga á yfirráðasvæði ísra- ela í miðhluta Gaza-svæðisins, og bfllinn hefði rekist á herjeppann. Palestínskur embættismaður sagði að tveir menn hefðu beðið bana, ísraelskur hermaður og palestínskur ökumaður bflsins sem notaður var í árásinni. Ekkert bamanna særðist en tveir ísraelskir hermenn voru fluttir á sjúkrahús og annar þeirra var þungt haldinn. Sjónarvottar sögðu að ísraelskir og palestínskir lögreglumenn hefðu hleypt af byssum við leit á akri ná- lægt veginum þar sem tilræðið átti sér stað. Palestínska lögreglan sagði að a.m.k. einn Palestínumaður hefði særst. Krefjast efnda af hálfu Palestínumanna Þetta er fyrsta sprengjutflræðið frá því leiðtogar ísraela og Palest- ínumanna undirrituðu samning á föstudaginn var um að Israelar flyttu herhð sitt frá 13% Vestur- bakkans til viðbótar gegn því að palestínsk yfirvöld skæru upp herör gegn hermdarverkamönnum. Talsmaður ísraelsstjómar sagði að tflræðið sýndi að Israelar gætu ekki flutt herliðið frá Vesturbakkan- um nema Palestínumenn legðu fram „ýtarlega starfsáætlun um aðgerðir gegn samtökum hermdarverka- manna“ eins og kveðið er á um í samningnum. „Palestínumenn lof- uðu algjöm stríði á hendur hermd- arverkamönnum og standi þeir ekki við það fá þeir engin landsvæði," sagði hann. Yitzhak Mordechai, vamarmála- ráðherra Israels, kvaðst hafa rætt árásina við yfirmenn öryggissveita Palestínumanna og þeir hefðu lofað að „grípa strax tfl aðgerða“. Benjamin Netanyahu tilkynnti fyrr í vikunni að hann hefði ákveðið að fresta atkvæðagreiðslu í ríkis- stjóminni um samninginn við Pa- lestínumenn þar sem þeir hefðu ekki lagt fram ýtarlega áætlun um að- gerðir gegn hermdarverkamönnum. Bill Clinton Bandaríkjaforseti skor- aði á báðar þjóðirnar að fresta ekki framkvæmd samningsins, en hann tekur gildi á mánudaginn kemur. Arafat fordæmir tilræðið Yasser Arafat fordæmdi árásina og sagði þá sem stóðu á bak við hana hafa „skaðað hagsmuni palestínsku þjóðarinnar af ráðnum hug“. Hann kvaðst hafa hringt í Netanyahu og sagt honum að palestínsk yfirvöld myndu gera allt sem í þeirra valdi stæði til að upplýsa hverjir stóðu fynr hermdarverkinu. Israelska ríkisútvarpið sendi út upptöku af yfirlýsingu manns, sem talaði arabísku og sagði að Hamas- hreyfingin hefði staðið fyrir tflræð- inu. Maðurinn lýsti árásinni sem „dásamlegri aðgerð til að þjaka landnema á hernumdum svæðum okkar á Gaza-svæðinu og Vestur- bakkanum". Ahmed Yassin, stofnandi og trú- arlegur leiðtogi Hamas, kvaðst þó ekki vita hverjir hefðu staðið á bak við tilræðið. Herskáir félagar í Hamas hafa orðið tugum ísraela að bana í sprengjutilræðum frá friðar- samkomulagi ísraela og Palestínu- manna í Ósló 1993. íbúar byggða gyðinga á hernumdu svæðinum hafa lagst gegn nýja samningnum og segja hann gera þá berskjaldaða fyrir árásum palestínskra öfgamanna. „Mitch“ veldur usla í Hondúras Puerto Cortez ( Hondúras. Reuters. FELLIBYLURINN Mitch olfl í gær usla á Karíbahafsströnd Hondúras og ógnaði öUu svæðinu við norðvestanvert Karíbahaf. Dauði að minnsta kosti nítján manna var í gær rakinn til óveðurslægðarinnar. „Mitch“ hefur að mestu haldið kyrru fyrir undan strönd Hondúras undanfarna tvo sólarhringa og vald- ið þar steypiregni sem orsakað hef- ur flóð og aurskriður. Lýst var yfir neyðarástandi og um 100.000 íbúar strandhéraðanna hafa verið fluttir burt frá heimilum sínum. Einnig hefur fjöldi fólks flúið ströndina í nágrannaríkjunum Belize, Gvatemala og Mexíkó, en veður- fræðingar hafa taUð að fellibylurinn muni ganga á land á þessu svæði Mið-Ameríku. Nokkuð hafði dregið úr vindhraða í bylnum í gær; hann mældist um 140 km á klst., en fyrr í vikunni náði hann 295 km hraða. Almannavarnir voru þrátt fyrir það enn í viðbragðs- stöðu vegna fellibylsins í Hondúras, Gvatemala, Belize og á Júkatan- skaga í Mexíkó. Undanfarna sólarhringa hafa flóð- öldur skollið á ströndinni sem rifu tré upp með rótum og ollu miklu tjóni. Meira en 62 cm úrkoma dembdist yfir strandhéraðið og olli gífurlegum vatnavöxtum. Að minnsta kosti þrettán Hondúras-bú- ar týndu lífi. í nágrannaríkinu Gvatemala ollu vatnavextir í Motagua eyðileggingu í þorpinu E1 Quetzalito þar sem einn maður drukknaði, að sögn tals- manns þarlendra almannavarna. Og í Níkaragva, suður af Hondúras, drukknaði tvennt við að reyna að fara yfir fljót sem skyndilega uxu vegna úrhellisins frá „Miteh“. Þannig hafa nítján manns farizt af völdum fellibylsins, svo vitað sé, en fórnarlömbin gætu hæglega verið fleiri. I mexíkóskum fjölmiðlum var greint frá því að þrír hefðu farizt í borginni Chetumal við Karíbahafs- ströndina, og í Hondúras var sagt að fjórtán manna væri saknað á eynni Guanaja, sem þar er undan strönd- inni. Þessar frásagnir höfðu ekki fengizt staðfestar í gær.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.