Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 13 FRÉTTIR Fasta til að mót- mæla virkjun hálendisins Baujur með sjálfvirkum neyðarsendum færðar milli skipa Stórhætta skapast fyrir sjómenn HELGI Hallvai'ðsson, yfii-maður gæsluframkvæmda Landhelgisgæsl- unnar, segir að stórhætta skapist fyr- ir sjómenn vegna þess að baujur með sjálfvirkum neyðarsendum eru færð- ar milli skipa án þess að tilkynnt sé til hlutaðeigandi þjónustuaðila um færsluna. Fyrir nokki-u fórst enskt skip með allri áhöfn á hafssvæði þar sem var fjöldi annarra skipa í grennd, en ekki tókst að rekja neyðarkall til rétts skips fyrr en eftir átta klukku- tíma. Baujurnar senda frá sér mismun- andi merki sem era skráð á nafn ákveðinna skipa. Helgi segir að lág- mark sé að látið sé vita af því séu senditækin færð milli skipa, þannig að söluaðilar þeirra geti breytt skrán- ingum þeirra. Hjalti Sæmundsson, aðalvarðstjóri hjá Landhelgisgæslunni, segii- að drjúgur tími geti farið í það að sann- reyna hvaða skip á í hlut ef skipst hefur verið á baujum. ,,[Á fimmtudag] kom það fyi-ir að við fengum upphringingu frá björg- unarmiðstöð í Hollandi um að neyðar- skeyti hefði borist frá ákveðnum ís- lenskum togara. Við fórum strax í það að reyna að ná sambandi við hann. Þá svaraði annar togari og sagði að skeytið hefði komið frá þeim, en þeir væra með tæki sem væra skráð á hinn. Þetta getur orðið hættulegt, ef við eyðum tíma í að reyna að ná sam- bandi við rangan aðila.“ Skip seld úr landi en íslensk skráning á neyðarsendi Hjalti segir að töluvert sé um það að skip sem seld eru úr landi séu ennþá með neyðarsendana á ís- lenskri skráningu. ,;Þetta getur end- að með ósköpum. Eg get nefnt sem dæmi að við fengum nýlega neyðar- kall frá skipi sem heitir Andenes og hafði verið selt frá Islandi til Portú- gal. Þar var það sett undir rússnesk- an fána og farið með það til Noregs og gert út þaðan. Við megum þakka fyrir það að hafa fundið það yfirleitt. Stundum hverfa þessi skip eitthvert suður á bóginn. í einu tilviki röktum við skip þangað til í ljós kom að síð- ast hafði verið vitað um það á Ind- landshafí. Þá hættum við einfaldlega að leita að því.“ Hjalti segir að á íslandi hafi engin slys enn orðið vegna þessa, en segist hafa fengið fregnfr frá Englandi um hörmulegar afleiðingar þess að ekki tókst að hafa uppi á réttu skipi í tæka tíð. „Skipstjóri einn vildi fá sér nýtt skip, og lét smíða það, en vildi halda öllum skráningum eins og á því gamla. Nýja skipið hét nánast öllu því sama, að vísu hlýtur að hafa ver- ið einhver munur á því það er ekki hægt að skrá sama kallmerkið á fleiri en eitt skip. Gamla skipið var áfram gert út. Svo fara að berast skeyti frá neyðarsendi um að skip með þessu nafni sé í sjávarháska. Það er strax kallað í það, og nýja skipið svarar og segir að allt sé í lagi. Menn drógu öndina léttar og héldu að málið væri búið, en neyðar- sendingarnar héldu samt áfram. Átta tímum síðar kom í ljós að gamla skipið var á þessu svæði sem sendingarnar komu frá og hafði farist með manni og mús. Það var fullt af bátum og skipum í grennd- inni en enginn hafði tekið eftir þessu." TVEIR heimspekinemar í Háskól- anum, Guðrún Eva Mínervudóttir, 22 ára, og Elín Agla Briem, 24 ára, ætla að fasta og aðeins nærast á grænmetissoði eða grænmetissafa á tímabilinu 17.-26. desember, til að mótmæla virkjun hálendisins. Konurnar tvær munu hafa að- setur í húsi í eigu Háskólans sem nefnt er Sumarhöllin meðan á hungurvökunni stendur. Sumar- höllin er skammt frá Endurmennt- unarstofnun Háskólans. Þar munu þær taka á móti gestum. Þær hafa einnig fengið lánaðan hátíðarsal Háskólans í sex kvöld þar sem haldin verða erindi og upplestrar. Meðal fyrirlesara verða Illugi Jök- ulsson rithöfundur og Róbert H. Haraldsson dósent í heimspeki. „Hugmyndin kviknaði þegar við vorum að hugsa um umræðuna um virkjun hálendisins," segir Elín. „Maður heyrir hana og les í blöð- unum, og heyrir í stjórnmálamönn- unum, og upplifir að maður geti ekki haft nein áhrif. Við lögðum höfuðið í bleyti til að finna leið til að sýna hvað það er okkur mikil- vægt að hálendið sé látið í friði. Við viljum sýna alvöruþungann í þessu.“ Elín segir að mótmælunum sé fremur beint til venjulegra íslend- inga heldur en til stjórnmálamanna. „Það er auðvitað gott ef þefr skil- greina sig einfaldlega sem íslend- inga og hlusta á okkur á þeim for- sendum, en þetta er fyrst og fremst gert til að hinn venjulegi maður hugsi um þessi mál. Við höfum þá trú að um leið og allir hugsi um þau og skoði hvað er í húfi komist allir að sömu niðurstöðu. Við erum bjart- sýnismanneskjur." Þær Elín og Eva hafa leitað til grasalæknis til að fá ráðgjöf um næringu meðan á föstunni stendur. Elín segir að þær hafi í upphafi haft í huga að fasta í heilan mánuð, en var ráðið frá því, bæði af grasa- lækninum og fjölskyldum sínum. „Við erum að mótmæla því að landið sé skaðað, þannig að það er ekki rétt að skaða okkur sjálfar til þess,“ segir Elín. Hunguraakan gæti jafnvel orðið heilsu Elínar til góðs, því hún segist neyðast til að hætta að reykja með- an á henni stendur. Samræmd próf í 4. og 7. bekk Dregur saman með landshlutum SAMKVÆMT niðurstöðum sam- ræmdra prófa í íslensku og stærð- fræði í 7. bekk hefur munur á ár- angri milli skóla á höfuðborgar- svæðinu og á landsbyggðinni minnkað. Meðaleinkunn í íslensku í 4. og 7. bekk var 6,8 í báðum ár- göngum, en meðaleinkunn í stærð- fræði var 6,4% í 4. bekk og 6,8 í 7. bekk. I fyrra var meðaltal normal- dreifðra einkunna í íslensku og stærðfræði hæst í Reykjavík í þessum tveimur bekkjardeildum. Meðaltalið var á bilinu 5,2-5,3. Á þessu ári er meðaltalið í Reykja- vík örlítið lægra eða 5,1-5,2. Skól- ar annars staðar á höfuðborgar- svæðinu og skólar í Norðurlandi vestra sýna svipaða eða betri út- komu en skólar í Reykjavík. Ef eingöngu er litið á útkomu í 7. bekk þá bæta skólar í öllum lands- hlutum stöðu sína milli ára nema skólar á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi þar sem meðaltal normaldreifðra einkunna lækkar milli ára um 0,1. Nemendur í 7. bekk, sem stunda nám í skólum á Vesturlandi og Norðurlandi vestra, bæta veralega stöðu sína og komast upp fyrir landsmeðaltal. Það bendir því flest til að munur milli landshluta sé heldur að jafn- ast. Af einstökum þáttum á íslensku- prófi kemur ritun verst út í báðum árgöngum, þar er meðaleinkunn 6 í 4. bekk og 6,3 í 7. bekk. íslensku- nemar í 7. bekk standa sig best í stafsetningu, en 4. bekkur nær bestum árangri í lesskilningi og hlustun. 17% stærðfræðinemenda í 4. bekk fá einkunnina 4 eða lægra, en 8% fá slíka einkunn í íslensku. Lágar einkunnir era fátíðari í 7. bekk. í íslensku virðast háar ein- kunnir á fárra færi, en 6% nem- enda í 7. bekk ná hærri einkunn en 8,5 í íslensku og 9% nemenda í 4. bekk. Morgunblaðið/Árni Sæberg VERÐLAUNAHAFARNIR eru frá vinstri: Guðbergur K. Jónsson, sem hlaut fyrstu verðlaun, Kesera Anamt- hawat-Jónsson, sem hlaut 2. verðlaun, Hörður Filippusson sem hlaut 3. verðlaun og Ágúst H. Ingþórsson, framkvæmdastjóri Rannsóknaþjónustunnar, sem afhenti verðlaunin. Sölu Landsvirkjunar á ótryggu rafmagni hætt Rannsóknaþjónusta Háskólans og Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins Orkufrekar vmnslur og* hitaveitur helstu notendur Góðar hugmyndir verðlaunaðar SÖLU á ótryggu rafmagni frá Lands- virkjun verðrn- hætt hinn 3. desember. Að sögn Þorsteins Hilmarssonar hjá Landsvirkjun er ástæðan slæmt ástand í vatnsbúskapnum á hálendinu og því verður að draga úr orkunotk- uninni. Það era einkum orkufrekar vinnslur og hitaveitur sem hafa gert samning um kaup á umframorku Landsvirkjunar. Á undanfómum áram hefui- verið hægt að selja stómotendum um- framrafmagn á mjög hagstæðu verði. Þorsteinn segir að hér hafi venð um að ræða ódýrastu orkuna á íslandi, verðið sé lægra en til stóriðju. En kaupendur hafi vitað að þessi orka væri ótrygg og gæti bragðist þegar illa áraði. Tilkynnt var um skerðingu á afgangsorku 1. september til 1. des- ember og nú liggur fyifr að skerðing- in mun halda áfram meðan horfumar í vatnsbúskapnum batna ekki. Sigurjón Ingólfsson hjá Hitaveitu Vestmannaeyja segir að gjaldskrá fyrir umframorkuna sé komin upp í þriðja þrep. Þá er orðið ódýrara að nota olíu til kyndingar. Frá því í októ- ber hefur verið notuð olía. Þessi ráð- stöfun mun hafa mikil áhrif á rekstur hitaveitunnar. Orkuöflun til hitaveit- unnar var að 90% svokalfað ótryggt rafmagn. „Við þolum þetta út árið,“ segir Sigurjón. Sfldarrinnslan í Neskaupstað hefur verið eitt af þeim fyrirtækjum sem hafa notað ótrygga orku undanfarin ár en orkuna notar fyrirtækið til loðnubræðslu. Jón Már Jónsson verk- smiðjustjóri sagði í samtali að þessi skerðing hefði mikil áhrif á rekstrar- kostnað verksmiðjunnar. Þegar bræðsla er í gangi notar hún 8-10 megawött. Fyrir nokkrum áram var endumýjaður ketfll verksmiðjunnar og settur upp rafskautaketill. Menn gerðu ráð fyrir þri að geta notað um- framorku Landsrirkjunar og því var farið út í breytinguna. Jón Már Jóns- son segir að nú verði að skipta yfir í olíu og setja í gang gömlu katlana með þeim óþægindum sem þri fylgi. „Verð á afgangsorku var mjög hagstætt, en nú verður breyting á og kostnaður eykst. Þetta hefur áhiif á reksturinn, en við þessu er ekkert að gera,“ sagði Jón Már Jónsson í Neskaupstað. RANNSÓKNAÞJÓNUSTA Há- skólans og Nýsköpunasjóður atvinnulífsins hafa staðið fyrir verkefninu, Upp úr skúffunum, innan Háskóla Islands í þeim tilgangi að hvetja starfsmenn skólans til að velta fyrir sér möguleikum á að nýta niður- stöður rannsókna og verkefna sem unnin hafa verið við skól- ann. Efnt var til samkeppni og hlaut Guðbergur K. Jónsson, rannsóknarmaður hjá Rann- sóknarstofu um mannlegt at- ferli, 1. verðlaun fyrir verkefn- ið, fþróttarannsóknir, greining á mynstrum í flóknum hegðun- arferlum með THEME hugbún- aði. Kesara Anamthawat-Jóns- son, dósent í grasafræði og plöntuerfðafræði, hlaut 2. verðlaun fyrir verkefnið, Ein- angrun litninga úr laufblöðuin, og Hörður Filippusson, dósent í lífefnafræði hlaut 3. verðlaun fyrir verkefnið, Vinnsla verð- mætra próteina úr nautgripa- blóði. Tíu þátttakendur sendu inn samtals fimmtán hugmynd- ir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.