Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENPUR Jólahlaðborðin aldrei vinsælli en í ár Selja 125.000 mál- tíðir á aðventu Það er orðið erfitt að fá borð á mörgum veitingahúsum borgarinnar á föstudags- og laugardagskvöldum í desember og Guðbjörg R. Guðmundsdóttir komst að því að margir panta á jólahlaðborð með árs fyrirvara. „VIÐ höfum reiknað út að um 125.000 máltíðir séu seldai- af jóla- hlaðborðum á aðventunni," segir Óskar Finnsson, veitingamaður á Argentínu, steikhúsi en hann fann þessa tölu út á sínum tíma með Bjarna í Brauðbæ. „Þetta er ekki hárnákvæm tala en hún er nálægt því að vera rétt. Við erum að tala um jólahlaðborðin á veitingahúsum og hótelum borgarinnar og líka úti á landsbyggðinni svo og jólahlaðborð- in sem sett eru upp í veitingasölum og félagsheimilum." Átta sinnum á jólahlaðborð Óskar bendir á að ekki sé hægt að fullyrða að 125.000 landsmenn fari á jólahlaðborð því hann segir að oft sé sama fólkið að fara oftar en tvisvar og oftar en þrisvar út að borða á aðventunni. „Eg veit þess dæmi að fyrirtæki panti átta sinn- um á jólahlaðborð og þá er sami maðurinn kannski að fara í öll skipt- in með ýmsa fasta viðskiptavini.“ Óskar segir að fólk panti með löngum fyrirvara og segir að þegar sé farið að panta fyrir jólin 1999. „Það hafa skapast fastar hefðir í kringum þessi jólahlaðborð, sauma- klúbbar fara alltaf fyrstu helgina í desember eða bridgeklúbburinn hittist þriðja föstudaginn í desem- ber. Hópar eins og þessir panta gjaman með árs fyrirvara." Reykt svínakjöt og waldorfsalat Þegar Óskar er spurður hvort það séu einhverjir sérstakir réttir á jólahlaðborðum sem fari mest af eða boðið sé upp á á öllum jólahlað- borðum, segir hann að það sé engin spuming, reykt svínakjöt verði að vera á öllum jólahlaðborðum. „Eg held að allir bjóði upp á það í Reykjavík að minnsta kosti og síðan er algjör undantekning ef waldorfsalat er ekki á boðstólum líka.“ Verðið svipað Algengt verð á jólahlaðborðum er á bilinu 3.000-3.500 krónur á kvöldin frá fimmtudegi til sunnudags. Mörg veitingahús eru með ódýrara jóla- hlaðborð í hádeginu og þá er verðið jafnvel komið niður í 1.400-1.900 krónur. Svo virðist sem nokkur aukning sé á að veitingastaðir bjóði lægra verð á mánudags-, þriðju- dags-, og miðvikudagskvöldum. Yfirleitt borga börn að 12 ára aldri hálft gjald en sums staðar borða börnin ókeypis. Forsvarsmenn sumra veitir.ga- húsa tvíbóka staðina á kvöldin þ.e.a.s. gefa viðskiptavinum sínum um þrjár klukkustundir til að borða og taka svo inn aðra gesti. Þá hafa þeir sem voru að borða tækifæri á að fara í þægileg sæti og drekka þar kaffið sitt og borða jafnvel eftirrétt. Rjúpnasúpa og blinis Mörg veitingahús hafa verið að skapa sér sérstakan stíl, þ.e. bjóða upp á framandi rétti eða skapa sér sérstöðu. Dæmi um þetta er til dæmis jólahlaðborð að hætti Idu Davidsen á Hótel Loftleiðum. Þar kemur danska smurbrauðsjómfrúin Ida Davidsen ásamt eiginmanni sín- um Adam Siesby til landsins og set- ur upp jólahlaðborðið. í Perlunni hefur rjúpnasúpan trekkt að fjölda gesta og á Hótel Borg eru það Siggi Hall og Örn Garðarsson matreiðslumeistarar sem matreiða og bjóða til dæmis upp á marhænuhrogn á blinis með sýrðum rjóma og flamberaða nauta- strimla sem þeir elda í salnum fyrir gesti. Skíðaskálinn býður upp á jóla- hlaðborð frá fimmtudögum til Morgunblaðið/Sverrir sunnudags. Á fímmtudögum og sunnudögum er lögð áhersla á að skemmta ungviðinu, þ.e. jólahlað- borðið er ókeypis fyrir böm að 12 ára aldri og jólasveinninn kemur í heimsókn með glaðning og tekur snúning með börnunum og syngur jólalög. Á föstudags- og laugar- dagskvöldum er síðan boðið upp á fríar rútuferðir og síðan er dansað til klukkan eitt. Á Hótel Holti er sérstakur jóla- seðill á boðstólum en ekki jólahlað- borð. Þar gefst gestum kostur á að ; panta af jólaseðlinum og í hádeginu er hægt að kaupa þriggja rétta mál- tíð á 2.100 krónur en fjögurra rétta máltíð kostar 4.400 krónur á kvöldin. Best að fara 6-7 sinn- um að hlaðborðinu fordrykkinn. Þær rjúka að borðinu og fá sér þungan mat og eru svo orðnar pakksaddar eftir einn eða tvo diska. Það ættu allir að hafa fyrir reglu að borða bæði morgun- mat og hádegismat ef það stendur til að fara á jólahlaðborð um kvöldið." „YFIRLEITT byrja gestirnir á því að fá sér alltof þungan mat strax á fyrsta diskinn og verða því saddir strax á öðrum diski,“ segir Marentza Poulsen þegar jólahlað- borðin ber á góma. Hún hefur um árabil unnið við að leiðbeina gest- um á Hótel Loftleiðum hvernig þeir eiga að borða af hlaðborði og njóta þess. „Gestimir eiga í raun að fara sex til sjö sinnum að hlaðborðinu og njóta þess að borða þennan góða mat sem verið er að bjóða uppá. Þegar fólk fer oft og fær sér lítið í hvert skipti sér það hvað það er að borða og það sem meira er, það fmnur bragðið af hverju fyrir sig. Fólk getur jafnvel haft á því skoðun hvaða réttir brögðuðust best ef þeir borða af hlaðborðinu með þessum hætti.“ Marentza segir að oft byrji fólk á miðju hlaðborði, fái sér til dæm- is lax, síld, lifrarkæfu með beikoni, ávaxtasalat, hangikjöt og heita svínasteik með brúnuðum kartöflum. „Heit sósan flýtur svo yfir allt og það sér hver maður að hún er þá borin fram með síldinni jafnt sem lifrarkæfunni. Bragðið rennur saman í eitt og fólk veit jafnvel ekki hvað það er að borða.“ - En hvernig á að borða af hlað- borðinu? „Ég legg til að gestimir taki sér nægan tíma til að borða og fari sex til sjö ferðir. Reyndar mæli ég með því að þeir byrji á að fá sér einn snafs ef þeir á annað borð smakka áfengi. Snafsinn róar magann. Bæði Danir og Færey- ingar hafa fyrir sið að fá sér einn Morgunblaðið/Árni Sæberg MARENTZA Poulsen segir að fólk borði alltof þungan mat strax í byijun og sé orðið satt á öðrum diski. Farið frekar sex til sjö sinn- um, takið lítið af hverju og smakkið á sem flestu. SVONA á fólk alls ekki að raða á diskinn hjá sér. Öllu ægir saman og líklega veit fólk ekkert hvað það er að borða. snafs og þeir hafa langa reynslu af jólahlaðborðum. Síðan er byrjað á að smakka á síldarréttunum. Þar sem ég er að leiðbeina gestum með rétti á dönsku hlaðborði skipar síldin þar heiðursess. Þar er að finna rétti sem fást jafnvel hvergi annars staðar og maður eldar ekki heima. Næst legg ég til að laxinn sé smakkaður og fiskipaté. Á þriðja diskinn setur fólk svo kalt paté, kannski súrsæta svínasíðu og til dæmis nautatungu með piparrót- arsósu. Þegar þetta hefur aðeins fengið að sjatna er farið í fjórðu og fimmtu ferðina og þær eru helgað- ar heitum réttum, svínasteikinni, reyktu öndinni eða einhverju öðru gómsætu. Sjötta ferðin og jafnvel sú sjöunda er síðan fyrir eftiirétt- ina. Þegar fólk er búið að vera að borða í tvo til þrjá tíma og búið að fara allar ferðirnar er kominn tími fyrir kaffibollann. Og eftir að hafa farið svona oft og prófað margar tegundir í rólegheitum líður fólki vel. Það er ekki of satt en mjög mett.“ - En nú eru margir sem svelta sig allan daginn þegar þeir eru að fara á hlaðborð. Þeir eru orðnir mjög svangir og nenna kannski ekki að fara svona oft að borðinu. „Já, það er einmitt það versta sem fólk, aðallega þó konur, gera í þessu sambandi. Þær sleppa há- degismatnum og eru orðnar að- framkomnar af hungri þegar þær mæta á hlaðborðið. Það er að líða yfir þær þegar þær eru búnar með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.