Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ beint. Margir minnast Jónasar með þakklæti sem fararstjóra á kristi- legum skóla- og stúdentamótum á Norðurlöndum á áttunda áratugn- um. Hann lagði grundvöll, ásamt öðrum, að stofnun Kristilegu skóla- hreyfingarinnar hérlendis. Hann var boðinn og búinn að styðja við framgang hennar. Eg minnist með þakklæti margra miðnæturguðs- þjónusta með útdeilingu altar- issakramentisins á gamlárskvöld fyrir ungt fólk í Kristilegum skóla- samtökum þegar hann var sóknar- prestur í Grensáskirkju. Ég naut hans sem kennara í kirkjuspgu við guðfræðideild Háskóla íslands. Tímamir voru yfirleitt mjög lifandi, sérstaklega voru umræður gagn- legar. Margir nemenda hans minn- ast hans með þakklæti fyrir áhug- ann sem hann sýndi þeim sem ein- staklingum og trúarlegri velferð þeirra. Hann varð mörgum nem- enda sinna til mikillar hjálpar. Margir þeiira eru nú prestar þjóð- kirkjunnar. Jónas var stórhuga og lifði fyrir það að boða og breiða út trúna á hinn upprisna Jesú Krist. Auk ótal nefnda- og stjórnarstarfa sat hann um árabil í stjórn Sambands ís- lenskra kristniboðsfélaga, fyrst sem meðstjórnandi frá 1947-1958 og síð- ar sem ritari frá 1958-1964. Hann var yngsti stjórnarmaður í sögu samtakanna þegar hann var kosinn í fyrsta sinn. í stjórnartíð hans voru fyrstu kristniboðarnir sendir frá Is- landi sem SÍK bar eitt ábyrgð á. Þeir fóru til Eþíópíu og hófu starf í Konsó. Margir aðrir ki-istniboðar voru sendir út í stjórnartíð hans. Þótt hann hyrfi til annarra starfa fylgdist hann ávallt vel með starfi Kristniboðssambandsins og bar hag þess fyrir brjósti. Hann fagnaði þeim hugmyndum að gera kristni- boð að eðlilegum hluta safnaðarlifs. Það er erfitt að tala um Jónas án Arnfríðar, konu hans. Hún var ávallt við hlið hans, yfirveguð, lát- laus og kærleiksrík, þátttakandi í störfum hans og samhuga honum í tránni og þránni í að útbreiða trána á Jesú Krist. Að leiðarlokum þakka ég Guði fyrir Jónas og alla þjónustu hans. Hann blessi minningu hans. Ég votta fjölskyldunni, Arnfríði, Gísla og Amýju og börnunum, Arnmundi og Aðalheiði, og börnum þeirra mína dýpstu samúð. Megi góður Guð styrkja ykkur og hugga. Fyrir hönd Sambands íslenskra kristniboðsfélaga, Kjartan Jónsson. Kveðja frá Grensássöfnuði Vígslubiskup séra Jónas Gísla- son, fyrrverandi sóknarprestur Grensásprestakalls, er látinn. Grensássöfnuður flytur eiginkonu hans, frú Arnfríði, og aðstandend- um hugheilar samúðarkveðjur. Séra Jónas var kosinn sóknar- prestur Grensásprestakalls í októ- ber mánuði 1970. Hann þjónaði söfnuðinum í tæp þrjú ár eða þar til honum var veitt embætti lektors við guðfræðideild Háskóla íslands. Séra Jónas var virtur af söfnuði og samstarfsmönnum. Hann lét sig mjög varða uppbyggingu hins unga safnaðar, sem bjó við verulegt að- stöðuleysi. Hann var öflugur pré- dikari og vann ötullega að áfram- haldandi uppbyggingu barna- og unglingastarfs auk hins almenna safnaðarstarfs. Með margvíslegum hætti lagði hann byggingu safnað- arheimilisins lið, en það var jafn- framt kirkja safnaðarins í nálega aldarfjórðung eða þar til Grensás- kirkja var vígð í desembermánuði 1996. Séra Jónas tók virkan þátt í vígsluhátíðinni. Séra Jónasar var sérstaklega minnst við guðsþjónustu Grens- ássafnaðar sl. sunnudag. Söfnuðurinn kveður traustan vin og fyi-rverandi sóknarprest með virðinu og þakklæti og biður að- standendum öllum Guðs blessunar. • Fleirí miimingurgrcinar um Jónas Gíslason bíða birtingnr og munu birtast í blaðinu næstu daga. ____________________________LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBBR 1998 55 _ MINNINGAR MARÍN HAFS TEINSDÓTTIR + Marín Haf- steinsdóttir fæddist á Fjórð- ungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 22. apríl 1995. Hún lést í Landspítalanum 17. nóvember 1998. Foreldrar hennar eru Hafsteinn Hin- riksson og Anna Óðinsdóttir. Systk- ini hennar eru Fannar Hafsteins- son og Sunna Haf- steinsdóttir. Utför Marínar fer fram frá Eskifjarðarkirkju og hefst athöfnin klukkan 14. Nú er hún Marín litla farin frá okkur eftir langa og hetjulega bai'- áttu. Einhvern veginn héldum við alltaf að hún myndi standa þetta allt af sér og því varð höggið kannski ívið meira. En það eru takmörk fyr- ir því hvað hægt er að leggja á lítinn veikan líkama, og því kom að því að hún varð að láta í minni pokann. Það er svo sannarlega kraftaverk hvað við fengum að hafa hana lengi hjá okkur. Púertsembláablómið, svo blíð og hrein og skær. Eg lít á þig, og löngun mér líður hjarta nær. Mérersem leggi ég Iófann á litla höfuðið þitt, biðjandi guð að geyma gullfagra barnið mitt. (Ben. Gröndal) Elsku Maja pæja, þú skilur eftir þig fullt af fallegum, góðum og ynd- islegum minningum. Efst í huga okkar er smitandi, dillandi prakk- arahláturinn sem aldrei var langt undan, sér í lagi þegar þú gerðir eitthvað sem þú vissir að ekki mátti. Þú stóðst þig eins og hetja í öllum þínum veikindum og erum við ekki viss um að fullorðin manneskja hefði staðið sig svona vel. Við viljum þakka þér og Guði fyrir að hafa fengið að kynnast þér og óþrjótandi lífsgleði þinni. Við huggum okkur við að þar sem þú ert í dag, ert þú nú heil- brigð og líður vel. Við elskum þig. Vertu sæl, lita sumar- rós. Nánustu ættingjar á Eskifirði. Leiddu mína litlu henöi, ljúfi Jesú þér ég sendi bæn frá mínu brjósti sjáðu, blíði Jesú að mér gáðu. Lífið gefur okkur flestum góðar gjafir í vöggugjöf, heilbrigði, gjörvileika og ástríka foreldra. Flest göngum við út frá því að ekk- ert sé sjálfsagðra. Þó er það að sumir þurfa að ganga erfiðari veg en flest okkar, og átti það svo sann- ariega við um hana Marín litlu, sem kvaddi okkur aðeins þriggja og hálfs árs. Við kynntumst Marín og fjöl- skyldu hennar, þeim Hafsteini, Önnu, Fannari og Sunnu, á Barna- spítala Hringsins þegar Marín var aðeins ársgömul. Strax mynduðust mjög góð tengsl milli okkar og fjöl- skyldu Marínar. A þessum tíma bjó Marín á Eskifirði og þurfti oft að koma hingað suður í skoðanir og undantekningarlaust gáfu þau sér alltaf tíma til þess að kíkja í heim- sókn. í vor fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur. Var það svo Marín gæti verið nær þeim sérfræðingum sem önnuðust hana. Marín gat ekki verið á róló eins og aðrir krakkar og fljótlega eftir að þau fluttust í bæinn fengu þau systkinin Marín, Sunna og Fannar fallegan hvolp sem fékk nafnið Dimma. Fannst Marín mjög gaman að leika sér við Dimmu og stjórna henni eins og kóngur í hásæti. Stundum heyrðist allt í einu úr eld- húsinu: „Dimma! Bælið!“ og hlýddi hundurinn eins og skot. Var þetta bara sýnishom af því hvernig Marín var, því hún bókstaflega stjórnaði öllum í kringum sig. Ekki er langt síðan Anna og Marín komu í heim- sókn í Unufellið og var Marín að sýna nýju „pæjuskóna" sína. Til- kynnti hún þá að hún væri líka hætt með pela, því pæjur væra ekki með pela. Mikill vinskapur var á milli’ Mar- ínar og tvíburanna okkar, þeirra Gulla og Vals Pálma. í eitt skiptið er krakkarnir vora að hlaupa á bumbunni kom Marín að Vali Pálma og sagði „við alveg eins“. Meinti hún þá að þau væru með samskonar ör eftir hjartauppskurð. Síðasta myndin sem tekin var af Marín var laugardaginn 14. nóv. Þar sitja hún og Valur Pálmi í hundakörfunni hennar Dimmu, með teppi yfir sér og halda hvort utan um annað. Sýn- ir þetta hversu góðir vinir þau voru. Eidltt hefur verið að útskýra fyrir drengjunum að Marín sé dáin. Hafa vaknað ýmsar spurningar, s.s. get- um við þá ekki talað við hana, hvað gerir hún hjá Guði, á Guð dót o.s.frv. En Valur Pálmi spurði okk- ur hvort Guð kynni að poppa. Jú, var svarið, Guð kann allt. Sagði þá litli kúturinn: Gott, þá getur hann poppað fyrir Mæju, því eins og stendur í laginu „það eru stjörnur á nætur himni, af því Guð er að poppa“. Kæra fjölskylda, Hafsteinn, Anna, Fannar og Sunna, við biðjum góðan Guð að styrkja ykkur í þess- ari sorg. Ileiða og Valur. Mig skortir orð til að lýsa þeirri tilfinningu sem fór um mig þegar ég fékk að vita að þú værir dáin, elsku litla vinkona, og langar í fáum orð- um að kveðja þig. Það er svo stutt síðan ég og Alex vorum í heimsókn og þú komst svo stolt til mín og sýndir mér gellu- skóna sem þú fékkst af því að þú varst svo dugleg að hætta með pel- ann sem þér þótti svo vænt um. Ég man að þú sagðir: „Ég er líka orðin svo stór“ og hljópst um allt í „spice girls“-buxunum og nýju skónum til að sýna mér hvað þú værir fín og við mamma þín vorum að tala um hvað þú værir dugleg og litir vel út. Það sem þú varst glöð þegar þú fékkst litla hvolpinn þinn, hana Dimmu, það sem þið gátuð velst um og Ieikið ykkur, það var svo gaman að sjá ykkur saman. Hún var kær- komin leikfélagi og á eftir að sakna þín mikið en ég veit að Fannar og Sunna passa hana vel fyrir þig. Eitt af því skemmtilegasta sem þú gerð- ir var að fara í útilegu og við erum svo glöð að hafa farið í hina árlegu Neistaferð með þér og fjölskyldu þinni í sumar. Þér þótti svo gaman og það var unum að horfa á þig hlaupa um allt, svo glaða og káta að^ maður gleymdi því að þú værir veik. Elsku Marín mín, ég veit að núna líður þér vel og þú getur leikið þér óhindrað með hinum englabömun- um og ég veit að þú átt eftir að eign- ast tvær góðar vinkonur, hana Söndra mína og hana Heklu, og þær eiga örugglega eftir að leiða þig og sýna þér þennan fallega stað sem þú ert á núna. Elsku litla hetj- an mín, mikið á ég eftir að sakna þín, en minninguna um þig á ég eft- ir að geyma í hjarta mínu um ókomna tíð. Vertu sæl, vor litla ljúfan blíða. Lof sé Guði, búin ertu’ að stríða. Upp til sælu sala saklaust barn án dvala. Lærðu ung við engla Guðs að tala. (M. Joch.) Elsku Anna, Hafsteinn, Fannar og Sunna. Við Jói vitum svo vel hvernig ykkur líður, við eram búin að ganga í gegnum það sama. Við verðum að tráa því að þeim hafi verið ætlað stærra og meira hlut- verk hjá Guði. Elskurnar mínar, Guð gefi ykkur og fjölskyldu ykkai- styrk í ykkar þungbæru sorg. Minn- ing um yndislega stúlku lifir í hjört- um okkar allra. Ykkar vinkona, * Dóra Péturs. Jesús segir: „Þér munuð sjá mig, því ég lifi og þér munuð lifa“ (Jh. 14.19). Þú áttir líf, þú áttir augnablik, þú áttir kjark, þú sýndir aldrei hik. Þú áttir styrk, þú hafðir hreina sál, Þú áttir ljós, þú áttir barnsins mál. Þinn tími leið, þú kvaddir lífið skjótt, það komu él, það dimmdi eina nótt, þú barðist vel, þú lagðir lífi lið, þú loksins fannst hjá Guði einum frið. Kjarkur þinn og dugnaður, ákveðni og vilji til að lifa er öðrum fordæmi, styrkur og fyiirmynd. Guð blessi minningu þína, litla frænka. Guð blessi foreldra og systkini. Sigurður Rúnar Ragnarsson og fjölskylda. t INGIBJÖRG RAGNARSDÓTTIR kennari, Skjólbraut 10, Kópavogi, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju mánu- daginn 30. nóvember kl. 15.00. t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓNAS SIGURÐSSON frá Hellissandi, síðast til heimilis á dvalarheimilinu Felli, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum miðvikudaginn 18. nóvember, verður jarðsunginn frá Háteigs- kirkju miðvikudaginn 2. desember kl. 15.00. Ragna Pálsdóttir, Þórmundur Sigurjónsson, Páll Einarsson, Ragnar Ragnarsson, Guðrún Ragnarsdóttir, Árni Björn Jónasson, Páll Árnason, Jónas Árnason, Ragna Árnadóttir, Magnús Jón Björnsson, Brynhildur Magnúsdóttir. Jarþrúður Jónasdóttir, Lárus Skúli Jónasson, Auður Jónasdóttir, Trausti Ólafsson, Sigríður Jónasdóttir, Sigurður A. Böðvarsson, Vilhjálmur Hafberg, Svala Geirsdóttir, Sigurþór Jónasson og barnabörn. + Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, sonar, bróður og afa, SKÚLA BIRGIS KRISTJÁNSSONAR, Hraunbraut 7, Kópavogi. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunar- fræðinga göngudeildar krabbameinslækninga Landspítalans og hjúkrunarþjónustu Karítas. Steinunn Pétursdóttir, Pétur Skúlason, Steinunn Skúladóttir, Þórdís Skúladóttir, Vígmundur Pálmarsson, Þórdís Magnúsdóttir, Jón Finnbogason, Finnbogi Jónsson, Kolbrún Jónsdóttir, Nanna Jónsdóttir og barnabörn. r + Hjartkær faðir okkar og tengdafaðir, GUÐMUNDUR KR. HALLDÓRSSON húsgagnasmíðameistari, hjúkrunarheimilinu Skjóli, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju mánu- daginn 30. nóvember kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á Minningarsjóð Sveins Más Gunnarssonar. Minningarkort eru afgreidd í síma 581 1110. Fyrir hönd aðstandenda, Gunnar Guðmundsson, Thelma Sigurgeirsdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir, Sigurlaug R. Guðmundsdóttir, Leó Sveinsson. JK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.