Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 51
og til Gunnars í ísafold og var þar
til 1945, en þá réð hann sig á Prent-
smiðju Þjóðviljans og starfaði þar í
hálfan annan áratug, fram til 1959.
Þessi ár sagði hann oft hafa verið
sín bestu og skemmtilegustu. Hann
minntist oft ritstjóranna, Sigurðar
Guðmundssonar og ekki síður
Magnúsar Kjartanssonar, sem hann
sagði með skemmtilegri og skýrari
mönnum sem hann hefði verið með.
Ekki er að efa að vináttan hefur
verið gagnkvæm því að Ingólfur
varð snemma mjög fróður um menn
og málefni, og vel að sér í bók-
menntum og listum.
Eftir þessa 15 ára dvöl með þeim
rauðu sneri hann enn við blaðinu,
þegar faðir hans féll frá, hélt 'aftur
heim til Eyja og byggði þar hús
með móður sinni. Fyrsta veturinn
starfaði hann við hina nýju skipaaf-
greiðslu Herjólfs en réðst síðan í
Utvegsbankann, og þar var hann í
27 ár, yfirmaður sparisjóðsdeildar,
og líkaði vistin vel enda með góðu
fólki og góðum yfirmönnum, og
nefndi þá til Baldur Ólafsson, Jakob
Ólafsson og Ólaf Helgason sérstak-
lega. Af samstarfsmönnum og við-
skiptamönnum kunni Ingólfur
margar sögur spaugilegar og
skemmti okkur oft með þeim.
Þótt Ingólfur væri róttækur í
skoðunum lét hann samt alltaf dóm-
greindina ráða. Hann var efins í
trúmálum fram á elliár, en lét þau
ekkert trufla sig á nokkurn hátt. En
þar kom þó að hann sneri sér að
Kristi og fór í Betel. Það kom okk-
ur vinum hans og kunningjum
sannarlega mikið á óvart er við
heyrðum það, hefðum lagt aleiguna
undir að slíkt mundi ekki gerast.
„Men, man skal aldrig sige aldrig.“
Eigi alls fyrir löngu spurðum við
Ingólf að því hvort hann væri enn í
Betel. Hann svaraði: „Nei, ég hafði
ekki samvisku til þess,“ og bætti
svo við sögu um mann sem ekki
hefði haft hné til þess.
Húmorinn var aldrei langt frá
Ingólfi. Tilsvör hans munu lengi lifa
því að hann komst svo oft snilldar-
lega að orði.
Hann var geysilegur bókamaður
og átti frábært og mikið safn bóka.
Hann hafði lært bókband hjá Helga
Tryggvasyni og átti öll bókbands-
tæki og batt allar sínar bækur sjálf-
ur af einskærri smekkvísi. Hand-
bragð hans var allt til mikillar fyr-
irmyndar, enda átti hann ekki langt
að sækja það. Bókasafn sitt gaf
hann Bókasafni Vestmannaeyja um
það leyti sem hann fór á elliheimil-
ið.
Ingólfur vann mikið góðverk
þegar hann tók að kenna einum
undirrituðum, Sigmundi, að binda
inn bækur og bjargaði með því elli-
árum hans. Mest af bókum hans
var í frumútgáfum og var sannar-
lega yndi að renna augum eftir
bókahillum hans og handfjatla svo
vel bundnar bækur. Á glöðum og
stórum stundum í stofunni, ekki
síst þegar toddýið var farið að ylja
okkur, gat hann staðið upp, tekið
dýi-grip úr hillunni, og sagt: ,Helgi,
hafðu þetta, - asninn þinn!“ Þeir
verða vel geymdir og bera vott um
vináttu hans.
Ingólfur ferðaðist mikið um ís-
land og tók mikið af myndum sem
hann framkallaði og stækkaði sjálf-
ur. Sumar myndanna hafa birst í
blöðum og bókum. Hann ferðaðist
einnig utan lands og komst alla leið
til Kína sem hann sagði vera eitt
stærsta ævintýri lífs síns.
Hann var alla tíð einstaklega
rausnarlegur og skemmtilegur
heim að sækja, hvort sem var í íbúð
hans áður eða á stofuna síðar. Og
þær eru ógleymanlegar heimsóknir
okkar til hans er hann bjó á Ás-
hamrinum. Hann var hrókur alls
fagnaðar þegar við sátum í stofunni
hjá honum, með spaug og spekings-
leg tilsvör, búinn að kveikja á kert-
um og kveikja upp í kamínunni. Yl-
urinn og ljósið teygði sig og lék um
bækurnar í hillunum. Plata var
komin á fóninn og við með ósvikið
Oddsstaða-rommtoddý í glösunum.
Hann sagði okkur sögur af góða
dátanum Svejk, sem hann kunni
næstum utan að og mat mikils,
fræddi okkur um bækur og skáld.
Þeim stundum gleymum við seint,
og þá var gaman að vera til. Eins
og segir í kvæðabálki Sigmundar
sem saminn var og fluttur þegar við
vorum boðnir í hina nýju þjónustuí-
búð Ingólfs við elliheimilið: „Hrís-
eyjar-Marta var hugfólgnust okkur
/ „Híf-op“ þá sungum allir í kór /
Áfram við trölluðum „kabyssu-
kokkur" / Kátt var í koti og gleðin
var stór.“
Ingólfur bjó lengst af með móður
sinni og hugsaði um hana af ein-
stakri umhyggju og blíðu seinustu
árin hennar. Hún lést 1981.
Við félagarnir viljum með þess-
um fátæklegu orðum senda ætt-
ingjum hans og vinum innilegar
samúðarkveðjur og þökkum af al-
hug rausnarskap hans og vináttu
gegnum árin.
Megi minning góðs drengs lengi
geymast.
Sigmundur Andrésson,
Ágúst Karlsson,
Helgi Bernódusson.
Ingólfur var sonur Guðjóns Jóns-
sonar, bónda og smiðs á Oddsstöð-
um í Vestmannaeyjum og seinni
konu hans, Guðrúnar Grímsdóttur.
Ingólfur var elstur fjögurra barna
þeirra, en hálfsystkin Ingólfs voru
níu talsins og að auki átti hann tvö
uppeldissystkin.
Ingólfur var veikbyggður líkam-
lega og sú tegund erfiðisvinnu sem
tíðkaðist á hans uppvaxtarárum,
átti engan veginn við hann. Því
lærði hann prentiðn og stundaði
prentstörf lengi ævinnar, bæði í
Vestmannaeyjum þar sem hann
lærði iðnina en aðallega þó í
Reykjavík, m.a. í ísafoldarprent-
smiðju og Prentsmiðju Þjóðviljans.
Ingólfur fluttist á ný til Vest-
mannaeyja árið 1960 eftir lát föður
síns og hélt heimili með móður
sinni þar til hún lést, háöldrað.
Hann vann í Útvegsbankanum í
Eyjum allt fram til þess er hann fór
á eftirlaun.
Áhugamál Ingólfs vora mörg. Til
að mynda hafði hann mikla unun af
lestri góðra bókmennta, bæði inn-
lendra og erlendra, en var vandur
að virðingu sinni í þeim efnum og
margt sem hann flokkaði sem rusl.
Aftur á móti voru bæði Laxness og
Þórbergur í miklum metum hjá
honum af íslenskum höfundum svo
og meistaraverk á borð við Góða
dátann Svejk eftir Jaroslav Hazek.
Þá skipuðu íslendingasögurnar
stóran sess hjá Ingólfi.
Þó svo að Ingólfur stundaði ekki
iðn sína, prentverk, nema hluta af
ævinni, hafði hann þó ævinlega
glöggt auga fyrir fallegu hand-
bragði og hrósaði slíku óspart á
sama hátt og hann úthúðaði jafnan
því sem hann kallaði sóðaskap í
prentverki. Mikill áhugi hans á
prentuðu máli og bókmenntum
varð til þess að hann safnaði að sér
kynstrum af bókum og eignaðist fá-
gætt og gott bókasafn. Mest lagði
hann upp úr því að eiga frumútgáf-
ur verka. Mikið af bókum sínum
batt hann sjálfur inn og þar var
handbragðið hið sama og í prent-
verkinu, nostursemi og vandvirkni í
öndvegi.
Ingólfur gekk í félagið Akóges
1943 og var í félaginu til dauðadags.
Hann sat oft í stjórn félagsins^ og
var formaður þess árið 1976. Árið
1986 var hann gerður að heiðursfé-
laga Akóges. Ingólfur var félags-
lyndur maður og lagði metnað sinn
í að vinna alla hluti eins vel og unnt
var. Hann var í forsvari þegar fé-
lagið fagnaði hálfrar aldar afmæli
sínu og fórst það vel úr hendi.
Ingólfur var hreinn og beinn og
sagði jafnan meiningu sína, sama
hver í hlut átti. Hann virti menn af
verkum þeirra en ekki vegna að-
fenginna metorða. Hann var hrókur
alls fagnaðar á gleðistundum eins
og títt hefur verið með Oddsstaða-
menn. Hann hafði einnig ánægju af
ferðalögum, bæði innanlands og ut-
an, meðan hann hafði heilsu og
krafta til.
En umfram allt var Ingólfur góð-
ur félagi og vinur vina sinna og
þannig munum við minnast hans.
F.h. Akógesfélaga í Vestmanna-
eyjum,
Sigurgeir Jónsson.
Margt kemur í hugann þegar
minnast á fyn-verandi samstarfsfé-
laga míns Ingólfs Guðjónssonar frá
Oddsstöðum í Vestmannaeyjum.
Kynni mín af Ingólfi hófust 1.10.
1979 kl. 9.00. Ég mætti sem nýr
starfsmaður í Ötvegsbankann í
Vestmannaeyjum og var boðið í
kaffi til að kynnast samstarfs-
mönnum mínum. Flestir köstuðu á
mann kveðju eða kinkuðu kolli,
nema einn, hann stóð upp og sagði
hátt og skýrt: Komdu sæll Heilags
Anda hopparinn þinn!! Þetta var
Ingólfur Guðjónsson. Þar með var
ég boðinn velkominn í hóp banka-
starfsmanna í Utvegsbankanum.
Þar sem ég tilheyri Hvítasunnu-
kirkjunni í Vestmannaeyjum var
oft rætt um trúmál og sýndist sitt
hverjum. Stuttu eftir þetta atvik
var Ingólfur í hita umræðunnar
kominn talsvert út fyrir öll vel-
sæmismörk í yfirlýsingum sínum
um „sértrúarhópa" og hvar þeir
ættu í raun heima þegar ég segi við
hann: Heyrðu Ingólfur, þú verður
að athuga að þú tilheyrir stærsta
sértráarsöfnuði í heimi sjálfur!
Hvað meinar þú, Sigurmundur?
segir hann.
Jú, sjáðu til, þú ert blóðrauður
kommi, segi ég.
Nei, sagði Ingólfur, ekki alveg
ég hef misst trána með áranum, ég
er líklega orðinn frekar bleikur en
rauður. Upp úr þessu urðum við
mestu mátar þó aldursmunur væri
mikill. Ég segi frá þessum atvikum
til að sýna hvern mann Ingólfur
hafði að geyma. Hann kom beint
framan að manni og sagði sína
skoðun umbúðalaust. Ingólfur kom
oft í mitt heimili og var það oftast í
tilefni fýla-, súlu-, skarfa- og svart-
fuglsveislna og til áts á öðrum
dýra- og jurtategundum sem ekki
verða nefndar hér.
Ingólfur var víðlesinn og ljón-
gáfaður, þar af leiðandi leiddist
engum í nærveru hans. Ég og kon-
an mín og börn minnumst Ingólfs
nú við fráfall hans og mun minning
þessa góða vinar lifa með okkur.
Við biðjum Guðs blessunar inn í líf
aðstandenda á þessari sorgar-
stundu.
Sigurmundur G. Einarsson
og fjölskylda.
í öllum bæjum á landinu okkar
eru menn sem setja meiri svip á
samtíð sína en aðrir. Nú er kvadd-
ur einn sem sett hefur svip sinn á
Vestmannaeyjar. Ingólfur Guð-
jónsson frá Oddsstöðum er látinn.
Vegir mínir og Ingólfs frá Odds-
stöðum lágu saman í Útvegsbanka
Islands í Vestmannaeyjum en þar
stai'faði Ingólfur í 25 ár. Enda þótt
aldursmunur væri nokkur tókst
strax með okkur kunningsskapur
og vinátta sem ég hef búið að síð-
an. Ingólfur var einstaklega góður
starfsmaður í Útvegsbankanum í
Vestmannaeyjum. Hann sinnti við-
skiptavinum bankans í innlánum af
nærgætni og hlýju, sérstaklega
eldra fólki og börnum. Bankinn
gat verið stoltur af Ingólfí. Hann
var góður félagi samstarfsfólks og
tók þátt í gleði þess og sorg.
Auk starfa sinna í Útvegsbank-
anum sinnti Ingólfur fjölmörgum
áhugamálum sínum. Hann var
ástríðufullur bókasafnari, honum
var annt um innihald bóka sinna
sem og útlit. Hann var prentari að
iðn en stundaði bókband sér til
hugarhægðar. Mér er sagt að hann
hafi lagað sér með natni sinni
betra rauðvín en aðrir menn gera.
Ingólfur var víðlesinn og hafði
sannfæringu. Hann var sósíalisti
og fyrir honum var sósíalisminn
mannúðarhugsjón. Ingólfur var
einstakt góðmenni sem margir
mupu sakna.
Ég vil fyrir hönd allra þeirra er
störfuðu með Ingólfi í Útvegs-
banka Islands í Vestmannaeyjum
þakka honum fyrir samfylgdina.
Við geymum með okkur minningu
um góðan mann.
Guð geymi Ingólf Guðjónsson
frá Oddsstöðum.
Vilhjálmur Bjarnason.
+
Elskulegur sambýlismaður minn, faðir, fóstur-
faðir og bróðir,
MAGNÚS GUÐLAUGSSON,
Hjallabrekku 3,
Ólafsvík,
nú til heimilis {
Lautasmára 3, Kópavogi,
lést é Sjúkrahúsi Reykjavíkur föstudaginn 27.
nóvember. Jarðarförin auglýst síðar.
Lydía Fannberg Gunnarsdóttir,
Ómar Ingi Magnússon,
Óskar Örn Gíslason,
systkini og aðrir aðstandendur.
+
Eiginmaður minn og bróðir okkar,
ÁRNI HALLDÓRSSON,
215 Turnbull LN,
Cresent City,
Kaliforníu,
lést á sjúkrahúsi (Oregon mánudaginn 23. nóv-
ember.
Útförin fer fram í dag, laugardaginn 28. nóv-
ember, í Cresent City.
Rosmary Halldórsson,
Guðni Halldórsson,
Sveinn Halldórsson
og fjölskyldur.
+
Elskuleg móðir okkar,
RÓS NÍELSDÓTTIR,
andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Nes-
kaupstað fimmtudaginn 26. nóvember.
Jarðarförin fer fram mióvikudaginn 2. des. kl.
14.00 frá Seyðisfjarðarkirkju.
Guðrún Lilja Harðardóttir,
Jóna Sigurlín Harðardóttir,
Inga Harðardóttir,
Níels Harðarson,
Einar Ármann Harðarson,
tengdabörn og barnabörn.
+
Faðir okkar, tengdafaðir, stjúpfaðir og afi,
FRIÐRIK L. GUÐMUNDSSON,
Espigerði 4,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánu-
daginn 30. nóvember kl. 15.00.
Blóm afþökkuð, en þeim sem vilja minnast
hans, er bent á líknarfélög.
Guðbjörg M. Friðriksdóttir, Eiríkur Þóroddsson,
Gylfi Friðriksson,
Þórarinn Baldvinsson,
Ólöf Eiríksdóttir, Þóroddur Eiríksson.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar
ÖNNU EINARSDÓTTUR,
Kiðafelli,
Kjós.
Hjalti Sigurbjörnsson,
Einar Þorvarðarson,
Sigríður Þorvarðardóttir,
Margrét Þorvarðardóttir,
Guðbjörg Þorvarðardóttir,
Þorsteinn Þorvarðarson,
Þorkell Hjaltason,
Sigurbjörn Hjaltason,
Kristín Hjaltadóttir,
Björn Hjaltason,
Hallfríður Bjarnadóttir,
Paul Newton,
Árni Árnason,
Dagbjört Helgadóttir,
Bergþóra Andrésdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.