Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Vöruskipti við útlönd Ohagstæð um 2,8 milljarða króna VÖRUSKIPTI við útlönd voru óhagstæð um 2,8 milljarða króna í október síðastliðnum en fluttar voru út vörur fyrir 10,6 milljarða og inn fyrir 13,4 milljarða króna fob. Petta kemur fram í fréttatilkynningu frá Hagstofunni. A sama tíma í fyrra voru vöru- skiptin til samanburðar, óhagstæð um 1,4 milljarða ki'óna á föstu gengi. Fyrstu tíu mánuði ársins voru fluttar út vörur fyrir 111,9 milljarða króna en inn fyrir 135,2 milljarða króna fob. Hallinn á vöru- skiptunum við útlönd nam því 23,3 milljörðum króna en á sama tíma árið áður voru þau óhagstæð um 0,4 milljarða á föstu gengi. Vöruskipta- jöfnuðurinn var því 22,9 milljörðum króna lakari fyrstu tíu mánuði árs- ins en á sama tíma árið áður. Fyrstu tíu mánuði ársins var heildarverðmæti vöruútflutningsins 6% meira á föstu gengi en á sama tíma í fyrra. Aukninguna má meðal annars rekja til álútflutnings en á móti kemur að í fyrra var seld úr landi flugvél en engin slík sala hefur átt sér stað á þessu ári. Heildarverðmæti vöruinnflutn- ingsins fyrstu tíu mánuði þessa árs var 28% meira á fóstu gengi en á sama tíma árið áður. Mestan þátt í aukningunni á innflutningur á hrá- vöru og rekstrarvöru, fjárfestingar- vöru og flutningatækjum og skýra þessir liðir 81% heildaraukningu vöruinnflutnings, segir í fréttatil- kynningu Hagstofunnar. Atvinnuleysi 2,3% í nóvember Minnsta atvinnuleysi frá árinu 1991 SAMKVÆMT vinnumarkaðskönn- un Hagstofu íslands voru 2,3% vinnuaflsins á íslandi án vinnu um miðjan nóvember síðastliðinn. Þetta jafngildir því að um 3.600 einstak- lingar hafl verið atvinnulausir, sam- kvæmt fréttatilkynningu frá Hag- stofunni, og hefur atvinnuleysi ekki mælst minna í vinnumarkaðskönn- unum Hagstofunnar frá því þær hófust í apríl 1991. í samskonar könnun á sama tíma í fyrra var atvinnuleysið 3,8%, eða um 5.700 manns. I apríl sl. mældist atvinnuleysið 3,1% eða um 4.700 manns. Atvinnuleysi í nóvember var 2,7% hjá konum en 2,0% hjá körlum. At- vinuleysið er mest meðal yngstu aldurshópanna, eða 5,1% meðal 16- 24 ára. Atvinnuþátttaka mældist 83,4% í nóvember sem er nokkru meiri þátttaka en í nóvember 1997 þegar hún var 82%. Starfandi fólk var um 6.500 fleira í nóvember nú en í fyrra, eða um 151.100 manns. Könnun Hagstofunnar var gerð 14.-26. þessa mánaðar og tók til stöðu á vinnumarkaði 7.-20. nóvem- ber. Heildarúrtakið var 4.448 manns á aldrinum 16-74 ára og svörun reyndist mjög góð, samkvæmt upp- lýsingum frá Hagstofunni, eða 87,1%. VÖRUSKIPTIN VIÐ UTLÖND Verðmæti innflutnings og útflutnings í janúar til október 1997 og 1998 (fob viröi í milljónum króna) 1997 jan.- okt. 1998 jan.- okt. Breyting á föstu gengi Útflutningur alls (fob) 107.657,1 111.920,4 +6,2% Sjávarafurðir 78.202,0 83.678,0 +9,3% Landbúnaðarvörur 1.519,8 1.796,8 +20,8% Iðnaðarvörur 23.051,6 24.864,7 +10,2% Ál 12.081,5 15.007,8 +26,9% Kísiljárn 3.030,7 2.654,9 -10,5% Aðrar vörur 4.883,6 1.581,0 -66,9% Skip og flugvélar 3.785,7 328,4 - Innflutningur alls (fob) 108.054,3 135.179,8 +27,8% Matvörur og drykkjarvörur 9.419,2 12.336,3 +33,8% Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a. 27.861,8 34.655,9 +27,1% Óunnar 1.264,2 1.447,8 +17,0% Unnar 26.597,6 33.208,1 +27,5% Eldsneyti og smurolíur 8.806,0 6.951,5 -19,4% Óunnið eldsneyti 243,6 270,5 +13,4% Bensín, þ.m.t. flugvélabensín 1.724,6 1.454,6 -13,8% Annað unnið eldsn. og smurolíur 6.837,7 5.226,4 -21,9% Fjárfestingarvörur 26.781,3 34.900,7 +33,1% Flutningatæki 14.611,9 22.097,9 +54,5% Fólksbílar 7.303,4 9.401,9 +31,5% Flutn.t. til atv.rek. (ekki skip, flugv.) 1.983,7 2.591,5 +33,4% Skip 1.821,1 3.230,7 +81,2% Flugvélar 120,2 3.502,5 - Neysluvörur ót.a. 20.408,1 24.025,6 +20,3% Vörur ót.a. (t.d endursendar vörur) 166,2 212,0 +30,3% Vörusklptajöfnuður -397,3 -23.259,3 ' Miðað er við meðalgengi á vöruviðskiptavog; á þann mælikvarða er meðalverð erlends gjaldeyris í janúar-október 1998 2,1% lægra en árið áður. Hdmild: HAGSTOFAISLANDS TIL VINSTRI Er vinnusvæði þitt tölvan á skrifborðinu á þriðju hæð, gengið um aðaldyr inn til vinstri, fram ganginn, inn um dyr á hægri hönd og svo þrjá metra áfram? Og um leið og tölvan er utan seilingar, þá ertu í raun víðsfjarri öllum þeim upplýsingum og verkefnum sem þú vilt vinna með, senda frá þér og taka á móti? Með öfluga fartölvu í höndunum skapar þú þér nýjar aðstæður. Þú vinnur ekki aðeins tíma, heldur vinnur þú þar sem þér hentar og þegar þér hentar. Fartölva veitir þér frið til að hugsa og frelsi til að framkvæma. Aukin framleiðni og ánægja koma síðan af sjálfu sér. Einn af hornsteinum gæðakerfis EIS er að velja aðeins til samstarfs birgja sem uppfylla þarfir kröfuhörðustu notenda upplýsingatækninnar. EJS býður þér upp á fartölvur frá DELL og AST sem allar eru framúrskarandi á sínu sviði. EJS býður öllum viðskiptavinum sínum upp á fyrsta flokks þjónustu; leiðbeiningar við val á tölvu og fylgihlutum, sveigjanlega greiðsluskilmála og örugga og hraða viðhaldsþjónustu. kr. 176.900,- stgr. m. vsk* * Tilboð þetta gildirtil ársloka 1998 og miðastvið „AST Ascentia VL 5260" GRENSÁSVEGI 10 • SÍMI 563 3050 • BRÉFSÍMI 568 71 1 5 • sala@ejs.is TILBOÐ: Intel 266MHz Pentium MMX örgjörvi 32 MB vinnsluminni 3,2 GB harður diskur 2MB skjáminni Móðurborð með Intel 430TX kubbasetti 24X geisladrif 16 bita hljóðkort og hátalarar 12,1" TFT skjár Innbyggður spennubreytir, disklingadrif og geisladrif 3ja ára ábyrgð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.