Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 48
S.48 LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Guðmundína Rannveig Valdi- marsdóttir fæddist á Suðureyri við Sú- andaíjörð 10. mars 1919. Hún _ lést á Sjúkrahúsi Isafjarð- ar 19. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Valdimar Ornólfs- * son, verslunarmað- ur á ísafirði og síð- ar á Suðureyri, fæddur 5.9. 1860, d. 27.2. 1942. Móðir hennar var Guðrún Sveinbjörnsdóttir, f. 4.8. 1883, d. 3.5. 1951. Systkini Rannveig- ar voru: 1) Jón, f. 23.11. 1915. 2) Camilla, f. 16.3. 1917 (látin). 3) Sveinn, f. 31.12. 1920. 4) Svava, f. 17.3. 1923 (látin). Hálfsystkini Rannveigar samfeðra voru; Sig- fús, f. 22.9. 1887 (látin); Kristín, f. 15.9. 1888 (látin); Örnólfur, f. 5.1.1893 (látinn). * Það er komið að kveðjustund og hugurinn leitar til baka. Það var árið 1948, sem Veiga kom sem ráðskona til fósturfqður míns Ólafs Guðmundssonar. Átta árum síðar fór ég að venja komur mínar á heimili þein-a, þá fimm ára að aldri, brátt tókst með okkur vin- átta, sem hefur verið mér mjög dýrmæt alla tíð. Árið 1963 fluttu foreldrar mínir frá Isafirði, þá bauðst mér að flytja til þeirra, enda hafði ég mikið dvalið hjá þeim * fram að þeim tíma. Er ég hugsa til baka hlýtur það að hafa verið mik- ill breyting hjá þér og fósturfóður mínum að taka við uppeldi á ung- lingsstrák. Alltaf voru félagar mínir vel- komnir á mitt nýja heimili, þar vor- um við oft margir samankomnir, því mjög vinsælt var að koma heim í Ásgarð, þar voram við aldrei fyrir neinum sama hvað margir við vor- um. Alltaf gengum við að því vísu að Veiga væri með hlaðið borð af góðgæti fyrir okkur alla. Oft hin síðari ár hefur mér verið hugsað til sambands fósturföður míns og Veigu, á milli þeirra ríkti gagnkvæm virðing og sú mikla * tryggð, sem þau sýndu hvort öðru, sem kom mjög glöggt fram í henn- Rannveig ólst upp á Suðureyri við Sú- andafjörð. Árið 1948 flutti hún til Isafjarðar og gerð- ist ráðskona hjá Ólafi Guðmunds- syni, forstjóra á fsa- firði, f. 26.4. 1896. d. 22.7. 1980. Rann- veig dvaldi á Hlíf, ísafirði, hin síðari ár. Rannveig var ógift og barnlaus. Olafur og Rannveig ólu upp Gest Hall- dórsson, f. 21.5. 1950, kona hans er Ingibjörg Ágústsdóttir, f. 10.9. 1943. Son- ur þeirra er Ágúst Ragnar, f. 18.12. 1981. Börn Gests frá fyrra hjónabandi eru, Ásthildur, f. 22.9. 1967; Ólafur, f. 6.4. 1969; Marías Halldór, f. 7.9. 1973. Utfor Rannveigar fer fram frá Isafjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. ar veikindum, þá brást hann henni aldrei. Hún átti eftir að launa hon- um þá tryggð er heilsu hans fór að hraka, þá vék hún ekki frá honum. Eg skynjaði þá hvað vinátta þeirra var djúp og sterk. Þegar ég flutti að heiman og stofnaði mína fjölskyldu var alltaf mikill samgangur á milli. Veiga var einstaklega barngóð og átti auðvelt með að laða börn til sín, hún gaf sér alltaf nægan tíma fyrir þau. Það ríkti sérstök ró yfir henni, sem gaf þeim er hana um- gengust öryggiskennd. Eg á henni mikið að þakka fyrir það góða veganesti, sem hún hefur gefið mínum börnum, sem þau munu alla tíð búa að. Þeirra fyrsta skóla- ganga byrjaði hjá henni, hún las mikið fyrir þau, kom þeim af stað í lestri og skrift, ekki má gleyma spilamennskunni, hún hafði gott lag á því að láta þau alltaf vinna, sem gerði það að verkum að þau urðu mjög tapsár er þau spiluðu við aðra, því hjá Veigu unnu þau alltaf. Oft var leitað til hennar um að passa börnin, alltaf var sama tilhlökkunin þegar von var á henni til að passa. Það sem einkenndi Veigu alla tíð var hógværð, kröfur hennar til lífs- ins voru ekki miklar. Gaman var að gleðja Veigu, hún notaði ekki mörg orð um hlutina, en lét í ljós þakk- læti sitt á sinn hógværa hátt. Við gerðum okkur bæði grein fyrir því er ég heimsótti þig á sjúkrahúsið fyrir þremur vikum að Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingai- komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki i greinunum sjálf- um. Gamskom k v/ PossvogsUifUjwgavð jk N. Síh'ii: 550 0500 það væri komið að kveðjustund. Mér er efst í huga þakklæti fyrir þessa stund er við áttum saman. Það var svo gott til þess að vita hvað þú varst sátt við að kveðja og yfir þér hvíldi þessi sérstaka ró, sem einkenndi þig alla tíð. Ég þakka öllu starfsfólki Hlífar á Isafirði íyrir góða umönnun þau ár er hún dvaldi þar. Veiga mín, ég kveð þig með virð- ingu og þökk. Guð geymi þig. Gestur Halldórsson. Elsku Eigja mín, nú ertu farin frá mér, ég veit að þú ert sátt og þér líður vel. Þú skilur eftir þig margar góðar minningar, sem við áttum saman. Þú varst alltaf svo góð, vildir öllum svo vel sem í kringum þig voru. Alltaf varstu svo þakklát fyrir það, sem ég gerði fyrir þig, eins og svona smá- atriði, að fara út í búð, það fékk ég margfalt til baka frá þér, Eigja mín. Þegar ég bjó á Isafirði sótti ég mikið til þín, það var alltaf jafn gott að koma til þín. Þú gafst þér tíma fyrir mig og mína félaga, við spiluðum, fórum í feluleik, svo gastu spjallað við okkur um allt milli himins og jarðar og á meðan jöpluðum við á rommí og kók, sem alltaf var til handa okkur. Mér þótti gott að vita að ég gat alltaf farið til Eigju og alltaf var ég jafn velkomin. Eigja mín, eins og ég kallaði þig alltaf, það er komið að kveðju- stund. Þú varst gull af manneskju. Ég er þakklátur fyrir þær mörgu og góðu stundir er við áttum sam- an. Alltaf munt þú eiga þinn stað í hjarta mínu. Guð blessi þig. Ágúst Ragnar Gestsson. Nú er komið að kveðjustund sem ég hef alltaf kviðið fyrir, og langar mig því að skrifa nokkur orð um einstaka konu sem hefur verið stór partur af mínu lífi frá því að ég fæddist fyrir rúmlega 31 ári. Ég var ekki gömul þegar pabbi og mamma fóru með mig til hennar Eigju (eins og ég kallaði hana alltafj og báðu hana um að passa mig en Eigja var þá ráðskona hjá afa mínum. Átti ég eftir að vera mikið hjá henni eftir það því þar þótti mér svo gott að vera. Alla tíð reyndist hún okkur systkinunum vel og bar hag okkar fyrir brjósti. Margs er að minnast og margt er að þakka. Margar voru næturnar sem ég gisti hjá afa og Eigju í Ás- garði, ég svaf alltaf í sama herbergi og Eigja en bræður mínir sváfu í herberginu hjá afa. Þessi kvöld eru mér einstaklega minnisstæð þegar ég fékk hrærðan rjómaísinn í rúm- ið og allar sögurnar sem hún sagði mér frá því þegar hún var ung að alast upp á Suðureyri og frá öllum þeim börnum sem hún hafði pass- að. Ekki var leikskólaferill minn langur því mér fannst miklu betra að vera hjá Eigju, ég mótmælti því harðlega að fara á leikskóla eins og önnur börn, ég vildi bara vera hjá Eigju og fékk ég mínu framgengt. Ekki gerði hún Eigja miklar kröfur í lífi sínu um verald- leg gæði, allt var nýtt sem hægt var að nýta. Sem dæmi má nefna að hún fann gamlan og slitinn tré- dúkkuvagn niður í fjöru. Hún tók hann með sér heim og þreif hann og þar sem á hann vantaði tvö dekk þá var hún ekki í vandræð- um með að bjarga því, hún setti tvær Nivea-dósir í staðinn og virk- uðu þær vel. Þessi dúkkuvagn var mér kærari en margt annað þó að ég ætti dýran og nýtískulegan dúkkuvagn heima hjá mömmu og pabba. Mikið var hún svo hissa en ein- staklega ánægð þegar ég eignaðist eldri dóttur mína og skírði hana í höfuðið á henni. Eigja fylgdist ávallt vel með nöfnu sinni og var mjög kært þeirra á milli. Þegar Arna Rannveig dóttir mín var lítil þá samdi Eigja ljóð um hana sem hljóðar svo; Lítil stúlka hýr á brá, leikur sér með gullin sín, engin hana hrekkja má, af því að hún er nafna mln. Af svo mörgu er að taka þegar ég fer að rifja upp okkar stundir. Alltaf héldum við góðu sambandi þó að ég byggi í Reykjavík um nokkurra ára skeið. Við skrifuð- umst á og töluðum einnig reglulega saman í síma. Fyrir fáeinum árum flutti Eigja á þjónustudeildina á Hlíf því að hún gat ekki lengur búið ein, en frá því að afi dó árið 1980 hafði hún búið í eigin íbúð á Hlíf og séð um sig sjálf. Þar var hún virkilega ánægð og vel var hugsað um hana. Starfsfólk þjónustudeildarinnar á Hlíf á þakkir skildar fyrir góða umönnun síðustu árin. Mikið þakka ég fyrir þetta ár sem liðið er síðan ég flutti aftur á Isafjörð, þá gátum við hist reglulega og fylgst náið hvor með annarri. Stundum fórum við í bíltúr á sunnudögum og var þá oft komið við í Hamra- borg og keyptur ís í dollu með jarðarberjasósu en það fannst henni svo gott. Aldrei bað Eigja nokkurn mann um aðstoð en var alltaf boðin og búin til að hjálpa öðrum. Góðhjört- uð kona er gengin, við hin sem eftir lifum verðum að læra að lifa lífinu án hennar þótt það verði erfitt en éjg veit að hún var hvíldinni fegin. Ég trúi því að afi hafi tekið á móti henni og að þau séu saman á ný. Ég á fjársjóð af minningum um hana Eigju sem ég mun halda á lofti fyiir dætur mínar í framtíð- inni. Ásthildur. Föðursystir mín, hún Veiga frænka, er dáin. Fréttin um það kom mér ekki mjög á óvart, þar sem hún hafði verið mikið veik undir það síðasta. Hún á alltaf sér- stakan sess í hjarta mínu og hygg ég að það eigi hún einnig hjá öðr- um sem þekktu hana. Minninga- brot bams og unglings frá löngu liðnum tíma hafa skotið upp kollin- um frá því ég frétti andlát hennar. Þess vegna langar mig að koma nokkrum línum á blað til að minn- ast hennar. Það virðist ekki svo ýkja langt síðan Veiga gerðist ráðskona hjá Olafi Guðmundssyni á ísafirði, en það hlýtur þó að vera fast að hálfri öld. Oljós barnsminning um um- brotatíma og veikindi hennar í kjölfarið kemur upp í huga minn. Ekki leið þó á löngu þar til heim- sóknir til Ola og Veigu urðu aðal tilbreytingin í tilveru minni og ófáar stundir sátum við að kvöld- lagi við borðstofuborðið og spiluð- um „gosa“. Frá því að ég byrjaði að skrifa og fram á fullorðinsár fóru líka fjölmörg bréf á milli mín og Veigu frænku í Ásgarði á ísa- firði, enda voru síminn og „Netið“ ekki orðin aðal samskiptatækin á þessum árum. Veiga skrifaðist einnig á við fleiri systkinabörn sín og jafnvel afkomendur okkar. Fa- granesið gamla, eða póstbáturinn, eins og við nefndum það, var sam- göngutæki þessa tíma á milli fjarða og alltaf áttum við, skyld- menni Veigu, víst að hún eða Óli tæki á móti okkur þegar við lögð- um leið okkar til Isafjarðar. Of langt yrði upp að telja öll þau góðu minningabrot sem fara í gegnum hugann tengd Veigu og Öla í Ásgarði svo að ég læt þetta nægja. Veiga eignaðist aldrei börn og ekki Öli heldur, en barngóð voru þau. Bílaeign var ekki almenn á sjötta áratugnum, en Óli átti jeppa og bauð stundum í bílferð. Strák- arnir í „Króknum“ sóttust eftir því að fá smá bíltúr út í Ásgarð þegar Óli fór úteftir. Einn þessara drengja, Gestur Halldórsson, myndaði sterk vináttutengsl við Óla og Veigu og varð eins og son- ur þeirra. Þegar Óli dó hafði hann séð svo um að Veiga gæti átt ör- uggt skjól það sem eftir væri. Gestur og hans fjölskylda héldu GUÐMUNDÍNA RANNVEIG VALDIMARSDÓTTIR áfram að sinna Veigu sem ættingi væri. Oft varð ég vör við að hún mat mikils að fá nokkurs konar ömmu hlutverk þar sem börn hans áttu í hlut. Og samband hennar við Ásthildi, elsta barnið, var ein- stakt. Ég tel mig ríkari í anda af kynn- unum við Veigu frænku og mér er efst í huga þakklæti til þess fólks sem var í kringum hana og sýndi henni umhyggju síðustu árin. Valbjörg Jónsdóttir. Mildð varð veturinn kuldalegri þegar ég frétti að þú værir dáin, elsku Veiga mín. Þú varst móður- systir mín og sú frænka sem teng- ist mörgu ævintýralegu í bemsku- og æskuminningum mínum, því þegar pabbi og mamma bjuggu á Suðureyri með okkur fimm systk- inin, fórum við oft á helgum í bíltúr til Isafjarðar og heimsóttum þig í Ásgarð, þar sem þú varst ráðskona hjá Ólafí heitnum Guðmundssyni. Þar var alltaf tekið á móti okkur með kostum og kynjum eins og þar væri fyrirfólk á ferð. Þið áttuð það sameiginlegt að vera sérstaklega elskuleg og sýna bæði stórum og smáum áhuga. Þar var talað við böm af sömu virðingu og fullorðið fólk, og hét ég því að muna þegar ég yrði fullorðin að börn em and- lega þroskuð löngu áður en líkam- inn nær fullri stærð. Ég held að það vilji stundum gleymast. Þá var ekki fært á milli fjarða í marga mánuði yfir veturinn, þó heiðin væri mokuð eins lengi og hægt var, og man ég eftir himinháum sköflum báðum megin við bílinn og fannst manni hann vera eins og lít- ill leikfangabíll úti í ógnþranginni náttúranni. Löngu seinna kom snjóbíllinn og núna era göngin komin en djúpbáturinn Fagranesið kom einu sinni í viku með nauð- synjar. Stundum fékk ég að vera nokkra daga í einu hjá þér og það var alltaf ævintýri líkast. Húsið var stórt og dularfullt, ég fékk að fara með þér í risastóra kjallarann, sem síðar varð rækjuverksmiðja. Svo var það búrið innaf eldhúsinu, þaðan sem þú töfraðir alltaf fram kræsingar þegar gesti bar að garði. Ég gleymi aldrei þegar þú fórst með mig upp í bratta hlíðina fyrir ofan húsið og sáum við þá stóran hóp af hröfnum sem röðuðu sér í stóran, þéttan hring og var einn hrafn í miðjunni, þeir krunk- uðu allir með látum og sagðir þú mér að orðið hrafnaþing væri frá þessu komið. Svo fór Olafur með okkur í bíltúr í gamla jeppanum sínum og man ég þegar við fórum útúr bílnum þar sem kríurnar verptu, réðust þær á okkur með gargi og reyndu að gogga í haus- inn á okkur. Þær unnu leikinn og við settumst inní bílinn aftur. Þú varst alltaf góð við okkur öll og þegar vinir okkur komu með, voru þeir líka velkomnir. Þú fórst alltaf með mig í bæinn og keyptir handa mér gjafir sem ég var himinlifandi yfir. Líf þitt var ekki dans á rós- um, þú áttir við veikindi að stríða en varst sátt við Guð og menn og gerðir ekki miklar kröfur til lífs- ins. Þið Ólafur eignuðust vin, Gest Halldórsson, sem ég man eftir í heimsókn hjá ykkur frá barnsaldri, og hélst vinátta ykkar til dauða- dags. Börn hans tengdust ykkur líka sterkum böndum og var mér sagt að Ásthildur dóttir hans ynni á sjúkrahúsinu og hefði annast þig eftir að þú veiktist. Ég hef alltof sjaldan séð þig eftir að við fluttum til Reykjavíkur, en lengi ski-ifuð- umst við á og var ég að lesa gömlu bréfin og kortin frá þér, það elsta 40 ára gamalt. En nú er komið að leiðarlokum og vil ég þakka þér fyrir allt það góða sem þú hefur gefið mér og kennt mér. Ég mun aldrei gleyma dillandi hlátri þínum, glaðværð og gjafmildi. Systkini mín og faðir kveðja þig líka með virðingu og þökk fyrir að vera okk- ur öllum svo góð og fyrir að fá að kynnast þér. Aðalheiður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.